Tíminn - 06.03.1984, Síða 8
8
ÞRIDJUDAGUR 6. MARS 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrei&slustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
' Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofurogauglýsingar:Siðumúla 15, Reykjavík.Sími: 86300. Auglýsingasími
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf.
Norskt sjónvarp
á íslandi
■ Frásagnir af norsku sjónvarpi á íslandi hafa veriö fyrirferðar-
miklar í ríkisfjölmiölunum um helgina, en ekki greinargóðar að
sama skapi. Menntamálaráðherra hefur gert samkomulag við
norskan starfsbróður sinn um að íslendingar fái að taka á móti
norsku sjónvarpsefni um gervihnött og endurvarpa því um
íslenska sjónvarpskerfið. Að því er næst verður komist er einn
höfuðkostur þessa fyrirkomulags að fslendingar þurfa ekki að
greiða fyrir sendingarnar þar sem hægt er að krækja í afleggjara
af sendingum sem ætlaðar eru Norðmönnum sem starfa á
norðvesturslóð ríkisins. Það er því útlátalaust fyrir Norðmenn
þótt íslenskasjónvarpskerfið þiggi þennan bita af borðum þeirra.
Hins vegar virðast einhverjir meinbugir vera á hvort Norðmenn
geta leyft íslendingum að taka á móti og endurvarpa því efni sem
greiða þarf höfundarlaun fyrir, en það mál verður sjálfsagt leyst í
bróðerni og Norðmenn og íslendingar greiða hverjum sitt fyrir
endurvarpið.
Vegna tækniframfara er einfalt og kostnaðarlítið fyrir Ríkisút-
varpið að taka við norsku sendingunum og endurvarpa þeim. Því
er það, að okkur er lofað að norskt sjónvarp á íslandi verði orðin
staðreynd þegar á sumri komanda.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem komið hafa fram mun
ráðgert að sjónvarpa frá Noregi um íslenska sjónvarpskerfið frá
kl. 16 eða 17 fram að þeim tíma er útsendingar íslenska
sjónvarpsins hefjast. Fetta þýðir þrjár til fjórar klukkustundir á
dag að jafnaði. Sem sagt svipaður útsendingatími á norsku og
íslensku.
Eitt af því sem tekið er til að íslendingum verði slægur í að fá
eru síðdegisfréttir frá Noregi. Þær eru sendar út rétt fyrir kl. 18.
Það er fjölmiðlum mikið kappsmál að vera fyrstir með
fréttirnar. Útvarp og sjónvarp búa yfir þeirri tækni, að geta skýrt
frá atburðum nánast um leið og þeir gerast. Að aðalfréttatími
hljóðvarps er kl. 19, um klukkustund síðar en norsku fréttirnar
eru sendar út um dreifikerfi ríkisútvarpsins. Eini fréttatími
íslenska sjónvarpsins er kl. 20. Það gefur auga leið að dreifikerfið
innanlands verður nýtt norskum fréttum í vil í beinni samkeppni
við íslensku fréttastofurnar.
Þá hefur verið tínt til að svo heppilega vilji til að norska
sjónvarpið sýni barnaefni á hverjum degi. íslenska sjónvarpið
lætur nægja að sinna ungviðinu tvisvar í viku.
Skyldi þurfa starfshóp og langvinnar rannsóknir til að komast
að því hvaða áhrif það hefur á málkennd barna að fylgjast að
staðaldri með áhugaverðu efni á erlendu máli? Og það á því
æviskeiði sem þau eru að læra móðurmálið. En það er bót í máli
að ekki er hægt að segja að slíkt tungumálanám verði einhliða,
því fá tungumál munu jafnrík af fjölbreytilegum mállýskum og
norska.
Menntamálaráðherra hefur skýrt svo frá, að hér sé um tilraun
að ræða, en hefur ekki tilgreint hve lengi hún á að standa. En hætt
er við að mótmælaöldur risu ef draga ætti úr útsendingartíma
sjónvarps aftur, og það jafnvel um helming. Er þá miðað við þann
tíma sem íslenska dreifikerfið sendir út, fyrst á norsku síðan á
íslensku og ensku.
