Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.02.1984, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 > Andrée leiðangurinn og örlög hans Ominn er sestur. Myndin er tekin af Strindberg og þykir furðu-góð þegar það er haft í huga að filman hafði legið 33 ár í ís á Hvíteyju. ■ Á Ijósmyndasýningu þeirri sem nú nýverið lauk á Kjarvalsstöðum í Reykjavík voru nokkrar forvitnilegar myndir sem eiga sér einstaka sógu. Hér vom komnar myndir sem teknar vom i heimskautaleið- angri þeim er oft hefur verið kallaður Andrée leiðangurinn eftir leiðangursstjóranum sænska, Salomon August Andrée. Filmumar sem geymdu þessar myndir lágu i ís ásamt líkamsleifum þeirra leiðangursmanna i rúmlega þrjátíu ár þangað til að norskir selfangar- ar komu á staðinn þar sem þessum mikla sorgarleik hafði lokið. Það er þó oft þannig að þegar einni spurningu er svarað leiðir það aðeins til annarrar spumingar og sú varð raunin i þetta skiptið. Hvemig höfðu þeir félagar látist? Það er ekki orðum aukið að segja að heimurinn hafi staðið á öndinni þegar það tók að kvisast út að jarðneskar leifar þeirra félaga hefðu fundist norður i íshafi. Ekki dró það úr spennunni að dagbækur leiðangursmanna fundust lítið sem ekkert skemmdar og svo það að 5 spólur af 5x7 tommu Kodak-filmum fundust innan um farangur pólfaranna. Um leið vaknaði sú spurning hvort að dagbækurnar og myndirnar gætu varpað Ijósi á það sem mönnum hafði verið hulið i allan þennan tíma. Hver urðu örlög Andrée pólfara og félaga hans? Nafn íslands dróst ofurlitið inn i harmleik þennan þegar eitt af þeim skeytum sem leiðangursmenn sendu frá sér rak að landi í Kollafirði á Ströndum 14. mai 1899 eftir að hafa verið 672 daga á leiðinni. í tilefni þess að þessar stórkostlegu Ijósmyndir hafa verið til sýnis á Kjarvalsstöðum sem hluti af sýningunni „Scandinavia To Day" munum við rifja upp sögu leiðangursins og velta fyrir okkur ástæðunum fyrir því að leiðangrinum lauk með svo sviplegum hætti. Salomon Agust Andrée var fæddur 18. október árið 1854 í Smálöndum í Svíþjóð. Faðir hans var lyfsali og sæmi- lega efnum búinn. Drengurinn gat sér gott orð í skóla og þótti jafnframt harður af sér í íþróttum og unni útiveru. Hann stundaði nám við Tekniska Högskolan í Stokkhólmi og aðal námsgrein hans þar var eðlisfræði. Snemma kom í ljós hjá honum mikill áhugi á náttúrufræði en svo virðist sem að áhugasvið hans hafi verið fjölmörg. Hann átti það til á námsárum sínum að klæða sig að hætti verkamanna og gerði sér far um að kynnast hinu vinnandi fólki. Nokkur afskipti mun hann hafa haft af stjórnmál- ■ Leiðin til dauðans. Svarta línan sýnir þá leið sem leiðangursmenn svifu í loftbelgnum. Hin slitna sýnir hins vegar þá skrykkjóttu leið er þeir fóru gangandi að Hviteyju. um og sat m.a. um tíma í bæjarstjórn Stokkhólms. Þar boðaði hann all-róttæk- ar hugmyndir um styttingu vinnutíma verkafólks. Það var ekki að sökum að spyrja, hann féll í næstu kosningum. Þegar Andrée fór að gæla við þá hugmynd að fljúga í loftbelg yfir norður- heimskautið fannst þó flestum það vera óráðshjal. Engu að síður sótti að honum fjöldi ungra og vaskra manna sem vildu leggja honum lið og fá að verða þátt- takendur í slíku ævintýri. Þegar hugmynd þessi fór að taka á sig fastara form varð það þegar úr að vinur hans Dr. Ekholm færi með honum. Þriðji maðurinn var svo valinn úr fjölda umsókna en það var Nils Strindberg. Hann hafði getið sér gott orð fyrir þekkingu sína í eðlis- og efnafræði en hafði þar að auki lagt stund á ljósmyndun og lét smíða myndavélar eftir teikning- um sínum. Nils var frændi stórskáldsins Strindbergs og var haft eftir Andrée að hann teldi hann sameina best þeirra sem sótt höfðu um, vísindamennsku og h'k- amlegt atgervi. Það fór þó svo að einn þeirra félaganna hætti við förina en það var Dr. Ekholm. Á tíma mun hafa verið lagt hart að Nils Strindberg að hætta einnig við en svo varð þó ekki. Öllum undirbúningi að þessari miklu loftsiglingu var lokið um mitt árið 1896 og þeir þremenningar Andrée, Strind- berg og Ekholm komnir norður á Dan- eyju. Loftbelgurinn stóð útblásinn og þeir félagar tilbúnir til að taka sér á hendur þessa ferð út og norður í óvissuna. Andrée reiknaði með því að láta belginn reka undan vindi yfir norðurpólinn og hafði látið útbúa hann þannig að honum mætti stýra að nokkru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.