Tíminn - 26.02.1984, Qupperneq 11

Tíminn - 26.02.1984, Qupperneq 11
SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1984 11 ■ Jurij Dolgorukij, herra af Moskvu, sem lei Djominu rua fyrirrennara sínn í sig. Synir Danilij, þeir Jurij og Ivan, sem ríktu hver á eftir öðrum, styrktu enn vinarböndin við Mongólana og færðu út veldi sitt enn meir. Furstunum af Mos- chaisk og Twer var rutt úr vegi og lönd þeirra gerð upptæk. V íða ríkti mikið hatur á Mongólum og stjórn þeirra, en Ivan róaði hug khansins. Refsiieiðangrar hans á hendur landsmönnum sínum gáfu svo mikið fé í aðra hönd að khaninn Uzbek útnefndi Ivan „stórfursta" af Moskvu. En hann skaraði einnig eldi að eigin köku og það í þeim mæli að undirsátar hans tóku að nefna hann „Ivan Kalita" eða „Ivan aurasekk“. Ivan Kalita yfirgaf nú hið gamla aðsetur sitt í Susdal og í Vladimir og fluttist alfarinn til Moskvu, sem hann gerði að höfuðborg stórfurstadæmis síns. Bjálkagarðinn í kring um Kreml lét hann styrkja með nýjum varðturnum og hann lét reisa tvær nýjar kirkjur, - „Endurlausnar-kirkjuna" og „Dóm- kirkju Mikjáls höfuðengils." í öryggis- skyni var hætt að nota greniviðarboli og var nú eingöngu byggt úr eik. Til þess að auka enn á dýrð nýju ■ Hér er Chernenko eftirmaður Andropoffs nú sestur að. Bygging stjómarráðs Sovétrikj- anna liggur skáhallt á móti „Tólf-postulakirkj- unni“ og er aðgangur bannaður öðnim en þeim er sérstakt leyfi hafa. (Sjá punktalínuna á milli 1-3). Embættismenn og hattsettir herforingjar fylgjast með hersýningum á Rauða torginu af svölum grafhýsis Lenins og er leiðin þangað sýnd með punktalinunni 1-9. Almenningur kemst ekki að grafhýsinu nema með því að fara yfir Rauða torgið. (10). Fólk fer leiðina sem örvalinan (12-20) sýnir, til þess að komast að glerkistu Lenins. Aðrir merkisstaðir hér á myndinni eru núm- eraðir og eru þeir sem hér segir: 1. Inngangur við Borowrtski-tuminn. 2. Bilastæði og dyravarsla. 3. Inngangurinn í byggingu stjómarráðsins. 4. Leiðin til grafhýsis Lenins. 5. Vinnustofur Chemenko em hér á annarri hæð. 6. Ráðstefnusalur við Mið skrifstofu Chem- enko (A-B er borðið þar sem þingað er). 7. Dymar að hvíldartierbergi Chemenko, 8. Þingtuminn og Nikolskaja-tuminn. 9. Göng sem liggja að grafhýsi Lenins. 10. Markalina biðraðarinnar. 11. Kremlarmúrinn, þar sem ýmsir háttsettir leiðtogar liggja. 12. Inngangur að grafhýsinu. 13. Komið inn í grafhýsið. 14. Gengið niður að kistu Lenins. 15. Salurinn með glerkistunni. 16. Þreföld röð gengur fram hjá kistunni. 17. Kista Lenins Ijósi böðuð. 18. Undiigöng. 19. Gestir koma út úr grafhýsinu. 20. Haldið i átt að Kremlarmúmum. 21. Leiðin út með Kremlarmúmum að heim- sókn lokinni. 22. Tuminn á grafhýsi Lenins. 23. Stasði fyrir þá er fytgjast með státssýning- um á Rauða torginu. 24. Sögusafnið. 25. Hótel „Nationah og að baki þvi hótel „Intourist*. 26. Aðalsimstöðin. 27. Lomonossow-háskólinn. 28. Sverdlov-salurinn. 29. Listaverkasalurinn. 30. Utanrikisráðuneytið. 31. Vinnustofa Lenins i stjómarráðsbygging- unum. 32. íbúðarherbergi með útsýni yfir Troizkije- hliðið. 33. Leiðin til Þinghallarinnar sem Hggur gegn um Troizkije hliðið. 34. Nýja Lenin bókasafnið. höfuðborgarinnar var nú Pétur biskup af Moskvu færður til Kremlar og varð höllin nú einnig aðsetur hins geistlega valds. Einkasonur Ivans Kalitas var fyrsti furstinn sem vogaði sér að rísa upp gegn valdi Mongólanna. Tann 6. september 1380 vann hann sigur á Mongólum við Kulikowo við Don, 250 kílómetra sunn- an við Moskvu. Hafði hann þá dregið saman mikinn her úr löndum sínum. Fyrir þetta hlaut hann auknefnið „Donskoj,“ - sá frá Don. Tveimur árum síðar hefndu Tatararnir sín. Þeir réðust á Moskvu, gerðu áhlaup á Kreml og brenndu kirkjurnar og höllina til grunna. Segir í gömlum bókum að þeir hafi drepið 24 þúsund manns. Enn á ný varð stórfurstinn af Moskvu að fara bónarveg til khansins og þiggja knékrjúpandi af honum „Jarlyk“ tignina. Leið nú ein öld. Sá maður er þá tók til sinna ráða var Ivan III, eða „hinn mikli.