Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1984, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 4. MARS 19S4 AÐ BERJA HÖFÐINU Landssamtök um jafnrétti og stjórnar- skrármál komin í þrot ■ „Mcr er skemmt, í djammiö ég mér gæti dcmbt," söng einn besti skemmtikraftur landsins, Ómar Ragnarsson af miklum fjálgleik á sínum tíma, og ég tek af innileik undir þau orð hans og geri að mínum, a.m.k. fyrri partinn - mér er skemmt. Það sem skemmtir mér og kætir mig eru „hlýjar kveðjur" þeirra Guðmundar Jónssonar, Kópsvatni I og Aðalbjörns Benediktssonar, Hvammstanga, sem þeir sendu mér hér í Tímanum í síðustu viku, vegna Helgarpárs míns um kjör- dæmaskipulag okkar og fyrirhugaðar breytingar á því. Það var meginmarkmið mitt með þessum tilskrifum, sem féllu aðalfulltrúum jafnréttisbarátt- unnar lítt í geð, að reyna að vekja upp einhverja umræðu hér í Tímanum um þctta viðkvæma réttindamál og það hefur tekist, a.m.k. að hluta. Ekki hefur neitt heyrst frá talsmönnum þéttbýlis- sjónarmiða í þessu máli, enda eru þeir ef til vill ekki svo margir í hópi Tímalesenda, án þess þó að nokkuð sé um það fullyrt hér. Ég sagði reyndar þegar ég hóf máls á því misrétti sem viðgengst í kjördæmaskipan okkar lands- manna, að það þyrfti góðan kjaft til þess að verja slæman málstað, en ég ætla að láta þá fullyrðingu liggja á milli hluta hér, vísa aðeins í umræddar greinar, sem birtust í Tímanum 21. og 25. febrúar sl. og síðan getur hver dæmt fyrir sig, hvort um góða kjafta er að ræða, eður ei. Þó get ég ekki látið hjá líða að vitna örlítið í greinar þeirra Guðmundar og Aðalbjörns, til þessað þeir scm ekki hafa greinarnar hjá sér viti í grófum dráttum út á hvað þær gengu: Grein Guðmundar birtist á undan, undir fyrirsögn- inni „Helgarpár fáviskunnar". Þarsegir m.a. „Helg- arpár Agnesar Bragadóttur lýsir svo mikilli fáyisku og hroka í garð þeirra sem búa úti á landi..." og síðar segir Guðmundur: „Er þá best að athuga fyrst hvað orðið einmenningskjördæmi merkir, en ég dreg mjög í efa, að Agnes viti það.“ Ekki nenni ég nú að svara svona persónulegu hnútukasti um hroka minn, fávisku og þekkingar- leysi, en lýsi einungis undrun mminni, á því að Guömundur, fyrst hann á annað borð ritaði „leið- réttingargrein" á tvo þriðju hluta einnar síðu, skyldi ekki nota plássið að einhverju leyti í að rökstyðja mál sitt - þ.e. að reyna með einhverjum hætti, (sem ég að vísu veit ekki hver gæti verið) að réttlæta það misvægi atkvæða sem nú er við lýði og hann vill viðhalda. Ekki eitt orð um það frá Guðmundi, sem stutt gæti málstað þann sem Landssamtök um jafnrétti telja sig vera að berjast fyrir. Sömu sögu er að segja af tilsvari Aðalbjörns, sem var að vísu heldur styttra. Svar Aðalbjörns nefndist „Ósannindi Agnesar Bragadóttur blaðakonu leið- rétt“. Aðalbjörn segir m.a. í grein sinni: „Eitthvað ýfðist skap blaðakonunnar við...“ síðar segir Aðal- björn: „Bretar meta meira aðra kosti einmennings- kjördæmis heldur en jafnt atkvæðavægi," og niður- lagsorð Aðalbjörns eru þessi: „Um grein Agnesar í heild er það að segja að slíkar ritsmíðar verða varla til nema vanþekking sé mikil, sannleiksást lítil og skapið afleitt." Þar hef ég það, bæði heimsk, lygin og skapvond - verra gæti það varla verið! Aðalbjörn reynir ekki einu orði í þessari „lof grein" sinni um mig, að færa rök fyrir misréttismál- stað sínum, sem hann nefnir jafnréttismálstað. Hann scgir Breta meta meira aðra kosti einmenn- ingskjördæmis heldur en jafnt atkvæðavægi. Skyldi það hafa veri óviljaverk Aðalbjörns að tala um jafnt atkvæðavægi sem kost? Ég hallast að því að það hafi verið meiriháttar slys. Hvers vegna í ósköpununt reyna blessaðir mennirnir ekki, fyrst þeir á annað borð eru farnir út í greinaskrif um málið, að reyna að rökstyðja málstað sinn? