Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1984, Blaðsíða 6
6« Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friörik Indriöason, Guömundur Sv . Hermannsson, Heiöur Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttlr), Skafti Jónsson. Útlitstelknun: Gunnar Traustl Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guöný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Sföumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 qg 86306. Verö f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuöi kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknidelld Tímans. Prentun: Blaöaprent hf. Láglauna- bótasjóður ■ Þegar efnahagslögin voru sett á síðastliðnu vori, sætti það, mikilii mótspyrnu stjórnarandstæðinga, að kaupgjald var bundið til átta mánaða, en svipað hafði iðulega verið gert í nágrannalöndum okkar, undir svipuðum kringumstæðum. Stjórnarandstæðingar sögðu, að kaupgjaldsmálin ætti að leysa með frjálsum samningum milli samtaka launþega og vinnuveitenda, og ríkið ætti helzt hvergi að koma nærri þeim málum. Þessi skoðun virtist þá eiga verulegt fylgi innan Sjáifstæðis- flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur haft þá afstöðu, að óhjá- kvæmilegt geti reynzt fyrir ríkisvaldið að hafa viss afskipti af kaupgjaldsmálum til að koma í veg fyrir verðbólgu og tryggja vinnufrið. Þetta geti gerzt með tímabundinni kaupbindingu og aðgerðum til að auðvelda samninga milli launafólks og atvinnurekenda. Nú hefur kaupbindingunni verið aflétt og samtök launþega og vinnuveitenda fengið fullt svigrúm til að leysa málin með frjálsum samningum. Þótt ekki sé langtsíðan þessarviðræður hófust, virðast báðir aðilar orðnir sammála um, að þeir geti ekki með frjálsum samningum leyst örðugasta hnútinn, sem er fólginn í því að gera þær tilfærslur innan launakerfisins að láglaunafólk búi við mannsæmandi kjör. Þeir aðilar, sem sögðu á síðastliðnu sumri, að ríkið ætti ekki að hafa nein afskipti af slíkum samningum, eru nú farnir að gera kröfur um afskipti þess. Framsóknarmönnum kemur það ekki á óvart að svona myndi fara. Af hálfu fulltrúa stéttasamtaka, sem eru að gefast upp við frjálsa samninga um lágu launin, hafa komið fram ýmsar hugmyndir um hugsanleg afskipti ríkisstjórnar og Alþingis, sumar athyglisverðar en aðrar ekki. Ein athyglisverðasta hugmyndin er sú, sem formaður Sóknar, Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttir, og formaður Iðju, Björn Jakobsson, hafa borið fram. Hún er fólgin í því, að almannatryggingakerfið verði aukið á þann hátt með milli- göngu verkalýðsfélaganna, að teknar verði upp nýjar trygg ingar, afkomutryggingar, og nytu þeirra þeir, sem hafa lægstu launin. Þetta er vissulega góðviljuð hugmynd, en galli hennar er sá, að eigi að hrinda henni í framkvæmd, þarf mikið fjármagn, sennilega mjög mikið. Það er hvorki fyrir hendi hjá ríkinu eða almannatryggingum. Frumskilyrði þess, að hægt verði að hrinda slíkri hugmynd eða svipuðum í framkvæmd, er fjáröflun. í þessu tilfelli virðist það liggja nokkuð ljóst fyrir hver eðlilegasta fjáröflunin væri. Hún ætti að vera eins konar tilfærsla innan launakerfisins. Þeir, sem hefðu laun ofan vissra marka, greiddu tiltekinn launaskatt, sem rynni í sérstakan sjóð, sem kalla mætti láglaunabótasjóð. Úr þessum sjóði yrði svo láglaunafólki greiddar bætur, sem