Tíminn - 26.02.1984, Side 12

Tíminn - 26.02.1984, Side 12
SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1984 SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1984 ■ Landakotsskóli í Reykjavík lætur ekki mikið yfir sér þar sem hann stendur efst á samnefndu túni rétt i hjarta borgarinnar. Erlentyfir- bragð húsanna vekur forvitni og sá sem leið á um túnið eða götuna gæti haldið sem snöggvast að hann væri kominn á meginland Evrópu. Skær klukknahljómur frá kirkjunni undir- strikar þessi hughrif. Veðurlagið minnir okkur þó á að við erum á íslandi og hvergi annars staðar. Hvers konar skólastarf fer hér fram í þessu höfuðvígi kaþólskunn- ar i landinu og hverjir ráða hér húsum? Þessum og öðrum álíka spurningum ætlum við að leitast við að svara i þessum pistii. Þegar blm. Helgartímans knúði dyra á skólahúsinu kom ung kona í gættina og bauð okkur velkomna. Á mæli hennar mátti greinilega heyra að hún væri ekki af islensku bergi brotin enda kom það í Ijós að stúlkan er þýsk og vinnur við að þrifa skólann. Hún leiddi okkur á fund skólastjórans, séra George, sem tók vel á móti okkur og leysti greið- lega úr spumingum okkar. Séra George á ættir sínar að rekja bæði til Hollands og Belgíu. Hann er fæddur og uppalinn í litlu þorpi skammt frá landamærum ríkjanna. „Fæðingar- bær minn er svo lítill að það þyrfti að nota stækkunargler til að finna hann á landakortinu“, segir þessi lágvaxni, hlý- legi maður og hlær. Faðir hans var í belgíska hernum og flúði undan Þjóðverjum yfir til Hollands í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar settist hann að og eignaðist fjölskyldu. „Það má því segja að ég sé bæði Hollendingur og Belgi, þó að ég sé alinn upp í Hollandi", heldur séra George áfram. „Strax á unga aldri ákvað ég að verða prestur, en trúarlíf var mjög blómlegt á heimaslóð- um mínum. Hollensku trúboðarnir sem störfuðu í Afríku og i Austurlöndum og víðar komu af og .til heim í frí og sem , drengur leit maður ósjálfrátt upp til þessara manna. Skeggið og sólbrunnin andlit þeirra aðgreindu þá frá öðrum kirkjunnar þjónum og yfir þeim var alltaf einhver ævintýrablær. Við vorum tveir félagarnir og hugur okkar beggja stóð til trúboðastarfa. Mig dreymdi um að halda til starfa til suðlægari landa en félagi minn vildi fara eitthvað norður á boginn. Margt fer þó öðruvísi en ætlað er. Eftir prestsvígslu var hann sendur til Portúgal en mitt hlutskipti var að fara til íslands. Þetta var árið.1956. Ég vissi ósköp lítið um ísland annað en að höfuðborgin héti Reykjavík og þar skyldi ég starfa. Reyndar hafði ég heyrt talað um Geysi í Haukadal en heita- i vatnskútarnir á baðherbergjum í Hol- landi ganga undir nafninu Geysir. „Ég hélt nú á tímabili að ég mundi aldrei komast til íslands heill á húfi“, heldur séra George áfram. „Flugvélin bilaði tvisvar á leiðinni og við urðum að millilenda í Osló. Þetta gekk þó allt vel | að lokum. Það voru blendnar tilfinningar sem með mér bærðust á leiðinni í þessu flugi. íl Ég var auðvitað spenntur að taka til starfa og ég vissi af afspurn að samstarfs- I menn mt'nir væru hinir bestu menn. I Sumir þeirra voru meira að segja frá sömu sýslu og ég í Hollandi og einn þeirra, séra Hacking, fyrirrennari minn sem skólastjóri, var