Tíminn - 03.03.1984, Qupperneq 11

Tíminn - 03.03.1984, Qupperneq 11
10 LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 íþróttiri umsjón: Samúel Öm Erlings: KR LA I NJARÐVIK — 83-74, íleik sem hafði enga þýðingu ■ I gærkvöld léku Njarövík og KR í úrvalsdcildinni í körfuknattleik. Leikið var í Njarðvík og sigruðu heimamenn, 83-74 eftir að staðan í hálfleik var 41-29. Leikurinn einkenndist af stöðu liðanna í deildinni, bæði löngu örugg í úrslita- keppnina. Njarðvíkingar voru yfir framan af, en KR náði yfirhöndinni 22-21 um miðjan hálfleikinn. Njarðvíkingar tóku síðan leikinn í sínar hendur og höfðu yfir í hálfleik 41-29. í síðari hálfleik juku heimamenn enn á forskot sitt og höfðu á tímabili 20 stiga forskot 60-40, og síðar 68-48. í lokin náðu KR-ingar að rétta hlut sinn nokkuð, þeir minnkuðu mun- inn í 13 stig, 70-57 og 74-61, og síðan í 10 stig 80-70. Lokastaðan síðan 9 stiga sigur Njarðvíkinga, 83-74. Leikurinn einkenndist nokkuð af þeirri stöðu sem liðin eru í. Bæði hafa fyrir löngu tryggt sér rétt til að leika í úrslitakeppninni og skipti þessi leikur því engu máli. Hjá Njarðvíkingum bar lítið á þeim leikmönnum sem venjulega eru í sviðsljósinu, þeim Val Ingimundar- NM á fullu — Undankeppni í Höllinni f dag ■ Norðurlandamót unglinga í badminton' er áfram haldið í dag. I dag verður undan- keppni í einliðaleikjum pilta og stúlkna, tvíliðaleikjum pilta og stúlkna, og tvenndar- leik. Danir eru taldir sigurstranglegastir í flestum greinum, en þó þykir sænsk stúlka líkleg í cinliðalcik stúlkna. Hverjir leika í undanúrslitum á morgun, skýrist í dag. ( einliðaleik pilta þykir líklegastur Poul Erik Höyer frá Danmörku. í stúlknaflokkn- um þykir líklegust sænska stúlkan Charlotta Wihlhorg, en danska stúlkan Lene Sörensen er talin munu veita henni harða keppni. 1 tvíliðaleik pilta eru Danirnir Poul Erik Höyrer og Henrik Jensen taldir sigurstrang- legastir. Norðurlandameistararnir í tvíliða- leik stúlkna eru mættir til leiks, Gitte Poulsen og Gitte Sögaard. Paulsen er að auki Evrópu- meistari í tvenndarleik ásamt Anders Niel- ■ Gitte Paulsen, Norðurlanda- meistari í tvfliðaleik kvcnna, og Ev- rópumeistari í tvenndarleik í sínum aldursflokki. Hún er sá keppandi sem lengst hefur náð í badminton þeirra, sem hér keppa. ; sen, og eru þau að sjálfsögðu sigurstrangleg- : ust þar. íslensku keppendurnir eiga erfiða keppi- nauta framundan í flestum greinum. Piltarnir mæta allir Norðmönnum eða Svíum í fyrsta leik, og eiga möguleika á að komast áfram, en ekki mikla. Þórdís Edwald mætir norskri stúlku í fyrsta leik, og með alla sína keppnis- reynslu ætti hún að hafa sigur, og komast eitthvað áfram. syni og Gunnari Þorvarðarsyni. Aftur á móti voru þeir Ingimar Jonsson og Hreiðar Hreiðarsson meira áberandi og áttu þeir góðan leik ásamt Árna Lárus- syni og Isak Tómassyni. Hjá KR var Jón Sigurðsson góður ásamt þeim Páli Kol- beinssyni og Garðari Jóhannssyni. Stig Njarðvíkinga skoruðu: Ingimar Jónsson 18, Árni Lárusson 13, Valur Ingimundarson 11, ísak Tómasson 10, Hreiðar Hreiðarsson 9, Ástþór Ingason 8, Gunnar Þorvarðarson 6, Sturla Ör- lygsson 4 og Júlíus Valgeirsson 4. Hjá KR skoruðu: Jón Sigurðsson 22, Garðar Jóhannsson 18, Páll Kolbeinsson 14, Guðni Guðnasor! 