Tíminn - 18.02.1984, Qupperneq 20
Opið virka daga '
9-19.
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuwegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
A*i
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
• vi.orn86300-Aug!ysinKar 183100- Afgreiðí.la Sfi.XOO - Kvöids.mar St.sS
i
abriel cíS
HÖGGDEYFAR
^^vsrðhlutir sími365io.
Hamarshöfða 1
Laugardagur 18. febrúar 1984
Ganga verður ödruvísi frá peningaflutningum hér eftir:
„MENN VERÐfl AÐ
VERA VOPNAÐIR”
segir Einar Ólafsson, útsölustjóri ÁTVR við Lindargötu
■ „Ég er auðvitað
sjokkeraður. Það er alveg
á hreinu, að það verður að
ganga öðruvísi frá þessum
peningaflutningum hér
eftir. Ég eða þessir strákar
mínir förum ekki með pen-
inga á milli á þennan hátt
úr þessu - menn verða að
vera vopnaðir“, sagði Ein-
ar Ólafsson, útsölustjóri
ÁTVR við Lindargötu er
við ræddum við hann eftir
ránið á 1,8 milljóna króna
innkomu dagsins í útsöl-
unni á Lindargötu. „Þessir
menn vinna virkilega erf-
iðisvinnu, eru illa launaðir
og þeir fara ekki með pen-
inga í banka upp á þessi
býtti lengur“, sagði Einar.
„Ég þakka þó guði fyrir
að fyrir mörgum árum lét
minn ágæti húsbóndi svo
fyrir mælt að tveir menn
skyldu ávallt fara saman
með peningana í bankann,
þannig að aldrei lenti einn
maður í vanda - það yrðu
alltaf tveir til frásagnar ef
eitthvað skeði - og það
skeði í kvöld. Fram til
þess tíma var ég í mörg ár
búinn að labba einn með
peningana undir hendinni
neðan af Lindargötu og í
bankann. Allir vissu hver
maðurinn var, hvert hann
var að fara og hvað hann
var með. Svonalagað var
bara ekki til í okkar þjóð-
félagi þá - en síðan hefur
heimurinn breyst.“.
Einar var sannfærður
um að maðurinn sem
þarna var að verki hafi
alveg vitað hvernig og
hvenær peningaflutning-
arnir fara fram - hann hafi
verið búinn að kynna sér
allt í því sambandi, og
ekki ætlað að lenda í nein-
um smá bita. Hann kvaðst
jafnframt bera það mikið
traust til lögreglunnar að
hann væri sannfærður um
að hún mundi leysa þetta
mál.
■ Haglaförín á bifreiðinni sem starfsmenn ÁTVR við Lindargötu
voru á þegar þeir ætluðu að skila af sér fjármununum í útibú
Landsbankans að Laugavegi 77. Tímamynd: Sverrir
„VAR MED BYSSUNA Á HNAKK-
ANUM Á LOFTLEHKAVEGINUM”
— segir Örn Reynir Pétursson, leigubifreiða-
stjóri, sem vard fyrir þeirri óhugnanlegu
reynslu ad farþegi ógnaði honum með
byssu og hrakti hann síðan út úr bílnum
■ „Ég held að það sé tæpast
hægt að lenda i öllu verri lífs-
reynslu. Þetta sýnir best hvað
við erum óvarin gagnvart öllu
svonalöguðu - sérstaklega þó
■ „Þetta sýnir best hvað við
erum hér óvarin gegn öllu svona-
löguðu - sérstaklega þó leigubíl-
stjórarnir sem keyra á kvöldin
og á nóttunni", sagði Hreyfds-
bílstjórinn Örn Reynir Péturs-
son, nýlega kominn heim eftir
hið óhugnaniega „ævintýri“
klukkan langt gengin eitt í nótt.
Tímamynd Róbert
leigubílstjórar sem keyra á
kvöldin og á nóttinni“, sagði
Örn Reynir Pétursson, bifreiða-
stjóri á Hreyili, sem í gærkvöldi
varð fyrir þeirri óhugnanlegu
reynslu að farþegi ógnaði honum
með byssu og hrakti hann síðan
úr bfl sínum á afviknum stað.
