Tíminn - 03.03.1984, Page 20
Opið virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
HEDDk
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
" W
abriel
HÖGGDEYFAR
ríamarshöfða 1
w GJvarahlutir ;SnSS
Ritstjorn 86300 - Auglysingar 18300 - Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306
Laugardagur 3. mars 1984
Tilboð opnað í gerð jarðgangna og
byggingu stöðvarhúss neðanjarðar
fyrir Blönduvirkjun:
LÆGSTA TUfiOD
AÐEINS 65% AF
KOSTNAÐARÁÆTUJN
— Munur á laegsta og næstlægsta tilboði
52 milljónir króna
■ Tilboð í gerð jarðganga og byggingu stöðvarhúss
neðanjarðar fyrir Blönduvirkjun voru opnuð í gær, og
var lægsta tilboð upp á 315.7 milljónir króna, það
hæsta upp á 722.2 milljónir, en kostnaðaráætlun
Landsvirkjunar, reiknuð út af Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen nam 486.4 milljónum króna, þannig að
lægsta tilboð nemur aðeins 64.91% kostnaðaráætl-
unar, en það hæsta 150.74% kostnaðaráætlunar.
Lægsta tilboð kom frá norska fyrirtækinu Jernbeton
AS og Ellert Skúlason hf, en það hæsta frá júgóslav-
neska fyrirtækinu Energoprojekt.
Furuholmen, AS og Hagvirki
hf voru með næstiægsta tilboðið,
sem hljóðaði upp á 367.5 millj-
ónir króna og það þriðja lægsta
upp á 368,5 milljónir króna en
það var frá norska fyrirtækinu
Ellefsen AS, sænska fyrirtækinu
ABV AB og Vörðufelli hf, Alls
bárust 11 tilboð í þetta verk.
í frétt frá Landsvirkjun um
þessi tilboð segir að rétt sé að
geta þess að tilboðstölur allar
geti breyst við nánari athugun
tilboða og einingarverð þeirra.
Meðan slík athugun hafi ckki
farið fram ríkir því óvissa um
niöurstöðutölur og röð tilboða.
f>á geti tæknilegt mat á tilboðum
með hliðsjón af kröfum útboös-
gagna að sjálfsögðu haft áhrif á
■ Kjötverslun Tómasar Jóns-
sonar við Laugaveg, ein elsta
kjötverslun landsins, hefur verið
tekin til gjaldþrotaskipta hjá
borgarfógetaembættinu að ósk
eigandans. Verslunin hafði þá
verið rekin í 75 ár.
Úrskurður skiptaréttar var
kveðinn upp 2. febrúar en að
sögn Ragnars Halldórs Hall
hagkvæmni tilboða, svo og láns-
fjártilboð, sem eftir sé að kanna
og bjóðendum hafi verið gefinn
kostur á að láta fylgja tilboðum
sínum.
I’rátt fyrir þennan varnagla
Landsvirkjunar var svo að
heyra a viðmælendum Tímans,
viö opnun tilboðanna að Hótel
Esju síðdegis í gær, að þeir teldu
næsta öruggt að lægsta tilboði
yrði tekið, enda væri það mjög
hagstætt, eða rúmum 170 millj-
ónum króna undir kostnaðar-
áætlun verkfræðilegra ráðunauta
Landsvirkjunar. Stjórn Lands-
virkjunar mun taka afstöðu til
tilboðanna þegar útboðsgögn og
tilboð hafa verið borin endan-
lega saman og verður að því
loknu skýrt frá niðurstöðum um
hverju tilboðanna 11 verður
tekið. -AB
skiptaráðanda er ekki ljóst hvað
kröfur í búið eru miklar þar sem
frestur til að lýsa þeim rennur út
eftir 2 mánuði.
Síðasti eigandi kjötverslunar-
innar hafði átt fyrirtækið í eitt og
hálft ár þegar hann óskaði gjald-
þrotaskipta. Nýtt fyrirtæki hetur
verið stofnað á sama stað og
kjötverslun Tómasar var tii húsa.
GSH
Kjötverslun
Tómasar:
GJALDÞROTA!
■ Ellert Skúlason, lægstbjóðandi staðfestir tilboð sitt, eftir að tilboð höfðu verið opnuð og
kynnt af stjórn Landsvirkjunar í gær. Tímamynd -G.E.
Loðnan hagar sér undarlega og hrognin
ekki náð eðlilegum þroska:
„EXKERTVRHST
VEMEMSOG
MDÁWVEM"
■ „Luðnan hagar sér mjög
undarlega í vetur. Þó að hún sé
komin þetta langt vestur virðast
hrognin ekki vera búin að ná
eðlilegum þroska nema í litlum
hluta af göngunni. Menn eru
jafnvel að tala um að hún gangi
norður með vesturströndinni og
drepist áður en hún nær að
hrygna,“ sagði Hjörtur Her-
mannsson, yfirverkstjóri hjá
Fiskiðjunni í Vestmannaeyjum,
þegar hann var spurður hvernig
loðnuhrognatakan gengi, en hún
hófst hjá fyrirtækinu fyrir nokkr-
um dögum.