næmu því, að það næði 15 þúsund króna markinu, svo að höfð sé hliðsjón af þeirri kröfu, sem nú er borin fram. Orsök þess, að samtök launþega og vinnuveitenda telja sig ekki geta náð því marki með frjálsum samningum, að tryggja 15 þúsund króna lágmarkslaun, er andstaða þeirra launa manna, sem betur eru settir. Þeir standa gegn tilfærslum, sem gætu tryggt lágmarkslaunin. Þetta mál verður þó aðeins eðlilega leyst með slíkum tilfærslum að mestu eða öllu leyti. Því marki ætti að vera hægt að ná með áðurnefndum launaskatti og láglaunabótasjóði. Þessari hugmynd er því varpað fram hér til athugunar fyrir stéttarsamtökin. Ánægjulegast væri að slíkri hugmynd yrði komið fram. ef til kæmi, með frjálsum samningum. Þ.Þ. Sjá ekki skóginn fyrir trjám ■ Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akureyri kemur víða við í ítarlegu viðtali sem birtist í Degi. Hann var m.a. spurður að því hvort embættismenn bæjarins væru valdafrek- ir og vitnar spyrjandi til skýrslu sem Hagvangur gerði um stjórnkerfi Ak- ureyrar í fyrra. Helgi svarar: „Sjálfsagt eru þeir það, að minnsta kosti hafa þeir sínar skoðanir á því hvernig eigi að gerá hlutina. Ég held þó að hugmyndum hagvangs- manna hafi ekki ein- göngu verið beint að embættismönnunum, heldur stjórnkerfi bæjar- ins í heild. Við erum til dæmis með allt of margar nefndir, sem eiga að gefa bæjarstjórninni ráð. Þessar nefndir starfa hver fyrir sig á afskaplega þröngum sviðum og þær eru margar hverjar skipaðar áhugafólki um viðkomandi málaflokka. Það vill hins vegar henda þessa nefndarmenn, að sjá ekki skóginn fyrir trénu, t.d. í tillögugerð við fjárhagsáætlun. Þá setja nefndirnar gjarna fram hugmyndir og óskir, sem eru víðs fjarri öllum raunveruleika. Þetta sjá nefndar- mennirnir þegar þeir horfa á allan skóginn, en þeim hættir til að stara á þetta eina tré, sem þeim er trúað fyrir. Þetta er mikill galli. Þess vegna þarf að fækka þessum nefndum mikið, en breikka þess í stað starfssvið þeirra nefnda sem eftir verða. Jafn- framt verður að tryggja að bæjarfulltrúar séu a.m.k. einn eða tveir í hverri nefnd. Eins og nú háttar eru dæmi um nefndir, sem enginn bæjarfulltrúi situr í. Þær nefndir eru margar hverjar gersamlega úr tengslum við bæjar- stjórn." Vilja vinna hjá því opinbera - Nú er þjóðin í nokk- urri kreppu og atvinnu- leysi virðist vera vaxandi. Raunar virtust þessi kreppueinkenni koma einna fyrst fram á Akur- eyri og Eyjafjarðarsvæð- inu, fyrir tveim árum eða svo, með samdrætti í byggingariðnaði. Bæjar- stjórn Akureyrar hefur verið sökuð um andvara- leysi í þessum efnum. Er það réttmæt gagnrýni? „Ja, hvað getur bæjar- félag gert í atvinnumál- um? Það er ljóst að það kostar milljón að skapa hvert atvinnutækifæri og bæjarsjóður hefur ekki bolmagn til að standa í slíku í neinum mæli. Hins vegar hefur at- vinnumálanefnd verið mjög virk og einnig höfum við tekið þátt í Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar. Verkefni þeirra er að aðstoða þau fyrir- ,tæki sem eiga í erfið- leikum, til að finna lausn- ir á vandanum, jafnframt því að leita að nýjum atvinnugreinum. Það eru líka skiptar iskoðanir um það, hversu 'stór þátttakandi hið op- inbera á að vera í at- vinnulífi. Þrátt fyrir það er Akureyrarbær beint og óbeint aðili að stórum sem smáum atvinnufyr- irtækjum, þannig að hann verður ekki sakað- ur um aðgerðarleysi á því sviði í gegnum tíðina. Hins vegar hefur bæjar- sjóður ekki mikið svig- rúm í slíkt nú, nema með því að leggja aukna skatta á bæjarbúa. Hver hefur áhuga á því? Atvinnuvegirnir hafa búið við slæm rekstrar- skilyrði á undanförnum lárum og þar má finna að nokkru leyti orsök þess vanda sem við er að glíma í atvinnumálum. 