Tíminn - 18.02.1984, Side 10
10
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
LAUGARDAGUR 18. FEBRUAR 1984
fþróttir
umsjón: Samúel Öm Erlingsson
JUNN SÆTflSll SttUt
— sagdi Leifur Gústafsson eftir ad Valsmenn
unnu UMFN 90-89
m
■ Það er ekkert lát á spennuleikjunum
í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, í gær-
kvöld niættust Valsmenn og Njarðvík-
ingar í íþröttahúsinu í Njarðvík og þurfti
framlengingu til aö knýja fram úrslit.
Valsmenn voru fyrr í gang og náðu
yfirhöndinni í leiknum. Á tímabili í fyrri
hálfleiknum höfðu þeir 13 stiga forskot,
26-13, en Njarðvíkingum tókst að
minnka muninn í 6 stig fyrir leikhlé,
38-32. Á 5. mínútu síðari hálfleiks tókst
Njarðvíkingum að jafna, 50-50 og stuttu
síðar náðu þeir forystunni 54-52. Þegar
5 mínútur voru til leiksloka var jafnt
73-73. Þegar 30 sekúndur voru eftir
skoraði Ingimar Jónsson Njarðvíkingur
og jafnaði leikinn 81-81. Valsmönnum
tókst ekki að skora á þeim tíma sem eftir
var og því var framlengt. í upphafi
framlengingarinnar fékk Torfi Magnús-
son, Val, sína 5. villu og varð að fara af
leikvelli. Skömmu fyrir leikslok höfðu
þeir Kristján Ágústsson Val og Kristinn
Einarsson UMFN, einnig farið af leik-
velli af sömu ástæðu.
Þegar 40 sekúndur voru eftir af fram-
lengingunni höfðu Njarðvíkingar yfir
89-86, en Valsmenn stálu sigrinum í
lokin með tveimur körfum frá Leifi
Gústafssyni. Valsmenn höfðu þar með
sigrað efsta lið úrvalsdeildarinnar með
eins stigs mun. Er þetta fjórði leikurinn
á skömmum tíma sem endar með þessum
mun.
„Þetta er minn sætasti sigur og sérlega
ánægjulegt fyrir okkur að halda haus
eftir að Kristján og Torfi voru farnir
útaf“, sagði hetja Valsmanna í leiknum
í gær, Leifur Gústafsson í samtali við
Tímann eftir leikinn. Leifur var bestur
Valsmanna ásamt þeim Kristjáni og
Torfa. Hjá Njarðvíkingum áttu þeir
Árni Lárusson og Hreiðar Hreiðarsson
mjög góðan leik, en Valur Ingimundar-
son og Kristinn Einarsson voru einnig
áberandi.
Stig Vals: Kristján Ágústsson 22, Torfi
Magnússon 21, Leifur Gústafsson 21, Jó-
hannes Magnússon 12, Valdemar Guðlaugs-
son 6, Tómas Holton 4 og Páll Arnar 2.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson 18,
Gunnar Þorvarðarson 18, Árni Lárusson 16,
Kristinn Einarsson 16, Ingimar Jónsson 12,
Hreiðar Hreiðarsson 5, Júlíus Valgeirsson 4
og Ástþór Ingason 1.
-TÓP/BL
KSI ræðir við Barnwell:
AFTUR A ÞRHUUÐAG
■ Englendingurinn John Barnwell,
sem kominn er hingað til lands á vegum
knattspyrnufélagsins Vals, til að kanna
aðstæður hjá félaginu með þjálfun í
huga, ræddi við fulltrúa Knattspyrnu-
sambands íslands í fyrrakvöld. „Þetta
voru mjög jákvæðar viðræður, menn
skýrðu sína afstöðu", sagði Ellert B.
Schram, formaður Knattspyrnusam-
bands íslands í samtali viðTímann í gær.
Ellert sagði að málið horfði þannig að
annað hvort yrði gengið frá ráðningu
Barnwells á þriðjudag, eða ekkert yrði
úr. „Það verður fullljóst á þriðjudaginn,
þegar við tölum við manninn aftur,
hvort manninum verður gert boð, og
einshvort hann vill koma“, sagði Ellert.
-SÖE
Málverk eftir Karen Agnetc Þórarinsson af stofnfundi Sambandsins að Ystafclli hinn 20. fcbrúar 1902.