11, Kristján Rafnsson 5, Birgir Guðbjörnsson 2 og Agúst Lindal 2. Leikinn dæmdu þeir Hörður Tuliníus og Gunnar Bragi Guðmundsson og var dómgæsla þeirra góð, lítið um vafaatriði. Ekki kemur á óvart að Gunnar skuli dæma vel, því hann hefur dæmt mikið af leikjum íveturogstaðiðsigmjögvel. Þá hefur Hörður einnig oft sýnt það að í honum býr góður dómari þó djúpt sé á því stundum. -BL. INGUNN SKAUT ÞÆ BANDARfSKU í KAF skoradi 11 mörk f 19-18 sigri fslands f gær zunn Bernódusdóttir handknatt- I Staðan í hálfleik var 11-11 no í síftari I mnronn vörrSur cvn l#^il*rírS í 1 ELLEFU LEIKMENN STANDARD UEGE í YFIRHEYRSUI — f gær — ,,mútumálid” hjá Waterschei einungis eitt margra hneykslismála f rannsókn ■ Ellefu leikmenn knattspyrnuliðsins Stand- ard Liege í Belgíu voru færðir til yfirheyrslu hjá Belgísku skattalögreglunni í gærdag. Voru leik- mennirnir teknir strax eftir æfingu, og yfirheyrð- ir vegna meintra skattsvika félagsins. Skattalög- reglan belgíska hefur komist yfir „svarta bók- haldið" svonefnda hjá félaginu, en þar eru skráðar greiðslur sem leikmenn liðsins hafa fengið undir borðið. Nú þykir sýnt, að „mútu- málið“ hjá Waterschei er aðeins lítill hluti þeirrar rannsóknar sem fram fer í Belgíu. Þjálfari Waterschei sagði í viðtölum við belgísk blöð í gær, að það sem hann myndi frá . títtnefndum leik Waterschei og Standard Liege í deildarkeppninni 1982, þar sem sagt er að leikmönnum Waterschei, og þar á meðal Lárusi Guðmundssyni hafi verið mútað, sé að mark- vörður liðsins og Lárus Guðmundsson hafi átt • sérstaklega góðan leik. w ■ Ingunn Bernódusdóttir hnndknatl leikskona skaut landslið Bandaríkjanna hreinlega í kaf í gær, er íslenska landsliðið lék við það í Pennsylvaninu í Bandaríkj- unum. Islenska liðið sigraði í leiknum, sem var hörkuspennandi og hnífjafn lengst af, 19-18. Ingunn skoraði 11 marka íslenska liðsins, eða um 60%, og segir það meira en mörg orð um hamfarir hennar. Leikurinn var mjög spennandi, og vel leikinn að sögn Arnþrúðar Karlsdóttur, formanns landsliðsnefndar kvenna hjá HSÍ, en hún er fararstjóri í keppnisferð íslands til Bandaríkjanna að þessu sinni. Staðan í hálfleik var 11-11, og í síðari hálfleik var sem í þeim fyrri, jafnt á flestum tölum en ísland var sterkara a endasprettinum og sigraði 19-18. Ingunn Bernódusdóttir var eins og áður sagði langatkvæðamest íslensku stúlknanna, skoraði 11 mörk, þar af eitt úr vítakasti. Þær Kristjana Aradóttir, Guðríður Guðjónsdóttir og Margrét Theódórsdóttir skoruðu 2 mörk hver, og Sigrún Blomsterberg og Erla Rafnsdóttir eitt mark hvor. Kolbrún Jóhannsdóttir stóð í marki íslands allan leikinn, og átti mjög góðan leik. í dag keppir liðið í West Point, en á Grosswallstadt? í úrslitum IHF-Evrópukeppninnar í handknattleik? — Per Skaarup hættir með danska landsliðinu eftir Ol í sumar ■ Verða það Gladsaxe HG frá Danmörku og Grosswallstadt frá V-Þýskalandi sem leika til úrslita í IHF Evrópukeppninni í handknattleik? Margt bendir til að svo verði. Um síðustu helgi var fyrri leikur beggja undanúrslitaviðurcignanna í keppninni. Gladsaxe HG sigraði Lokomotiva Tmava frá Tékkóslóvakíu 25-22 í Tékkóslóvakíu, og Tatabanya Banyaz sigraði Grosswallstadt