Tíminn - 06.03.1984, Page 2

Tíminn - 06.03.1984, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 fréttir Öll loðnan geng- in vestureftir? ■ „Viðhöfumundanfarnadagaverið að athuga hvort von væri á meiri loðnu úr austurátt og niðurstaðan er sú að óvarlegt sé að ætla það. l>að var loðna út af sunnanverðum Austfjörðum fyrir um mánuði og við athuguðum allt það svæði núna og fundum ekki neitt. Það bendir til þess að loðnan sé öll gengin vesturcftir,“ sagði Hjálmar Vilhjálms- son, leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni, sem undanfarna daga hefur verið við loönuleit við suöur- ströndina. Hjálmar sagði, að lýsingin á þeirri loðnu sem væri að fást við Vestmanna- eyjar um þessar mundir kæmi heim og saman við loðnuna sem var fyrir sunn- anverðum Austfjörðum fyrir mánuði. Það benti til þess að um væri að ræða sömu gönguna og að engar vísbcnding- ar hefðu komið fram um að von væri á fleiri göngum að austan. Hann sagði ennfremur að leiðangurinn myndi halda sig við veiðisvæðið í kringum Vestmannaeyjar næstu tvo daga að minnsta kosti og síðan yrði haklið norður undir Snæfellsnes til að kanna möguleika á nýjum göngum úr vestur- átt, sem ekki væri útilokað að kæmu. Aðspurður um hvort einhverjar skýringar væru á því hvers vegna loðnan sem nú er að fást á veiðisvæðinu við Vestmannaeyjar væri svo smá sem raun ber vitni og brognin óþroskuð sagðist Hjálmar ekki hafa þær á reiðum höndum. Hins vegar sagði hann að oft væri það með göngufisk, að stærsti og elsti fiskurinn gengi fyrst. „Það er í sjálfu sér mjög eðlilegt að loðnan sem nú er á svæðinu frá Vestmannaeyjum og norður að Reykjanesi sé skemmra á veg komin hvað varðar hrognafyilingu og hrogna- þroska heldur en loðnan sem er komin vestur á Breiðafjarðarsvæðið. Það er líka eðlilegt að hún sé sniærri svo að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt.“ - Það hefur líka verið talað um að loðnan væri óvenju blönduð núna, það cr að segja misstór og misjafnlega langt á veg komin hvað varðar hrogna- þroska? „Það er Ifklegt að stærsta loðnan sem nú er verið að veiða á Vestmanna- eyjasvæðinu séu einhverjar eftirlegu- kindur úr fyrri göngum. Annars gcta verið á því margar skýringar og það er best 'að fullyrða sem minnst á þessu stigi,“ sagði Hjálmar. -Sjó inagait mmlakar ÚtveggjakkBónlng fyrlr íslenskar aöstœður áótrúlega hagstœöu veiöi! 'll 1<AíTV> Hina stílhreinu Plagan Populár útveggja- klæðningu fáið þið hjá okkur. Hentar bæði nýbyggingum og gömlum húsum, t.d. ef auka þarf einangrun þeirra. Veggklæðning í hæsta gæðaflokki. Lítiö inn og kynnið ykkur kosti Plagan Populár veggklæðningarinnar. BYGGINGAVORUVERSLUN Nj KÓPAVOGS BYKO TIMBURSALAN SKEMMUVEGI 2 SÍMI:41000 „Leit á þetta sem venjulega filmu sem ekki kæmi mér sérstaklega við og.... VAR MJfiG ÁNÆGWIR MEB ARANGUMNN” — segir Halldór Laxness í spjalli vegna kvikmyndar- innar Atómstödin, sem frumsýnd var um helgina Mí „Mér líkar myndin ágætlega, þeir hafa lagt mikla og alvarlega vinnu í þetta og árangurinn er eftir öllum vonum,“ sagði Halldór Laxness, þegar blaðamað- ur spurði hann hvernig kvikmyndin Atómstöðin hefði komið honum fyrir sjónir. Það fjölgar óðum þeim sögum Hall- dórs sem ráðist er í að gera kvikmynd eftir, fyrst var Salka Valka, þá Brekku- kotsannáll og Paradísarheimt, sem Þjóð- verjinn