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess að þeir eru fyrirfram komnir í þrot - þeir geta ekki með nokkru móti varið málstað sinn, og til þess að fela þá dapurlegu staðreynd Landssamtaka um jafnrétti og stjórnarskrármál, þá velja þeir auðförn- ustu leiðina, gífuryrði og persónulegt skítkast. Það er ekki úr vegi, fyrst ég er nú farin að helgarpára á nýjan leik um kjördæmamálið, að vitna lítillega í skýrslu stjórnarskrárnefndar um kjördæmamálið, sem kom út í desember 1982, eða fyrir rúmu ári. Fyrst ætla ég að vitna í bréf formanns nefnuarinnar, Dr. Gunnars heitins Thoroddsen, til formanna þingflokkanna. Hann segir þar m.a. um skýrsluna: „Er þar fjallað á ítarlegan hátt um það hvcrjar leiðir og kostir einstakir nefndarmenn telja að komi til greina um breytingar á kjördæmaskipan landsins frá því sem nú er. Hafa þar eftirfarandi sjónarmið verið höfð efst í huga: í fyrsta lagi að leiðrétta það misvægi atkvæða, sem skapast hefur vegna búsetubreytinga í landinu á liðnum ára- tugum. í öðru lagi að tryggja sem mest jafnræði milli einstakra þingflokka." í skýrslu nefndarinnar er byrjað á því að gera grein fyrir misvægi eftir búsetu, og gerð grein fyrir þeim hugtökum sem til grundvallar eru lögð í skýrslunni - kjördæmamisvægi, þéttbýlismisvægi og höfuðborgarmisvægi. Kjördæmamisvægi er skil- greint sem hlutfall þingsætistölu hvers kjördæmis á móti lægstu þingsætistölu, og er þá gjarnan horft á hámark þess hlutfalls, þ.e.a.s. hlutfalla mestu og minnstu þingsætistölu. Þéttbýlismisvægi er skil- greint á sama hátt og kjördæmamisvægið, nema hvað viðmiðunin er ekki við lægstu þingsætistölu, heldur þingsætistölu fjögurra fámennustu kjördæm- Það er best að halda sig við töflur stjórnarskrár- nefndar, þegar þetta mál er rætt, en hætta sér ekki út í annað vogarskálarævintýri, þegar þeir Guð- mundur, Aðalbjörn og aðrir fulltrúar Landssam- taka um jafnrétti eru annars vegar. Það er sennilega óheyrilegur dónaskapur að tala um Reykvíkinga og Reyknesinga mælda í kippum svo og svo marga saman, þótt að tölur um kjördæmamisvægi sýni og sanni að árið 1974 þurfti 4.15 Reykvíkinga til þess að vega upp á móti einum Vestfirðingi og árið 1979 þurfti 4.11 Reyknesinga til þess að vega upp á móti einum Vestfirðingi. Aukin heldur er það áreiðan- lega bölvuð lygi. að nú ekki sé talað um hroka í garð þeirra sem búa úti á landi að halda þessu fram. Svo ég vísa allri ábyrgð af töflunni yfir á breið bök þeirra stjórnarskrárnefndarmanna. í skýrslunni segir, þegar þessi tafla hefur verið birt: „í töflu I kemur glögglega fram að þegar við anna. Höfuðborgarmisvægi er mælikvarði sem byggist á því að taka hlutfall sameiginlegrar þing- sætistölu Suð-Vesturlands, þ.e.a.s. Reykjavíkur og Reykjaness á móti sameiginlegri þingsætistölu allra hinna. Stjórnarskrárnefndin setur upp í töflu í skýrslu sinni hvernig misvægi atkvæða hefur verið í kosningum frá því 1959, en störf nefndarinnar miðuðust m.a. að því að ná fram svipuðu vægi atkvæða og var 1959. Til áréttingar held ég að rétt sé að birta þessa töflu hér, en hún nær aðeins til kosninganna 1979, en ekki 1983, þar sem skýrslan er gerð á síðari hluta árs 1982. upphaf núverandi kjördæmaskipunar var verulegt misvægi eftir búsetu, enda mun kjördæmabreyting- in þá fremur hafa beinst að leiðréttingu misvægis milli flokka en eftir búsetu. Á hinn bóginn er og Ijóst að búsetumisvægið hefur ntjög aukist frá 1959 til þessa dags. Eins og að framan greinir er það einróma álit nefndarinnar að með breyttu kosmnga fyrirkor.iulagi verði að draga stórlega úr misvægi atkvæða eftir búsetu kjósenda, enda þótt nokkur ágreiningur sé um hversu langt beri að ganga." Læt ég helgarpári lokið að sinni, en beini þcint tilmælum til landssamtakamanna um jafnrétti. að ef þeir á annað borð ómaka sig á nýjan leik til þess að skrifa grein/greinar um kjördæmamálið, að þeir rökstyðji í nafni jafnréttisins, - hugsjónar sinnar - hvað réttlætir óbreytta kjördæmaskipan og óbreytt vægi atkvæða. Misvægi atkvæða eftir búsetu Uppbótarþingmenn eru taldir til sinna kjördæma. Kjördæma Þéttbýlis Höfuðborgar Kjördæmi með minnst/mest misvægi misvægi misvægi atkvæðavægi 1959 3,22 2,58 1,93 RV/NV 1963 3,56 2,85 2,06 RV/VF 1967 3,02 2,61 2,07 RV/NV 1971 3,37 2,98 2,20 RV/VF 1974 4,15 3,03 2,27 RV/VF 1978 3,51 3,17 2,47 RV/VF 1979 4,11 3,48 2,64 RN/VF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.