Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 8
8
SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdottir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prótarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskritt á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Samstarf eða
pappírsflóð?
■ Norrænt samstarf hefur borið góðan árangur á
mörgum sviðum, og á alþjóðavettvangi er tekið eftir hvað
norrænu þjóðirnar hafa til mála að leggja, enda koma þær
þar oft fram sem ein heild, eða blokk. Innbyrðis er
samstarfið til fyrirmyndar öðrum þjóðum. Ágreiningsefni
eru leyst með samningum og samræmd löggjöf og
sameiginleg hagsmunamál færa þjóðirnar nær hver ann-
arri. A menningarsviðum er samstarfið hvað greinilegast,
enda meira flaggað en stundum gæti virst tilefni til.
En þrátt fyrir allan fagurgalann um norrænt samstarf
gengur það ckki alvcg hnökralaust fyrir sig, enda væri það
oiætlan. 1 ræðu sem Steingrímur Hermannsson forsætis*
ráðherra flutti á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs sagði
hann að það samstarf, sem þróast hafi á milli hinna
norrænu þjóða, væri jákvætt og að þátttaka íslands væri
sjálfsögð og eðlileg. Síðan sagði forsætisráðherra: „F*ví get
ég hins vegar ekki leynt að í mörgum tilfellum sýnist mér
að slíkt fjölþjóðasamstarf vilji næstum kafna ípappírsflóði
og flókinni ákvarðanatöku. Eað er ef til vill eðliiegt, því
engin þjóð vill sleppa tökum á sínu sjálfstæði og sínum
ákvörðunarrétti um eigin mál. Þarna er vandrataður hinn
gullni meðalvegur á milli óskerts sjálfstæðis þjóða og
árangursríks samstarfs.“
Forsætisráðherra benti á, að á íslandi eru meiri
ónotaðar orkulindir í fallvötnum og jarðvarma en á öðrum
Norðurlöndum, og að við getum vel hugsað okkur frekari
samvinnu við Norðurlöndin á sviði orkufreks iðnaðar, og
einnig á sviði iðnaðar í rafeindafræðum og lífefnafræðum.
Möguleikar eru á fiskeldi í tengslum við jarðvarmann og
loðdýrarækt í tengslum við úrgang úr fiskvinnslustöðvum
og sláturhúsum.
Samstarf í þessum greinum ætti að geta orðið öllum til
hagsbóta. „Pá er norrænt samstarf orðið meira en
nefndarfundir og pappírsflóð.“
Um verslunarviðskiptin hafði Steingrímur sitthvað að
athuga: „Við íslendingar ákváðum fyrir tveim áratugum
að opna land okkar fyrir verslun og viðskiptum. Við
gerðumst þátttakendur í Fríverslunarbandalagi Evrópu
og náðum samningi við Efnahagsbandalagið. Við höfum
síðan leitast við eftir megni að halda áfram á þeirri braut
frjálsrar verslunar. Gífurleg og jafnvel vaxandi viðskipta-
höft, sem koma fram í margs konar opinberri aðstoð við
ýmsar atvinnugreinar, t.d. sjávarútveg, valda okkur
áhyggjum. Slíkt skekkir mjög aðstöðu á mikilvægum
mörkuðum okkar. Pessu hljótum við að mótmæla og
gerum það við hvert tækifæri. Þjóðirnar verða að skilja
það, að ekki er unnt að tala í öðru orðinu háfleygt um
frjáls viðskipti en verja hins vegar ótrúlegum fjárhæðum
tií þess að skapa eigin atvinnugreinum sérstöðu. Þótt
markmið með slíkum aðgerðum sé í mörgum tilfellum
sett, ekki síst til að styrkja byggð á afskekktum stöðum,
verður að finna aðrar leiðir en niðurgreiðslur á fram-
leiðslu, sem síðar er seld á erlendum mörkuðum í frjálsri
samkeppni að nafninu til.
Þó að við íslendingar fögnum og viljum efla norrænt
samstarf, bæði innan Norðurlandaráðs og utan^ þess,
höfum við ýmislegt við samstarfið að athuga. Úr því
viljum við bæta. Ef það tekst væntum við mikils af
norrænu samstarfi.“
Þessu er við að bæta, að viðskiptajöfnuður milli íslands
og annarra Norðurlanda er gífurlegur okkur í óhag. Á
síðasta ári var heildarinnflutningur til íslands fra' Norður-
löndum 28.5%, en ekki nema 5.1% af heildarútflutningi
okkar var til hinna Norðurlandanna. Hér er um gríðarmik-
ið hagsmunamál íslendinga að ræða sem hlýtur að móta
afstöðu okkar til samstarfsins. Það er okkur mikilvægara
að koma á hagkvæmum viðskiptaháttum og að auka
samstarf á sviði fiskverndar og atvinnuuppbyggingar en að
taka þátt í óendanlegu nefndaþvargi og n arnleiösiu
pappírsflóða og verðlaunaútdeilingum til einstaklinga,
sem öðrum koma ekki við. OÓ
menningarmál ,
„Þið munið hann Jörund”
■ Sviðsmynd úr syningu Vasa-leikhussins á „Þið munið hann Jörund“
kemur út á dönsku
■ Nú hefur danska leikritautgafan
„Drama" gefið út leik Jónasar Arna-
sonar, „Þið munið hann Jörund" á
dönsku og nefnist leikurinn í þýðing-
unni „I husker vel Jörgen“. Það er
Peter Söby Kristensen sem leikinn
hefur þýtt, en hann er lektor í
dönsku við Háskóla íslands. Fylgir
þýðingunni inngangur um efnið eftir
hann, þar sem gerð er grein fyrir
hinum sögulegu forsendum að baki
leiksins.