Fyrir mörgum árum var lokað fyrir óheftar útsendingar
Keflavíkurstöðvarinnar. Rökin voru að óhollt væri fyrir íslendinga
að taka við einhliða sjónvarpsefni frá erlendum aðila. Lokuninni
var kröftuglega mótmælt og enn heyrast raddir um að við fáum
kanasjónvarpið aftur, enda sé það útlátalaust. Við slíkum óskum
hefur ekki verið orðið. En aftur á móti á að gera tilraun með aðra
einhliða sjónvarpsdagskrá, sem fram fer á erlendu máli.
Þegar rætt er um framtíðarhorfur í fjölmiðlun er því einarðlega
haldið fram að örstutt sé í að hægt verði innan tíðar að ná
útsendingum víðsvegar að úr gervihnöttum, beint inn í stofu án
mikils tilkostnaðar. Vera má að þetta sé rétt og að aðrir muni
greiða fyrir okkur rándýra endurvarpstækni. En þegar sá tími
rennur upp verður um val að ræða. Það sem nú stendur hins vegar
til er að leggja íslenskt dreifikerfi í eigu rikisins undir gervihnatta
sendingar frá einni sjónvarpsstöð með sitt fréttamat og öll
áhersluatriði miðuð við norska menningu og viðhorf.
Nær væri að beita kröftum og fé til íslenskrar fjölmiðlunar.
-O.Ó.
skrifað og skrafað
Fullyrðingar
Svavars ekki
í samræmi við
staðreyndir
■ Svavar formaöur er
fremstur í flokki þeirra aðila
innan Alþýðubandalagsins
sem veitist að Ásmundi
Stefánssyni og öðrum for-
ystumönnum Alþýðusam-
bands íslands fyrir að gera
raunhæfa kjarasamninga í
blóra við þá stefnu flokksins
að hleypa öllu í bál og brand
í atvinnulífinu. Hefur for-
maðurinn gengið svo langt
að telja samningana prívat-
mál Ásmundar og Magnúsar
Gunnarssonar framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasam-
bandsins.
En samningurinn er ekki
meira prívatmál en svo að
formannaráðstefna ASÍ sam-
þykkti samkomulagið án
mótatkvæða. Er því engu
líkara en að gjörvöll verka-
lýðshreyfingin hafi svikið Al-
þýðubandalagið að undan-
skilinni Dagsbrún í Reykja-
vík og tveim öðrum verka-
lýðsfélögum.
í Þjóðviljanum um síðustu
helgi ræðir Helgi Guðmunds-
son ritari ASÍ við Ásmund
Stefánsson og er samtal
þeirra fróðlegt fyrir margra
hluta sakir. Þar ber Ásmund-
ur m.a. formanni Alþýðu-
bandalagsins það á brýn að
fara ekki með rétt mál í
umfjöllun um samningana.
Ásmundi segist svo frá
þegar Ijóst var að til tíðinda
færi að draga í viðræðum við
atvinnurekendur: „Snemma
í janúar fór svo að örla á vilja
til raunhæfra aðgerða hjá
VSÍ. Um miðjan mánuðinn
var komin fram gróf mynd af
því í hvaða farveg hugsanleg-
ir samningar gætu farið. Eftir
að þær hugmyndir höfðu ver-
ið ræddar í miðstjórn Alþýð-
usambands íslands og á vett-
vangi landssambandanna var
ákveðið að halda viðræðun-
um áfram.
Um miðjan febrúar var
Ijóst að ekki þjónaði neinum
tilgangi að halda þófinu
áfram og óhjákvæmilegt var
að fá fram skýra afstöðu
stærri hóps. Á formanna-
fundi hinn 19. febrúar var
því lögð fram sú einfalda
spurning hvort freista ætti
þess að ná samkomulagi á
þeim grundvelli sem fyrir lá.
