Tíminn - 10.02.1984, Blaðsíða 12
12
fieim ilístím Itih]
„MIKIÐ ER
NÚ FALL
UT MED
■ í dag ætlar Svanhildur Björgvins-
dóttir, kennari á Dalvík, að segja
lesendum Heimilistímans frá einum
degi í lífi sínu. Svanhildur kynnir sjálfa
sig á þessa leið:
„Ég er kona á besta aldri (fædd ’36).
Ég er gift Helga Þorsteinssyni sem
ásamt fleirum rekur Bókhaldsskrifstof-
una h/f. Við eigum tvær dætur, Yrsu
Hörn sem verður bráðum 16 ára og
Ylfu Mist sem verður bráðum 10 ára.
Ég er kennari að mennt, (er með
próf frá framhaldsdeild KHÍ). Kennslu
hef ég stundað í Reykjavík en þó
lengst af hér á Dalvík. Hér á árunum
áður stundaði ég auðvitað öll venjuleg
störf í fiski, vann á símstöðinni hér og
stundaði hótelstörf í Reykjavík og í
Mývatnssveit. Að undanförnu hef ég
skrifað ögn, kynningu á fyrirtækjum, í
blaðið „Norðurslóð" sem gefið er út
hér á Dalvík og kemur út mánaðar-
lega. S.l. sumar var ég með þátt frá
Ríkisútvarpinu á Akureyri sem nefnd-
ist „Út með firði“.
Ég er að vasast í skólamálum, bæjar-
málum o.s.frv. og hef mikinn áhuga á
þjóðmálum yfirleitt.”
Um hvaða dag á ég að skrifa?
Á ég að velja einhvern dag sem
hefur verið sérstaklega spennandi?
Á ég að velja dag sem eitthvað
óvænt eða óvenjulegt hefur hent mig?
Á ég ef til vill að skrifa um dag sem
hefur haft í för með sér afgerandi
tímamót í lífi mínu?
Þessar og fleiri spurningar fóru í
gegnum hug minn þegar ég settist
niður til að skrifa um einn dag í lífi
mínu. Af nógu væri svo sem að taka
því margí hefur á dagana drifið.
Við nánari íhugun valdi ég engan
ofantalinna kosta. Ég ætla að freista
þess að lýsa einum ósköp venjulegum
degi, amstri hans og þeim hugleiðing-
um sem fylgja. Ég komst nefnilega að
þeirri niðurstöðu við þessar vangavelt-
ur mínar að best væri að kynnast
manneskjunum eins og þær eru dag-
lega en ekki einungis sparihlið þeirra.
Dalvíkingar segja ekki
að vekjaraklukkan
hringi, — nei
þar „rollar<< klukkan!
Ég vaknaði við hringingu í vekjara-
klukkunni kl. 7:00. Þetta er gömul
klukka sem byrjar hægt og rólega og
maður vill allt til vinna til að stöðva þá
gömlu áður en hún kemst á fulla ferð.
Reyndar segjum við innfæddir Dalvík-
ingar að klukkan „rolli". Á skólaárum
mínum var oft hlegið að mér þegar ég
tók mér þetta orð í munn. En hvað um
það. Þetta var ekki mitt roll heldur
eiginmannsins. Hann þarf að vera
mættur til vinnu kl. 7:30. Eldri heima-
sætan á að vera mætt í skóla kl. 8:10
svo að hann tekur til morgunmat
handa þeim tveim og vekur hana um
leið og hann yfirgefur húsið. Ég á að
vera mætt til kennslu kl. 8:55 nema
einn dag vikunnar. Þá erum við dóttir
mín samferða og það skal játað hér og
nú að einstaka sinnum verða hags-
munaárekstrar á snyrtingu þessa
morgna.
Umræddur morgunn var reyndar
svolítið óvenjulegur. Það þurfti að
vekja yngri dótturina, sem er níu ára,
strax. Hún hafði nefnilega samið við
eina bekkjarsystur sína og foreldra
hennar um að fá að fara með þeim í
fjósið þennan morgun, en nokkur
bændabýli tilheyra Dalvíkurbæ. Stúlk-
an hafði aldrei ætlað að komast í svefn
kvöldið áður. Tilhlökkunin var mikil
og hún var hrædd um að það mundi
gleymast að vekja hana. Skólatöskuna
tók hún með sér því að hún var boðin
í hágdegismat og svo ætluðu þær
stöllur að verða samferða í skólann.