Hjörtur sagði að það gerði
mönnum mjög erfitt fyrir hvað
loðnan væri blönduð, það er að
segja að í nokkrum hluta hennar
væri fullþroskuð hrogn en í
afgangnum mjög smá hrogn.
„Við höfum stundað hrognatöku
í á annan áratug hérna og það
virðist ekkert núna vera eins og
það á að vera. Hins vegar þýðir
ekkert að leggjast í svartsýni
strax því að vel má vera að sú
loðna sem enn er austar við
landið komi til með að skila
okkur fullþroskuðum
hrognum."
Hann sagðist ekki hafa heyrt
neinar skýringar á því hve hratt
loðnan hefur gengið vestur með
landinu núna. Líklegast væri þó
að það stafaði af einhverjum
óvenjulegum skiiyrðum í
sjónum, sem enginn hefði séð
fyrir. „En það er alveg ljóst að
þessi hraði á henni hefur gert
það að verkum að hrognin hafa
ekki náð þeim þroska, sem eðli-
legt er, þegar hún kemur á
hrygningarsvæðið," sagði
Hjörtur.
-Sjó.
Miðstjórn ASÍ:
VÍSAR KÆRUNNI
VEGNA FRAMSÓKN-
ARFUNDARINS FRÁ
■ Miðstjórn Alþýðusam-
bandsins vísaði á fimmtudags-
kvöld frá kæru sem borist hafði
vegna félagsfundar Verka-
kvcnnafélagsins Framsóknar,
þar sem m.a. var haldið fram
að brotin hafi verið fundar-
sköp. „Okkur þótti kæran
ósköp léttvæg - enda er hún
það“, voru orð eins miðstjórn-
armanns ASÍ sem spurður var
um afgreiðslu miðstjórnar á
málinu.
-HEI
dropar
Af þjóðarvitund
Eistlendinga
■ Eistland er eitt af smáríkj-
unum við Eystrasalt sem Stalín
sálugi innlimaði í Ráðstjórnar-
ríkin án þess að tala við kóng
eða prest eins og það er orðað.
Eistlcndingar hafa þó enn tals-
verða þjóðarvitund og smá
snert af þjóðarrembu þannig
að ef þú spyrð Eistlending
hvert sé stærsta ríki í heimi
svarar hann að bragði: „Eist-
Iand“. Ef Eistiendingurinn er
spurður nánar út í þetta segir
hann venjulega: „Þetta er ein-
falt mál. Land okkar liggur að
Eystrasalti. Höfuðborgin er
Moskva og þjóðin býr öll í
Síberíu“.
Húsið á
sléttunni
■ íslensk kvikmyndagerð
stendur með miklurn blóma
nú, og með mánaðarmillibili
eru nú frumsýndar tvær nýjar
íslenskar kvikmyndir. Hins
vegar er ekki alltaf svo að
fjárhagslega dæmið gangi upp
þótt aðsókn sé í góðu meðal-
lagi. Kvikmyndin Húsið sem
sýnd var á síðasta ári ætlar hins
vegar að ganga vel að þessu
leytinu til, og mun nú myndin
komin á slétt Ijárhagslega.
Hafa aðstandendur hennar
tekið upp á því að kalla hana
„Húsið á sléttunni“ af þvi
tilefni.
Sverrir veið-
ir ekki atkvæði
á Húsavík
■ Húsvíkingar eru ckki hrifn-
ir af yfirlýsingum Sverris Her-
mannssonar, iðnaðarráðherra,
í viðtali við íslending á Akur-
eyri nýlega. Þar var hann skýr
og skorinorður að venju og
lýsti því yfir að ef kísilmálm-
verksmiðja yrði ekki reist í
hans kjördæmi þá yrði hún
aldrei reist, „og þeir mega
skera mig á háls ef þeim
sýnist", segir Sverrir. Hann
ræddi enn fremur áform Hús-
víkinga um byggingu trjá-
kvoðuverksmiðju en erlend
fyrirtæki hafa tekið dræmt í
fyrirspurnir ráðuneytisins um
þátttöku í fyrirtækinu. Er hann
var spurður hvað kæmi þá til
greina fyrir Húsvíkinga i stað
trjákvoðunnar svaraði hann:
„Það er nú það. Ég er ekkert að
'velta fyrir mér Húsvíkingum
frckar en Ögurvíkingum. Ég
hef engar sérstakar áhyggjur af
þeim.“
Víkurblaðið á Húsavík gerir
þetta að umtalsefni í síðasta
tölublaði sínu og segir: „Sverr-
ir er sem endranær ekkert
banginn og kemur til dyranna
eins og hann er klæddur. En
það má Ijóst vera af þessu
viðtali að hann ber hag Akur-
eyringa og síns kjördæmis
mjög fyrir brjósti og er tilbúinn
að bjarga því sem bjarga þarf
þar, Húsvíkingar og Ögurvík-
ingar mega sigla sinn sjó.
Skyldi Sverrir vera tilhúinn til
að halda fram sömu skoðunum
næst þegar hann kemur til
atkvæðaveiða á Húsavík?“
Krummi.. .
...sér að 50 milljónum hefur
verið kastað á glæ.