góður kunningi foreldra minna. Það var fyrst og fremst málið, íslenskan, sem ég var hræddur I við. Ég hafði heyrt svo mikið talað um I að hún væri erfið og torskilin. Svo var ég líka svolítið hræddur um að ég mundi í| ekki standa mig nógu vel. Þetta gekk þó I allt saman ágætlega. Til að byrja með I einbeitti ég mér að málanáminu. Ég las I mikið og reyndi svo að hlusta á fólk tala. Skömmu eftir að ég kom lenti ég í þvt' t að fara með börnum héðan úr skólanum | í skíðaferðalag. Krakkarnir spurðu mig I hvort ég væri kennari, en ég skildi þau ekki. Þeim þótti þetta örugglega svolítið skrítinn kennari sem ekki skildi einföld- ustu spurningar. t september 1958 byrjaði ég svo að ; kenna við Landakotsskóla og var reynd- ar Guðs lifandi feginn að fá að byrja að starfa. Þetta var ný reynsla fyrir mig. Ég hafði að vísu starfað að æskulýðsmálum en ekki unnið neitt að ráði sem kennari. Það má segja að það hafi gengið stór- ■ Nemendur og starfslið skólans kveikja stundum á kertum til að styrkja ■ Séra Osterhammer ásamt St. Josepssystrum og fimm fyrstu nemendum ■ j tumhúsinu fást menn við sömu iðn og Kristur forðum daga. ■ Skóiastjóri Landakotsskóia séra George. þá sem eiga í erfiðleikum og hugsa þá hlýtt til þeirra. skólans. Myndin mun vera tekin árið 1897. ................. Með aðstoð foreldra fara fram dans- skemmtanir, spil og leikir. Þarna hefur einnig bæst við eldhús þar sem börnin fá tilsögn í heimilisstörfum. Við spurðum séra George hvernig fjárhag skólans væri háttað. „Skólinn hefur ekki úr miklum pen- ingum að spila. Auðvitað hjálpar það mikið að skólinn fær nú svolítinn rekstr- arstyrk bæði frá ríkinu og Reykjavíkur- _ borg. Það var hann Magnús Torfi sem gekkst fyrir því að skólinn væri viður- kenndur á þann hátt af hinu opinbera og sé honum þökk. Reyndar hafa margir góðir menn lagt skólanum lið þó að þeir verði ekki taldir upp hér,“ sagði séra George. „Ekki má þó gleyma að minnast á það ef þið skrifið þetta að foreldrarnir hafa gegnum árin hjálpað óhemjumikið til og þeir hafa verið boðnir og búnir að aðstoða. Skólinn er einkaskóli og það er kaþólski söfnuðurinn sem sér um rekstur skólans. Hér verðum við að vélta fyrir okkur hverri krónu og peningaleysi sníð- ur okkur þröngan stakk,“ heldur séra George áfram. „Það er þó svo að við gerum oft meiri kröfur til annarra en minni kröfur til sjálfra okkar. Það vantar þakklæti í þjóðfélag okkar en af gagnrýni er nóg.“ Það er kannski svolítil gagnrýni fólgin í þessum orðum mínum en þá verður bara að hafa það“, segir séra George og brosir kankvíslega. Nýtur skólinn aðstoðar Sálfræðideilda skóla eins og aðrir grunnskólar? „Já, við höfum heimild til að leita aðstoðar og þá til sálfræðideildarinnar í Tjarnargötu en mér liggur við að segja að sem betur fer höfum við ekki þurft svo mikið á aðstoð að halda þaðan. Það hefur verið afskaplega gott samband við Fræðsluskrifstofuna og þeir hafa aðstoð- að okkur á ýmsa vegu. Mér finnst reyndar að hugsunarháttur gagnvart skólanum hafa breyst mikið á undanförnum árum. Hræðslan við ka- þólskuna og áróðurinn gegn henni hefur minnkað til mikilla muna. E.t.v. er þetta því að þakka að nemendur þeir sem í gegnum skólann fara verða jú fleiri og fleiri eftir því sem árin líða. Ég er