Tíminn - 18.02.1984, Page 2

Tíminn - 18.02.1984, Page 2
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984 2 Wímm fréttir Bankamálanef nd skilar áliti sínu væntanlega í dag: ÚTVEGSSANKINN SELDUR OG VEXT1R GEFNIR FRtóLSIR? ■ Samkvæmt heimildum Tím- ans þá mun talsverður ágreining- ur hafa verið í bankamálanefnd- inni sem unniö hefur ötullega að tillögum um endurskipulagningu bankakeriísins undanfarna mánuði, og mun að líkindum skila bankamálaráðherra Matth- íasi Á JVlathiesen tillögum sínum í dag. Tíminn hefur fregnað að meðal athyglisverðustu tillagn- anna í tillögum nefndarinnar séu annars vegar tillaga unt fækkun ríkisbankanna, en ætlunin mun vera að fækkunin komist í fram- kvæmd með þeim hætti að Út- vegsbankinn verði seldur Iðnað- arbanka og Versiunarbanka, og hins vegar að bankar verði sjálf- ráðir um vaxtaákvarðanir sínar hér eftir, en um hvorugt þessara atriða mun vera samkomulag í nefndinni. Upp hafa komið mismunandi tillögur innan nefndarinnar um það með hvaða hætti hægt sé að fækka ríkisbönkunum, og hefur verið rætt þar að sameina þá í tvo banka, en aðrir hafa viljað selja Útvegsbankann yfir til Iðn- aðarbanka og Verslunarbanka, en Tíminn hefur heimildir fyrir því að framsóknarmenn telji þá leið ófæra, því þeir efist um að aðrir bankar vilji kaupa Útvegs- bankann, því þessi banki hafi séð um að útvega undirstöðuat- vinnuvegum landsins rekstrar- fjármagn, og ef hann verði seldur öðrum bönkum, þá sé fyrirsjáan- legt að framleiðslugreinamar verði sveltar, hvað varðar lána- fyrirgreiðslur, en slíkt geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Nefndin hefur mikið fjallað um það hvernig vaxtaákvarðanir í framtíðinni verða teknar. Hafa sjálfstæðismennirnir lagt til að vaxtaákvarðanir verði gefnar frjálsar, eins og tíðkast víðast hvar erlendis, en framsóknar- menn segja hins vegar að slíkt frjálsræði sé ekki tímabært nú, því það myndi að þeirra mati hafa það í för með sér að vextir væru um 20 prósentum hærri en þeir eru, og verðbólgustigið um 30%. Meta framsóknarmenn þetta út frá þeim skuldabréfum sem seld eru nú á frjálsum mark- aði. Er taliö líklegt að tillögur bankanefndarinnar um vaxta- ákvarðanir verði í þá veru að draga úr vaxtamuni innláns og útláns en hér er hann í kringum 9 til 10 prósentustig, en sam- kvæmt því sem tíðkast í löndun- um í kringum okkur, þá er hann á milli 4 og 5 prósentustig. Bankamálanefndin mun því reyna að gera tillögur um strúk- trúrbreytingar, þannig að banka- reksturinn verði hagkvæmari en hann er í dag, en þar mun mikillar mótstöðu gæta hjá bönkunum. -AB Tvö innbrot í fyrrinótt: HAGLA- BYSSUOG HÖGLUM VARSTOLIÐ — öllu tóbaki stolið úr Gosa ■ Tvö innbrot voru framin í fyrrinótt. Úr versluninni Vest- urröst á Laugavegi 178 var stolið einni Winchester hagla- byssu, 12 cal. þriggja skota sjálfvirkri. Ennfremurvarstol- ið úr versluninni 25 hagla- skotum Ely nr. 4. Annað innbrot var í verslun- ina Gosa en úrhenni hreinsaði þjófurinn allt tóbak. Ekki er vitað nákvæmlega hve mikið magn var um að ræða en Ijóst að það er töluvert. -KRl GENGURBHM AB 4% KAUP- TILBOEHNU? ■ Líklegt má telja að BHM muni ganga að tilboði ríkisvalds- ins um kauphækkanir upp á um 4%, samkvæmt heimildum Tímans. Að minnsta kosti munu samninganefndarmenn hafa ver- ið svo ákveðnir í því að semja upp á þessi kjör, að þeir kynntu samkomulagsdrögin á ákveðn- um vinnustöðum BHM-manna í gær, og mæltu með því að þau yrðu samþykkt. Tíminn hefur helmildir fyrir því, að meðal ástæðna fyrir því að launamálanefnd vilji ganga að þessu tilboði ríkisvaldsins, sé sú viljayfirlýsing að ný kjara- nefnd verði fengin til þess að leiðrétta kjör kennara innan BHM, sem verulega hafa dregist aftur úr kjörum annarra félags- mannaBHM síðustu ár. Oghef- ur þessi nýja kjaranefnd sam- kvæmt heimildum Tímans nú þegar verið samþykkt af yfir- völdum fjármálaráðuneytisins. -AB Samningafundi frestað í áldeilunni: STARFSMÖNNUM BODIN SAMA KAUPHÆKKUN 0G ASÍ SEMUR UM ■ Samningafundi í kjaradeil- unni í álverinu, sem halda átti í gær, var frestað til mánudags- morguns nema annarhvor aðili eða sáttasemjari óski fundar fyrr. Tilboð deiluaðila um grunn- kaupshækkanir hafa því enn ekki verið rædd en eins og áður hefur komið fram í blaðinu virðast sáttanefndirnar halda að sér höndum þar til ljóst er hvert stefnir í samningum ASI og VSÍ. Eins og komið hefur