Tíminn - 06.03.1984, Page 5

Tíminn - 06.03.1984, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 1984 fréttir Bifreiða- og ferðakostnaður ríkisins árið 1982: w SAMSVARAR 730 MIUJ. KRONA SAMKV. NIÍGIIDANDI VERDLAGI! ■ Bílakostnaður ríkisins árið 1982 var samtals tæpar 212 milljónir króna. Ferðakostnaður sem ríkið þurfti að greiða sama ár nam tæpum 120 miilj. króna. Samtals mundu þessir tveir kostn- aðarliðir samsvara um 730 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Tekið skal fram að útgjöld til bflakaupa eru ekki meðtalin í framangreindri upphæð, en hins vegar eru afskriftir af bílum fyrír- tækja í B-hluta fjárlaga meðtaldar. Um 800 ríkisbílar Um helmingur af bílakostnaði ríkis- ins, 104,1 millj. króna árið 1982 var vegna reksturs, viðhaldskostnaðar og trygginga eigin bíla. Alls voru bílar ríkisins taldir 796 árið 1982, þannig að meðal rekstrarkostnaður hefur numið um 130 þús. krónum á hvern bíl sem samsvara mundi um 285 þús. kr. á núgildandi verðlagi. Nær 11 milljónir í leigubíla Næst stærsti bílakostnaðarliður ríkis- ins var 50,8 millj. króna sem greiddar voru ríkisstarfsmönnum vegna nota á 3.611 einkabílum þeirra, eins og áður hefur verið frá skýrt íTímanum. Þá voru greiddar rösklega 24,3 millj. króna vegna leigu á btlaleigubílum, um 21,7 millj. vegna svonefnds annars aksturs, þ.e. kostnaðar sem ekki fellur undir aðra tilgreinda liði. Og loks eru taldar nær 10,8 milljónir króna vegna leigubíla af leigubílastöðvum. Lang mestu not- endur leigubíla eru: Menntamálaráðu- neytið með röskar 3 millj. króna 1982, þar af rúmar 1,9 millj. vegna Öskjuhlíð- arskóla. Heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytið með tæpar 2,8 millj., þar af rúmar 1,2 millj. vegna Landsspítalans. Og samgönguráðuneytið með rúma 1. millj., þar af um 700 þús. vegna Skipaút- gerðarinnar. Bílakostnaður Vegagerðarinnar 50 milljónir Mesti bílakóngur ríkisins er Vegagerð ríkisins, sem rekur 136 bíla er kostaði um 22,8 millj, króna að reka. Þar við bættist annar akstur fyrir tæpar 15 millj. um 7,4 millj. voru greiddar starfs- mönnum vegna einkabíla þeirra og tæp- ar 5 millj. fyrir bílaleigubíla. Alls nam bílakostnaður Vegagerðarinnar um 50,2 millj. eða tæpum fjórðungi af heildar bílakostnaðir ríkisins. Rafmagnsveitur ríkisins koma næstar í röðinni með 121 eigin bíl hverja kostaði 21,5 millj. króna að reka þetta ár. Þar við bættust um 3,8 millj. vegna bílaleigubíla og rúmar 1,9 millj. króna greiðslur til starfsmanna vegna einka- bíla. Alls nam bílakostnaður RARIK rúmlega 27,5 milljónum króna. Þriðju í röðinni eru Póstur og sími sem rak 111 bíla fyrir um 10 millj. Við bætast 5,5 millj. vegna bílaleigubíla og 5,2 millj. vegna einkabíla starfsmanna eða samtals 21,2 millj. króna bílakostn- aður samtals. Löggubílar um 140 Alls voru 138 lögreglubílar í notkun árið 1982. Rekstrarkostnaður þeirra nam 24 millj. króna það ár. Þá má nefna að á vegum Flugmálastjórnar voru 42 bílar sem kostaði rúmar 2 millj. að reka auk þess sem starfsmenn fengu tæpa 1 m.illj. fyrir notkun eigin bíla. Um 120 milljóna Ferðakostnaður á vegum ríkisins var tæpar 120 millj. króna árið 1982, sem fyrr segir. Þar af innanlands nær 69 