naumt, 23-22 í Ungverjalandi. Tatabanya, liðið sem sló FH út úr keppninni á dögunum, virðist ekki eiga mikla möguleika á að ráða við Þjóðverjana í Þýskalandi, svo mikið hefur heimavöllurínn að segja. Danirnir eru einnig mjög sigurstranglegir gegn Tékkunum eftir frækinn útisigur. Þeir gætu þó nagað sig í handabökin, þeir höfðu á tímabili, skömmu fyrir leikslok,8 marka forskot. Það voru tveir góðkunningjar fslend- inga sem voru mennirnir bak við sigur danska liðsins í Tékkóslóvakíu. Þeir eru Morten Stig Christiansen landsliðsfyrir- liði Dana, og risinn Per Skaarup, leik- maður sem íslenskar skyttur þekkja vel. Morten Stig var maðurinn bak við 6 gullfalleg mörk í fyrri hálfleik, og byggði upp mörg önnur. Skaarup skoraði 5 mörk, og varði, eins og hans er von og vísa, fjölda skota með sínum löngu hrömmum. Hann leikur sem langskytta með Gladsaxe, og spilar stórt hlutverk í vörninni. Hann spilar einnig stórt hlut- verk í danska landsliðinu í vörninni, en leikur minna í sókn, og þá sem línumað- ur. Dálítið sérstakur Iínumaður, á þriðja metra á hæð. Per Skaarup sagði í viðtali við danskan fréttamann eftir leikinn í Trnava, að hann ætlaði að hætta að leika með danska landsliðinu eftir Ólympíuleikana í sumar. Hann hefur verið lengi í eldlínunni, um tíma sem helsta skytta danska landsliðsins, en varð fljótt aðal- trompið í vörninni, og þrátt fyrir að ekki séu lengur not fyrir han sem stórskyttu í liðinu, er hann enn aðalvarnarmaður liðsins. „En lífið er meira en handbolti“, sagði Skaarup, og fer sennilega nálægt sannleikanum þar. - íslendingar geta því gefið sér það, að þessi viðfelldni risi mun að líkindum ekki leika sér framar með félögum sínum í danska landslið- inu. Síðari leikirnir í undanúrslitum IHF Evrópukeppninnar verða leiknir nú um helgina. Þá verður séð hvort úrslita- leikurinn í keppninni verður vestur- evrópskur, aldrei þessu vant, eins og mcstar líkur eru nú á. -SÖE morgun verður svo leikið í Lake Placid, þar sem vetrarólýmpíuleikarnir fóru fram fyrir fjórum árum. Mikið fannfergi er í þeim hluta Bandaríkjanna sem stúlkurnar ferðast nú um, og hefur þeim ekki gengið of vel að komast milli staða þess vegna. {fyrsta leik íslands og Bandaríkjanna, í fyrradag, sigraði bandaríska liðið 26- 21. íslenska liðið var þá ferðaþreytt, nýkomið frá íslandi og hafði aðeins hvílst í fáar klukkustundir, ísland hafði þó yfir 12-11 í hálfleik, en síðan tóku þær bandarísku völdin og sigruðu 26-21. Guðríður Guðjónsdóttir var þá at- kvæðamest íslensku stúlknanna í leiknum, skoraði 6 mörk, Ingunn Bernódusdóttir var með 5, og Margrét Theódórsdóttir 4. - SÖE. ■ Per Skaarup ætlar að hætta með danska landsliðinu eftir Ol í sumar. Skaarup og félagar í Gladsaxe eiga nú þokkalega möguleika á að verða Evrópumeistarar. „Ég var að berjast fyrir sæti í liðinu á þessum tíma, nýkominn til liðsins, og mátti ekki við því að slappa neitt af. Það trúði því enginn að þetta væri alvara með greiðslurnar frá Standard fyrir leikinn. Þessar greiðslur komu svo eftir á, og þá tóku menn við þeim, því miður. Ef einhver, ekki síst ég nýliðinn, sem ekki talaði einu sinni málið, hefði neitað, hefði honum verið útskúf- að“, sagði Lárus Guðmundsson í samtali við