Rolf Hádrich stjórnaði og kvik- myndir hafa verið gerðar eftir a.m.k. tveim smásögum hans, Lilju og Jóni í Brauðhúsum, „það var eiginlega bibl- íuleg mynd og ákaflega vel gerð mynd, hún var á allt öðrum nótum en venjuleg skemmtimynd, þetta var svona fagur- fræðileg úttekt á texta úr Nýja Testa- mentinu," sem ég var mjög þakklátur fyrir," sagði Halldór um síðastnefndu myndina. Er mikið um það að kvikmyndagerð- armenn, innlendir og erlendir eru að koma til þín og biðja um rétt til að gera kvikmyndir eftir sögum þínum? „Já, það hefur oft staðið til og stund- um verið framkvæmt og stundum farið úr böndunum. En ég hef nú ekki gefið mig fram við kvikmyndagerðarmenn að fyrra bragði, því að ég lít nú ekki svo á að mín verk séu sérlega gerð fyrir, eða hugsuð fyrir kvikmyndir. Það hefur þó tekist fyrir einhverja tilviljun að finna efni eftir mig, sem hefur átt vel við kvikmyndun. Sumt hcfur nú verið í of stóru broti. Það voru Þjóðverjar sem tóku sögu eftir mig um manninn sem fór til Utah, og það voru þrjár heils kvölds myndir. Það tók heilan dag að sjá alla myndina. Þeir komu með hana til lands- ins og ég leit á hana hjá þeim og þeir buðu gestum og það tók allan daginn frá morgni og fram á kvöld að sjá hana. Ég segi nú fyrir mig að ég hef ekki haft svo ákaflega mikinn áhuga á kvikmynd, ekki meira en hver annar og það er ekki endilega höfundurinn sjálfur, sem sker úr um það hvort kvikmyndin hefur tekist vel eða ekki, það er mest undir filmu- gerðarmönnunum sjálfum komið. Og ■ Halldór Laxness. Tím,amynd: Róbert það er dálítið erfitt að fá útlendinga til að gera góðar kvikmyndir frá Islandi. Það verður dálítið fjarstæðukennt og verkar skrítlega á okkur. Hefurðu skrifað kvikmyndahandrit sjálfur? „Ég hef lítið gert af því, ég hef ekki ánægju af því starfi. Það liggur mjög fjarri mér, sem skáldsagnahöfundi og stílista. Þetta er allt annað form og hugsunarháttur og langt bil á milli epísks höfundar og kvikmyndagerðarmanns.'1 Þú lítur kannske ekki á persónurnar á tjaldinu, sem þín sköpunarverk, þegar þú horfir á myndir gerðar eftir sögum þínum? „Ég lít nú ekki þannig á að þær ættu að vera það eða geti verið, en dæmi bara um þær eftir eigin smekk, þar sem ég sit í sæti mínu eins og aðrir áhorfendur. Ég hef ánægju af sumu og minni af öðru eins og gengur. Og þessi mynd sem var frumsýnd á laugardaginn var ágætlega gerð og ákaflega mikil vinna í henni og dregnir fram hlutir sem voru virkilega þess verðir að koma fram á filmu." Hvernig finnst þér myndin ná anda þeirra tíma sem hún gerist á? Ja, það er náttúrlega dálítill klofning- ur eða „discrepance" í því, þótt ekki séu liðnir nema fáir áratugir frá því að bókin kemur fram og þangað til að hún er filmuð og það getur ráðið ansi miklum úrslitum, Og það er algjörlega undir kvikmyndagerðarmönnunum sjálfum hvernig það tekst, því að þeirra vinna hvílir á svo allt öðrum undirstöðum eða forútsetningum en skáldsagan. Maður má ekki dæma um það eftir frumtextan- um, þar verður að dæma eftir forsendum filmunnar." Heldurðu að kvikmyndin sé að ná yfirhöndinni yfir bókina í menningarlífi á íslandi? „Nei, ekki hefur mér nú dottið það í hug. Það er nú annars kannski ekki undir öðru komið hvað menn eru klókir að búa til filmu og svo öllu sem þeir þurfa að hafa í höndunum til að geta framleitt filmu, það