Tíminn - 26.02.1984, Qupperneq 18

Tíminn - 26.02.1984, Qupperneq 18
Friðrik Ólafsson Guðmundur Sigurjónsson MIKLAR — Hngað að ■ Um daginn sátu nokkrir Svarthöfðar á Hótel Borg og drukku kaffi síðdcgis. Svarthöfðar eru sérstök manngerð, eins og kunnugt cr, það liggur við að þeir séu sérstakur þjóðflokkur. Þetta eru karlar frá fertugu og upp úr, flestir gildvaxnir (það er þó ekki skilyrði) og bcra sig vel, klæddir jakkafötum eftir efnum og ástæðum (þau eru oftast dökk eða grá), og ósjaldan taka þeir í nefið eða reykja vindla. I’ípurerueinnigleyfilegar. Meg- ineinkenni Svarthöfðanna er þó að finna í hugarfari þeirra, skoðunum og áhuga- málum. Óhætt er að segja að Svarthöfð- ar séu íhaldssamir menn og þcir rækta vandlega í sér íhaldssemina. Pó telja þeir sig víðsýna menn og umbótasinn- aða, en þeir eru ekki á því að láta kommana komast upp með neinn moð- reyk. Þeir halda t heiðri gamlar hefðir sein þeir eru handvissir um að hafi reynst okkur vel, og þeir eru yfirleitt hrifnir af Margréti Thatcher. Áhugi Svarthöfð- anna á stjórnmálum og þjóðfélagsmálum er óstöðvandi. Þeir eru alúðlegir blaða- lesendur og sumir þeirra skrifa meira að segja sjálfir greinar í blöðin um hugð- arefni sín eða það sem betur mætti fara í þjóðfélaginu. Flestallt snertir það að láta kommana ekki komast upp með ncinn moðreyk. Svarthöfðarnir hlusta líka mikið á útvarp og horfa á sjónvarp, cn skoðanir þeirra eru dálítið skiptar um það hvort leyfa beri frjálsar útvarpssend- ingar. Flestir eru þó hallir undir slíkar skoðanir. En Svarthöfðarnir hafa fleiri áhugamál. Þeir hafa mismunandi mikla nasasjón af bókmenntum og listum, og í öllu falli meira en nóga til þess að láta ljós sitt skína yfir kaffibolla. Þetta eru vandaðir menn, Svarthöfðarnir, og ánægðir með lífið og tilveruna (ef komm- arnir komast ekki upp með neinn moð- reyk) og ekki síst sjálfa sig. Nefna má enn að flestir hafa Svarthöfðarnir tölu- verðan áhuga á skák. Manntaflið er nefnilega intelektúal leikur og þar eru Svarthöfðarnir á heimavelli, snjallir á flestum sviðum eins og þeir eru. Þessir Svarthöfðar á Hótel Borg voru einmitt að ræða um skák. Þá stóð yfir alþjóðlegt skákmót Búnaðarbankans (Svarthöfðar eru reyndar hrifnir af bönkum) og Svart- höfðarnir voru að velta fyrir sér hver myndi vinna. Þennan dag var allt útlit fyrir að smávaxin. pervisin stúlka frá Svíþjóð, Pía Cramling, myndi að minnstakosti enda í verðlaunasæti og af Byggingavörur Óskum eftir að ráða verslunarstjóra Starfssvið versiunarstjóra er að stjórna dag- legum rekstri, innkaupum og sölustarfsemi aihliða byggingavöruverslunar. Við leitum að áhugasömum og röggsömum stjórnanda með góða þekkingu og reynsiu á þessu sviði. Við bjóðum áhugavert framtíðarstarf. Útvegum húsnæði ef þörf krefur. Upplýsingar gefur Georg Hermannsson fulltrúi kaupfélags- stjóra. Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi. Sími 93-7200 TÖLVUÚTBOÐ Tilboð óskast í einkatölvur til nota fyrir rikisstofnanir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð verða opnuð 30. mars 1984, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844______ ■ Margeir Pétursson ■ Jón L. Árnason ■ Karl Þorsteins FRAMFARIR fclenskn skáklífi því að Svarthöfðamir eru réttsýnir menn og fylgjandi kvenréttindum (svo fremi sem rauðsokkur og kommar fá ekki að komast upp með neinn moðreyk í skjóli þeirra, og svo fremi sem maturinn verði örugglega kominn á borðið er þeir koma heim), þá fannst Svarthöfðunum það alveg skínandi. Þeir voru yfir sig hrifnir af Píu Cramling og sögðu margt fallegt um hana. En allt í einu sagði einn Svarthöfðinn: „En hugsið ykkur. hvað þessi stelpa hefur breytt áliti margra