Snæviþakið umhverfi
og nístingskuldi
Ylfa þarf annars að spjara sig á eigin
spýtur á morgnana. Hún þarf að mæta
í tónlistarskóla, í handavinnu og í
skólakór fyrir hádegi þrisvar í viku. Ég
hef stundum áhyggjur út af henni.
„Ætli hún sofni nú aftur?“ „Ætli hún
búi sig nógu vel?“ Stundum freistast ég
til að hringja heim og þá er yfirleitt allt
í himnalagi. Hún les mikið þegar hún
er ein og á heimilinu er einn naggrís og
fjórar hvítar mýs sem veita henni
félagsskap og ómælda ánægju.
Jæja, vart voru þau feðginin komin
út úr dyrunum þegar við eldri dóttirin
fórum að bæra á okkur. Morgunverkin
gengu stórárekstralaust og við gengum
saman út í fagurt, snæviþakið umhverf-
ið en nístingskulda. „Gott væri nú að
hafa bílinn", sagði dóttirin.
„Til hvers?“ spurði ég til baka. Það
er nefnilega mesta fötlun mín að ég ek
ekki bíl og það háir mér mjög mikið.
Það var m.a. ein af ástæðunum fyrir
því að ég sagði af mér starfi sem
leiðbeinandi í móðurmáli í þessu kjör-
dæmi á seinasta hausti. Eins og það var
skemmtilegt og lifandi starf og gaman
að kynnast öllu því góða fólki sem ég
hitti á þeim vettvangi. En svæðið er
erfitt yfirferðar á vetrum og ekki hægt
að vera alltaf upp á aðra komin með
aksturinn. Ég hætti því fremur en að
burðast sífellt með slæma samvisku út
af því að sinna ekki starfinu eins og ég
hefði viljað best gera.
í dag þarf ég einmitt að komast til
Akureyrar eftir að kennslu lýkur hjá
mér. Ég hef mælt mér mót við lista-
mann þar í sambandi við myndaskreyt-
ingar í þemahefti í móðurmáli. Mér
hefur stundum tekist að fá einn sam-
kennara minn, sem ekki á bíl þessa
stundina, til að aka fyrir mig og nota
þá ferðina um leið fyrir sig. Dalvíking-
ar fara mjög mikið til Akureyrar í
verslunarerindum og það er sorglegt
að svo stórt bæjarfélag með blómleg
héruð í kring skuli ekki búa betur í
þessum efnum.
Við mæðgur skildum. í fyrsta tíma
þennan dag átti ég að vera í „nýja
skólanum", sem nú hýsir alla nemend-
ur frá 6 til 10 ára aldurs í almenna
kennslu. Sérgreinar eru kenndar í
þrem öðrum húsum. 1 vetur annast ég
aðallega stuðningskennslu við nem-
endur sem af einhverjum ástæðum
eiga í námsörðugleikum eða eiga við
félagsleg vandræði að stríða. Til allrar
hamingju er oftast um tímabundna
erfiðleika að ræða. Eftir þennan eina
tíma þurfti ég að fara í annað hús. Þar
kenni ég fjörugum 7. bekk móðurmál
og annast umsjón með þeim. Ég kysi
fremur að vera meira í bekkjarkennslu
en hér hafa orðið tíð kennaraskipti
undanfarin ár og verður að nýta
kennslukraftana eftir því sem hag-
kvæmast sýnist hverju sinni.
Kennarar á
smærri stöðum
þurfa oft að vera
„þúsund þjala smiðir“
Ég hef t.d. kennt öllum aldursflokk-
um innan grunnskólans og flest fög.
Kennarar utan stærstu kaupstaðanna
þurfa svo sannarlega að vera „þjúsund
þjala smiðir". Ég kann vel við þessa
fjölbreytni. Hún gerir það að verkum
að starfið er mér alltaf sem nýtt og
síður hætta á að ég staðni í einhverju
óhagganlegu formi um aldur og ævi.
Þegar ég nú set þetta á blað minnist ég
orða látins kennara míns og vinar,
Stefáns Bjarman, sem sagði þegar
hann vissi að ég ætlaði að leggja
kennslu fyrir mig: „Elsku Svanhildur
mín, lofaðu mér því að skipta oft um
fag og helst líka aldurshóp því að það
er svo auðvelt að forheimskast í þessu
starfi.“
Nemendur í 7. bekk þurftu að ræða
við mig visst mál þennan dag. Þeir
töldu að einn nemendanna hefði oftar
en einu sinni verið órétti beittur og
þeim var mikið niðri fyrir. Þessi eini
tími fór að mestu í þetta mál, en ég tel
að honum hafi verið vel varið.
