Tíminn - 18.02.1984, Side 9
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
9
byggt og búið í gamia daga 384
með listrænt
slóðum
1929-
1936
Vinnur þú fé og frama, eða fléttar úr dáðleysi drama?
Oft var hýrt á Hafnarslóð
í heintsins glaum og þjarki.
Sýslað við nám og sjafnarglóð,
sultum ekki að marki!
Að dönskum krásum sjaldan sat,
- svöng var tíðin maður.
Fimmtíu aura miðdagsmat,
maula sallaglaður.
Nærri skólaus orðinn er,
aumar tær má gnúa.
Snjáðan kufl og kápu ber,
kraga mætti snúa.
Fyrr en hani hóf sitt gól og hlýjar loftið morgunsól,
karskur kaupför gerði.
Yfir krása gufu gein, grísinn feigur rýtti og hrein.
Ég át hans soðnu „svínabein“
seld á hálfu verði.
Mettur kom í kennslustund,
kræfur gekk í slaginn.
Krufði orma, léttist lund,
lærði margt þann daginn.
Lestu, skráðu, rýndu, reyndu,
rannsóknarefni freista mörg.
Hugsaðu, tjáðu, grunda, greindu,
gálauss bíður villan örg.
Tveir ólíkir „eilífðarstúdentar"
I. Dotta við námið, sofna senn,
- sveimar víða hugur.
Stunda bjór og ballgarð enn,
bráðum hálffertugur.
II. Iðinn við kolann
Ungur kenndur við ýmsar greinar:
Etik, tékknesku, hebreskt mál.
Skamma stund þræddi brautir beinar,
breytingagjörn var mannsins sál.
Reyndi sem Jakob glímu við guð,
gaf sig þreyttur í læknapuð.
Franskar bókmenntir frakkur stundar,
(í framhjáhlaupi tók norsku með),
Latínu vestra gagngert grundar,
þið getið hans fína vottorð séð.
Næsta roskinn við námsgrein jók,
norrænupróf í fússi tók!
Nú er hann eins og orðabækur,
ætlaðar til að fletta í.
Sjötugur karlinn sífellt sprækur,
sálin leitandi fersk og ný.
Forvitnir jafnan heita á hann,
hundvísan erki-töframann!
Don Júan
Engin vissi af annarri - yngismeyjar þrjár.
Allar leikföng kappans - og kannski leið til fjár.
Bústin Bergenjenta, brjóstgóð Hafnarhrund,
skaphörð Skærgárdsflicka - með skrúfu í heimanmund.
Nú leikur allt í lyndi Ijúfar stundir.
Þær byrja að nefna hjónaband - hann tekur iítið undir.
Hvenær segir hann úrslitaorðið,
leggur spilin á borðið?
Loks að fljóðum læddist illur grunur,
tvær læðast til hans óvænt - vein og stunur!
Sú þriðja í sænginni svitnar af ótta.
Don Júan leggur á flótta!
Bitinn, rifinn, barinn, blár og marinn.
Amorsljóminn farinn!
Ingólfur Davíðsson
skrifar:
á vettvangi dagsins
HLUTA-
SQFNUN
TIMANS
— eftir Guðmund P. Valgeirsson
■ Eitt af grundvallarskilyrðum lýðræð-
is og skoðanafrelsis er frjáls blaðaútgáfa.
í nútíma þjóðfélagi gegna dagblöð þýð-
ingarmiklu hlutverki á þessu sviði. En
útgáfa dagblaðs er orðin umfangsmikil,
kostar mikla fjármuni og sterkan stuðn-
ing til þess að geta haldist gangandi og
gegnt hlutverki sínu: - Þau dagblöð, hér
á landi, sem mestri útbreiðslu hafa náð
og eru fjárhagslega sterk, styðjast við
fjársterka aðila í kaupsýslu og einka-
rekstri. Þau hafa sterka aðstöðu til
útbreiðslu og skoðanamyndunar langt út
fyrir það sem heilbrigt má teljast. Önnur
blöð eru í sífelldri fjárþröng og eiga af
þeim sökum í vök að verjast, svo við
liggur að útgáfu þeirra verði hætt. -
Þegar svo væri komið er hætt við að
mörgum myndi þykja þröngt fyrir dyrum
og lítið orðið úr frjálsri skoðanamyndun
og ritfrelsi.
Landsmálablaðið, Tíminn hefur köm-
ið út í 67 ár, fyrst sem vikublað og síðan
um áratugi sem dagblað. - Það olli strax
straumhvörfum í íslenskum stjórnmál-
um og hefur verið áhrifamikið málgagn
næst stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinn-
ár'og um alla uppbyggingu þjóðfélagsins,
jafnt efnahagslega og menningarlega,
frá upphafi sínu til þessa dag.
