Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 4
HMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 19tW ■ Kvikmyndahátíð 1984 hefst laugardaginn 4. febrúar og stendur til 12. febrúar. Hátíðin verður sett i Haskolabíoi kl. 14.00 með frum- sýningu kvikmyndarinnar Hrafninn flýgur, eftir Hrafn Gunnlaugsson, en sýningar á öðrum myndum verða í Regnboganum. Á hátíðinni verða sýndar 35 erlendar myndir frá 14 þjóðlöndum en einnig verða 14 is- lenskar kvikmyndir endursýndar, einu sinni hver mynd. Á hátíðinni her mest á bandarískum og spænskum kvikmyndum. Fulltrúar bandarísku kvikmyndanna eru leikstjór- arnir John Waters og John Cassavctes cn þeir eru báðir sjálfstæðir framleiðend- ur sinna mynda og viöurkenndir snilling- ar þó á ólíkan hátt sé. Sjö spænskar kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni, flestar eftir leikstjórann Jósé Luis Garci, þ.á m. mynd hans Volver a Empzer, en sú mynd fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu kvikmynd 1982, fyrst spænskra kvikmynda. Hérá eftirverður fjallað um helstu kvikmyndir hátíðarinn- ar og leikstjóra þeirra. John Waters Kvikmyndir John Waters eru óvenju- legar um margt enda hefur hann sjálfur sagt að hann reyni að ganga svo fram af fólki að því ofbjóði ekki lengur heldur verði skemmt. Þetta eru orð að sönnu því myndir Waters eru í meira lagi yfirgengilegar og besta dæmið um það er aðalleikarinn í flestum myndum Waters, 150 kílóa kynskiptingur sem gengur undir nafninu Divine og er „líklega fegursta kona heims" að sögn Waters. Þrjár mynda Waters verða sýndar á hátíðinni og sú elsta er Pink Flamengos, sem frumsýnd var árið 1972. Henni var af gagnrýnendum líkt við Andalúsíu- hundinn eftir Bunuel og fékk þá dóma í tímariti Andy Warhols að hún væri ein sjúklegasta mynd sem gerð hefði verið - og jafnframt ein sú fyndnasta. í stórum dráttum fjallar myndin um tvær fjöl- skyldur sem keppa um titilinn, „The Filthiest People Alive" (mesta skítapakk heims), og eru fá meðöl spöruð í þeirri baráttu. Önnur mynd Waters sem sýnd verður á hátíðinni er Female Trouble. Hana gerði Waters undir áhrifum frá morði Carles Manson og félaga hans á leikkon- unni Sharon Tate, og er myndin raunar tileinkuð einum úr hópi Mansons, Tex Watson. Myndin rekur sögu nætur- klúbbsöngkonu sem verður fræg eftir að hún tekur upp skammbyssu í miðju skemmtiatriði sínu og skýtur áhorfendur til bana. Þriðja mynd Waters á hátíðinni er Desperate Living. Gerist myndin í Mort- ville, afdrepi fyrir misindismenn, sem stjórnað er af Charlotte drottningu. í lokin verður bylting í Mortville og drottningin ergrilluð meðepli í munnin- um og étin. John Waters kemur sjálfur hingað til lands vegna kvikmyndahátíðarinnar og flytur fyrirlestur sem sjálfsagt verður forvitnilegur áheyrnar. John Cassavetes Myndir Cassavetes sverja sig frentur í ætt evrópskra kvikmynda en þeirra amerísku hvað varðar efnistök og stílbrögð, og eru oft torskildar. Þær fjalla yfírleitt um innri baráttuog sálræna erfiðleika sem gjarnan herja á amerísku millistéttina. í myndunum vita persónur Cassavetes ekki sjálfar hvernig þær eiga að bregðast við ýmsum aðstæðum og áföllum og þá því síður áhorfandinn, enda segir Cassavetes sjálfur að áhorf- andinn verði að vera eins ringlaður og óákveðinn og söguhetjan ef hann á að geta skilið tilfinningar söguhetjunnar fullkomlega. íslensk kvikmyndahús hafa stöku sinnum tekið myndir Cassavetes til sýn- ■ Querelle er síðasta mynd Fassbinders en hann lést árið 1982. Querelle verður sýnd á Kvilunyndahátíð auk heimildarmyndar um gerð Querelle. ■ Hvort þetta er gestur á amerísku hóteli í Frakklandi skai ósagt látið en myndin er úr kvikmyndinni Ameríska hótelið sem þau Cathrine Deneuve og Patrick Dewaere leika aðalhlutverk