Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.03.1984, Blaðsíða 9
LAliGARDAGUR 3. MARS 1984 9 á vettvangi dagsins Einar Hannesson: íslenski laxinn — verðmæt auðlind — sem ekki má spilla með vanhugsuðum framkvæmdum ■ Vegna ummæla Arnar K. Þorleifs- sonar í Húsey hér í blaðinu í dag, um að kveikjan að grein hans „Um laxveiði" hafi verið grein eftir undirritaðan í Þjóðviljanum nýlega, langar mig til þess að biðja Tímann um að birta greinarstúf þennan, svo lesendur sjái hvað hér er á ferðinni. Sjálfur sé ég nú ekki beint samband á milli þessa stúfs míns og meginefnis greinar Arnar, sem er um vannýtingu laxins í ánum nema; að það sé í lagi að veiða lax í sjó, fyrst laxinn sé vannýttur í ánum. „Obreytt stefna í laxveiðimálum“ „Þær raddir gerast nú háværari en áður að okkur beri að gera það sama og Færeyingar, veiða lax í sjó, enda eru þær veiðar mjög arðbærar. Menn hafa bent á að þegar kreppir að í sjávarútvegi eins og nú, sé það óverjandi að halda Iaxa- stofninum til haga aðeins fyrir sport- veiðimenn sumarsins. Þannig skrifar Sig- urdór Sigurdórsson, blaðamaður í frétt í Þjóðviljanum s.l. föstudag. Af þessu tilefni langar mig til að benda Sigurdóri blaðamanni og öðrum á það, að um helmingur laxveiði hér á landi s.l. sumar fékkst í net og gekk í hafbeitar- stöðvar. Um langt árabil hefur um þriðjungur veiðinnar fengist í net. Á þessu sést, að það eru fleiri en „sport- veiðimenn sumarsins“ sem hér koma við sögu. Og á bak við sportveiðimennina er fjöldi veiðieigenda, sem land eiga að ám landsins. Vitað er að tekjur af veiði hafa mjög víða treyst búsetu á viðkomandi stað og stuðlað þannig að blómlegri byggð í sveitum landsins. Þá er ógetið, að veiðiskapur er einn þáttur ferðaþjón- ustu, sem snertir því fjölda fólks víðsveg- ar um land, bæði í þéttbýli og stjálbýli. Þá má minna á, að félagslegt skipulag er skylt að hafa á veiði í ám og vötnum landsins og veiðifélagi hefur verið komið á fót við langflest vatnasvæði og fjöldi félaga hefur starfað um áratuga skeið. Verulegum fjárfúlgum hefur verið varið til fiskiræktar, fiskeldis og hafbeitar á laxi í landinu. Segja má, að í því ætti að vera fólgin trygging fyrir hlutaðeigandi, að þeir, sem sái, eigi uppskeruna, eins og venja er. Á sínum tíma var lögfest, þar sem laxveiði í sjó var bönnuð (1932), að laxinn væri landbúnaðarfiskur, ef svo má að orði komast, eins og hann hafði raunar verið alla tíð. Þá hafa íslendingar skuldbundið sig til sem aðilar að alþjóð- legum samningi, að stunda ekki laxveið- ar í sjó után 12 mílna. Því verður vart trúað, að nú eigi að taka upp nýja stefnu í laxveiðimálum, stefnu sem hefði í för með sér hrun áratuga uppbyggingar veiðimála og ylli því stórfelldu tjóni." Þannig hljóðar Þjóðviljagreinin. Ég hélt nú satt að segja, að veiðibændur gætu allir verið sammála um, að laxinn ætti áfram að vera landbúnaðarfiskur, og eingöngu nytjáður í ám og vötnum landsins. Vannýtingartalið er órökstutt Fyrst ég er farinn að fjalla um þessa grein Arnar Þorleifssonar langar mig til að ræða ögn meira almennt um innihald spjalls hans, sem er vannýting íslenska laxins. Fullyrt er að árnar séu ofsetnar laxi eftir að veiðitíma lýkur að haustinu. Sumir hafa meira að scgja reiknað út verðmætin, sem glatast hafi vegna van- nýtingar á laxastofninum. Úr þessu ástandi þurfi að bæta með aukinni veiði. Bent er þá stundum á kistuveiði sem lausn eða taka eigi laxinn í ádrátt í lok veiðitímans. Hvað þessi búnaður og fyrirhöfn kostar virðist ekki skipta máli. Allt er þetta gott og blessað. enda er sagt