Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 5 W\ 1111 JAI' fréttir ■ Úr „Sjóleiðinni til Bagdad“ eftir Jökul Jakobsson sein UMF Ármann á Kirkjubæjarklaustri sýnir um þessar mundir. Júlíus Oddsson, Jóna Sigurbjartsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason í hlutverkum sínum. Leikför um Suðurland UMF ÁRMANN Á KLAUSTRI SÝNIR SIÓLBDINA TIL BAGDAD EFTIR JÖKUL Danskeppni í Tónabæ ÍSLANDS- MEISTARA- KEPPNI í „FREE- STYLE“ ■ Félagsmiðstöðvarnar í Reykjavík efna til íslandsmeistarakeppni í „free- style“ dönsum dagana 15. og 16. mars, þriðja árið í röð. Keppni þessi er opin öllum unglingum á aldrinum 13-17 ára og geta þeir sem áhuga hafa pantað tíma til æfinga í félagsmið- stöðvunum. Keppt verður í einstak- lings og hópdans, en hópur telst þrír eða fleiri dansarar. „Freestyle" dans felur í sér að þátttakendum er frjálst að dansa hvaða dansstíl sem er, t.d. jassdans, diskó eða „breakdance“.Undankeppni erl5. mars og úrslitakeppni kvöldið eftir og hefjast báðar klukkan 20:00 í Tónabæ. Innritun og tímapantanir fara fram í félagsmiðstöðvunum dag- ana 5. til 12. mars. Þátttökugjald er ekkert. ■ Úm þessar mundir er Ungmennafé- lagið Ármann að leggja upp í leikför um Suðurland með leikrit Jökuls Jakobs- sonar, Sjóleiðina til Bagdad, eftir vel heppnaða frumsýningu í Kirkjuhvoli um síðastliðna helgi. Leikstjóri er Jónína Kristjónsdóttir en með helstu hlutverk fara Soffía Ragnarsdóttir, Gunnar Jóns- son og Jóna Sigurbjartsdóttir Næsta sýning verður að Leikskálum Vík í Mýrdal miðvikudaginn 7. mars en síðan á eftirtöldum stöðum; Aratungu í Biskupstungum 8. mars, Félagsheimili Kópavogs 9. mars, Flúðum í Hruna- mannahreppi 10. mars, Félagsheimili Vestur-Eyfellinga 11. marsoglokasýning verður svo heima á Klaustri 17. mars. Allar sýningarnar hefjast klukkan 21:00 Hrossabú Óska eftir vinnu á hrossabúi. Er vön hrossum. Upplýsingar í síma 91-52276 Bíll til sölu Toyota Hi Lux stuttur, 5 sportfelgur m/breiöum dekkjum fylgja, pallur klæddur m/krossviö og segl yfir. Góöur frágangur! Mjög vel farinn. Upplýsingar í síma 78195. Bújörð óskast á leigu á Suður eða Suðvesturlandi. Hentug fyrir kýr. Upplýsingar í síma 23864. Plast og málmgluggar Helluhrauni 6 Hafnarfirði sími53788 Við minnum á að það þarf ekki fúa- varnarefni á okkar framleiðslu. Hjartavernd Landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga Heldur fræðslufund fyrir almenning um kransæða- sjúkdóma laugardaginn 10. mars 1984 kl. 13.30 í Domus Medica Fundarstjóri Snorri Páll Snorrason prófessor. Dagskrá: 1. Ávarp. Matthías Bjarnason heilbrigðisráöherra. 2. Starfsemi Hjartaverndar, stutt yfirlit. Stefán Júlíusson framkvæmdastjóri. 3. Útbreiðsla kransæöasjúkdóma á íslandi. Rannsókn Hjartaverndar. Nikulás Sigfússon yfirlæknir. 4. Alkohólneysla í hófi. Hvar eru mörkin frá heilsufars- legu sjónarmiði? Dr. Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir. 5. Meingerð æðakölkunar. Dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir. 6. Blóðfita og kransæðasjúkdómar. Hvert er sambandið þar á milli? Dr. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir. 7. Áhættuþættir kransæðasjúkdóms. Varnaraðgerðir vestrænna þjóða. Dr. Sigurður Samúelsson prófessor. 8. Getum við breytt lífsvenjum okkartil bættrar heilsu? Dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent. 9. Hvers vegna borgar sig að hætta að reykja? Dr. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir. 10. Hringborðsumræður. Umræðustjóri dr. Þórður Harðarson prófessor. Jörð til sölu Til sölu jörðin Lambhagi og hluti í landi Litla-Lambhaga, Skilmannahr. Borgarfj. sýslu. Laxveiðihlunnindi. Upp- lýsingar eru veittar í símum 91 -45912,38014 og 39037. Tilboð óskast fyrir 25. mars n.k. Bíldshöfða 8 - Símar 8-66-55 & 8-66-80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.