Voru mönnum þá Ijósir
þeir annmarkar sem á hugs-
anlegum samningi yrði?
Að sjálfsögðu gerðum við
grein fyrir þeim og við dróg-
um upp með skýrum hætti þá
ókosti sem felast t.d. í því að
dagvinnutryggingin fyrir
sextán og sautján ára ungl-
inga fengist ekki hækkuð eins
og hjá öðrum.
Við spurðum hvort fundur-
inn teldi skynsamlegra að
hafna slíkum samningi og
undirbúa átök, t.d. í mars til
að knýja fram aðra og betri
niðurstöðu. Fundurinn taldi
rétt að reyna til þrautar að
ná fram samningi á þeim
nótum sem fyrir lá. Miðstjórn
ræddi síðan samningsupp-
kastið og ákvað með at-
kvæðum allra fundarmanna
nema fjögurra, sem sátu hjá,
að það skyldi undirritað.
Þriðjudaginn 21. febrúar
var samningurinn svo undir-
ritaður og staðfestur á for-
mannafundi samdægurs. Af
þessu er Ijóst að allar fullyrð-
ingar sem settar hafa verið
fram, m.a. af formanni Al-
þýðubandalagsins hér í Þjóð-
viljanum, um að samningur-
inn sé prívatmál mitt og
Magnúsar Gunnarssonar
framkvæmdastjóra Vinnu-
veitendasambandsins, eru
ekki í samræmi við stað-
reyndir málsins.
Er álit formanna á baráttu-
hug félagsmanna rétt?
Já, það tel ég. Formennirn-
ir þekkja vel til hver á sínu
svæði. Menn mega ekki
gleyma því, að mikill fjöldi
þeirra vinnur sín daglegu
störf á venjulegum vinnu-
stöðum og gegna formanns-
starfinu í frístundum. Þeim
er því mætavel Ijóst hver
stemmningin er á vinnu-
stöðunum."
Úrbætur fyrir þá
verst settu
Helgi spyr Ásmund Ste-
fánsson hvert sé meginefni
samninganna? „I fyrsta lagi
er kaupmáttarhrapið stöðvað
sem ella hefði haldið áfram.
í öðru lagi hefur tekist að
lyfta sérstaklega þeim sem
búa við lægstu taxtana og
dagvinnuna eina. Hækkunin
á dagvinnutekjutryggingunni
er 15.5% þegar almenna
hækkunin er 5%. í þriðja lagi
hefur fengist fram veruleg
tilfærsla til einstæðra foreldra
og annarra með mikla fram-
færslubyrði með samkomu-
lagi við stjórnvöld. Þannig
hefur tekist að ná fram veru-
legum úrbótum fyrir þann
hóp sem býr við erfiðustu
aðstæðurnar.“
Býsna stór hópur
Síðan spyr Helgi hvort
afstaða Dagsbrúnar er hún
felldi samningana hafi komið
Ásmundi á óvart. Svar:
„Bæði og, Dagsbrúnarmenn
hafa lýst sinni sérstöðu á
mjög skýran hátt. Ég geri
mér því fulla grein fyrir því,
að þeir myndu ekki sam-
þykkja samninginn óbreytt-
an, ég reiknaði hins vegar
ekki með því að þeir myndu
snúast gegn honum í heild
sinni.
Styður Alþýðusambandið
Dagsbrún í hugsanlegum
átökum ef til þeirra kemur?
Til þess hefur ekki verið
tekin nein efnisleg afstaða,
en mér sýnist að það mál
muni brenna meira á þeim
félögum sem næst Dagsbrún
standa, en Alþýðusamband-
inu sjálfu.
Nái Dagsbrún og/eða aðrir
sem ekki hafa samþykkt
samningana betri samning-
um, felst ekki í því vantraust
á forystu Alþýðusambands-
ins?