í. Sú yngsta þeirra er Volver a empezar, Að byrja aftur, sem fékk Óscarsverð- launin sem besta erlenda kvikmyndin 1982. Myndin fjallar um mann prófessor við háskóla í Bandaríkjunum sem fær Nóbelsverðlaun íbókmenntum. Prófess- orinn er Spánverji og eftir verðlaunaaf- hendinguna í Stokkhólmi heimsækir hann æskuslóðir sínar og þá rifjast upp fyrir honum minningar. Aðrar myndir eftir Garci sem sýndar eru á hátíðinni eru Solos en la Madrug- ada, El Crack og El Crack Dos. Þá eru einnig sýndar kvikmyndirnar Valentína, eftir Antonio José Betancor, El Sur, eða Suðrið, eftir Victor Erice og Vestida De Azul eftir Gimenez-Rico. Frakkland Sex franskar myndir verða sýndar á hátíðinni. Sú forvitnilegasta er vaflaust Áhættuþóknun, Le prix du danger, eftir Yves Boisset, en Boisset verður einn af gestum Kvikmyndahátíðarinnar. Mynd- in er öðrum þræði sakamálamynd um mann sem fellst á að taka þátt í sjónvarpsleik þar sem hann á að komast undan 5 morðingjum sem settir hafa verið honum til höfuðs. Leikurinn þróast síðan á aðrar brautir en maðurinn hafði gert ráð fyrir í upphafi. Myndin er ádeila á franska sjónvarpið og vakti mikið umtal þegar hún var sýnd árið 1982. Jacques Demy er þekktur fyrir dans ■ Úr kvikmyndinni Eldskím. ingar, þ.a.m. Konu undir áhrifum, sem Háskólabíó sýndi fyrir nokkrum árum. Þessi mynd er meðal mynda Cassavetes á Kvikmyndahátíðinni. Aðalhlutverkið leikur Gena Rowlands, en hún cr eigin- kona Cassavetes og leikur í flestum hans myndum. Kona undir áhrifum var frum- sýnd árið 1975 og fjallar um ameríska húsmóður sem á við geðræn vandamál að stríða. Styrkur myndarinnar felst öðru fremur í frábærri túlkun Rowlands á örvæntingu húsmóðurinnar sem háir baráttu við tilfinningar sínar í umhverfi sem hún skilur aðeins að litlu leyti. Önnur mynd Cassavetes er Frumsýn- ing, sem fjallar um leikkonu sem er að æfa upp erfitt hlutverk í leikriti á Broadway, þegar hún verður vitni að því er aðdáandi hennar ferst í slysi. Þessi atburður verur til þess að leikkonan sér líf sitt í nýju ljósi. Aðrar amerískar myndir Einn gestur Kvikmyndahátíðarinnar er leikstjórinn John Hofsiss og mun hann flytja hér fyrirlestur. Hofsiss er þekktur sviðsleikstjóri og stjórnaði m.a. Fílamanninum á Broadway, sem David Bowie lék aðalhlutverk í. Hofsiss hefur meðferðis mynd sína Darraðardans sem byggð er á sjálfsævisögu kvikmynda- framleiðandans Barböru Gordon. Myndin lýsir baráttu Gordon við „eitur- lyfið" valíum. og vakti sýning hennar miklar deilur um lyfið og áhrif þess og stuðlaði að því að herða eftirlit með útgáfu lyfseðla á örvandi og deyfandi lyf. Aðalhlutverk leikur hin þekkta leikkona Jill Clayburg, sem íslenskir kvikmynda- unnendur ættu að kannast við úr fjöl- mörgum myndum. Frá Bandaríkjunum koma einnig ntyndirnar Eldskírn og Fljótandi himinn. Eldskírn er eftir Lizzie Borgen og er eldheit kvenréttindabaráttumynd um stofnun kvenréttindasamtaka eftir þjóð- félagsbyltingu í Bandaríkjunum sem smátt og smátt breytast í stóra og öfluga alheimskeðju kvenréttindabaráttufólks. Fljótandi himinn er eftir Slava Tuker- man sem dregur upp, þrátt fyrir gáska og gaman sem einkennir myndina, dökka mynd af Bandaríkjunum þar sem eitur- lyfjaneysla og hverskyns úrkynjun ræður ríkjum að mati höfunda myndarinnar. Myndin er mjög óvenjuleg og frumlega gerð og mun varla falla að smekk siðavandra. Jósé Luis Garci Eftir að lýðræði var endurvakið á Spáni má segja að bylting hafi orðið í spænskri kvikmyndagcrð. Einna kunn- astur spænskra leikstjóra er vafalaust Carlos Saura. Ekki tókst að fá myndir eftir hann á Kvikmyndahátíð að þessu sinni en í stað þess eru fjórar myndir eftir Jósé Luis Garci. Kvikmyndahátíd 1984 hefst á laugardaginn: MEST BER A BANDARfSKUM OG SPÆNSKUM KVIKMVNDUM