á Svíþjóð. Nú sér fólk að það er ekki allt ómögulegt sem kemur frá Svíþjóð." Það skal tekið fram að með „mörgum" og „fólki" átti Svarthöfði þessi einkum og sér í lagi við sjálfan sig og aðra Svarthöfða. Svarthöfðar eru nefnilega ekki beinlínis hrifnir af Svíþjóð. Þeir nenna aldrei að horfa á sænskar bíó- myndir í sjónvarpinu, og þeir fylgjast nákvæmlega með því að sænsk áhrif smeygi sér ekki inn í íslenskt þjóðfélag. Þar hefur þeim að vísu ekki orðið mjög ágegnt, en þeir halda þó vöku sinni og fréttamenn ríkisfjölmiðlanna, forkólfar íslenskrar menningar og stjórnendur vandamálaleikrita skulu vara sig. En þarna á Hótel Borg gerðist nokkuð skrýtið. Allir hinir Svarthöfðarnir toku undir. Lítilli stúlku úr ríki Ólafs Pálma- sonar og Karl Gustfa hati sem sé tekist að breyta (um stundarsakir að minnsta kosti) áliti heils flokks Svarthöfða á Svíþjóð. Og með því einu að tefla skák svona Ijómandi vel. Þessi grein er nefnilega ekki um Svarthöfða, heldurum skák. Formálinn, svo langur sem hann var, gegndi því hlutverki einu að sýna hversu mikil áhrif góðir skákmenn geta haft. Landkynning er ljótt orð og leiðinlegt, en brúka má það í þessu sambandi. Og á það er svo minnst vegna þess að greinilegar fram- farir hafa orðið í íslensku skáklífi á undanförnum misserum, og forfallnir skákáhugamenn (Svarthöfðar og aðrir) vilja ekki láta hér staðar numið. Friðrik Ólafsson, alþjóðlegur stór- meistari í skák, gaf um daginn merkilega yfirlýsingu í stuttu spjalli við Morgun- blaðið. Efnislega sagði hann eitthvað á þá leið, að nú væru ungu skákmeistar- arnir okkar komnir til svo mikils þroska, að hann gæti með góðri samvisku farið að hugsa til þess að draga sig í hlé. Það væru vissulega töluverð tímamót í ís- lenskri skáksögu, ef Friðrik Ólafsson sest endanlega í helgan stein og hættir að mestu alvarlegri taflmennsku. Hann hef- ur að vísu teflt lítið sem ekkert á síðustu árum, eða síðan hann var kjörinn forseti FIDE fyrir sex árum tæpum, en þó hefur hann haldið nokkurn veginn stöðu sinni sem öflugasti skákmaður okkar íslend- inga, auk þess sem enginn íslenskur skákmaður hefur áunnið sér álíka virð- ingu og hann, bæði utan lands sem innan. Fordæmi hans hefur að sjálfsögðu haft mikil áhrif á margar kynslóðir skákmanna hér, og nú kveðst Friðrik treysta ungu mönnunum til þess að standa á eigin fótum. Þettaer ekki mont, ■ Jóhann Hjartarson eða sagt út í bláinn. Til dæmis má taka aö á ólympíuskákmótum hafa ungu mennirnir að jafnaði teflt betur en ella ef Friðrik hefur veri með og teflt af fullum krafti. Nærvera hans ein hefur haft góð áhrif. En nú virðist Friðrik sem sé vera að íhuga í fullri alvöru að hætta í eitt skipti fyrir öll, enda sagði hann í fyrru spjalli við Moggann að það tæki minnst tvö ár að þjálfa sig upp á nýjan leik og engin ástæða til að draga það í efa. Að vísu mun Friðrik vafalaust eiga í erfiðleikum með að láta undan þeirri freistingu að grípa í taflmennina öðru hvoru, en við sjáum hvað setur. Það er • að sjálfsögðu hárrétt hjá Friðriki að aldrei hafa ungu mennirnir virst öflugri en nú, og ekki þarf að efast um að þeir muni halda merkinu á lofti með sóma og sann. Með „ungu mönn- unurn" er átt við þá þrjá alþjóðlegu meistara sem mest hafa látið að sér kveða undanfarin ár, þá Helga Ólafsson, Margeir Pétursson og Jón L. Árnason, og svo þá sem nú sigla í kjölfar þeirra. Jóhann Hjartarson hefur sem kunnugt er þegar áunnið sér alþjóðlegan meistar- atitil og hefur þar að auki stigið fyrstu skrefin í átt að stórmeistaratitli. Þegar þetta er ritað eru fáeinar umferðir eftir af Reykjavíkurskákmótinu og Karl Þor- steins er nú í seilingarfjarlægð frá fyrsta áfanga sínum