millj. króna og utanlands tæp 51 milljón króna. Vegagerðarmenn eru einnig mestu ferðagarparnir, með tæplega 19 millj. króna ferðakostnað 1982, að lang mestu leyti innanlands. Næstar koma Rafmagnsveitur ríkisins með rúmar 11 milljónir, þá Póstur og sími með tæpa 7,5 millj., að stórum hluta erlendis og í fjórða sæti cr utanríkisráðuneytið með rúmar 6 millj. króna. Af öðrum má nefna: Orkustofnun 4 millj., Landsspít- ali tæpar 4 millj., Flugmálastjórn 3,7 millj. og Kröfluvirkjun sem kostaði ríkið um 2,9 milljónir króna í ferða- lögum árið 1982. Um 14,5 milljóna veisluhöld Þá má nefna að risnukostnaður ríkis- ins árið 1982 nam um 14,5 millj. króna þar af tæpar 11,8 millj. scm greiddar voru samkvæmt reikningum vegna gesta- boða t.d. frá veitingahúsum. Samsvar- andi tala miðað viö verðlag nú mundi nema 32 millj. króna á ári. - HEl Danir hafa áhuga á að sýna „Húsið” í kvikmyndahúsum ■ „Við erum í sambandi við danskt Hann sagði ennfremur að eftir nokkr- fyrirtæki sem hefur sýnt áhuga á að fá myndina til dreifingar um kvikmyndahús vítt og breitt um Danmörku. Það hefur haft hana til skoðunar núna í um tvær vikur og við vitum að hún hefur vakið hrifningu. Þess vegna erum við nokkuð bjartsýn á að úr þessum áformum verði, sennilega áður en langt um líður. Annars borgar sig ekki að vera með neinar fullyrðingar, en þetta ætti að skýrast í næstu viku," sagði Egill Eðvarðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Húsið, þegar Tíminn spurði hann hvernig gengi að koma myndinni á markað erlendis. Egill sagði að þreifingar væru víða í gangi og þegar væri búið að semja um að myndin yrði sýnd í sjónvarpi í Ástralíu. Nú stæðu yfir viðræður um að hún yrði sýnd í sjónvarpi í Þýskalandi og þá væru japanskir aðilar að athuga myndina. „Ég held mér sé óhætt að segja að við leitum fyrir okkur í öllum heimsálfum, nema kannski Afríku," sagði Egill. ar vikur yrði myndin sýnd ásamt níu öðrum myndum frá Norðurlöndum, þar á meðal Hrafninn flýgur, á kvikmynda- kynningu íNew York. „Þóaðómögulegt sé að segja fyrirfram hvað út úr því kemur erum við óneitanlega spennt. Svona kynningar geta alltaf verið lykill að einhverju stærra,“ sagði Egill. -Kostar ekki gífurlegt fé að kynna kvikmyndir erlendis? „Auðvitað kostar það mikla peninga. Við erum til dæmis búnir að leggja í það meira fé en við höfum fengið til baka enn sem komið er. Það sem þyrfti að gera hérna væri að stofna fyrirtæki sem hefði það á sinni könnu að koma íslenskum kvikmyndum á framfæri. Það er alveg ljóst að markaðurinn hér á landi er alltof smár og ef kvikmyndagerð á að dafna eðlilega þá verður að grípa til einhverra siíkra ráða. Enda held ég að þaðsé bara tímaspursmál hvenær það verður gert,“ sagði Egill. -Sjó Borgarrað felldi tillögu umferðarnefndar: „Mun endurflytja tillöguna í vor“ ■ „Að berjast fyrir úrbótum í um- ferðarmálum er eins og trúboð, við vitum að árangurinn kemur seint í Ijós, en við höldum áfram að reyna að kristna heiðingjana, alla vega meðan við erum ekki étin.