fram bauð framkvæmdastjórn ÍSAL 3% grunnkaupshækkun en starfs- mennirnir lögðu fram kröfu um 7,5%. Samkvæmt heimildum Tímans fólst það í tilboði ÍSALað kaupið yrði síðan endurskoðað til samræmis við almenna samninga eigi síðar en mánuði eftir að þeir næðust. Samningstíminn var til- greindur til 1. janúar 1985. Starfs- menn lögðu fram kröfu um 7,5% í styttri tíma og án tengsla við almenna samninga. -GSH ■ Tröllaleikir, sýning Leikbrúðulands, sem hefur verið fastur liður á sunnudögum í Iðnó feliur niður á morgun af óviðráðanlegum orsökum. Ein þeirra þriggja kvenna sem stýrir brúðunum að tjaldabaki varð nefnilega fyrir því að handleggsbrotna á sýningu í fyrradag. „Það var þannig að við á Brúðubílnum vorum að sýna á Selfossi og fyrstu sýningu lauk með því að ég hoppaöi niður af sviðinu með litla brúðu í fanginu og ætlaði að láta brúðuna veifa í kveðjuskyni til krakkanna, en það tókst ekki betur til en svo að ég braut á mér úlnliðinn," sagði Helga Steffensen, ein þeirra þriggja kvenna sem standa að Leikbrúðulandi í samtali við blaðið í gær. „Þetta þýðir það að ég verð ófær um að standa mína plikt á morgun, en ég get lofað því að það verður aðerns þessi eina sýning sem fellur niður, á sunnudaginn cftir viku höldum við áfram eins og ekkert hafi í skorist," sagði Helga. Tímamynd Árni Sæberg Nýir kjara- samningar á Grundartanga: SAMIS UM WER HÆKKANIR SEMAÐRIR SEMJAUM ■ Kjarasatnningar verka- lýðsfélaga og landssam- banda, sem aðild eiga að hinum ajmenna kjarasamn- ingi við íslenska járnblendi- félagið, voru undirritaðir á fimmtudag. Grundvallar- atriði samningsins er að hann er óbreyttur frá því sem verið hefur, miðað við óbreytt afköst verksmiðj- unnar en samið er um að grunnkaupsbreytingar sem verða kunna á almennum vinnumarkaði á samnings- tímanum komi núverandi launum til hækkunar á þeim tímum sem þar um semst. í frétt frá íslenska járn- blendifélaginu segir að í samninginn hafi verið tekin inn ákvæði sem færa munu starfsmönnum auknar tekj- ur þá mánuði sem fram- Ieiðslumagn og framleiðni er meiri. Samningarnir voru undir- ritaðir af fulltrúa frá- kvæmdastjórnar og samn- inganefnd með venjulegum fyrirvara urn samþykki stjórnar félagsins og hlutað- eigandi verkalýðsfélaga og sambanda. -GSH KAUPMENN FAGNA FRJÁLSRIÁLAGNINGU ■ „Við fögnum mjög þeim mcrka áfanga í íslenskri versl- unarsögu, að gefa verðmyndun frjálsa og hvetjum stjórnvöld eindregið til að hvika hvcrgi frá markaðri stefnu. Frjáls verðmyndun mun verða eitt giftudrýgsta skrefið í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að bæta lífskjör aimennings samfara aðgerðum tU að sigrast á verð- bólgunni", segir í ályktun, sem samþykkt var á aöalfundi Fé- lags íslenskra stórkaupmanna í gær. Þá segir í ályktuninni að frjáls verðmyndun muni færa heim óyggjandi sannanir fyrir því, að hún hefði í för með sér lækkað innkaupsverð og þar með vöruverð, þjóðinni allri til hagsbóta. Þá fagnar fundurinn þeim umbótum sem gerðar hafa ver- ið í gjaldeyris- og bankamálum og hvetur viðskiptaráðherra og ríkisstjórnina til áframhald- andi aðgerða á því sviði. -Sjó Ef sérfrædingar telja rekstrarvon hjá Arnarflugi: „Þá tel ég rétt að veita ríkisábyrgð" — segir forsætisráðherra ■ „Ég vil skoða þetta dæmi Arnarflugs mjög vandlega, og ef sérfræðingar sem skoða rekst- urinn eru sannfærðir um að þeir muni ná þessum rekstri upp aftur þá tel ég rétt að veita ríkisábyrgð, en ég vona að hún þurfi ekki að vera svona há,“ sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðhcrra er Tíminn spurði hann í gær hvort hann myndi beita sér fyrir því að Arnarflugi yrði veitt 45 milljón króna ríkisábyrgð, eins og fyrir- tækið hcfur óskað eftir. „Arnarflug hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum upp á síð- kastið, en þeir hafa rekið innan- landsflug sitt af miklum dugnaði, en með tapi. Þeir eru með ákaf- lega erfiða áætlunarstaði í innan- landsfluginu, og það er allt annað, frá rekstrarlegu sjónar- miði að fljúga á þessa litlu áætl- unarstaði, eða þessa stóru staði eins og ísafjörð og Akureyri. Ég vek athygli á því að Flugleiðir í erfiðri stöðu út af Atlantshafs- fluginu fengu mjög víðtækar ríkisábyrgðir og aðstoð þegar svö stóð á fyrir þeim, og sem betur fer hafa þeir náð sér upp úr þeim erfiðleikum," sagði Steingrímur jafnframt. -AB

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.