'Hvers vegna ættu menn með hugmyndir og pen- inga að fara út í atvinnu- rekstur vitandi það, að sennilega hafa þeir ekki annað upp úr því en baslið og ef til vill gjaldþrot. Til hvers er þá að vera að hætta sér út í slíkt, bara til að útvega 'einhverjum atvinnu, vit- andi það að hversu vel sem reksturinn gengur 'hefst aldrei neitt út úr því. Það er nefnilega bannað að græða. Enda eru þeir sífellt fleiri, sem vilja helst vinna hjá ein- hverju opinberu fyrir- tæki og fá sitt kaup á tilsettum tíma, hvernig svo sem reksturinn gengur. Þessi hugsunar- háttur er hættulegur þjóðfélaginu í heild.“ - Hvað á að gera? „Við verðum að snúa vörn í sókn. Menn verða að átta sig á því, að nú um stund verðum við að leggja ýmsa félagsmála- pakka á hilluna í bili og Íeggja áherslu á atvinnu- lífið, styrkja það og efla. Það verður að treysta grunninn. Það er ljóst, að ekki er að búast við verulegri atvinnuaukn- ingu í hinum hefðbundnu |atvinnugreinum. Þess vegna verður að fara nýj- ar leiðir, sem geta reynst erfiðar og sein sóttar. En það verður að hafa það, við verðum að þreyja þorrann, og alla mögu- Íeika þarf að skoða grannt. Engu má hafna að óathuguðu máli. Það er enginn „patentlausn", það dugir ekki að segja að tækifærin séu í full- vinnslu sjávarafurða eða þá landbúnaðarafurða. Það þarf líka að vera hægt að selja framleiðsl- una á eðlilegu verði. Það vill stundum gleymast að hugsa fyrir hlutum. Það þarf að framleiða vöru, sem einhver hefur áhuga á að kaupa.“ - Hvað með stóriðju? „Það er sjálfsagt að skoða þann möguleika. Raforkan er ein af þeim auðlindum sem við eig- um eftir í landinu, en höfum lítið sinnt. En ef til vill er raforkan engin auðlind. Ef til vill er hún svo dýr í framleiðslu, að hún stenst ekki sam- keppni við þá raforku sem í boði er í öðrum löndum. En jafnvel þó við fáum eitt sórt fyrir- tæki í fjörðinn, þá megum við ekki gleyma því, að við verðum jafn- framt að byggja upp mörg smærri. En því er ekki að leyna, að eitt stórt fyrirtæki hefði margfeldi- áhrif á allt athafnalíf.“ Álagsprósentan lækkuð - Að undanförnu hefur verið rætt um lækkun álagningarprósenta fast- eignagjalda og útsvara, í kjölfar minnkandi verð- bólgu. - Mega Akureyringar búast við lækkun? „Það hafa verið nokk- uð skiptar skoðanir um þetta. Vinstri flokkarnir í Reykjavfk vilja lækka álögur enn frekar en meirihluti Sjálfstæðis- flokksins þar vill hlusta á. Hér voru sjálfstæðis- menn hins vegar með undirboð varðandi fast- eignagjöldin, en þótt vinstri meirihlutinn vildi ekki samþykkja þær til- lögur var ákveðið að. lækka álagningarprós- entu fasteignagjalda. Út- svarsprósentan hefurenn ekki verið ákveðin, en ég reikna fastlega með því að hún verði lækkuð. Hins vegar er það líka Ijóst, að skattbyrðin verður meiri en verið hefur, enda hefur hún verið miklu léttari en ætl- að var, vegna óðaverð- bólgunnar. En það er ekki hægt að ætlast til þess að við förum niður í þau mörk:“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.