að fæðan í ánum takmarki seiða- fjöldann! Þetta hljómar stundum þannig, eins og það sé verið að vekja athygli á þessu í fyrsta skipti. Rökstuðn- ing, sem öllu máli skiptir, skortir hins vegar, fyrir fullyrðingu um vannýtingu. Alhæfing um vannýttan laxastofn hér á landi stenst einfaldlega ekki. Auðvitað er unnt að benda á einstakar laxveiðiár einstök ár, að meira sé af laxi í einn tíma en annan að haustinu. Hitt er einnig velþekkt, einmitt í sambandi við klak- öflun, sem hefur verið töluverð í ýmsum ám og mönnum hættir til að gleyma yfirleitt að minnast á, að lítið sé af laxi. Seinustu ár hafa víða verið erfiðleikar á að ná klaklaxi, því að lítið hefur verið um lax t ánum og hann dreifður. Sérfróðir menn telja að það sé ákaf- lega breytilegt frá einni á til annarrar, hversu mikið þurfi að vera eftir af laxi í ■ Einar Hannesson ánni til að hrygna svo vel sé séð fyrir fullri nýtingu á framleiðslugetu vatna- svæðisins. Þess vegna þurfi að rannsaka hverja á fyrir sig og fá niðurstöðu í þessu efni. Þrátt fyrir hina hagstæðu þróun lax- veiði hér á landi seinustu áratugi hvað ástand veiði snertir og arðscmi hennar, hefur verið lcitast viö að afla gagna um veiðiálag, stofnstærð og flciri atriði. Þetta hefur verið gert til þess að fá úr því skorið hvort ekki megi nýta betur laxinn en gert hefur verið hingað til. í þessu skyni hefur m.a. verið unnið að gerð og þróun laxateljara. til þess að fá örugga vitneskju um laxagöngur í ár og kannað hefur verið ástand laxastofns í mörgum ám að öðru leyti, svo setn með rafveiði á laxaseiðum og fleiru. Árlegar kannan- ir, sérstaklega hin seinustu ár, hafa verið framkvæmdar í ýmsum laxveiðiám í öllum landshlutum. Margt fróðlegt hefur komið fram, svo sem um skort á smáseiðum í ýmsurn ám vegna þess að hrogn virtust ekki hafa klakist út á eðlilegan hátt vegna lágs vatnshita í ánum. Ljóst er að úr þessu má bæta með seiðasleppingu, eins og annars staðar á svæðum í ám þar sem skortur er á seiðum. Á hinn bóginn gefa þessar kannanir vitneskju um ársvæði þar sent seiðafjöldi virðist vera eðlilegur og þar þurfi því ekki að setja sleppiseiði. Vafasamur áróður Áróður fyrir aukinni veiði vegna van- nýtingar laxins í ánum er varasamur því hann ýtir óbeint undir sjávarveiðikröfur sem fyrr segir, þ.e. fyrst ekki sé veitt nægilega í ánum, geri ekki til þóeitthvað sé tekið af laxi í sjó. Vannýtingartalið tel ég sprottið af þeirri þörf að yfirbjóða. 1 vissum tilvik- um getur það skapað óánægju meðal einstakra veiðieigenda, sem telja sig ekki fá nægar tekjur úr sameiginlcgum sjóði veiðifélagsins, sem til skipta kemur. Jafnframt gcturþaðtruflað rækt- unarframkvæmd, eins og seiðaslepp- ingu. Veiðitiihögun — félagsleg ákvörðun Svo vikið sé frekar að grein Arnar, segir hann á einum stað að lög um laxveiöi í ánt miðist við stangveiði ein- göngu (a.m.k. í flestum ám). Hér er niálum blandað því aö í lögum um lax- og silungsveiði er gert ráð fyrir að veiði sé stunduð með neti, stöng og meira segja er gert ráö fyrir að kistur megi hafa í veiöivötnum, en til þess þarf að vísu undanþágu. Þá er gert ráð fyrir að veiðifélag sé starfandi við öll vatnasvæði landsins og þau samtök hafa býsna frjálsar hendur um nýtingu veiðivatna. Þar er sem sagt félagsleg ákvörðun í veiöifélagi hvernig ráðstöfun veiði er háttað. - Að framanrituðu fellur umsögn Arnar í greininni um cmbættismenn og stangveiðimenn því um sjálfa sig. 28. febrúar 1984 Einar Hannesson Byggt og búið í gamla daga — 386 RÆKTAÐ KORN OG VILLIKORN Á ÍSLANDI ■ Korntegundir eru helstu matjurtir