Tíminn - 18.02.1984, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1984
fréttir
Treystir rfkisstjórnin sér til að standa undir „Tryggingapakkanum”:
„UOST AÐ EKKI GETUR ORÐIÐ
AÐ 650 MllilÓNA KRÓNA VIÐ-
BÓTARÚTGJÖLDUM RÍKISSJÓÐS”
— segir Steingrímur Hermannsson, forsaetisrádherra
■ Frélt Tímans í gær um að aðilar
vinnumarkaðarins hafi undanfarið rætt
um að tryggingapakki sá sem ríkiskass-
inn þarf að punga út með, ef samningar
eiga að takast á þeim lágu nótum sem nú
hefur verið rætt um, virðist hafa komið
stjórnvöldum í opna skjöldu, því Stein-
grímur Hermannsson, forsætisráðherra
sagði m.a. er Tíminn ræddi við hann í
gær: „Eg verð að segja það, að ég hef
ekki séð þessa tölu fyrr en ég las þessa
frétt í Tímanum og mér þykir ákaflega
undarlegt ef aðilar vinnumarkaðarins
ætla ríkinu að standa undir 650 milljón
króna útgjöldum. Að vísu mun eitthvað
vera rætt um að færa eitthvað frá
niðurgreiðslum, en það hefur aldrei
verið rætt um að færa þaðan meira en
200 til 300 milljónir, en það sem mér
finnst mæla því í mót, er að athugun
Þjóðhagsstofnunar hefur sýnt að slík
tilfærsla kemur harðast niður á því fólki
sem ætlunin er að hjálpa, barnmörgum
fjölskyldum. Það kann því að vera að
þarna væri verið að taka með annarri
hendinni það sem veitt er með hinni.“
Forsætisráðherra sagði að hjá ríkis-
sjóði væri gert ráð fyrir 4% hækkun, svo
sem á tekjutryggingu, örorkubótum,
mæðralaunum og slíkum liðum. Hann
sagðist fyrir sitt leyti vera þeirrar
skoðunar að rétt væri að færa töluvert
meira fjármagn til þeirra sem versta
afkomu hefðu, en til þess að svo mætti
verða, yrðu peningar annars staðar frá
að koma.
Forsætisráherra sagði í því sambandi:
„Ég vil leggja áherslu á að verulegur
hluti af því verður að koma frá atvinnu-
rekendum sjálfum. Það er því miður
ekki svo mikið svigrúm innan ríkisgeir-
ans eins og þessi hugmynd um 650
milljónir gæti gefið vísbendingu um. Það
er alveg Ijóst að það getur ekki verið um
650 milljóna króna viðbótarútgjöld ríkis-
sjóðs að ræða“
Forsætisráðherra sagði að í þessum
átökum við verðbólguna núna, væri
aðalveikleikamerki okkar peningamál-
in. Hér væri of mikið fjármagn í umferð
og útlán bankanna væru of mikil og
staða ríkissjóðs væri mjög erfið. „A
síðasta ári var halli ríkissjóðs á milli 1.3-
og 1.4 milljarðar, og slíkan halla þolir
þjóðarbúið ekki aftur, - það þýddi
einfaldlega það að verið væri að prenta
seðla sem ekki væri innistæða fyrir,“
sagði forsætisráðherra.
-AB
Mosfellshreppur:
SAMKEPPNI
UMNÝn
MIÐBÆJAR-
SKIPULAG
■ Mosfellshreppur og Skipulagsstjórn
ríkisins hafa ákveðið að efna til hugmynda-
samkeppni um uppbyggingu miðbæjar í
Mosfellshreppi, í samvinnu við Arkitekta-
félag íslands og samkvæmt samkeppnisregl-
um þess. Tilgangurinn er að fá fram hug-
myndir sem bæði séu listrænar, nútímalegar
og raunhæfar, bjóði upp á manneskjulegt
umhverfi og tengist vel aðliggjandi byggð.
Reiknað er með að frestur til að skila
tillögum renni út um miðjan apríl. Formaður
dómnefndar er Gestur Ólafsson, arkitekt og
aðrir nefndarmenn Jón M. Guðmundsson,
form. skipulagsnefndar hreppsins, Páll Guð-
jónsson, sveitarstjóri og arkitektarnir Stefán
Thors og Valdís Bjarnadóttir.
ANDÓF GEGN
EITUREFNUM
■ JC Hafnarfjörður er nú að hcfja
herferð gegn eiturefnanotkun sein ber
yflrskriftina Adóf gegn eiturefnum.
