Tíminn - 26.02.1984, Qupperneq 10
SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984
Hér börðust menn fyrir völdunum
með undirmálum, hallarbyltingum, og
launmorðum, með eiturbikurum og
hengingarreipum. Vanalega fylgdu
réttarhöld hefnarans á eftir og í kjöllur-
um undir yfirborði jarðar var grunsam-
legum mönnum eða sekum komið fyrír
kattarnef.
Kænlega fór Jurij Dolgurukij að ráði
sínu, þegar hann sölsaði undir sig völdin
í Kreml fyrir átta hundruð árum. Og
hvernig fór Boris Godunow að því að
verða zar, þessi maður sem þeir Schiller
og Mussorgski hafa tekið upp á arma
sína. Hvernig stóð á því að falsprinsinum
Dimitrij tókst að láta krýna sig kórón-
unni með tvíhöfða erninum í „Uppstign-
ingarkirkju Maríu?“
I öllum þeim bókum sem um Kreml
hafa verið ritaðar má finna ýmsar gátur,
allt frá upphafi og til þessa dags. Hver
veit hvernig það gekk fyrir sig er Stalín
sölsaði undir sig öll völd í ríkinu eftir
dauða Lenins og hrakti Trotzky í útlegð-
ina. Hver veit hvaða ráð voru höfð þegar
Beria lögreglustjóri var tekinn og líflát-
inn að Stalín gengnum. Eitt sinn Ijómaði
hinn gullni örn zarsins yfir borginni sem
tákn urn guðlegt vald hans, en svo kom
rauða stjarnan og gegndi sama hlutverki.
Guð og zarinn voru báðir settir út í horn
og í stað þeirra kom nokkuð sem nefnt
var „Dialektisk og söguleg efnishyggja."
Og svo auðvitað þessi „aðalritari
kommúnistaflokks hinna sameinuðu so-
vétlýðvelda.“
Þar sem trúaðir fóru áður pílagríms-
ferðir að helgum dómum Jóhannesar
skírara, þar var sprottin fram biðröð
manna er þokuðust áfram í átt að
grafhýsi Lenins.
Moskva er fremur ung borg, því fyrst
árið 1147 er hennar getið í rituðum
plöggum. l’á höfðu furstar setið í Kiev
og Polotsk í óratíma. Novgorod og
Pskow voru þá þegar ríkar borgir með
háþróðum lýðræðislegum stofnunum og
í öllum þessum borgum og mörgum
minni var líka „kreml", virki, fastur
kjarni.
Moskva Kutschkos
Moskva var á þessum tíma þorp, sem
aðalsmaður að nafni Kutschko ríkti yfir.
Ilans „krernl" var úr timbri og gnæfði
yfir Moskvufljót uppi á háum hól. Héðan
mátti hafa stjórn á ferðum kaupmanna
sem héldu frá Rostow til Susdal. Hægt
var að stöðva hvaða flutninga sem var og
leggja á skatta.
Þetta freistaði Jurij Dolgorujkij fursta
(Georg loppulangi) og hann teygði nú
loppuna eftir þessum merkilega stað.
Þar sem hann var kænn maður og
vitur, þá lét hann ekki beinlínis drepa
Kutschko. Þess í stað sendi hann
Kutschko á bjarndýraveiðar og lét björn-
inn gera út um málið. Fjölskyldu hans
sýndi hann höfðinglega náð sína með
því að láta Ulitu dóttur Kutschko giftast
syni sínum Andrej. Þegar svona vel
hafði skipast um eignarhald á þorpinu
lét karl svo byggja turn við ána, þar sem
halda mátti liðsafla og geyma birgðir.
Þannig reis hin fyrsta Kreml í Moskvu úr
sterkum greniviðarbolum og stóð hún
þar sem nú er „Borowitzkij“-hliðið.
Sonur Jurij, Andrej, hélt áfram að
byggja, en sat sjálfur í Wladimir og
Susdal. í Moskvu var ómögulegt að
halda hirð. Afkomendur hans gerðu líka
aðeins stuttan stans í Moskvu og var það
þegar þeir áttu erindum að gegna þar í
grenndinni. Áttatíu ár liðu og smám
saman stækkaði Moskva, þótt þar væri
ekki enn að finna mikinn konunglegan
Ijóma. Þá dundu ósköpin í fyrsta skipti
yfir bæinn.
