Tíminn - 03.03.1984, Qupperneq 3
Sérkennilegur málatilbunaður í borgarstjórn:
MEIRIHLUTINN FORDÆMH ATVINNU-
MALATHIÖGUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS
— en vísaði þeim þó til atvinnumálanefndar með hjásetu
Alþýðubandalagsins vegna orðalags
■ Miklar umræður spunnust í borgar-
stjórn í fyrrakvöld um tillögur um að-
gerðir í atvinnumálum Reykjavíkur.
Guðmundur Þ. Jónsson mælti fyrir tíl-
lögunum, sem voru í 6 liðum og undirlið-
um, en Magnús L. Sveinsson formaður
atvinnumálanefndar varð fyrir svörum.
Las hann upp skýrslu sem Egg'ert Jóns-
son borgarhagfræðingur hafði tekið sant-
an um horfur í atvinnumálum Reykja-
víkur, en blaðamönnum var meinað að
fá skýrsluna í hendur á þeim forsendum
að hún væri ekki ennþá orðin opinbert
plagg. Taldi Magnús L. Sveinsson að
tillöguflutningur Alþýðubandalagsins
væri sýndarmenska og hefði þann tilgang
að koma því inn hjá almenningi að
atvinnumálanefnd svæfi á verðinum, en
nefndin hefði þvert á móti haft allt það
til athugunar sem í tillögum Alþýðu-
bandalagsins stæði. Lagði Magnús L.
Sveinsson fram tillögu um afgreiðslu
málsins frá meirihlutanum þar sem lagt
var til að tillögum Abl. yrði vísað til
atvinnumálanefndar þrátt fyrir að allt í
þeim væru yfirborðstillögur og sýndar-
mennska. Alþýðubandalagið greiddi
ekki atkvæði með þessari málsmeðferð
vegna orðalagsins og var það því meiri-
hlutinn með fulltingi borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins og Guðrúnar Jóns-
dóttur frá Kvennaframboði, sem stóð að
því að vísa tillögunum til atvinnumála-
nefndar.
Eins og áður segir eru tillögur Alþýðu-
bandalagsins í 6 liðum og undirliðum.
Það helsta sem lagt er til að gert verði er
að í samvinnu við aðra verði gerð skrá
yfir vörutegundir sem fluttar eru inn en
ætla mætti að unnt væri að framleiða
hérlendis, og á grundvelli þess gerðar
tillögur um nýjar framleiðslugreinar í
borginni. Þá leitist borgin við að greiða
fyrir stofnsetningu nýrra iðnfyrirtækja
með ýmsurn ráðum, milligöngu um út-
vegun lánsfjár frá atvinnuleysistrygg-
ingasjóði, tryggingasjóði, byggðasjóði,
framkvæmdasjóði o.s.frv., ábyrgð vegna
lántöku, frestun opinberra gjalda vegna
nýrra framleiðslufyrirtækja eða endur-
fjárfestingar eldri fyrirtækja, borgin leiti
eftir að stóriðnaður verði settur þar upp,
stofnaðir verði verndaðir vinnustaðir,
og stofnað verði embætti iðnráðgjafa,
sem starfi með borgarhagfræðingi. Enn-
fremur með framlagi áhættufjármagns
þar sem það á við, eða beinni þátttöku í
framleiðslustarfsemi, hugsanlega með
hlutafjárframlögum.
-JGK.
Deilur tveggja
aðila um
lóðarrétt
við Borgartún
ÖÐRUM ÚT-
HLUTAÐ
BYGGINGA-
LEYFI
■ „Bygginganefnd hefur með þessari
samþykkt tekið afstöðu með öðrum
aðilanum í deilu sem hún ætti ekki að j
blanda sér í“, sagði Kristján Benedikts-
son borgarfulltrúi á fundi borgarstjórnar
í fyrradag í tilefni þess að bygginganefnd
hefur heimilað byggingu iðnaðarhúss, á
lóðinni Borgartúni 25-27, en deilur eru
uppi milli Guðna Helgasonar, handhafa
byggingaleyfisins, og Vélsmiðju Jóns
Bergssonar s.f. um lóðarréttindi á
þessum stað, en síðamefndi aðilinn á stál-
grindarhús á viðkomandi lóð. Hefur
lögmaður hans mótmælti þessari af-
greiðslu bygginganefndar. Þá hefur
skrifstofustjóri borgarverkfræðings lagt
til að ekkert hyggingaleyfi verði gefið á
lóðinni fyrr en deilurnar eru útkljáðar,
og tók Kristján Benediktsson undir það i
sjónarmið. |
Hilmar Guðlaugsson formaður bygg-
inganefndar flýtti fyrir úrslitum í deil-i
, unni. Teldi Vélsmiðja Jóns Bergssonar!
s.f. að gengið væri á sinn hlut, væri
hægurinn hjá að gera lögbannskröfu og
fá málið síðan útkljáð fyrir dómi.
Guðni Helgason mun hafa lagt fram
teikningar af lóð, sem hann telur sig hafa
eignarhald á, en á hluta hennar stendur
stálgrindahús Jóns Bergssonar og hyggst
Guðni gera bílastæði þar sem húsið
stendur nú.
- K.K.
Varð á milli
blla og
fótbrotnaði
■ Fjögurra bfla árekstur varð í gær í
Svínahrauni við Litlu kafflstofuna. Einn
maður mun hafa orðið á milli bfla og
fótbrotnað, en um frekari málavöxtu var
blaðinu ekki kunnugt í gærkvöldi.
Gífurleg hálka var í Reykjavík í gær
og mikið um árekstra. Bifreið valt á
Breiðholtsbrautinni, en ökumaður slapp
ómeiddur.
FALLEGUR
FISLÉTTUR
FÍLSTERKUR
FRAMTÍÐARBÍLL
virðulegur
sparneytinn
þœgilegur
1929
i
EGILL
VILHJÁLMSSON HF.
sprettfiarður
Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202
-JGK