er svo allt annað og ólíkt því að skrifa skáldsögu, þar sem maður þarf bara að hafa ró og næði og penna ogeinhverja pappírsómynd. Þetta er svo ansi ólíkt. Það getur vel verið að það sé til ágæt bók, sem tekst illa í kvikmyndun, en það þarf ekki að vera vegna þess að kvikmyndagerðar- mennirnir séu vondir, það getur verið vegna þess að bókin passar illa fyrir kvikmyndir. Það eru svo margir faktorar í þessu sem þarf að taka tillit til, og það er alltaf mikið vandamál að búa til kvikmynd úr skáldsögu, einkanlega ef skáldsagan er sæmilega læsileg. Þá liggur svo mikið af gildi bókarinnar í frásagnar- hættinum, en þarna er allt sýnt í fótó- grafíu, sem er fjarlægur hlutur. En sem sagt, ég lét mér ekki dctta i hug að gera neinn samanburð við bók- ina, ég leit bara á þetta sem venjulega filmu, sem ekki kæmi mér neitt endilega við, en ég var mjög ánægður og fannst þeir hafa gert vel í því að velja þá þætti úr bókinni sem eru auðljósmyndaðir, og tiltölulega auðvelt að leika ef maður er með góða leikara og þarna var ákaflega duglegt fólk, sem ég hef aldrei séð á mynd eða sviði áður og það var mjög ánægjulegt að horfa á það. -JGK Kjarasamningarnir: Samþykktir með miklum meirihluta ■ „Samningurinn var samþykktur með 106 atkvæðum gegn 47,“ sagði Herdís Olafsdóttir spurð um atkvæðagrciöslu Verkalýðsfélags Akraness á nýgerðum kjarasamningum ASÍ og VSÍ. Herdís kvað úrslitin ekki hafa komið á óvart. „Þótt það sé nú svona andóf í málunum, sérstaklega út af töxtum kvennanna, þá snertir þessi vitleysa sem gerð hefur verið ekki kaup þeirra sem eru á öðrum töxtum. Það sjá það líka allir að það er gagnslaust að fella samn- inga sem forysta verkalýðsfélagsins var búin að taka afstöðu með. Það var hins vegar nokkur andófshópur kvenna sem var þarna á móti. Enda geta konur ekki verið ánægðar með það að bónusinn sé notaður til að halda konunum á mikið lægra tímakaupí heldur en greitt er sem viðurkennt lágmarkskaup í iandinu", sagði Herdís. Hlíf í Hafnarfirði samþykkti samning- ana með mikium meirihluta atkvæða, að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar, varafor- manns Hlífar. Fundurinn samþykkti til- lögu þar sem segir að kjarasamningarnir séu samþykktir með þeim fyrirvara að ekki sé verið að samþykkja samning við Hval h.f. vegna hvalvinnslu. Ennfremur sé samþykktin háð því skilyrði að ríkið standi við þær félagslegu úrbætur sem getið sé um á fylgiskjölum með samn- ingnum. Spurður hvers vegna Hvalur h.f. sé tekinn sérstaklega benti Sigurður á að mikil óánægja hafi verið meðal starfs- fólksins þar vegna þess að haustið áður hafi verið gerðir kjarasamningar á al- mennum markaði, sem Hvalur h.f. túlk- aði þannig að þeir gengju út fyrir alla sérkjarasamninga, sem aldrei hafi skeð áður. Við Hval hafi alltaf verið gerður sérkjarasamningur sem sé óháður samn- ingum á aimenna markaðinum og slíkan samning verði því að gera fyrir næsta sumar. Verkakvennafélagið Framtíðin í Hafnarfirði samþykkti kjarasamninginn með 122 atkvæðum gegn aðeins 8, en 4 skiluðu auðu. Verkalýðsfélagið Jökuii á Höfn sam- þykkti að fresta atkvæðagreiðslu um samningana - og reyna fyrst samning- aviðræður við atvinnurekendur á staðnum. Svipuð samþykkt var gerð hjá Verslunarmannafélaginu í Borgarnesi. -HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.