Vart er hægt að gera sér grein fyrir
hver þróun þeirra mála hefði orðið ef
þess hefði ekki notið við, og sama máli
gegnir um það í framtíðinni. Það hefur
verið málgagn samvinnustefnunnar og
almennings í sveit og við sjó, og haft
forgöngu um þá byggðastefnu, sem kom-
ið hefur í veg fyrir að heilir landshlutar
færu í niðurníðslu og auðn, svo nokkuð
sé nefnt.
- Af þeim sem að blaðinu standa
hefur verið brugðið á það ráð, að stofna
hlutafélag um útgáfu þess. f því hlutafé-
lagi verður Framsóknarflokkurinn
stærsti hluthafinn, en jafnframt er heitið
á alla góða menn og velunnara blaðsins,
að leggja þessu þjóðfélagslega nauð-
synjamáli lið, hvern eftir sinni getu.
Engum dylst að mikið er í húfi, að þær
lífsskoðanir, sem blaðið hefur túlkað frá
upphafi, eigi sér málgagn svo íhalds- og
öfgaöflin verði ekki ein um alla skoðana-
myndun meðal þjóðarinnar. - Hlutafjár-
söfnunin stendur yfir. - Samvinnumenn,
bændur, sjómenn og verkamenn um
land allt, sem eigið Tímanum þökk að
gjalda fyrir baráttu hans á liðnum árum,
sameinist um að tryggja útgáfu blaðsins
með því að lcggja ykkur skerf til þess,
undir kjörórði samvinnustefnunnar:
„Sameinaðir stöndum vér“, og ;Margar
hendur vinna létt verk“. - Það er góð
fjárfesting á þessum viðsjálu tímum. Án
málsvarnar Tímans yrði framtíð margra
ykkar völt í sessi.
Guðmundur P. Valgeirsson
menningarmál
AVENTURA
■ MeðalbókasemkomuúthjáAvent-
ura á sl. ári var „Om det tragiske" eftir
Peter Wessel Zapffe. Þettaerdoktorsrit-
gerð höfundar og kom fyrst út 1941.
Þetta er ótvírætt besta bók sem hefir
verið skrifuð um efnið á norrænt mál, ef
ekki í allri sögu heimspekinnar.
„Norsk Poesi fra Henrik Wcgeland til
Emil Boyson" er safn Ijóða. Emii Boy-
son og Asbjörn Aarnes gáfu hana fyrst
út 1961. Nú að Boyson látnum kcmur
bókin út á ný með viðbótinni, sem eru
Ijóð Boysons. Ljóðskáldsins fullkomna,
sem þó aldrei fannst Ijóð sín nógu góð.
Þetta er því úrval beslu norskra Ijóða.
„Likestilling et aktivt verdivalg?"
Raunhæfar hugmyndir til notkunar í
bekknum, er skemmtileg kennslubók og
mjög raunhæf, samin af fjórum kennur-
um um jafnrétti.
„Veien til Lagoa Santa“ eftir Henrik
Stangerup, opnar okkur lítinn glugga
inn í eilífðina. Lýsingar hans á minnstu
hræringum náttúrunnar samofnar frá-
sagnarþræðinum og persónunum, eru
svo meistaralega gerðar, að lesandinn
hrífst með. Við förum á karneva! í Róm
og Ríó, guðsþjóncamposanna, þar sem
vindlareykur andalæknisins blandast
reykelsi kristninnar.
Makt eftir Öyvind Myhre fjallar um
rætur, menningu og vald. Þrána eftir
einveru og samhengi í tilverunni, en
ekki síst mat okkar á hinu heilaga, enda
efnið sótt til írlands.
Kannske er ekki alveg óviðeigandi að
minnast næst á bók Öystein Sörensen,
„Fra Marx til Ouisling". Bók þessi sýnir
okkur hve skammt er öfganna á milli.
Hún er raunveruleg og fjallar um þekkt
dæmi eins og norsku marxistana, sem
gengu í nasistaflokkinn, Eugenc
Olaussen o.fl.
Leif B. Lillegaard sendi frá sér fjórar
bækur fyrir síðustu jól. Ein þeirra er
„Sörgaende hurtigrute savnet." Til þess
þarf veður svo að vælir í turnspírum og
allt kvikt reynir að skríða ofan í jörðina.
Þessu öllu tekst Lillegaard mjög vel að
lýsa.
„Livsfrisen" eftir Björg Jönsson fjallar
um grunnverðmæti mannlegs lífs, burt-
séð frá stað og stund eða hugmynda-
fræði.
„Overganger“ eftir Gail Sherry fjallar
um erfiðleika sem segja má fyrir um í lífi
fólks. Af hverju? Eru þeir nauðsynlegir?
Koma þeir bara seinna, ef við ýtum þeim
á undan okkur? Með mörgum dæmum
úr lífi fólks, spyr hún ekki aðeins þessara
spurninga, en svarar þeim einnig.
„Nye Östfold historier" eftir Knut
Roen er vandlega valin Austfoldsfyndni.
„OSLO" eftir Sissel Jenseth segir frá
hjólreiðaferðum höfundar um Osló og
gefur okkur nýja mynd af borginni.