Tímann í gær. Roger Petit, formaður og aðaleigandi Standar Liege sagði af sér í gær, svo og þjálfari liðsins, Raymond Goethals. Rannsóknin beinist nú að „svörtum“ greiðslum Standard Liege og annarra félaga til leikmanna sinna, en slíkar greiðslur munu útbreiddar í Belgtu. - Er nú sýnt, að „mútumálið" hjá Waterschei er bara eitt margra hneykslismála sem eru á leið upp á yfirborðið í Belgtu. -SÖE jj ÞROTTIR Körfubolti í dag kl. 14.00 leika Valur og ÍR sinn næst síðasta leik í úrvalsdeildinni. Ef ÍRingum tekst að vinna sleppa þeir örugglega við fall. Leikur- inn verður í Seljaskóla. Á sunnudag leika svo Haukar og ÍBK t íþróttahúsinu í Hafnarfirði, hefst leikurinn kl. 14.00. Á morgun er svo einn leikur í 1. deild karla, Fram og umFL leika í Hagaskóla kl. 14.00. I 1. deild karla eru tveir leikir á dagskrá, báðir í Hagaskóla. Þróttur og Fram leika kl. 14.00 og Víkingur og ÍS þar á eftir kl. 15.20. Handbolti í dag er einn leikur í bikarkeppni HSÍ. Afturelding og Grótta keppa á Varmá, og hefst leikurinn klukkan 13.00. I þriðju deild karla eru tveir leikir í dag, á Selfossi leika hcimamenn við Ögra klukkan 14.00, og í íþróttahúsi Seljaskóla keppa Ármann og Skailagrtmur, að iíkindum klukkan 15.30. Hlaup 3.Stjörnuhlaup FH hefst í dag kl. 14.00, við Lækjarskóla í Hafnarfirði. Karlar hlaupaS km, konur4 km,drengir4km, piltar2km,ogtelpur 2 km. Umsjónarmaður mótsins er Sigurður Haratdsson. Heimasfmi hjá honum er 52403. Júdó Fyrri hluti {slandsmeistaramótsins í júdó fer fram í fþróttahúsi Kennaraháskólans í dag. Mótið hefst kl. 15.00. Skíði í dag og á morgun verður bikarmót í alpagreinum haldiðfyrir 13-16ára aldurshóp . Mótið verður á Húsavík. Badminton í Laugardalshöllinni er Norðurlandamót unglinga um helgina. Um mótið er fjallaðmikið ahnars staðar í blaðinu. í dag hcfst undan- keppni í tvíliðaleikjum, tvenndarleik og ein- liðaleikjum. Á morgun árdegis hefst keppni í undanúrslitum þessara greina, og síðdegis verða úrslitaleikir leiknir. -SGG LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 11 Betri búfénaður, meiri afurðir með lýsisgjof Lýsi hefurum langan aldurgegnt veigamiklu hlutverki í landbúnadi okkar íslendinga. Lýsi er afar auðugt af náttúrulegum A- og D-vítamínum, enþað eru einmittþau vítamín, sem búfénaðurgetur ekki framleitt sjálfur og verðurþvíaðgefa sérstaklega. Skorturáþessum vítamínum orsakarm.a. skerta sjón eðajafnvel blindu hjá ungviði, minni vaxtahraða og beinkröm. Lýsi hefurþvígóð áhrifá sjón búpenings, vöxt tanna og beinabyggingu, svo ogfrjósemi. Lýsi er mikill orkugjafi og veitirþvígóða vörngegn kulda. Lýsið inniheldur t.d. þrefalt meiri orku en bygg, eða um 9 hitaeiningar/g. Til hagræðingarfyrir bœndurfylgja öllum umbúðum Lýsis h/fleiðbeiningarum hæfilegan dagskammtaffóðurlýsifyrirmismunandi búfénað. f KALDHREINSAÐ f FODIJKLYSI Alltfóðurlýsi okkar er kaldhreinsað, þannig aðþaðþykknar ekki í kulda og erþviauðvelt í meðförum. Æskilegt er, aðfóðurlýsi ségeymt áþurrum og köldum stað. Við afgreiðum kaldhreinsaðfóðurlýsi í eftirtöldumpakkningum: 2,5 kg blikkdósir með tappa, 5 lítra plastbrúsar, 25kgblikkbrúsar meðtappa. Grandavegi 42,Reykiavik s 91-28777

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.