Tíminn - 02.02.1984, Qupperneq 9

Tíminn - 02.02.1984, Qupperneq 9
Jóhannes Björnsson Ytri-Tungu: „T jónge f end u r“ ■ Veislunni miklu er lokið. Þjóðin er að rakna úr rotinu og nú spyr maður mann: Hvað kom fyrir? Hvernig gátu þessi ósköp gerst? Nú eftir einn mesta góðæriskafla frá upphafi íslandsbyggðar erum við skyndi- legsa komnir á bekk með skuldugustu þjóðum heims og sjálfstæði okkar í hættu. Aðalauðlind þjóðarinnar - fiski- stofnarnir við landið eru að ganga til þurrðar vegna ofveiði, einn eftir annan, og markaður fyrir aðalútflutningsvöru okkar - þorskinn - í hættu sökum verri meðferðar en áður var. Það er vissulega þörf á að ræða þetta allt af hreinskilni og leita orsakanna til að læra af óförunum. Margir kenna ríkisstjórnunum okkar um flest það sem aflaga hefur farið í efnahagsmálunum, og víst er þeirra sök mikil. Þær hafa alltof lengi keypt sér stundarfrið fyrir atlögum þrýstihópanna, sem stundum hafa sett stjórnendum landsins hálfgerða úrslitakosti með að- gerðum sínum (útflutningsbanni, eyði- leggingu mjólkur, uppgerðarveikindum heilla starfshópa og hálfgildings-verkfalli í heilbrigðisþjónustunni) með tilstyrk stjórnarandstöðu, sem oft hlífist ekki við að fórna þjóðarhagsmunum í von um að glepja auðtrúa sálir til fylgis við sig. Það er Ijótur blettur á íslenskri stjórn- arandstöðu Að minni hyggju eru það samt æðstu stjórnendur launþegasamtakanna, sem bera höfuðsökina á því hvernig er komið hag okkar. Skulu færð fyrir því ýmisleg rök. Höfuðvandamá! okkar um langt skeið hefir verið glíman við verðbólgudraug- inn. Hann hefir nærst og vaxið á vísitöluskrúfu verðlags og launa. Vísi- talan hefir verið æðstu forystumönnum launþegasamtakanna hin heilaga kýr, sem ekki hefir mátt stjaka við, enda lifað á henni sjálfir. Besta tryggingin fyrir því að hljóta og halda þessum feitu embætt- um með margföldum verkamanna- launum, auk hinnar eftirsóttu nafnbótar. hefir verið sú að krefjast sem mestra kauphækkana af atvinnurekstrinum. jafnvel þó enginn aukabiti væri til skipt- anna, og augljóst væri að allur aukinn tilkostnaður hlyti að fara nær samstundis út í verðlagið, ef atvinnureksturinn átti ekki að stöðvast. Afraksturinn því aðeins ný gengisfell- ing og meiri verðbólga, öllu þjóðfélaginu til tjóns, en engum þungbærara en láglaunastéttunum, sem vitanlega skiptir mestu kaupmáttur launanna og atvinnu- öryggið ásamt þunga álagðra skatta. Þó þykjast þessir foringjar aðallega bera hag láglaunastéttanna fyrir brjósti, og fyrir þá semja þeir ætíð fyrst. Síðan taka þessir verðbólgusamningar að snú- ast um sérkröfu hinna betur launuðu: Samanburður við aðra, ætíð til hækkun- ar, tilfærslur upp launastigann og loks lúmskar, duldar greiðslur í ýmiss konar fríðindum til þeirra í efstu tröppunum, svo bilið hefir enn lengst milíi há- og lág-launahópanna að loknum sérhverj- um „verðbólguleik" launþegaforingj- anna. Vegna þessarar fastheldni hinna rétt- nefndu verðbólgurekenda (foringja launþega) í vísitöluna, hafa stjórnvöld neyðst til að halda aftur af nauðsynlegum hækkunum á gjaldskrám ýmissa stofn- ana til þess að hamla gegn víxlhækkun verðlags og launa. Þannig var verðlagi á vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur haldið stöðugt niðri með þeim afleiðingum, að hún varð að taka erlend lán til að halda rekstrinum gangandi og fresta bráðnauð- synlegum framkvæmdum, öllum