farinn að fá hingað börn þeirra barna sem ég var að kenna hér þegar ég byrjaði við skólann. Síðan verða þessir nemendur nýtir þjóðfélagsþegnar. Margir þeirra verða áhrifamenn í samfélaginu þó að það sé auðvitað ekki endilega neitt keppikefli. Eru allir nemendur skólans kaþólskir? „Því get ég e.t.v. best svarað með því að benda á nokkra fyrrverandi nemend- ur skólans eins og t.d. Jóhannes Berg- sveinsson yfirlækni, Matthías Johann- essen ritstjóra og skáld, Jökul Jakobsson rithöfund að ógleymdum Sigríði Dúnu og forsetanum okkar, Vigdísi Finnboga- dóttur“, segir séra George ofurlítið stoltur. „Nei við tökum hvorki tillit til trúar né stjórnmálaskoðana. Héðan hef- ur útskrifast mikið af góðu fólki. Ég verð alltaf ákaflega glaður þegar gamlir nem- endur hafa samband við okkur og við reynum líka að hugsa til þeirra og biðja fyrir þeim. Það er t.d. siður hér að kveikja á kertum þegar nemendur frá okkur eru í samræmdu prófunum, svona til að veita þeim styrk.“ Hversu miklu starfsliði hefur skólinn á að skipa? Fastir kennarar eru níu talsins og þar af eru þrír prestar sem starfa hér endur- gjaldslaust. Kennarastarfið er ákaflega krefjandi starf. Kennarinn verður stöð- ugt að taka tillit til þess efnis sem hann er með í höndunum. Þau eru Iifandi efni blessuð börnin okkar. Kennari sem gerir skyldu sína er í rauninni undirborgaður. Starfið er svo krefjandi að það er crfitt að meta.“ Hvernig lítur nánasta framtíð skólans | út t' þínum augum? „Við lifum á miklum breytingatímum og það gerir okkur erfitt fyrir að átta okkur á því sem framtíðin ber í skauti sér. Það er t.d. mörgum spurningum ósvarað varðandi tölvurnar og hvernig grunnskólarnir eiga að bregðast þar við og koma til móts við nemendur. Ég verð líka meira var við það að í seinni tíð spyrja nemendur meira en áður um það hvaða not þeir geti haft af því sem verið er að kenna þeim. Þeir vilja hafa hlutina hagnýta og auðvitað verðum við að taka mið af framtíðinni í öllu uppeldisstarfi", segir séra George að lokum. -JÁÞ — ■ Skólahúsin hafa yfir sér ofurlitið dularfullan blæ þar sem þau skjóta kryppum sínum i loftið efst i túninu. ■ Yngsti kennari skólans Kristrún Þórðardóttir ásamt nemendum sinum. ■ Á þessari skemmtilegu bekkjarmynd má m.a. sjá Vigdísi Finnbogadóttur í fremstu röð brosa kankvislega til Ijósmyndarans. LANDAKOTSSKÓU í REYKJAVÍK slysalaust og árið 1962 var ég svo gerður að skólastjóra við skólann og hef verið það síðan. „Þú mátt kalla þetta aga...“ Við inntum séra George eftir þeirri uppeldis- og sálarfræði sem skólinn væri grundvallaður á. „Við reynum að vinna í kristilegum anda og í anda íslensku grunnskólalag- anna. Hér ríkir þó e.t.v. meiri agi en víða annars staðar en agi getur þó verið með ýmsu móti. Ég aðhyllist gáfulegan aga ef svo má að orði komast. Þannig er reynt að skýra út fyrir börnunum til hvers reglurnar eru. Það er þó ekki þar með sagt að nemendur skilji alltaf þessar útskýringar okkar“, segir séra George og brosir sínu hlýja og glettnislega brosi. Það er skylda okkar að köma til móts við vitundarlíf barnanna og taka fullt tillit til tilfinninga þeirra. Við leggjum mikla áherslu á að nemendur beri virðingu fyrir kennara sínum og að sú virðing sé gagnkvæm þ.e.a.s. að kennari