Nú eru æ fleiri rithöfundar að kveðja
ritvélina sína og þá taka þeir upp
ritvinnslu á tölvu. Öyvind Myhre ncfnir
kveðjubók sína til ritvélarinnar „Data-
kultur,,. Það finnst varla það svið sem
hann ekki fjallar um í bókinni, þcgar
ritvélin er kvödd.
„Hva er en baby?“ er ritstýrt af
Richard og Helen Exley. Þetta er safn
allskonar ummæla frá öllum tímum um
hvað barn er. Er það kannske von
■ Kunnskapsforlaget, sem er sameign
Gyldendahl og Aschehoug, dreifir m.a.
orðabókum og fræðibókum þeirra for-
laga, en hefir einnig sjálfstæða útgáfu-
starfsemi. Langar mig til að gera hér að
umtalsefni tvær slíkar útgáfur.
„Ett binds leksikon" er stærsta eins
bindis alfræðibókin, sem hér er gefin út
og inniheldur 52 þúsund greinar um ýmis
efni. Er ánægjulegt að sjá að t.d. er
kaflinn um Island mun betri en í flestum
öðrum alfræðibókum hér og ekki með
sömu vitleysunum og þar virðast orðnar
fastar í sessi. Auk þess er að finna
sérgreinar um: Islenska hestinn, íslenskt
mál, íslendingabók og íslenska bók-
menntafélagið auk margs annars. Þannig
er þetta sú aifræðibók er gerir okkur
hæst undir höfði af þeim er ég hefi séð
hér.
Að vísu er bókin prentuð með smáu
letri, en hefir líka því meira efni og er
1575 blaðsíður að stærð.
Öll vinna og frágangur bókarinnar er
einstaklega vandað.
Norsk Riksmálsordbok í fjórum
bindum, sem á sínum tíma var gefin út
af Det norske Akademi for sprog og
litteratur, hefir verið gefin út á ný af
Kunnskapsforlaget. Er þar um beina
endurútgáfu að ræða. Það voru Tryggve
Knudsen og Alf Sommerfeldt, sem á
sínum tíma sáu um útgáfuna, ásamt
K.E. Bödtker, Ulrik Mörk, J. Mörland
og R. Ullmann. Þá vinnur prófessor
heimsins sitjandi á næturgagni, eða er
það lifandi sönnun þess að þú hefir verið
ósiðsamleg stúlka.
„G-sonen og andre nye opdagelser
om menneskets seksualitet" fjallar um
kenningar Gráfenbergs um möguleika
kvenna á fullnægingu.
„Bruk dine drömmer“ eftir Montague
Ullmann og Nan Zimmerman. Getum
við lært að nota drauma sent hjálpartæki
til að skilja okkur sjálf bctur? Margar af
stærstu uppgötvunum í ýmsum fræði-
greinum, hala all upphaf sitt i dtaumum
þeirra cr gcrðu uppgötvanirnar. Bókin
segir okkur hvað vísindin vita um draum
okkar. „
„Innvolverings-Pcdagogikk" eftir
Poul Nissen, scgir okkur í raun hvað
skólinn getur gert til að leysa vandamálin
og skapa bctra starf í bekknum.
Harald Noreng, sem hefir unnið við
bókina síðan 1938, að gerð viðbótar-
bindis sem mun koma út á næstunni í
samskonar frágangi og þau fjögur bindi
sem eru komin út.
Þetta er stærsta orðabók norsks máls
sem nú er á markaðnum og þangað er
margt að sækja fyrir íslendinga.
Prófessor Alf Sommerfeldt, var mikill
málvísindamaður á sínum tíma, sem lést
langt fyrir aldur fram í bílslysi. Verður
þó þetta mikla verk alla tíð verðugur
bautasteinn um minningu hans. Segja
má að raunverulegir höfundar auk hans
hafi verið fyrst og fremst Trygve Knu-
dsen og K.E. Bödtker. Aðrir í ritstjórn
unnu að ýmsu öðru er fylgir svo miklu
verki. Þá kemur og Harald Noreng inn
sem höfundur eftir að verkið er fullgert
aftur að S.
Þegar farið er gegnum bækur og verk
sem hafa verið orðtekin ber eðlilega
nokkuð á íslenskum verkum. Er þar
bæði um að ræða fornbókmenntir okkar,
en auk þess höfunda sem skrifað hafa á
norsku, eins og Kristmann Guðmunds-
sori og aðra sem þýddir höfðu verið á
norsku. Auk þess er sá listi góð heimild
um norska höifunda og bækur þeirra,
auk allra orðabóka og orðasafna, sem
þá höfðu komið út hér í landi. Er
heimildalistinn 32 þéttprentaðar síður,
en orðabókin 4348 dálkar.
Osló 5. febr. 1984
Sigurður H. Þorsteinsson
Oslo 5. fcbr. 1984
Sigurður H. Þorsteinsson
Kunnskapsforlaget