til stórtjóns. Þó var vatnið selt á gjafverði og upphitunarkostnaður Reykvíkinga einungis brot þess, sem flestir landsmenn bjuggu við. Af sömu ástæðu var verði á rafmagni haldið niðri, jafnvel lækkað að verðgildi, þegar olíu-verðsprengingin mikla varð um alla heimsbyggðina. Ófáir milljarð- ar erlendu skuldanna eru þannig til komnir. Foringjar launþegasamtakanna eiga því verulega sök á hinu sligandi háa rafmagnsverði nú vegna átrúnaðarins á vísitöluna. Nú gaukar íslenska samfélagið að sérhverjum hvítvoðungi á annað hundr- að þúsunda króna skuld í vöggugjöf. Og fjórða hver króna af útflutnings- verðmæti landsmanna fer til greiðslu á afborgunum og vöxtum af skuldum við útlönd. Trúlega finnst ýmsum fjarstæða að kenna forystumönnum Iaunþegasamtak- anna um hrun fiskistofna og minnkandi gæði fiskafurða. En einnig þar er sök þeirra umtalsverð. Vegna atgerða þeirra eru fiskvinnslu- stöðvarnar nú reknar líkt og verksmiðj- ur, sem ekki vinna úr viðkvæmu hráefni. Dagvinnan hefir verið stytt úr tíu í átta stundir. Virkum dögum vikunnar fækk- að um einn og til cr verkalýðsforysta, sem hefir á undanförnum árum fyrirskip- að verkbann í fiskvinnslunni um helgar - frá kl. 5 síðdegis á föstudögum til mánudagsmorguns - yfir þrjá heitustu mánuði sumarsins. Vonandi eru ekki allir komnir svona langt í „þróuninni". En hví ekki að lofa þeim, sem vilja vinna um helgar, að bjarga fiskinum frá skemmdum? Allir vita að hann rýrnar og versnar við geymsluna, ekki sízt fiskur, sem landað hefir verið úr togurum, þá margra daga gamall, svo og netafiskur, sem oft merst og jafnvel drepst í netunum. Hann verður lakara hráefni til vinnslu'en vera þyrfti, skilar þjóðarbúinu minni gjald- eyri og spillir dýrmætum markaði. Afdrifaríkast var þó, að launþegafor- ystan skyldaði fiskvinnslustöðvarnar til að greiða starfsfólkinu laun, þó ekkert væri unnið nema uppsögn hefði áður verið tilkynnt með minnst viku fyrirvara. Þessi greiðsluskylda stöðvanna rýrir vitanlega hlut sjómanna og útgerðar úr fiskverðinu. Og hún er höfuðorsök hins æðisgengna kapphlaups um togarakaup á undanförnum áratugum. Hvervinnslu- stöð var neydd til að útvega sér togara til að afla hráefnis. Og ckki bara einn, heldur minnst tvo, svo að vinna yrði samfelld, þó sækja þyrfti hluta vinnu- aflsins hinum megin á hnöttinn, og fiskurinn skemmdist í mestu aflatoppun- um. Stjórnvöld áttu líka stóran þátt í offjölgun togaranna með fáránlegri stjórn í vaxtamálum. Sparifé lands- manna var nánast á útsölu. Á aðeins tíu árum töpuðu eigendur þess 750 milljörð- um gamalla króna. Þá var engin fjárfcst- ing svo vitlaus, að hún væri ekki arðvæn- leg fyrir skuldarann. Heil kynslóð ólst upp við þessa trú, og margir halda fast í hana enn. Fiskistofnarnir hafa sýnilega ekki þol- að þessa miklu sókn hinna svonefndu „togara" til viðbótar öllum hinum, sem kallaðir eru „bátar", en eru þó ekkert afkastaminni en margir gömlu ensku togararnir voru og skrapa víða sömu mið og þeir. Vinnslustöðvunin um helgar í fisk- vinnsluhúsunum er sérlega bagaleg fyrir smáa handíærabáta (trillur) sem aðeins geta stundað vciðarnar í blíðskaparveðri en ekki róið eftir almanaki. Og þetta cru einmitt hátarnir sem skila einna besta flskinum að landi, og nieð langtum minni tilkostnaði í olíu og veiðarfærum en aðrir. Þaö cr ekki aðeins að vciðar báta séu torveldaðar og fiskur skemmdur