Talið frá vinstri: Stcingrímur Jónsson, Bencdikt Jónsson á Auðnum, Sigurður Jónsson í Ystafclli,
Pctur Jónsson á Gautlondum, Hclgi Laxdal í Tungu, Arni Kristjánsson í Lóni og Friðbjórn Bjarnason á Grýtubakka.
LIFANDITRÉ
FJÖLGAR LENGI GREINUM
Hinn 20.febrúar1902stofnuðu kaupfélögin í landinu með sér
samband til að sinna ýmsum sameiginlegum verkefnum.
Það hlaut nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga
- og er fyrirtækið í eigu kaupfélaganna.
Sambandið hefur með höndum fjölþæt.tan atvinnurekstur
- innanlands og utan - og annast margvísleg verkefni
fyrir samvinnufélögin um land allt.
VIISIISIUWI SAM AISI
SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ^
ÍBK til Birmingtiam
■ Lið íþróttabandalags Keflavikur mun fara til
Birraingham á Englandi og æfa þar yflr páskana.
Liðið mun dveljast í Birmingham í 9 daga, en ferðin
er í samráði við stjóm FC Birraingham, enska fyrstu
deildarliðsins. Ekki er vitað hvort ÍBK fær æflnga-
ieiki í Englandi, en málið mun væntanlega skýrast
um helgina.
-Tóp/SÖE
Siggi setti met
■ Sigurður T. Sigurðsson stangarstökkvari úr KR
setti i fyrradag nýtt jslandsmet innanhúss ■ stangar-
stökki á frjálsiþróttamóti í Zweibruggen í V-Þýska-
landi. Sigurður stökk 5,23 metra, og er það nýtt
íslandsmet innanhúss. Siguröur stökk síðan vel yflr
5,43 metra, en felldi á niðurleið. Sigurður varð fjóröi
í keppninni, en þátt tóku allir bestu stangarstökkvar-
ar V-Þjóðverja. Sigurður dvelur nú við nám og
æflngar í V-Þýskalandi, og virðist vera kominn í
hörkuform. Það má því búast við miklu af honum á
næstu mánuðum.
-SÖE
Sveinn tekur tvo
með sér til Seyðisfiarðar
■ Sveinn Sveinsson, Eyjamaðurinn knái í knatt-
spyrnunni, mun þjálfa og leika með 3. dcildarliði
Hugins á Seyðisfirði næsta sumar. Með Sveini fara
tveir ungir Eyjapeyjar til Seyðisfjarðar, þeir Kristó-
fer Helgason og Þórir Ólafsson. Þeir eru báðir 17 ára.
-SGG/SÖE
KR-INGAR EIGfl
ENNÞfl MðGULEIKfl
— ef Þróttur og Stjarnan
gera jafntefli
■ KR-ingar halda enn í vonina um að
verða eitt af fjórum efstu liðunum í 1.
deild og komast þar með í úrslitakeppn-
ina um Islandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik. Þeir unnu KA á Akureyri ■
gærkvöldi með 18 mörkum gegn 16 í
miklum barátt uleik - leik þar sem barátt-
an sat í fyrirrúmi á kostnað góðs hand-
knattleiks.
KR-ingar geta þakkað slökum dómur-
um og fjölmörgum mistökum KA-
manna á lokakafla leiksins að hluta til
fyrir sigurinn. KA hafði forystu þegar 8
mínútur voru til leiksloka, 15-13, en þá
hrundi leikur liðsins gjörsamlega. KR-
ingar skoruðu næstu 5 mörk, komust yfir
18-15 og þar með höfðu þeir gert út um
leikinn.
Fyrri hálfleikurinn var ávallt mjög
jafn, liðin yfir til skiptis og staðan í
leikhléi 9-9. Síðan var jafnt 13-13 áður
en KA komst tvö mörk yfir, en það
nægði liðinu ekki.
Bestu menn liðanna í gærkvöldi voru
þeir Gunnar Gíslason og Jóhannes Stef-
ánsson hjá KR og þeir Magnús Gautiog
Jón Kristjánsson hjá KA, en Jón mætti
að ósekju sýna meira frumkvæði í leik
sínum.