“ Eitthvað á þessa leið sagði Katrin Fjeldsted borgarfulltrúi og formað- ur umferðarnefndar á borgarstjórn- arfundi i fyrradag. Katrín gerði að umtaisefni meðferð borgarráðs á tillögu frá umferðarráði þess efnis að lögfestur yrði 30 km, hámarks- hraði í Þingholtunum. Borgarráð felldi tillögu umferðarráðs með 4 atkvæðum gegn einu á fundi sínum á dögunum. Katrín ræddi um þann árangur sem orðið hefði á síðasta ári, Norræna um- ferðaröryggisárinu, þegar banaslysum í umferðinni fækkaði um 7 frá meðaltali áranna 1978-1982, en það hefur ekki gerst nú um hríð að banaslysum fækki frá ári til árs. Hún vitnaði til árangurs Svía í aðgerðum þeirra við að fækka banaslysum í umferðinni en í gömlu íbúðahverfi í Gautaborg hefði tekist að fækka banaslysum á börnum úr 28 á 10.000 börn á ári í 1.5-5 banaslys á 10.000 börn á ári. Þessar upplýsingar hafði Katrín úr grein Ólafs Hergils Oddssonar héraðslæknis á Akureyri í íslendingi fyrir nokkrum árum. Þessi fækkun slysa hefði tekist með endur- skipulagningu gatnakerfis og öðrum að- gerðum með öryggi gangandi vegfarenda í huga. Hún vitnaði einnig til greinar Valgarðs Briem formanns umferðarráðs í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum, þar sem hann sagði meðal annars að reynslan sýndi að fækkun slysa eitt ár fylgdi gjarna fjölgun þeirra árið á eftir, „við geíom reiknað með því að 25 mannslíf verði það gjald sem við greið- um fyrir umferðina á þessu ári,“ sagði Katrín. Katrín rökstuddi nauðsyn hraðatak- markana í Þingholtunum''með því að þar væru götur þröngar og gatnamót tíð og hús gjarna byggð út að götum, eins og víðar í gömlum hverfum. Hún sagði að aksturshraði væri neðarlega á blaði yfir orsakir umferðarslysa eins og þær væru túlkaðar af lögreglu, en samkvæmt samtali við Óskar Ólafsson yfirlögreglu- þjón væru upplýsingar um hraða hafðar eftir ökumönnum sjálfum. Katrín sagði að sér segði svo hugur um að aksturs- hraði ætti þarna meiri sök en skýrslur greindu og áhyggjur foreldra vegna hraðaksturs í hverfunum væri nóg á- stæða til aðgerða. „Við verðum að reyna að gera okkur í hugarlund stærðarhlutföllin, 20 kíló- gramma barna andspænis 2 tonna málm- ferlíki. „Davíð verður að setja Golíat leikreglur," sagði Katrín. Hún boðaði að hún myndi endurflytja tillöguna um hámarkshraða og hraðahindranir í Þing- holtunum næsta vor. JGK Jón Kjartansson SU-111 strandaði í Færeyjum: LOSNAM MEÐ EIGIN VÉLARAFU — viðgerð mun taka um þrjár vikur ■ „Ég hefekki haff nanar fréttir af þannig að ekki varð um leka að þvíhvaðolli þessu, þelta hefur hara ræða. Á flóði losnaði skipið með veriö eitthvað alveg sérstakt slys,“ . eigin vélarafli og er nú komið í slipp sagði Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði 1 Þórshöfn. „Að sögn Aðalsteins útgerðarmaður Jóns Kjartanssonar mun viðgerðin væntanlega taka SU-111, sem strandaði í Fuglafirði í þrjór vikur. Færeyjum í fyrrinótt. Lóðs var ekki Skipstjóri ú Jóni Kjartanssyni cr um borð í skipinu. Þorsteinn Kristjánsson frá Nes- Jón Kjartansson hafði siglt með, kaupstað. Skipið hefur aflað vel á fullfermi af loðnu og landað í Fugla- loðnunni og var að koma úr sínum firði og var á leiðinni út aftur þegar síðasta túr á loðnuna í þetta sinn, óhappið bar að. Skipið steytti á skeri þar eð kvótinn var fylltur. og rifnaði kjölurinn við botnatanka, JGK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.