Upp í „nýja skóla“ tölti ég aftur.
Það var ekkert að því í þetta sinn - en
í illri færð duga frímínútur ekki til að
komast á milli. Þessi þvælingur er
ósköp leiðinleg --oe. við vonum svo
sannarlega, öll hér, aJ uppbygging
skólahúsnæðisins gangi fljótt og vel
fyrir sig.
Tíminn fram til hádegis gekk sinn
vanagang. Oft henda grátbrosleg atvik
í samskiptum mínum við þá nemendur
sem ég hef á þessum tíma, - en frá
þeim er ekki hægt að segja. - Það var
glatt á hjalla í kaffifrímínútunum.
Umræðuefni var þorrablót sem átti að
vera næsta föstudagskvöld. En kennar-
ar og starfslið þriggja skóla hafa um
árabil haldið sameiginlegt þorrablót.
■ Það eru Dalvíkur-, Árskógs- og Húsa-
bakkaskóli og nú hefur skólinn í
Hrísey bæst í hópinn. Þeir Húsabakka-
menn áttu að sjá um blótið þetta ár,
svo við gátum leyft okkur að vera
áhyggjulaus og bara hlakka til, enda er
þetta aðalskemmtun ársins fyrir mörg
okkar.
Gönguferðin heim í hádeginu hefði
ekki verið í frásögur færandi ef ekki
hefði verið fyrir rjúpurnar. Já, ég sagði
rjúpurnar! Þær spóka sig hér í görðum
og vappa eða flögra yfir götur án
minnsta tillits til umferðarinnar. Þær
eru sennilega ættaðar frá Hrísey, bless-
aðar. Ég hef fyrir satt að þær séu
alfriðaðar þar. Ég vona bara að enginn
falli í þá freistni að fá sér Ijúffengan
málsverð á auðveldan hátt.
Draumur minn er...
Allt frá því að ég stofnaði heimili hef
ég átt mér draum. Hann er sá að við
hjónin kæmum bæði heim úr vinnu í
hádeginu og einhver ljúf rödd byði
okkur að gera svo vel að setjast til
borðs. Ég hef alltaf öfundað þá sem
vinna utan heimilis, koma heim í
hádegismat og geta þá sest beint að
mat sínum og jafnvel haft stundarkorn
aflögu til hvíldar. Við komum yfirleitt
öll heim og ekki er því að neita að
stundum er handagangur í öskjunni.
Verst er ef illa liggur á einhverjum,
t.d. ef stelpurnar hafa orðið fyrir
einhverjum vonbrigðum eða lent í
útistöðum um morguninn. Þaðererfitt
að hlusta og ræða vandamálin af viti á
meðan maður er á harðaspretti um
eldhúsið því að allt verður að ganga
svo hratt fyrir sig. Það er andstyggilegt
að koma heim seinni hluta dags ef ekki
hefur tekist að ganga að mestu frá í
eldhúsinu. í þessum efnum er það oft
síminn sem setur strik í reikninginn.
Hins vegar njótum við þess að það er
ekki löng leið á vinnustað eða í skóla,
og ef bílfært er ekur Helgi okkur öllum
þremur, konu og dætrum, í skólann
eftir hádegið. Oft er þó ófært upp í
götuna sem við búum við.
Raðstefna á Akureyri
morguninn eftir
þorrabiótið
Ég var greinilega fyrst inn úr dyrun-
um. Ég vissi það um leið og ég sá
bréfapóstinn á gólfinu. Ég greip hann
og leit í gegnum hann. Eitt bréf vakti
athygli mína. Það bar stimpil Ríkisút-
varpsins. Ég opnaði það og sá að mér
var boðið til ráðstefnu á Akureyri
ásamt öðrum dagskrárgerðarmönnum
sem starfað hafa hjá Ríkisútvarpinu á
Akureyri. Það gæti orðið bæði fróðlegt
og gaman, ég fór strax að hlakka til en
áttaði mig brátt á því að eitthvað var
ekki eins og best var á kostið.
Já, svona er það einmitt oft. Eitt
rekur sig á annað. Látum það nú vera
FOSTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1984
umsjón: B.St. K.L.