Mörk KR: Jakob Jónsson 6, Gunnar
Gíslason 5, Jóhannes Stefánsson 3,
Guðmundur Albertsson 3 og Friðrik
Þorbjörnsson 1. Mörk KA: Jón Krist-
jánsson 6, Erlingur Kristjánsson 4, Logi
Einarsson 3, Þorleifur Ananíasson 1,
Magnús Birgisson 1 og SigurðurSigurðs-
son eitt. -GK
Þór vann Reyni
■ Þór vann Reyni Sandgerði í fyrra-
kvöld í 2. deild karla í handknattleik í
Eyjum 29-18. Staðan var 13-12 Þór í
hag i hálfleik.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, og
hafði þá Reynir um tíma 2 marka
forskot. Síðan stungu Þórarar af í
síðari hálfleik. Flestmörk Þórsskoruðu
Gylfi Birgisson 8, Sigbjörn Óskarsson
7 og Þorbergur Aðalsteins 5/2. Daníel
Einarsson var markahæstur Reynis-
manna með 5/2 mörk.
Sigmar Þröstur varði 20 skot fyrir
Þór, en Einar Benediktsson varði 12
skot fyrir Reyni, þar af 2 víti.
-SGG/SÖE
HSÍ baðst
afsökunar
— sendi norðanmönnum bréf
í vikunni
■ Stjóm Handknattleikssambands íslands sendi forráðamönnum handknattleikslið-
anna Þórs og KA bréf í vikunni, þar sem stjómin biður norðanmenn afsökunar á hvemig
til tókst með landsleikinn við Norðmenn sem átti að vera á Akureyri í lok janúar, en ekki
var hægt að láta fara þar fram. Um þetta hafa orðið talsverð blaðaskrif, og Akureyringar
hafa verið sárir útí forráðamenn HSÍ, vegna þess að þeir teija að sér hafí verið lofað
leiknum á sunnudeginum, en það síðan svikið. Sfjóm HSÍ fór fram á það við norðanmenn
'að bréfið yrði birt í Degi vegna þess að um málið hefði verið fíallað þar, og þrátt fyrir
að Tímanum hafi ekki borist bréfið frá HSÍ, er rétt að það birtist, því um málið hefur
mikið verið fíallað í blaðinu. Þá leitaði Tíminn álits Guðmundar Lámssonar hjá
Handknattleiksdeild KA á málinu, og er það hér neðar á siðunni.
Bréf HSÍ til norðanmanna hljóðar þannig:
■ „Laugardaginn 28. janúar sl. var
fyrirhugað að íslendingar og Norðmenn
léku landsleik í handknattleik á Akur-
eyri. Allur undirbúningur að leiknum
var í höndum norðanmanna, og vel á
málum haldið eins og vænta mátti. Frá
upphafi var öllum sem málinu tengdust
gert Ijóst, að ekki kæmi til greina að
leika nyrðra á sunnudag. Stjórn HSÍ
treysti sér ekki til að taka þá áhættu að
liðið yrði veðurteppt á Akureyri. Það
hefði valdið því að Norðmenn hefðu
misst af beinu flugi til Osló á mánudags-
morgun, en orðið að fara um Kaup-
mannahöfn á þriðjudag. Kostnaður af
slíkri seinkun hefði orðið meiri en við
erum menn fyrir í svipinn.
Þegar Ijóst var að ekki yrði komist
norður á laugardag, en vitað um hinn
mikla áhuga fyrir leiknum á Akureyri og
einnig að forráðamenn beggja íþrótta-
.félaganna höfðu lagt mikla vinnu í
undirbúning, ákvað formaður HSÍ að
kanna á nýinnan stjórnar hvort taka ætti
áhættuna af sunnudagsleik, þar sem
veðurútlit var mjög gott. Tíminn var
naumur og erfitt að ná til allra stjórnar-
manna, en endanleg niðurstaða varð sú
að fyrri ákvörðun stóð óbreytt.
Veðurguðirnir og erfiðar fjárreiður
Handknattleikssambandsins komu í veg
fyrir að landsleikur færi fram á Akureyri
að þessu sinni. Stjórn HSÍ metur mikils
þann áhuga sem sýndi sig vera á leiknum
á Akureyri, þakkar öllum sem lögðu
hönd á plóginn og biðst afsökunar á því
hvernig til tókst. Stjórn HSÍ mun leggja
alla áherslu á að koma landsleik á nyrðra
sem fyrst. Allar líkur eru á að sjálfir
heimsmeistararnir í handknattleik,
Rússar, heimsæki okkur í mars, og hver
veit nema þá takist að bæta norðan-
mönnum Norðmannaleikinn.