Markmiðið er að fræða börn og unglinga
um hættur eiturefna og vekja fólk al-
meúnt til umhugsunar um þessi mál. I
því skyni hefur verið geflnn út bæklingur
með ýmsu efni, nt.a. viðtölum við ungl-
inga og nokkra aðila sem fjalla um þessi
mál að staðaldri. Ennfremur hafa verið'
útbúnir sérstakir límmiðar með slagorð-
um gegn vímuefnanotkun.
I frétt frá JC Hafnarfjörður segir að
hápunktur hcrferðarinnar sé að efnt
verður til hljómleika í Veitingahúsinu
TESS í Hafnarfirði sunnudaginn 19.
febrúar kl. 20.00. _GSH
■ Bókmenntaverðlaun DV voru afhcnt í hádegisverðarboði á Hótel Holti. Myndin er af vcrðlaunahöfunum, f.v. Egill
Eðvarðsson, sem tók við kvikmyndaverðlaununum fyrir hönd Saga fllm vegna kvikmyndarinnar Húsið, Valdimar Harðarson
arkitekt fyrir hönnun á stól, sem fjöldaframleiðsla er hafin á erlcndis, Magnús Loftsson, tók við leiklistarverðlaununum
l'yrir hönd Stúdentaleikhússins, Katrín Briem sem veitti viðtöku myndlistarverðlaununum fyrir hönd föður síns, Jóhanns
Briem listmálara, Thor Vilhjálntsson, sem fékk bókmenntaverðlaunin fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Hlutskipi manns
eftir André Malraux og Jón Nordal, sem hlaut tónlistarverðlaunin að þessu sinni.
Tillagan um breytta landnotkun viö Skúlagötu:
AFGREIDD í B0RGARSTJÓRN
■ Borgarstjórn samþykkti í fyrradag
afgreiðslu borgarverkfræðingsembættis-
ins á athugasemdum við Skúlagötu
skipulagið, eftir langar og harðar um-
ræður. Tillaga fulltrúa Framsóknar-
flokks og Alþýðubandalags um að fresta
afgreiðslu málsins og efna tii umræðu-
Atvinnuflugmenn:
Ósáttir við yfirlýsingu
flugmáiastjórnarinnar
Félag ísíenskra atvinnuflugmanna er
ósátt við yfirlýsingu Flugmálastjórnar
vegna óhappsins á Keflavíkurflugvelli er
DC-8 þota Flugleiða lenti út af flugbraut
í lendingu og hefur F.Í.A. sent frá sér
eftirfarandi tilkynningu vegna þessa
máls:
„F.Í.A. lítur svo á, að það sé í einskis
manns þágu að rannsókn á óhöppum í
flugi sé rekin í fjölmiðlum. Mál sem
þessi krefjast nákvæmrar og yfirvegaðrar
rannsóknar. Framburður sjónarvotta
einn sér, í þessu tilviki, hlýtur að orka
tvímælis.
Fram að þeim tíma að niðurstöður
rannsóknarinnar liggja fyrir verður að
telja bæði rétt og sanngjarnt að rann-
sóknaraðili bíði með yfirlýsingarsínar."
funda um málið í samræmi við tilmxli
sem borist höfðu frá íbúasamtökum
Skuggahverfis var felld að viðhöfðu
nafnakalli.
Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu það
enn að borgarverkfræðingsembættinu
hefði verið falin umsjá málsins en ekki
borgarskipulagi og töldu að þar með
hefði verið komið í veg fyrir að fagleg
sjónarmið fengju að ráða í málinu. Þeir
töldu að borgarverkfræðingsembættið
hefði ekki tekið tillit til umhverfissjón-
armiða, né heldur varðveislugildis þeirra
bygginga sem fyrir eru á skipulagssvæð-
inu, auk heldur sem athugasemdum um
350 manna hefði verið látið ósvarað eða
svarað með útúrsnúningum, borgarverk-
fræðingsembættið hefði falið sig á bak
við það að ekki væri búið að vinna
deiliskipulag að svæðinu. Deiliskipulag
hefði átt að vinna áður en ákvörðun var
tekin um leyfilegt nýtingarhlutfall, en
það er um nýtingarhlutfallið sem deilur
hafa einkum risið upp í sambandi við
þetta mál. Með samþykkt málsins væru
eigendum lóða gefið það vald að ákveða
nýtingarhlutfall að tveim á vissum reitum
í Skuggahverfinu, þeir ferigju leyfi fyrir
því og gætu knúið sitt fram með hótunum
um skaðabótakröfur, ef yfirvöld vildu
'síðar lækka nýtingarhlutfallið.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður
skipulagsnefndar varði þá ákvörðun að
taka máiið úr höndum nefndarinnar og
borgarskipulags, meðal annars á þeim
forsenduiil að margra lagaatriða þyrfti
að gæta við útfærsiu skipulagsins, en
lagaþekkingu væri ekki að ;ækja til
Borgarskipulagsins. Davíð Oddsson
borgarstjóri sagði að nýtingarhlutfallið 2
væri þak, og kæmi það í ljós við
deiliskipulagsvinnu að ekki væri unnt að
ná því markmiði svo að vel færi, þá yrði
nýtingarhlutfallið einfaldlega lækkað.