beri virð- ingu fyrir nemendum sínum. Það er reynt að taka tillit til einstaklingsins og nálgast hann sem slíkan. Við leggjum líka mikla áherslu á að einstaklingurinn læri að taka tíllit til fjöldans. Þú mátt kalla þetta aga eða bara föðurlega leið- beiningu", segir séra George. „Skólinn hefur þó tekið töluverðum breytingum á undanfömum árum og nemendur okkar hafa meira frjálsræði en þeir höfðu fyrir 10 til 15 árum. Skólinn verður að sjálfsögðu að vera í takt við tímann og það sem er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma. Það er þó ekki þar með sagt að allt hið gamla sé einskis vert og geti ekki hentað okkur. Við verðum einfaldlega að velja og hafna. Aðstæður nemenda hafa líka breyst mikið í gegn- um árin. Ég tek t.d. eftir því að nemend- ur fara seinna að sofa nú en áður og það vill brenna við að þeir séu af þeim sökum ekki nógu vel hvíldir þegar þeir koma til starfa að morgni. f vetur var t.d. þáttur í sjónvarpinu um fíkniefnamái. Ég treysti mér ekki til að horfa á þáttinn til enda, því ég þurfti að fara að leggja mig. Morguninn eftir ræddi ég við 12 ára börnin okkar um þáttinn og þá kom í Ijós að þau höfðu öll með tölu horft á hann og var hann þó síðastur á dagskránni. „Ég lít á okkur sem eina stóra fjölskyldu...“ Sá sem kemur í Landakotsskólann verður strax var við það að í skólanum ríkir töluverður agi og e.t.v. meira aðhald en gengúr og gerist í íslenskum skólum. Nemendur risu t.d. allir sem einn, úr sætum sínum er við sóttum þá heim í stofur sínar. Þegar snjór er á jörðu eru burstar við útidymar og hver einasti nemandi þrífur af sér snjóinn áður en hann fer inn. Nemendur raða sér líka upp í raðir við kennslustofurnar áður en opnað er en slíkt hefur nokkuð verið á undanhaldi í skólum á undan- fömum árum. Þetta aðhald virðist þó ekki koma niður á þeim anda sem í skólanum ríkir. A.m.k. verður ekki vart við þann ótta eða þá hörku sem oft vill fylgja ströngum reglum. Þvert á móti ríkir hlýlegt andrúmsloft í skólanum og samskipti nemenda virðast opin og eðli- leg. Sömu sögu er að segja um samskipti kennara og nemenda. Stærð skólans eða öllu heldur smæð hans hefur líka örugg- lega hér sitt að segja. í ár er 141 nemandi í skólanum á aldrinum 6 til 12 ára. „Ég lít á okkur sem eina stóra fjöl- skyldu“, segir séra George og brosir föðurlega. „Það að ekki em fleiri nem- endur í skólanum, en raun ber vitni, hjálpar til við að skapa þann anda sem hér ríkir“, bætir hann við. „Húsnæðið er, að mörgu leyti nokkuð erfitt en þar á móti er það hlýlegt og það ber að meta“. Húsið var byggt um aldamótin og auðvit- að hafa kröfumar til skólahúsnæðis breyst síðan þá. Til skamms tíma bjó séra George í gamla presthúsinu sem er áfast skólan- um. Hann hafði yfir að ráða tveimur litlum herbergjum til einkaafnota og þar svaf hann. Nú hefur hann fengiðaðstöðu í hinni nýju byggingu sem nýlega var byggð vestan túnsins. Séra George sagð- ist sakna þessara herbergja þó að hér hefði verið þröngt og lágt væri undir loft. Hann sagði ennfremur honum þætti ánægjulegt að börnin skyldu nú hafa fengið afnot af þessum herbergjum til leiks og starfa. Félagslíf utan skólatíma væri fjölbreytilegt og krefðist húsnæðis.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.