Með íþróttakveðju,
fyrir hönd stjórnar HSÍ,
Friðrik Guðmundsson.“
Guðmundur Lárusson hjá KA:
„Ó7TALEGT KLÓR”
■ „Þetta bréf er óttalegt klór og engan
veginn fullnægjandi miðað við þau stóru
orð sem búið var að segja. Þessir menn
eiga að geta tekið þau til baka líka“,
sagði Guðmundur Lárusson hjá hand-
knattleiksdeild KA, er Tíminn leitaði
álits hans á bréfi því er stjóm HSI hefur
sent forráðamönnum handknattleiks-
deildanna á Akureyri.
Iþróttir
helgarinnar:
Handknattleikur
Laugardagur:
Hafnarfjörður. FH-Haukar 1. deild karla kl. 15.15.
Hafnarljörður. FH-Fylkir 1. deild kvenna kl. 14.00.
Seljaskóli. ÍR-HK 2. deild karla Id. 15.15.
Seljaskóli. Fylkir-UBK 2. deild karla kl. 16.30
Sunnudagur:
Laugardalshöll. Þróttur-Stjaman 1. deild kariakl. 20.00.
Laugardalshöll. Víkingur-Valur 1. deild karla kl. 21.15.
Seljaskóli. Fram-Grótta 2. deiid karla Id. 15.15.
Seljaskóli. KR-ÍA 1. deild kvenna kl. 16.30.
Seljaskóli. Fram-Víkingur 1. deiid kvenna kl. 14.00.
Seljaskóli. Valur-ÍR 1. deild kvenna kl. 20.00.
Körfuknattleikur
Laugardagur:
Njarðvík. Grindavík-Skallagr. 1. deild karla kl. 14.00.
Sunnudagur:
Hagaskóli. Fram-ÍS 1. deild karia Id. 14.00.
Hagaskóli. KR-ÍBK úrvaisdeild Id. 20.00.
Hagaskóli. KR-ÍS1. deild kvenna Id. 21.30.
Hafnatfjörður. Haukar-ÍR úrvalsdeQd kl. 14.00.
Hafnarfj. Haukar-Njarðvík 1. deild kvenna id. 15.30.
Badminton
Laugardagur:
KR-hús. KR-mót í tvíliðaleik, og Ivenndarkeppni.
Sunnudagnr:
TBR-hús. Meistaram. TBR í tvfliðal. og tvenndarkeppni.
Skíðaíþróttir
ísafjörður. Bikarmót unglinga 13-14 ára og
15-16 ára fer fram um helgina.
Víðavangshlaup
Laugardagur: Flóahlaup UMF. Samhygðar,
hefst kl. 14.00 við Vorsabæ í Gaulverjabæjar-
hreppi. Hlaupnir verða 10 km.
Glíma
Laugardagur: Bikargltma íslands í íþróttahúsi
Meiaskóla kl. 14.00, keppt er í flokki fullorð-
inna, 12 keppendur og í flokki unglinga, þar
sem keppendur eru 2.
Blak
Laugardagur:
Hagaskóli.Þróttur-Samhygð.Bikarkeppni karla
Id. 14.00.
HagaskóliÍS-FramBikarkeppni karla kl. 15.20.
Hagaskóli.Vtkingur-Breiðablik 1. deild kvenna
kl. 16.40. -BL
verðlækkun á jógúrt
Nú hefur tollur verið felldur niður af inníluttum
ávöxtum sem notaðir eru í hinar fjölmörgu jógúrttegundir okkar.
Þetta gerir okkur kleift að lækka, - já, þú last rétt,
læfea verð á allri jógúrt frá okkur um 10,6%.
Þetta kemur að sjálfsögðu ekkert niður á gæðunum,
þau verða eitir sem áður 100%.
Ny-ódýr-
aðeins
tCTT-jógúrt
Léttjógúrt er svar okkar við óskum fjölmargra neytenda.
Léttjógúrt inniheldur ennþá minni ntu og minni sykur,
en iafnframt meiri eggiahvítu.
Léttjógúrt er í femum og ódýrari en ódýra jógúrtin í
dósunum og um 20% hitaeiningasnauðan.
Mjólkursamsaían - Mjólkurbú Flóamanna
AUK HF. Auglýsingastofa Kristfnar 3.124