ogsöngvamyndirsínar, þ.a.m. Regnhlíf- arnar í Cherbourg. Á kvikmyndahátíð verður síðasta mynd hans, Herbergi úti í bær, Une Chambre en ville, sýnd. í myndinni fléttast ástarsaga verkfalli í Nantes árið 1955. Aðrar myndir franskar eru Ameríku- hótelið, Hotel des Ameriques, eftir André Techiné en þar eru aðalhluterk í höndum Cathrine Deneuve og Patrick Dewaere, en Patrick framdi sjálfsmorð fyrir rúmu ári eins og frægt varð; Ban- vænt sumar, LÉte Meurtrier, eftir Jean Bccker; Alla nóttina, Toute une nuit, eftir Chantal Akerman, og loks Örlög Júlíu, Le destin de Juliette, eftir Aline Issermann. Querelie Síðasta mynd þýska leikstjórans Rein- er Werner Fassbinder, sem lést 1982, verður tekin til sýningar á Kvikmynda- hátíðinni. MyndinnefnistQuerelleoger gerð 1982 og byggir á erótískri samkyn- hneigðri sögu eftir Jean Genet. Aðal- hlutverk er í höndum Brad Davis sem kunnur er úr myndinni Miðnæturhrað- lestin. Þá verður einnig sýnd myndin Gald- ramaðurinn frá Babylon eftir Dieter Schidor, sem er heimildarmynd um gerð Querelle. Þar er talað við aðalleikara myndarinnar og fylgst með gerð hennar sem þótti nokkuð óvenjuleg miðað við aðrar myndir Fassbinders. Norðurlöndin Kvikmyndir frá Norðurlöndunum eiga sinn fasta sess á Kvikmyndahátíð. Að þessu sinni verða tvær sænskar myndir á dagskrá: Leyndarmál, Hemligheten, eft- ir Reiner Hartleb og Staffan Lindqvist; og Lífsþróttur, Mot at leva, eftir Ingela Romare. Þessar myndir eru ólíkar um efnisval; Leyndarmál er ástarsaga 25 ára rokksöngvara og 16 ára stúlku og fjallar um þröskuld fullorðinsáranna á hressi- legan hátt. Lífsþróttur fjallar um 24 ára konu sem er að deyja úr krabbameini og áhrif sem það hefur á vinkónu hennar. Frá Finnlandi kemur myndin Jón eftir Jaakko Pihalá en þessi mynd hefur vakið einna mesta athygli finnskra mynda á síðustu árum. Frá Danmörku kemur síðan myndin, Sagan af Kim Skóv, eftir Hans-Henrik Jörgensen, og fjallar hún um 13 ára gamlan dreng sem flyst til borgarinnar, og aðlögunarvandamál hans. Aðrar Evrópskar mynd- ir Frá Bretlandi kemur myndin Tciknar- inn, The Draughtsman’s Contract, eftir Peter Greeaway. Myndin gerist árið 1694 og segir frá manni sem ferðast á milli landsetra og teiknar fyrir gjald. Hann nýtur lífsins og lendir í ævintýrum sem reynast alvarlegri en hann óraði fyrir. Myndin er nokkuð sérstæð og spennandi á óvenjulegan hátt. Þá verður einnig sýnd hollenska myndin Vatnsbragð, De Smaak van Water, eftir Orlow Seunke, sem fékk Guliljónið á Feneyjahátíðinni 1982. Til að auka fjölbreytnina verða sýndar myndir frá Sovétríkjunum, Kína, Ind- landi; Filipseyjum og Kanada. Kanadíska myndin heitir Bragðarefur- inn, The Gary Fox, og er eftir Philip Borsos. Hún fjallar á kíminn hátt um þjóðvegaræningjann Bill Miner sem uppi var á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. Kínverska myndin heitir. Minningar mínar um gömlu Peking, eftir Wu Yi- gong en þessi kvikmynd hefur yakið mesta athygli þeirra kínversku mynda sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Frá Indlandi kemur myndin Afgreitt mál, eftir Mrinal Sen og frá Eilipseyjum myndin Bona eftir Lino Brocka sem er fremsti kvikmyndahöfundur á Filipseyj- um. Sovéska myndin heitir Brautarstöð fyrir bæði, eftir Eldor Retzanov. Þetta er gamanmynd, með ástarsöguívafi. Kvikmyndahátíðirnar í Reykjavík hafa öðlast fastan sess í menningarlífi íslendinga og þessi kvikmyndahátíð er enginn eftirbátur þeirra fyrri hvað varðar fjölbreytni og myndaval. Aðsókn að fyrri hátíðum hefur sannað að Kvik- myndahátíð á rétt á sér og sjálfsagt finna allir kvikmyndaunnendur eitthvað við sitt hæfi í Regnboganum í næstu viku ef tekið er mið af þeirri upptalningu sem gerð var hér að framan. GSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.