Tillagan um breytta landnýtingu í
Skuggahverfi fer nú til skipulagsstjórnar
ríkisins til staðfestingar.
-JGK
Rithöfundasambandid:
Þungar
áhyggjur
vegna
Spegil-
málsins
■ Aimennur félagsfundur sem hald-
inn var nýverið í Rithöfundasambandi
íslands lýsti þungum áhyggjum sínum
„vegna framsögu Saksöknara ríkisins í
Spegilsmálinu svonefnda.“,
Segir í ályktun fundarins að það
hljóti að teljast háskalegt ef hægt sé að
leggja hald á prentað mál án þess
formleg ákæra sé fyrir hendi, eða
formleg ákæra liggi fyrir. Sh'kt veiti
einstaklíngum óeðlilegt svigrúm til
geðþóttaákvarðana og stefni ritfrelsi í
hættu.
Fundurinn skoraði á viðeigandi yfir-
völd að sjá til þess að töggjöf tryggi það
að ritfrelsi verði ætíð í heiðri haft.
-JGK
ara
afmæli
■ Vélstjórafélag íslands heldur upp
á 75 ára afmæli sitt nú um helgina.
Óllum fyrrverandi stjómarmönnum
félagsins ásamt þeim sem félagið hefur
átt hvað mest skipti við í gegn um árin
verður boðið til hátíðarfundar í Borg-
artúni 18, klukkan 15.30 á laugardag-
inn. Að fundi loknum verður boðið
upp á hressingu. Frá kl. 14.00 á
sunnudag verður síðan opið hús að
Borgartúni 18, þar sem félagsmönnum
og öðrum velunnurum félagsins sem
líta inn verða boðnar veitingar. Á
Akureyri og Reyðarfirði verður einnig
opið hús á sama tíma á sunnudag fyrir
alla félagsmenn og velunnara félagstns.
Fyrsta Vélstjórafélag á íslandi var
stofnað þann 20. febrúar 1909. Aðal-
hvatamaður að stofnun þess var Sigur-
jón Kristjánsson. Félagið beitti sér
m. a. fyrir því að sett voru lög um
atvinnuréttindi vélstjóra 1911. Frá
1911 til 1968 önnuðust Vélskóli íslands
og Fiskifélag ísiands véistjórafræðslu
hér á landi, en Vélskólinn einn frá
1968.
Vélstjórafélag íslands er landsfélag
með um 1.800 félagsmenn og er aðili
að um 20 kjarasamningum. Um 90%
félagsmanna starfa á kjarasamningum
félagsins. Um 60% félagsmanna starfa
á kaup- og fiskiskipunr, en um 30% í
landi, í orkuverum, verksmiðjum og
öðrum tækniiegum störfum. Aðrir eru
ýmist gjaldfríir eða starfa á samníngum
annarra félaga. Auk aðalskrifstofu í
Reykjavík rekur félagið skrifstofur á
Akureyri og Neskaupstað. -HEI
Óvæntur gestur
hjá Leikfélagi
Kópavogs
■ Leikfélag Kópavogs frumsýnir á
sunnudagskvöld leikritið „Óvæntur
gestur“ eftir Agöthu Christie í þýðingu
Helgu Harðardóttur. Verkið hefur
ekki verið flutt áður hérlendis^ Hér er
um að rxða spennandi sakamála-
leikrít, eins og við er að búast, þegar
þessi höfundur er annars vegar.
Aðalhlutverkin eru í höndum Helgu
Harðardóttur, Sigurðar Grétars
Guðmundssonar, Sólrúnar Ingvadótt-
ur, Svanhildar Th. Valdimarsdóttur,
Eiríks Hjálmarssonar, Hrafns Hauks-
sonar. Finns Magnússonar, Þórs Ás-
geirssonar og Gunnars Magnússonar.
Sýningar á leikritinu verða siöan
n. k. fimmtudags- og laugardagskvöld.
Tvö leikrit verða því í gangi hjá
Leikféiagi Kópavogs, því að barna-
söngleikurinn Gúmmí Tarsan gengur
enn og næsta sýning verður á sunnudag
ki. 15.00.
-JGK