að alþjóðlegum meistara- titli. Einnig ber að nefna þá Elvar Guðmundsson og Róbert Harðarson, auk enn yngri skákmanna. Það er því útlit fyrir að titlarnir muni koma á færibandi, eða svona nokkurn veginn, næstu árin, en það segir auðvitað ekki alla söguna. Suradiradja erstórmeistari, eins og menn vita (eða vita sennilega ekkil), og Balinas líka! Mikilvægara er að ungu mennirnir virðast nú óðum að öðlast bæði reynslu og sjálfstraust til þess að keppa á jafnréttisgrundvelli við alla nema kannski alsterkustu stórmeist- ara heimsins. Þeir virðast, í fáum orðum sagt, ekki ætla að staðna á sínum bás. Segja má, að þeir þrír alþjóðameistar- ar sem fyrstir voru nefndir hafi fyrst og fremst verið afrakstur þess gífurlega skákáhuga sem spratt hér upp í kjölfar einvígisins sem ekki þarf að nefna. Um þær sömu mundir hófst fyrir alvöru unglingastarf og -kennsla hjá íslensku skákhreyfingunni, og það er einmitt það starf sem nú er að skila næstu kynslóð skákmeistara okkar, býsna álitlegum hópi. Margir gamalreyndir skákáhuga- menn og meistarar hafa stundum litið það hornauga hversu mjög skákhreyf- ingin hefur einbeitt sér að unglingastarf- inu. Hér áður fyrrvar talið að skákhreyf- ingin ætti að vera eins konar einkaklúbb- ur bestu skákmanna þjóðarinnar, en unglingarnir gætu bara kennt sér sjálfir og þeir fengu síðan að ganga í klúbbinn ef þeir urðu nógu góðir. Unglingastarfs- menn skákhreyfingarinnar létu raddir af þessu tagi ekki á sig fá, enda munu þær nú flestar vera hljóðnaðar. Það er ekki aðeins reynsla okkar íslendinga, heldur allra þjóða sem láta sig manntaflið nokkru varða, að til þess að „rækta" öfluga skákmeistara þarf fyrst og fremst að hlúa að nýgræðingunum, þeim jarð- vegi sem afburðamennirnir vaxa úr. Ekki svo að skilja, að skákhreyfingin eigi ekki að styðja við bakið á bestu skákmönnum landsins eins og kostur er, en hún hlýtur að hafa tóm til þess að gera hvort tveggja þannig að fullnægjandi geti talist. En hvernig ber þá að þroska þá skákmenn sem mesta sýna hæfileikana? í þeirri gífurlega hörðu samkeppni sem ríkir um þessar mundir í skáklífi heims- ins alls er ljóst að enginn kemst á toppinn á hæfileikunum einum saman, ekki einu sinni snillingar að eðlisfari eins ' og Fischer og Kasparov. Á toppinn nær enginn nema með gífurlegri vinnu og þjálfun. Slíkt hlýtur alltaf að teljast einkamál hvers og eins skákmanns, en þó verður líklega að búa mönnum ein- hver þau skilyrði að þeir geti einbeitt sér sem allra mest að skákinni, ef þeir hafa áhuga á því. Það er ekki aðeins til þess að við hér uppi á íslandi getum stært okkur innanlands af afrekum okkar manna, eða notið þeirra fallegu skáka sem þeir hrista fram úr ermum sér yfir taflborðinu, heldur gæti góður árangur þeirra einnig orðið til þess að Svarthöfð- ar annarra landa líti okkur hýru auga upp frá því. Án þess að ætlast sé til þess að íslendingar liggi flatir fyrir áliti annar- ra þjóða hefur jafnan þótt heldur æski- legt að njóta að minnsta kosti sæmilegs álits. Eða þannig... Eins og nú er, njóta stórmeistararnir okkar tveir launa frá ríkinu en alþjóð- legu meistararnir fá enga fyrirgreiðslu. Reykjavíkurmótin hafa verið haldin á tveggja ára fresti, en að öðru leyti hafa næstum engin tækifæri gefist hér innan- lands til þess að okkar menn gætu att kappi við útlenda menn. Slíkt er þó auðvitað mjög mikilvægt. Reynsla, reynsla, og aftur reynsla skiptir gríðar- lega miklu máli. Framtak Búnaðarbanka íslands verður ekki nógsamlega lofað og vonandi að framhald verði á. Fyrir nú utan það að þátttökulisti útlendinganna á Búnaðarbankamótinu virtist beinlínis

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.