með vinnustöðvuninni í fiskvinnsluhúsunum. Til mun vera beint róðrarbann á neta- báta, einstaka sunnudaga, seinnihluta 'vertíðar. Vitanlega þurfa sjómcnnirnir hvíldar- daga eins og aðrir, cn íslensk veðrátta hefir til þessa vcrið þannig, að landlegu- dagarnir hafi oftast orðið flciri cn margir kusu. Það vill löngum brenna við, að hinir „stofulærðu", sem setja þcim boðin og bönnin, er vinna að verðmætasköpun- inni á þjóðarbúinu, gleyma því. hvar við búum á hnettinum og á hverju þjóðin lifir í raun og veru. Það myndi talinn skrýtinn búnaðar- málastjóri, sem fyrirskipaði bændum aö hlaupa heim úr hcyflekknum á ákveðnu klukkuslagi síðdegis, lcgði bann viö því að bjarga heyi frá skemmdum á laugar- og sunnudögum eða mjólka kýrnar. Samt cr þetta hliðstæða þcss, scm hér hefir vcrið rætt. Trúlcga neitar því cnginn, að svcita- fólk hefir jafna þörf fyrir hvíldárstundir og daga og aðrir. En til allrar hamingju ntiðar það enn lífshætti sína við aðstæð- urnar að gömlum íslcnskum sið. Eg hcld að helgi laugardagsins, að hætti erlendra iðnaðarríkja, hafi ekki átt hér við í íslcnsku bænda- og vciðimanna- þjóðfélagi. Hún hafi víðar orðið okkur til óheilla en í fiskvinnslunni, t.d. valdið auknum drykkjuskap og margvíslegum slysum og magnað mánudagsslenið á vinnustöðum. Eins og fyrr var rakið á vísitöluvitleys- an höfuðsök á hinum geigvænlegu miklu crlendu skuldum þjóðarinnar. Launþegaforystan heimtaði að þessi vísi- tala verðlags- og launa væri stöðugt í gangi. Stjórnvöld reyndu að halda henni í skefjum með öllum tiltækum ráðum, t.d. með alltof háu gengi ísl. krónunnar, langtímum saman. Gjaldeyririnn, sem að mestum hluta var kominn frá sjávar- útveginum var afhentur á útsöluverði. Afleiðing þess var svo hemjulaus kaup á erlendum varningi, stórfelldur við- skiptahalli, og hrikalegar crlendar lán- tökur til að jafna reikningana. Þetta orsakaði jafnframt geysilega mikinn fjármagnsflutning frá útgerðinni um allt land og á stóran þátt í hinum miklu skuldum hcnnar. En nú hafa þcir, sem helst nutu þessa útsölugjaldeyris, uppgötvað fyrir rann- sóknarsnilli Jónasar Kristjánssonar, rit- stjóra, aö þeir hafi ekki aöeins haft alltaf „bölvaðan svcitavarginn" á framfæri sínu, heldur einnig allan sjávarútveginn, sem eflaust hlýtur frá þeim síðar hlið- stætt cinkennisnafn! Nú er að hefjast enn einn „vcrðbólgu- lcikur" forystumanna launþegasamtak- anna. Þó margt bendi til þess, að þcim sé orðið fullljóst í hvaða ófæru þeir hafa lcitt menn sína og þjóðina alla, ciga þeir örðugt mcð að snúa til baka, þeir hafa svo lengi blekkt þá með yflrboðum og ábyrgðarleysi. Og trúlega skortir þá nægilegt þrek til að játa fyrir allri þjóðinni, að þeir hafi verið að elta mýrarljós. Allt mun því verða í svipuðum dúr og áður. Gamli látbragðsleikurinn mcð fjöl- mennu liði og ærnum kostnaði fer fram á skiptafjörunni til að úthluta því, sem ekki er til. „Áherslupunkturinn" verður trúlega enn sem fyrr: Framhaldslíf kaupgjalds- vísitölunnar. Og ekki mun stjórnarandstaðan bregða vana sínum. Hún mun kyrja yfirboðs-sönginn gamla, - nú fjórraddaðan - mcð undir- spili ríkisfjölmiðlanna og þjóðkunnum texta íslensku stjórnarandstöðu: Allt þetta skal ég veita þér, -ef þú.... Eitt mun þó breytt. Nú munu færri en áður „blessa sína tjóngefendur". Ytri-Tungu, 24-1-1984 Jóhannes Björnsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.