Það væri frekar staðfesting
á slæmri baráttustöðu. For-
ysta Alþýðusambandsins,
sem þannig væri lýst van-
traust á, væri býsna stór,
varla færri en hundrað
manns.“
Svona standa þá málin í
kjarabaráttunni þessa dag-
ana. Langflest þeirra félaga
sem tekið hafa afstöðu hafa
samþykkt samningana, en
þrjú hafa fellt þá. { nokkrum
félögum hefur atkvæða-
greiðslu verið frestað og
önnur bíða átekta.
Brestur er orðinn á milli
forystuliðs Alþýðusam-
bandsins og Alþýðubanda-
lagsins og bera forseti og
formaður hvor.. annan þung-
um sökum. Félög iðnaðar-
manna hafa kippt að sér
hendinni og taka ekki afstöðu
fyrr en séð verður hvernig
framvindan verður og eru
það gamalkunn viðbrögð
þeirra sem betur mega sín
innan launþegasamtakanna.
Fyrst er samið við þá lægst-
launuðu og síðan hyggjast
þeir sem hærri launin og
uppmælinguna hafa að ná
öllu sínu á þurru án þess að
mikið beri á. Og Alþýðu-
bandalagið hamast við að
skara eld að köku aðalsins og
reynir að telja þeim sem
bjuggu við erfiðustu aðstæð-
urnar trú um að þeir hafa
engar kjarabætur fengið til
að fela baráttuna fyrir hækk-
un uppmælingataxtanna.
Utsvarið í Hafnar-
firði verður 10,5%
— afsláttur af fasteignagjöldum hækkadur í 20%
■ Heildartekjur bæjarsjóðs Hafnar-
fjarðar eru áætlaðar um 340.9 milljónir
króna á þessu ári. Þar af eru svokallaðar
sameiginlegar tekjur áætlaðar um 267.5
millj. króna, sem er um 36% hækkun frá
sömu tekjuliðum árið 1983, samkvæmt
frétt frá bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkti að útsvarskuli
í árvera 10.5% en 1983 varútsvarsálagn-
ing 11.88%. Áætlaðartekjur bæjarsjóðs
af útsvörum eru tæpar 145 millj. króna.
Tekjur af fasteignagjöldum eru áætlaðar
38.3 millj. króna. Afsláttur af fasteigna-
skatti íbúðarhúsnæðis var hækkaður í
20% að þessu sinni. Af öðrum tekjulið-
um eru nefndir 29.2 millj. króna framlag
úrjöfnunarsjóði, 19.8 millj. kr. aðstöðu-
gjöld, og 16 millj. sem áætlað er í tekjur
af framleiðslugjaldi Álversins.
Af útgjaldaflokkum bæjarsjóðs má
nefna að 19.4% af heildargjöldum er
varið til félagsmála og litlu minni hluta
til fræðslumála, eða samtals 134.9 millj.
kr. til þessara tveggja málaflokka. Til
æskulýðs- og íþróttamála fara 9.1%
útgjalda, 7.8% til reksturs bæjarins og
5.7% til heilbrigðismála. Til verklegra
framkvæmda er áætlað að verja 55.4
millj. króna, eða 15.2% heildargjalda.
Af áformuðum framkvæmdum í Hafn-
arfirði er getið endurbyggingar og fegr-
unar við eystri akbraut Reykjavíkurveg-
ar, þ.e. frá Hjallabraut að Engidal og
fegrun og gangstígagerð við vestari.ak-
braut. Þá er áformað að ljúka malbikun
í Hvömmum og við Hrauntungu, Hraun-
brún og Suðurvang, svo og Flatarhraun.
Þá hefur verið ákveðið að snyrta og
fegra svæðið við Hamarinn, sem friðlýst-
ur var á 75 ára afmæli kaupstaðarins í
fyrra.
Bygging 3. áfanga Öldutúnsskóla er
stærsta verkefnið í skólabyggingum á
árinu. Einnig er ráðstafað fé til kaupa á
húsnæði fyrir Tónlistarskólann og til
tækjakaupa fyrir Iðnskólann. Leikskóli
var tekinn í notkun við Smárabarð fyrir
skömmu.
-HEI