Bókin er 138 síður og prýdd myndum
frá uppfærslum á leiknum í Reykjavik
og í Vasa og með fylgja nótur af öllum
söngvunum.
í formála segir Peter Söby Kristen sen
svo meðal annars:
„Árið 1809 var þekkt sem það ár
þegar menn gátu orðið kóngar í Svíaríki,
aðeins ef þeir biðu nógu lengi. Hinn
franski marskálkur Napoleons, Berna-
dotte reyndist hafa mesta biðlund og varð
ættfaðir sænsku konungsættarinnar og
skaut þar með tveimur eða þremur með
limum dönsku konungsfjölskyldunnar
ref fyrir rass, þar á meðal Friðrik sjötta,
Danakonungi.
En sjálfsagt vita færri að danskur
skipstjóri í þjónustu Englendinga Jörgen
Jurgensen, útnefndi sjálfan sig konung
íslands þetta sama ár og bauð Friðrik
sjötta þar með byrginn. Honum var
steypt af stóli af Englendingum og lifði
hann löngu lífi ogævintýralegu eftir það,
sem njósnari og atvinnuleikari.
í endurminningum sínum ritar Jörgen
um konungdóm sinn á íslandi og segir
að þarna sé efni sem gamanleikja-
höfundur mundi síðar geta gert sér mat
úr.
„Þið munið hann Jörund" er ævintýra-
kenndur gamanleikur um þær sex vikur
er stjórnartíð Jörundar varði. Var það í
þorskastríðinu árið 1960 sem höfundur-
inn fékk löngun til þess að gera efninu
skil og láta spádóm Jörundar rætast.
Nútíð, fortíð, ævintýri og raunveruleiki1
blandast saman í eftirminnilega heild.
Uppákomurnar í leiknum eru tengdar
saman með söngvum og dönsum. Um-
gjörðin er enska kráin „Jokers and
Kings" þar sem þrír vísnasöngvarar
koma saman og segja söguna af Jörundi
haustið 1809 með dyggilegri aðstoð við-
staddra. Irskir, skoskir og enskir söngvar
fá he'r nýjan texta af þessu tilefni.
Vegna hins litríka persónuhóps og
kostulegu umgjörðar hefur leikurinn
„Þið munið hann Jörund" öll efni til þess
að úr verði eftirminnileg sýning sem allir
ættu að skemmta sér hið besta við að
horfa á“.
Óvxnt uppákoma á dansleik í Reykjavík.Teikning eftir Jörund sjálfan.
GJOF TIL
EVRÓPU-
RÁÐSINS
■ í norður Kanada er víða að finna
merkilegar minjar frá f orsógulegum
tíma að þvi að talið er. Hér er um að
ræða eins konar myndastyttur
hlaðnar úr grjóti. Oftast eru styttur
þessar breiðari að neðan en mjókka
eftir því sem ofar dregur þó að
stundum sé þessu öf ugt farið. Sum-
ar stytturnar eru um þriggja metra
háar og sumar þeirra likjast
mönnum.
Ekki ber fræðimönnum saman um
aldur þessara merkilegu fyrirbæra og
hugsanlega eru þær misgamlar. Það
hefur líka gert vísindamönnum erfitt
fyrir að svo virðist sem að við þeim hafi
töluvert verið hróflað í gegnum aldirnar
og margar þeirra verið endurhlaðnar.
Óblíð náttúruöflin hafa ennfremur mik-
ið unnið á þessum minnismerkjum for-
tíðarinnar.
Menn ímynda sér að stytturnar hafi
gegnt mismunandi hlutverkum. Sumar
þeirra hafa greinilega verið eins konar
vörður til að merkja sleðaleiðir og gera
mönnum auðveldara að rata í dimm-
viðrum, milli staða. Aðrar eru taldar
vera reistar í trúarlegum tilgangi, annað
.hvort hlaðnar til heiðurs öndum eða þá
til að marka af heilaga staði. Einnig gera
menn því skóna að þær hafi verið
notaðar af indíánum og eskimóum til að
laða að hreindýr.
Miklar vonir eru bundnar við forn-
leifarannsóknir sem fara nú fram í
tengslum við stytturnar og vænta menn
að þær leiði til þess að meira verði vitað
um uppruna og eðli þessara dularfullu
fyrirbæra.
Nú nýlega var reist í Strasbourg eftir-
líking af einni slíkri styttu og er þar um
að ræða gjöf Kanadastjórnar til Evrópu-
ráðsins.