þótt ég þurfi að vera mætt inn á
Akureyri kl. 10:00 morguninn eftir
þorrablótið. Verra var að ég var innrit-
uð á námskeið í myndlist sem átti að
hefjast á laugardaginn. Hvað var nú til
ráða? Kennarinn á námskeiðinu kem-
ur frá Akureyri. Það er sennilega
skýringin á því að það er haldið um
helgar en ekki á kvöldin. Ég gef það
frá mér að ráða fram úr vandanum á
þessari stundu.
Eftir hádegið átti ég tvo tíma í
stuðningskennslu og að lokum einn
tíma hjá 7. bekk. Tímarnir með yngri
börnunum voru býsna frjálslegir,
þannig var mál með vexti að fyrir
nokkrum dögum hafði ég fengið leyfi
til að nýta dót sem lá uppi á geymslu-
lofti. I fyrravetur höfðu nokkrir bekkir
með aðstoð kennara sinna gert stórt
líkan af Svarfaðardal og reist bæi,
suma eins og þeir líta út í dag, aðra
eftir gömlum lýsingum. Allt var þetta
merkt og tímasett og meira að segja
formannabardagi settur á svið, geysi-
leg vinna lá í þessu öllu, fólki, dýrum,
timburréttum, grjótréttum, vopnum,
áhöldum, bílum, bátum, hestvögnum
o.s.frv. Þá var þarna einnig líkan af
gömlu barnabúi með leggjum,
skeljum, kjálkabeinum og völum. Allt
þetta góss var nú komið inn í athvarfið
til mín og við reyndum að koma því
sem haganlegast fyrir þannig að krakk-
ar geti leikið sér að þessu og haft gagn
og gaman af.
Eftir að hafa hlaupið á milli húsa í
seinustu kennslustund dagsins hafði ég
smátíma til vinnu við undirbúning
næsta dags á meðan ég beið eftir að
Anna, bílstjórinn sem ég minntist á
áðan, lyki sinni kennslu. Við lögðum
af stað til Akureyrar kl. rúmlega
16:00. Ég taldi mig ekki þurfa nema
klukkutíma til að ljúka erindi mínu.
Það var gott að slaka á í bílnum,
vitandi af góðum bílstjóra við stýrið.
Ég naut útsýnisins á meðan við mösuð-
um saman. Mikið er nú fallegt hér út
með firði á svona degi. Hvergi sást á
dökkan díl í fjöllum og fjörðurinn
spegilsléttur og blár.
Allt gekk samkvæmt áætlun og í
svona góðu færi vorum við ekki lengi
að aka þessa 44 km á milli staðanna.
Ég var komin heim nokkru fyrir kl.
19:00 og matarilminn lagði á móti mér
um leið og ég opnaði útidyrnar. Mikið
varð ég fegin. Þá hafði yngri dóttirin
ekki þurft að vera lengi ein heima eftir
að hún kom heim úr skólanum. Sú
eldri var farin út. Hún leikur í „Þið
munið hann Jörund“ sem verið er áð
sýna hér við mjög góðar undirtektir
áhorfenda. Þegar sýningar eru kemur
hún ekki heim fyrr en um miðnættið og
það það er nokkuð seint þegar virkur
dagur er framundan.
Hressar konur á Dalvík
— í leikfimi, sundi og
námsflokkum
Eftir að kvöldmatnum og amstri í
kringum hann var lokið settumst við
Ylfa við eldhúsborðið, ég að vinna mín
störf og hún sín, í þetta sinn var hún
að reikna og við undum okkur vel
saman nokkra stund.
Seinna um kvöldið fór ég í leikfimi.
Við erum yfir 30 konur sem liðkum
okkur saman og þær sem eru harðastar
af sér fá sér sundsprett í útisundlaug-
inni á eftir. Það er annar flokkur
kvenna í gangi, en ég veit ekki til þess
að það sé neinn almennilegur karlatími
í íþróttahúsinu. Hvernig ætli að standi
á því? Um 70 manns er innritaður í
námsflokkana, flest konur. Hvernig
ætli standi á því? Þetta er greinilega
verðugt rannsóknarefni fyrir félags-
fræðinga eða hvað?
Gönguferðin heim á eftir var hress-
andi. Feðginin höfðu haft það náðugt
og stelpan var að búa sig í háttinn. Við
fórum saman inn. Ekki var þó hægt að
leggja sig til svefns fyrr en þetta
venjulega „hæ“ heyrðist að framan,
merki þess að leikkonan unga væri
komin heim.
Ég var nokkuð mikið að heiman
þennan dag, en hann var mér léttur og
notalegur og ég held allri fjölskyld-
Dagur í líffi Svanhildar Björgvinsdóttur, kennara á Dalvík