Tíminn - 18.02.1984, Page 5
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
5
fréttir
Framkvæmda-
stofnun ríkisins:
NÝR FORSTJÓRI
VERÐUR SETTUR
í STAÐ SVERRIS
■ Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkis-
ins hefur gert þá tillögu til Steingríms
Hermannssonar forsætisráöherra aö
Kristinn Zimsen, starfsmaður lánadeild-
ar Framkvæmdastofnunar verði settur
forstjóri Framkvæmdastofnunar meðan
Sverrir Hermannsson gegnir ráðherra- ,
störfum, og voru það fulltrúar stjórnar-
flokkanna sem báru fram þessa tillögu.
-AB
Þar sem þessi háttur hefur ekki verið
hafður á, t.a.m. þegar Tómas Árnason
forstjóri Framkvæmdastofnunar gegndi
ráðherraembætti, en þá var Sverrir Her-
mannsson einn forstjóri, snéri Tíminn
sér til Tómasar í gær og spurði hann
hvað hann teldi að byggi hér að baki:
„Það er rétt að þetta hefur ekki verið
gert áður, en sjálfstæðismenn óskuðu
eftir því að þessi háttur yrði hafður á, og
mér þykir sjálfsagt að orðið sé við þeirri
ósk. Ég fagna því því þess vegna að vera
þarna við annan mann að ráðslaga um
þessi vandasömu málefni."
Sauðárkrókur:
Flugmynda-
sýning í
Safnahúsinu
■ Flugáhugamönnum á Sauðárkróki
og víðar gefst gott tækifæri til að afla sér
aukins fróðleiks um flugmál nú um
helgina. Flugklúbbur Sauðárkróks efnir
til umfangsmikillar flugmyndasýningar í
Safnahúsinu á Sauðárkróki sem verður
opin frá kl. 13.00 bæði laugardag og
sunnudag, 18. og 19. febrúar. Verður
þar sýndur mikill fjöldi ljósmynda af
flugvélum og atburðum tengdum flugi.
Myndirnar eru m.a. frá: Flugleiðum,
flugsögufélaginu, Veðurstofu íslands,
erlendum sendiráðum, NASA, og flest-
um flugvélaframleiðendum heims. Þá
verða til sýnis sölubækur verksmiðja yfir
einstakar flugvélar, upplýsingabréf,
verksmiðjukynningar, ársreikningar
verksmiðja, kennslugögn, teikningar, j
töflur og línurit auk fjölda mynda frá
Sauðárkróki. Bæði kvöldin og síðari
hluta sunnudags verða sýndar litskyggn-
ur, kvikmyndir og videomyndir.
Þá efnir Flugklúbburinn til fundar í
Safnahúsinu kl. 17.00 á laugardeginum.
Þar mun Jóhannes R. Snorrason, flug-
stjóri flytja minningarfyrirlestur dr. Al-
exander Jóhannessonar. í ráði er að
halda slíka fyrirlestra árlega, þar sem
menn tengdir flugi og flugmálum verða
fengnir til að tala um áhugamál sín.
Jóhannes R. Snorrason, flugstjóri hefur
góðfúslega þegið boð Flugklúbbsins að
flytja fyrsta fyrirlesturinn. Aðgangur
verður ókeypis bæði að sýningunni og
fyrirlestri Jóhannesar.
-G.Ó/HEI
Kjör kvenna
rædd á KEA
á Akureyri
■ Kjör kvenna á vinnumarkaði verða
rædd á fundi á Hótel K.E.A. á Akureyri
á laugardag kl. 14.00. Þar munu Gerður
Steinþórsdóttir og Sigríður Skarphéðins-
dóttir kynna starf framkvæmdanefndar
um launamál kvenna á vinnumarkaði
sem hefur það markmið að ná fram
úrbótum í launamálum kvenna og launa-
jafnfrétti kynjanna á vinnumarkaðinum
ásamt því að með konum myndist sam-
staða um þessi mál. Þá munu þær
Karólína Stefánsdóttir og Valgerður
Magnúsdóttir skýra frá nýlegri könnun
á vegum jafnréttisnefndar Akureyrar.
Elín Antonsdóttir sér um skemmtiatriði.
Fundarstjóri verður Þóra Hjaltadóttir.
§vipaðir fundir verða haldnir á 7 öðrum
stb^um á landinu þessa helgi.
BÍLASÝNING
Stór
LAUGARDAG og SUNNUDAG KL. 2-5
subaru Hatchback,
fjórhjóladrifinn:
Það kemur sér illa fyrir marga að komast ekki til vinnu þegar
færð er slæm. Ert þú kannski einn þeirra? Eða ert þú einn af
þeim sem hafa gaman af að takast á við ófærðina og bjóða
henni byrginn? Þú þarft ekki tröllvaxinn jeppa. Subaru Hatch-
back er svarið. Hann gerir ófærðina að spennandi leik og
þjónar þér þess á milli eins og viljugur og skemmtilegur
gæðingur.
Subaru Hatchback, beinskiptur með vökvastýri kr. 396.000.-
Tökum flestar gerðir eldri bíla upp í nýja.
VERIÐ VELKOMIN
OG AUÐVITAÐ VERÐUR HEITTÁ KÖNNUNNI
Sýnum framhjóladrifs - og fjórhjóladrifs bíla
Bíla sem láta ekki að sér hœða í ófœrðinni
NISSAN MICRA
„Fisléttur, frískur bensínspari, sem leynir á sér“ sagði Ómar
Ragnarsson í yfirskrift á grein sinni í DV 29/12 sl. í greininni
segir m.a. „en mér fannst bíllinn betri, en ég átti von á,
þægilegri og skemmtilegri, en vonir stóðu til, og það virtist
vera erfitt að fá hann til að eyða bensíni svo nokkru næmi,
þótt frísklega væri ekið.“
NISSAN MICRA GL kr. 259.000.-
NISSAN MICRA DX kr. 249.000.-
DEUVERY
VAN 4WD
subaru Highroof Van,
fjórhjóladrifinn:
Þeir hjá Subaru eru þeirrar skoðunar að gróf torfærutæki eigi
engan einkarétt á fjórhjóladrifi. Subaru Highroof 4WD er
sparneytin, rúmgóð og þrælsterk sendibifreið. En hún ber
leynivopn innan klæða. Það er fjórhjóladrifið. Með einu
handtaki breytist þessi auðmjúki þjónn í ófærujötun sem gera
má enn sterkari með því að skipta í lága gírinn.
Subaru Highroof Van 4WD kr. 225.000.-
pickup
framhjóladrifinn. Hvað færðu fyrir kr. 115.000?
Þú færð pickup á grind með sjálfstæðri gormafjöðrun, fram-
hjóladrifi, smekklegri innréttingu, þriggja strokka sparneytinni
vél og margt margt fleira.
Kr. 115.000
subaru GLT1800
fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi. Mest seldi bíllinn árið
1983.
Af hverju heldur þú að svo sé?
Kr. 418.000
Ingvar Helgason h f.
SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI S33560