Tíminn - 10.02.1984, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.02.1984, Blaðsíða 1
Dagskrá ríkisfjölmiðlanna næstu viku - sjá bls. 13 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! HBoHfiðrfkÉMÍMal Föstudagur 10. febrúar 1984 35. tölublað - 68. árgangur 370 Reykjavík—Ritstjórn 86300—Augtysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Bankarán í Idnaðarbankanum í Breiðholti: RÆNINGINN SIAPP BURT MEÐ A FJÓRÐA HUNDRAÐ ÞtíSUND! — Starfsfólkið hélt að um bankasendil væri að ræða ■ Bankarán var framið í útibui Iðnaðarbankans i Breiðholti við Drafnarfell laust eftir klukkan se\ í gær, og tókst ræningjanum að komast á brott með eitthvað á fjórða hundrað þúsund krónur. Þetta hefur Tíminn eftir áreiðan- legum heimildum, og er hann snéri sér til Olafs Gunnarssonar útibússtjóra í leit að nánari upp- Ivsingum, sagði hann aðeins að málið væri í höndum Rannsókn- arlögreglunnar. Tíminn hefur upplýsingar um að Rannsóknarlögreglan var kvödd á staðinn um kl. 18:30 í gær, og þá upplýstist að grímu- klæddur ungur maður, með ein- hvers konar snjógleraugu fór inn í bankann, eftir að honum hafði verið lokað. Var manninum hleypt inn af starfsfólki bankans, að líkindum vegna þess að starfs- fólkið taldi hann vera sendilinn sem kemur venjulega og sækir uppgjör bankans að starfsdegi loknum. Maðurinn, sem er tal- inn vera í kringum 20 ára gamall, var með hettu yfir höfðinu og einhverskonar skíðagrímui Hann var óvopnaður, en samt sem áður tókst honum að hrifsa til sín peningana, eitthváð tals- vert á fjórða hundrað þúsund krónur og sleppa út. Einhverjir munu hafa reynt að stöðva ræn- ingjann á leið hans brott út úr bankanum en án árangurs og ekki sást hvernig hann fór á brott. Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn málsins í gærkveldi, yfirheyrði starfsfólk bankans og ræddi við fjölda manns, en niður- staða þeirrar fyrstu rannsóknar var sú að umræddur bankaræn- ingi væri í kringum 20 ára gamall, og var öll lýsing á honum mjög almenns eðlis, þannig að hún hjálpar lögreglunni ekki mikið við leit að ræningjanum. Auk þess sögðu vitnin að þau gætu ekki lýst honum svo glöggt, þar sem hann hefði verið með hálf- hulið andlit. Þá hefur Tíminn fregnað að þjófaþjónustukerfi bankans sem er tengt beint við lögreglustöð- ina, hafi farið að hringja í gær, en að starfsfólk bankans hafi hringt í lögregluna og látið vita að hér væri ekki um raunverulegt útkall að ræða. Því hafi þjófa- þjónustukerfið. verið með öllu ótengt, þegar ránið átti sér stað. -AB ■ Það var með hálfdularfullum hætti sem bankaræninginn komst inn í útibú Iðnaðarbank- ans í Breiðholti í gærkveldi, og hafði á brott með sér eitthvað á fjórða hundrað þúsund krónur. Telja margir að hann hafi stílað upp á að koma á sama tíma og sendill bankans gerir venjulega til þess að taka við uppgjöri bankans og það hafi slegið ryki í augu starfsfólksins. Tímamynd-Róbert Búist vid ad dragi til tíðinda í áldeilunni: Sáttasemjari las samn- ingamönnum pistilinn ■ Sáttafundur í Straumsvíkur- deilunni stóð í ailan gærdag, með hléum, og þegar Tíminn ræddi við Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara seint í gær- kveldi sagði hann einungis að viðræðum yrði haldið áfram í nótt, en ekki var hann bjartsýnn á árangur. Tíminn hefur hlerað það úr Karphúsinu að Guðlaugur hafi í gær lesið samninganefndum Álviðræðufundurinn ÍZurich: Lítið þokast í samkomulagsátt ■ Lítið þokaðist í samkomu- lagsátt á álviðræðufundi þeim sem hófst í Zúrich í Sviss í gær og verður haldið áfram í dag. Ræddu aðilar helstu mál eins og samkeppnisaðstöðu, raforku- verð, stækkun álvers og nýjar skattareglur. Fundinum verður haldið áfram í dag, og eiga menn von á að þar beri hæst hækkun raforkuverðsins í tengslum við stækkun álversins, og er þá einkum rætt um að tengja megi raforkuverðið heimsmarkaðs- • verði á áli, en ekki munu allir jafnsáttir við þá hugmynd, því þá kynni svo að fara að orku- verðið yrði nokkuð sveiflukennt, jafnt niður á við, sem upp á við. -AB starfsmanna og ÍSAL pistilinn síðdegis í gær, og það svo að um munaði. Mun hann hafa tjáð þeim að hann væri mjög ósáttur við það hversu hægt miðaði í viðræðunum, og hvatti hann menn til þess að halda sig við efnið. Heimildir Tímans herma jafn- framt að ef ekki fer eitthvað að miða í samkomulagsátt og það verulega, ekki síðar en nú um helgina, og helst í dag þá sé framundan löng og ströng kjara- deila. Byggja menn þessa skoðun sína á því að ef til. stöðvunar kemur í álbræðslunni í Straumsvík, þá taki langan tíma að koma framleiðslunni í fullan gang á nýj an leik, sem þýði aftur það að vonir starfsmanna um bónusgreiðslur, sem sé lík- legt að þeir geti samið um, ef verksmiðjan starfar á fullum af- köstum, séu fyrir bí. Það er því ljóst mál að til tíðinda mun draga í áldeilunni alveg næstu daga, á hvorn veginn sem þau tíðindi svo aftur verða. -AB Útvarpsráð: VIII ENDURSKOÐA BULLH) OG AMBÖGURNAR A RASII ■ „Ambögurnar í Rás 2 eru til skammar. Þetta hcfur oft veríð rætt í útvarpsráði og er augljóst að þarna þarf að söðla verulega um. j þessu útvarpi ríða ambögur og aulafyndni húsum og er útvarpsráð sam- mála um að við svo búið megi ekki standa". Þetta sagði Eið- ur Guðnason alþingismaður og úlvarpsráðsmaður á Alþingi í gær, en þar var rætt um kennslu ■ íslandssögu. Guðrún Helgadóttir minnti þingheirn á að það væri ekki aðeins í sögukennslu í skólum scm ástæða væri til að krefjast þess að mál og menning væru efld heldur væri það ekki síður hlutverk margra annarra stofn- ana og spurði Eið sem útvarps- ráðsmanna hvort hann hafi nokkru sinni eytt dagstund til að hlusta á bullið í Rás 2. Þau Eiður og Guðrún voru ósammála um felst er þau töldu til og varðar cflingu þjóð- menningar, en um matreiðslu móðurmálsins í Rás 2 voru þau hjartanlega sammála og Eiður upplýsti að útvarpsráð hefði fuilan hug á að endurskoða þá starfsemi sem þar fer fram.OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.