Úr austri komu ríðandi miklir skarar
Mongóla og fóru þeir um rússnesku
furstadæmin eins og logi yfir akur,
brenndu borgir og þorp og höfðu konur
og börn burtu með sér sem þræla. Þeir
sigruðu furstadæmin hvert af öðru og
drápu Jurij II, einkason Jurij Dolgoruk-
ij. Þeir réðust á Kreml og tröðkuðu
fanga sína til dauða, eftir að virkið var
fallið. Höfðingi þeirra, tatara-kahninn
Batu. skálaði fyrir sigri sínum með því
að lyfta bikar gerðum í hauskúpu Jurij
fursta, en hann hafði látið gullskreyta
hana. Þetta var árið 1238.
I tvær og hálfa öld ríktu nú Tatararnir
yfir þessu stærsta ríki heimsins. Rúss-
nesku furstadæmin voru aðeins vestur-
parturinn. Lénsmennirnirurðu aðganga
bónarveg til kahns Mongóla og þiggja af
honum tign sína, „Jarlyk“-nafnbótina
en kahninn og hirð hans sátu í Sarai við
Volgu. Þá urðu þeir að þvinga skatt af.
undirsátum sínum handa Mongólum.
wsm.
Nýr valdhafi er nú sestur að í Kreml, sem í 800
ár hefur verið aðsetur æðstu valda í Rússlandi.
En þau völd hafa menn sjaldnast hreppt útlátalaust
■ Kremlarhöll þeirra Moskvumanna á sér
margar hliðar í orðsins merkingu og óeigin-
legri merkingu einnig. Hér er stjórnaraðsetur
heils heimsveldis og Mekka heimskommún-
ismans, heilaskurn sovéska kerfisins oggull-
búið tákn þess sem menn nefna „sál
Russlands“. Gamall málsháttur segir: „Yfir
Russlandi er Moskva, yfir Moskvu er Kreml
og yfir Kreml er Guð einn.“
Hvergi i heiminum getur að líta byggingar
sem svo eru fullar af listaverkum, pelli og
purpura sem allt stafar frá sér Ijósi og
skuggum löngu liðinnar sögu, skuggum ósigra
og eymdar á eina hlið en Ijósi sigra og
hetjudáða á aðra hlið. Hér hefur verið aðsetur
valda í margar aldir og í Kreml falla völdin
mönnum ekki í skaut úr hendi fyrirrennarans
með mildu brosi.
Meira að segja Alexander Nevsky,
fursti í Novgorod, sem er helsta þjóð-
hetja Rússa, gat ekki risið gegn Mongól-
unum. Hann hafði þó borið sigurorð af
Svíum við ána Nevu (þaðan nafnið
,,Nevsky“) og sigrað þýska riddara á
ísflákum Peipusvatns. Hann varð sem
aðrir að fara til Sarai, og krjúpa fyrir
khaninum. Varð hann einn hinn trúasti
af ráðsmönnum Mongóla. En undir lok
æfi sinnar fór hann með Danilij son sinn
til Kremlar í Moskvu og sagði: „Héðan
skalt þú stjórna landinu, eftir að ég er
dauður. í þessari Kreml mun einn daginn
fæðast nýtt Rússland. Það er bjargföst
trú mín!“
Ivan Kalita
Danilij varð Ijóst að til þess að hrinda
slíkri fæðingu af stað þurfti vald og
valdið þurfti á ytri dýrðarljóma' að
halda. Hann ávann sér sérstaka hylli
khansins með stórgjöfum og loks þá náð
að mega kalla sig fursta af Moskvu.
Byggði hann nú nýja höll og fögur
bænahús á hæðinni í Moskvu og stækk-
■ Kreml uppljómuð á síðkvöldi.
aði yfirráðasvæði sitt, svo það hæfði tign
hans. • Aðferðir hans voru miskunnar-
lausar. Þannig bauð hann furstanum
Konstantin af Rajsan heim og lét varpa
honum í dýflissu og knúði hann til þess
að láta af hendi við sig mikil landflæmi.