heimsins, og hafa vcrið ræktaðar um afar langan aldur. Mun vagga margra þeirra vera í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið, en suðaustur Asía og Ameríka koma líka við sögu. Líklega hafa menn, (einkum konur) í fyrstu tínt korn af villtum kornjurt- um. Kornyrkja hefur mjög stuðlað að því að menn fóru að taka sér fasta bústaði, og er að því leyti undirstaða menningar á stórum landsvæðum. Korn er þurrt og þolir vel flutning og geymslu. Lengi var kornið steytt með hnalli í ílátum úr steini eða málmi, en smám saman lærðu menn að mala það. Voru kvarnir og myllur geysimikil framför. Fyrst var korn etið hrátt og ómalað, en síðar bakað, soðið og steikt, bæði malað og ómalað. Korn- tegundir eru allmargar. Nú er langmest ræktað af hveiti og hrísgrjónum, en maís er þriðja tegundin í röðinni. I tempruðum löndum Evrópu og víðar, er líka ræktað mikið af byggi, höfrum og rúgi, ásamt hveiti á góðum stöðum. Maís og hrísgrjón þrífast aðeins í heitum löndum. Bygg, hafrar og rúgur geta vaxið í miklu svalara loftslagi. Hveiti er þar á milli, þarf góð vaxtarkjör. Byggið hefur víðasta útbreiðslu allra komtegunda. Það þrífst allt norður um 70. breiddarbaug í Noregi, en vex einnig til fjalla langt suður eftir, þrífst t.d. í Kaliforníu við hliðina á pálmum og sítrónum. Byggkorn hafa fundist í pýramídum Egyptalands, frá fjórða árþúsundi fyrir vort tímatal. Bygg og hafrar ræktað á Islandi cn í smáum stíl. Landnámsmenn kunnu vel til kornræktar, voru vanir henni í heimkynnum sínum, Noregi, írlandi og Skotlandi. Hér var ræktaö bygg aðallega, en e.t.v. einnig hafrar. Kornrækt hnignaði á íslandi þegar aldir liðu, bæði vegna kólnandi veður- fars og innflutnings á ódýru korni. Lengst hélst kornræktin við Faxaflóa, en mun hafa lagst alveg niður á síðari hluta 16. aldar. Gerðar voru smá- tilraunir með kornrækt síðar en þær heppnuðust ekki. Loks hóf Klemenz Kristjánsson tilraunir með kornrækt, einkum bygg og hafra um 1920, fyrst í Gróðrarstöðinni í Reykjavík, en síðar og aðallega á Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hann gerðist bú- og tilraunastjóri þar árið 1927, og vann mikið brautryðjandastarf. Nú er nokkur kornrækt þar og á fleiri stöðum, aðal- lega sunnanlands. Bygg vex hratt og nær þroska í sæmilegum sumrum, en það þarf líka að standast storma, svo kornið fjúki ekki eða leggist niður. Hafrar eru talsvert ræktaðir víða um land, einkum til grænfóðurs. Hálmur korns er í seinni tíð hagnýttur við ætisvepparæktun. Hafrar þykja mjög gott hestafóður, en einnig til manneld- is. Kannast flestir við hafragrautinn sinn. „Haframél, haframél-hestafóð- ur“, sagði karl á Árskógsströnd og fúlsaði við grautnum! „Hafrar eru hestafóður á Englandi, en manna- matur á Skotlandi", segja Englending- ar. „Já“, svara Skotar, „England er frægt fyrir hesta, en Skotland fyrir manndómsmenn." Fyrrum var bygg mikið notað í grauta, súpurogbrauð (grjónalummur o.fl.). Kallað hér bankabygg: Bygg er í miklum mæli notað til ölgerðar og fóðurs víða um heim. Kornrækt (bygg) í fornum sögum Hjörleifur kom að landi við Hjörl- eifshöfða. Um vorið vildi hann sá korni. Hann hafði þræla, sem hann hafði hertekið á írlandi og lét þá draga arðinn (tréplóginn). En þrælunum lík- aði erfiðisvinnan og frelsissviptingin illa, - léku á Hjörleif og drápu hann og menn hans, en tóku konur með sér til Vestmannaeyja. Þroskaður, gulbleikur akur er fallcg sjón. „Fögur er Hlíöin, bleikir akrar og slegin tún. Mun ég aftur snúa og fara hvergi”, er haft eftir Gunnari á Hlíðarenda á söguöld. Misvel hefur