“ Um hans daga skiptist ríki Mongólanna í þrjá parta og ríkti ófriður þeirra í milli. Gat Ivan nú hætt á að láta af skattheimtunni og beina öllum kröftum sínum að því að koma furstadæmunum í grenndinni á kné. Setti hann ástofn nýtt þjóðríki, þar sem embættismannaaðall undir hans stjórn réði lögum og lofum. Til þess að öðlast viðurkenningu meðal þjóðanna gekk hann að eiga Sofiu, sem var náfrænka síðasta býsans-keisarans og með henni fylgdu allar siðvenjur hins gamla austurrómverska keisaradæmis, einnig krafan um heimsyfirráð, sem átti rætur að rekja aftur til daga Sesars. Austurrómverska ríkið hafði hrunið er Tyrkir tóku Konstantinobel, en stór- furstinn eignaði sér nú alla þá vegsemd er þessu ríki hafði fylgt sem uppbót á heldur rýran heimanmund er hann fékk með konuefninu. Par á meðal tók hann upp nafnið „zar“ sem komið er af „Caesar.“ En þótt heimanmundurinn væri rýr, þá var brúðurin það ekki sjálf, því ef trúa má sögum vóg hún ein 106 kíló. Ótti margra hirðmanna um að Ivan yrði þess ekki megnugur að gagna svo myndar- legri konu og geta við henni börn reyndist ástæðulaus. Ivan mikli var ekki fæddur í gær og þegar skrautrúmið brast með miklum dynk á brúðkaupsnóttina, þá hélt hann ró sinni. Kona hans bar honum níu börn í lotu. Ný Kreml Sophia kom með marga nýjung úr sínum gömlu heimkynnum og þar á meðal fjölda diplómala, arkitekta, myndhöggvara og málara. Hún sá til þess að Ivan tók upp samband við vestlæg lönd og skar á öll tengsl við Mongólana. Kreml varð senn óumdeild- ur miðpunktur heimsveldisins nýja. Ivan byrjaði á að reisa veglega um- gjörð fyrir hið dýrmæta innihald. Hann lét reisa hinn 2250 metra langa Kreml- armúr og var hann sex og hálfs metra þykkur, en nítján metra hár. Prýddi hann múrinn með svölustélslaga toppum og reisti við hann 19 turna. Þá lét hann reisa „Uppstigningarkirkju Maríu“ að nýju og varð þetta mikil dómkirkja með fimm tumum. Þar voru síðar „zararnir" krýndir og þar tóku æðstu biskupar við vígslu. Dómkirkju erkiengilsins lét hann líka byggja að nýju og var hún nú miklu veglegri í sniðum. í hvelfingum hennar voru 54 prinsar, zarar og furstar lagðir til hinstu hvíldar næstu aldirnar. Ivan mikli (1462-1505) rak loks smiðs- höggið á byggingarnar: gullljómandi og skuggalegar í senn gnæfðu þær yfir borg hans, státslegar og leyndardómsfullar. Bak við múrana var hans „einkaborg“ lokuð umheiminum. Þar voru risastórir salir og óralangir gangar, afkimar og skot og ranghalar ofan og neðan jarðar. Þarna var upplagt heimkynni allslags vélráða, samsæra og launmorða. Ivan III hét nú „zar“ og hæstráðandi alls Rússlands. Presturinn Filofej sagði: Róm og Býzans eru fallnar. Nú á heimurinn sér nýja háborg: Moskvu.“ í ein fimm hundruð ár var Kreml rammlokað aðsetur hátignanna og hirð- ar þeirra, auk voldugra erlendra sendi- manna. í kjöllurunum voru mikilsháttar fangar geymdir. Loks á 19. öld var hluti af höllunum opnaður fólki til sýnis. Eftir októberbyltinguna læstu bolse- vikar höllinni að nýju og inn fékk enginn maður að líta. Varð það eftir dauða Stalíns að Kústéff lét loks Ijúka upp hluta dásemdanna svo dauðlegir menn mættu sjá. Svo hefur verið upp frá því.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.