Örn sagðist hafa tekið mann-
inn upp í bíl sinn við Hótel Sögu
um kl. hálf átta í gærkvöldi og
hafi hann beðið hann um að aka
sér út að Hótel Loftlciðum. Á
leiðinni þangað dró árásarmað-
urinn upp byssu og beindi henni
að höfði Arnar. „Á Loftleiða-
veginum var ég með byssuna í
hnakkanum og þegar kom að
Loftleiðahótelinu breytti hann
áætluninni og sagði mér að aka
út í Nauthólsvík. Þegar þangað
kom skipaði hann mér út úr
bílnum. Mér fannst þá ekki
nema um tvennt að ræða - ég
vissi ekki nema að maðurinn
væri geðveikur, eins og hann
hlýtur raunar að vera“, sagði
Örn. Hann kvaðst síðan hafa
hlaupið að Loftleiðahótelinu og
látið lögregluna vita.
Örn kvaðst ekki hafa séð
manninn vel - hann hafi komið
upp í bílinn í myrkri og myrkur
verið í bílnum alla leiðina. auk
þess sem hann kvaðst ekki viss
um að hann hafi verið eins og
hann átti að sér að vera. Væri
jafnvel giskað á að hann hafi
verið með gerfiskegg málað á
andlitið. Örn var búinn að gefa
skýrslu hjá lögreglunni er við
hitturn hann að máli í gærkvöldi.
„Ég reyndi að lýsa manninum
fyrir lögreglunni, svona nokk-
urnveginn eins og mér fannst
hann vera. Maður er bara að
vona að hann náist sem fyrst -
þetta er auðvitað stórhættulegur
maður", sagði Örn. -HEI
mm
dropar
Rás I til
tilbreytingar
■ Blaðið hennar Regínu á
Selfossi og Erlingur útvörður
íslenskrar tungu, hafa iðulega
gert að umræðuefni sínu
áhyggjur Dropa af málfari því
sem viðgengst í nokkrar
klukkustundir á dag, á Rás 2,
að vísu ekki átölulaust, en þó
án þess að það fari batnandi.
Dropar ætla því að gleðja
þessa tvo vini sína, Regínu-
blaðið og útvörðinn, með því
að breyta örlítið til og ræða
þátt sem hrellir landsmenn -
takið nú eftir - alla landsmenn,
snemma á morgnana, en það
er þátturinn Á virkum degi, en
blessunarlega fá landsmenn
hvíld frá þættinum um helgar.
Dropar vöknuðu upp við illan
leik í gærmorgun, þegar Stefán
Jökulsson, einn umsjónar-
manna þáttarins var að ræða
við mjólkurbílstjóra fyrir aust-
an. Þegar mjólkurbflstjórinn
var búinn að gefa skýrslu um
það hvenær hann vaknaði á
morgnana og hvert mjólkur-
svæði, Mjólkurbús Flóamanna
frá vestri til austur næði, fannst
Kolbrúnu, meðstjórnanda
Stefáns, tími til kominn að hún
Jegði nú orð í belg, og spurði
hún bflstjórann þessarar frá-
bæru spurningar: „Akið þið
svo mjólkinni til kaupmann-
anna og framleiðendanna?"
Blessaður bflstjórinn kvað já
við, cn hann hefði að sjálf-
sögðu átt að segja Kolbrúnu,
fyrst hún skilur ekki hvert
hlutvcrk mjólkurbíla er, að
það væri að taka mjólkina, og
hclla henni jafnóðum í Ölfusá,
til þess að viðhalda nú mó-
rauða litnum. Ekki satt?
Kolbrún kona
þattarins
■ Þessi sami morgunþáttur
fékk fasteignasala í heimsókn,
til þess að ræða fasteignavið-
skipti og Kolbrún þessi sama
spurði hann hvað gerðist eigin-
lega þegar seljandi og kaup-
andi hefðu undirritað kaup-
samning, við hverju gáfust lítil
svör - Dropar halda helst að
ckkcrt gerist. Kolbrún spurði
þá hvort ekki væri ráðlegt að
þinglýsa kaupsamningi hið
fyrsta og var spumingin í þessa
iíf
m
veru: „Er ekki ráðlegt að gera
það á þessu tvo mánaða tíma-
bili" og halda Dropar því nú
fram að þeir hafi uppgötvað
nýjan málfarssjúkdóm, sem
sé engu betri en þágufallssýkin
gamalkunna, en það er and-
eignarfallssýki.
Krummi .. .
...vonar bankanna vegna að
ekki sé allt þegar þrennt er, er
bankaræningjar eiga í hlut.