kornræktin lánast. í Víga-Glúmssögu segir um akur í Þverárlandi í Eyjafiröi, að hann var aldrei úfrær, kallaður Vitaðsgjafi. Glúmur leit yfir akurinn og sagði: „Ekki brást hann Vitaðsgjafi enn“ Hefur þetta þótt sérstakur kostaakur. Mætti e.t.v. hugsa sér að þarna hafi verið jarðylur, og auðvitað góður jarð- vegur. íslenskar „korntegundir“ Jú, ein grastegund, melgrasið, var á Ingólfur Davíðsson skrifar ■ Hrísgrjón, rúgur, maís, hveiti, kík-baunir og eldliljulaukar fyrri öldum, og jafnvcl fram undir aldamót, talsvert hagnýtt scm korntcg- und, bæði hér og crlcndis. Einkum var melkorni safnað í miklum mæli á sandflæmum í Skaftafclls- og Rangár- vallasýslum, og það lengst fram á 19. öld. Melurinn var sleginn í ágúst og þurfti fyrst að þurrka korniö viö hita, því aö kjarninn er sjaldan harður. Mjölið er fíngert og lítur vel út. Notað í brauð og grauta. Einnig gert úr mjölinu, ásamt sýru, deig, etið í flautum eða meö mjólk og þótti mjög saðsamt. Þorsteinn Kjarval ritar nokkru fyrir aldamót: „Mclgrasiö var mikil guös- gjöf þarna i sandauðninni (Meðal- landi). Yfir 40 hestburðir af mel gáfu einatunnuaf korni. Korniðvardustað, þ.e. slegið af stöngunum, oftast síðla ágúst eða fyrst í september. Búið var að þurrka kornið áður." Þorsteinn segir um deigið, sem fyrr var getið um: „Deig þetta cr ckki soðið að öðru leyti en því, sem kornið hefur bakast í safnhúsinu, heldur er þaö etið eins og það kemur fyrir í flautum eða mjólk. Vinnumaður, scm fær köku af þessu deigi á morgnana, segist búa að þessu allan daginn. Það hitar vel fjármönnum, sem standa þurfa yfir fé." Sennilega hefur korn verið hirt af fleiri grastegundum. Gísli Oddsson biskup getur um (auk melgrass), annað gras, scm líkist hveiti, og sé kornið notað víða um land. Sennilega er um húsapunt og/eða bláhveiti að ræða, (hugsanlega líka flóðapunt). Húsapuntur var fyrr á tímum hag- nýttur bæði til matar óg lyfja á Norðurlöndum. Á hallæris- ogófriðar- tímum var t.d. í Noregi, gert eins konar flatbrauö úr honum, kallað neyðarbrauð. í það voru, ásamt korn- inu.notaðir jarðsprotarnir, þurrkaðir og malaðir. Hefur reynst vera 10% kolvctni í þeim, einnig ýms kalísölt o.fl. Bláhveiti mun citthvað hafa vcrið hagnýtt. Það vex t.d. víða í Eyjafjarð- ar-, Skagafjarðar- og Húnavatnssýsl- um. Allt eru þctta axgrös, ekki alveg ósvipuö hveiti. en kornaxið grcnnra. Vaxa á þurru, oft sendnu landi. Flóðapuntur er aftur á móti votlend- isgras, algcngt í lágsveitum sunnan- lands. Ber langan og mjóan, grcinóttan punt, S0-100 em á hæð, eða lengd, því að oft liggur stráiö hálfflatt. .lurtin er sykurrík, einkum fræin, en þau voru fyrrum etin í ýmsum löndum og kölluð niannagrjón. Þeim var safn- aö í miklum mæli, t.d. í Póllandi, Rússlandi. Danmörku og víðar. Mannagrjón voru t.a.m. algengur matur í Pétursborg (Leningrad) allt fram undir síðustu aldamót. Menn ölsuðu í bleytunni, oft fátækt fólk til að safna korni og hreinsa og höfðu af nokkrar tekjur. Þurrkuðum og möluðum manna- grjónum var líkt við sagógrjón að matargildi og þóttu góð í vclling og brauð. Skyldi mannagrjónum liafa veriö safnað til matar í Flóanum og Ölfus- inu, fyrr á tímum? Bæði endur og silungar etá þau. Sennilega hefur flóðapuntur borist til íslands með varningi, eða verið fluttur inn scm kornjurt. Mynd Róberts sýnir margs konar korn, einnig baunir og eldliljulauka (dökka). Þarna eru hrísgrjón, rúgur, maís og hveiti. Eldliljur voru meðal jurta, sem gerðu garð Guðbjargar í Múlakoti frægan fyrir fegurð og grósku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.