Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1984 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Hull/Goole: Jan ... 19/3 Jan ... 2/4 Jan .. . 16/4 Jan .. . 30/4 Rotterdam: Jan .. . 20/3 Jan ... 3/4 Jan . . . 17/4 Jan ... 1/5 Antwerpen: Jan . . . 21/3 Jan ... 4/4 Jan . . . 18/4 Jan ...2/5 Hamborg: Jan . . . 23/3 Jan ... 6/4 Jan . . . 20/4 Jan ... 4/5 Helsinki/Turku: Mælifell . . . 23/3 Hvassafell . . . 31/3 Larvik: Francop . . . 12/3 Francop . . . 26/3 Francop ... 9/4 Francop . . . 23/4 Gautaborg: Francop . .. 27/3 Francop . .. 10/4 Francop . . . . 24/4 Kaupmannahöfn: Francop . . . 28/3 Francop . . . 11/4 Francop . . . . 25/4 Svendborg: Francop . . 15/3 Francop . . 29/3 Francop . . 12/4 Francop . . . 26/4 Árhus: Francop . . 16/3 Francop . . 30/3 Francop . . 13/4 Francop . . . 27/4 Falkenberg: Helgafell . . 15/3 Mælifell . . 30/3 Gloucester Mass.: Skaftafell . . 24/3 Skaftafell . . 25/4 Halifax, Canada: Skaftafell . . 26/3 Skaftafell . . 26/4 SKIPADEILD SAMBANDSlNS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Zetor 4911 Til sölu Zetor 4911 árg. 1979. Upplýsingar í síma 99-5072. fréttir Kosningar til Stúdentaráðs Hrólfur Ölvisson efsti maður C-listans: „EYÐUM EKKIKRÖFTUNUM Í REAGAN OG RÚSSANN —GERUM FÉLAGIÐ AÐ BANDA- LAGIALLRA SIÚDENTA" ■ „Við bcrjumst gegn þeirri frumstæðu niðurrifsstarfsemi sem fram kemur í nýjum tillögum menntamálaráðuneytis um náms- lánin“, segir Hrólfur Ölvisson efsti maður C-lista Félags umbótasinn- aðra stúdenta til Stúdentaráðs. „Nú er ekki lengur tími til að eyða kröftum í Reagan og Rússann, nú ættum við hvar í flokki sem við stöndum að gera Félag umbóta- sinnaðra að stóru hagsmunabanda- lagi allra stúdenta.“ „Önnur helstu baráttumál félagsins eru auknar fjárveitingar til HÍ, full kennsla á vormisseri, sumarlán og fleiri stúdenta í háskólaráð. { málefnum Fé- lagsstofnunar berjumst við gegn því sjónarmiði að daglegur rekstur standi undir uppbyggingu stofnunarinnar og teljum byggingu námsmannaheimila einu raunhæfu leiðina til lausnar á húsnæðisvanda stúdenta". Hvað er það sem skilur þessa hreyf- ingu umbótasinna frá öðrum þeim hreyf- ingum sem bjóða fram til stúdentaráðs? „Okkar hreyfing er að berjast fyrir hagsmunum stúdenta en ekki einhverj- ■ „Bygging nýrra garða og lánamálin eru þau mál sem við leggjum mesta áhcrslu á“, segir Jóhann Baldursson efsti maður Vöku til Stúdentaráðs. „I málefnum lánasjóðsins leggjum við áherslu á að gjaldfallnar verðbætur verði frádráttarbærar til skatts, að í stað víxillána komi skuldabréfalán til fyrsta árs nema og að stuðullinn 0,7 verði lagður niður og námsmenn sem búa í foreldrahúsum fái fullt lán. Við teljum rangt að gera upp á milli námsmanna af þessum sökum og alla rannsóknarstarfs- semi Lánasjóðsins á högum manna óæskilega- Núverandi ritstjórn Stúdentablaðsins hefur staðið sig afleitlega og í málefnum blaðsins telur Vaka mikilla úrbóta þörf. Þar er nýtt í stefnu Vöku að við viljum frjálsa áskrift að Stúdentablaðinu. Við Jóhann Baldursson, efsti maður A-listans: „SAMSTARF FVM OG UMBA HEFUR EKKI SKILAÐ STÚD- ENTUM NEINU" um flokkspólitískum málum úti í bæ. Við erum fyrst og fremst að hugsa um að hagsmunir stúdenta komi fram, það er númer eitt, tvö og þrjú og ekkert annað". -b teljum rangt að skylda alla stúdenta til að kaupa blaðið og teljum frjálsa áskrift veita blaðinu gott aðhald. Fjöldi áskrif- enda yrði þá í réttu samhengi við gæði blaðsins. Núverandi meirihlutasamstarf vinstri manna og umbótasinna hefur ekki þokað neinum hagsmunamálum stúdenta áleið- is. Við bendum því á stefnuskrá Vöku þar sem farið er ofan í alla helstu málaflokka og bent á þær leiðir sem koma stúdentum best að haldi.“ Um úrslit kosninganna vildi Jóhann ekki spá neinu. „En málefnastaða Vöku, er sterk og við treystum stúdentum til að kynna sér hana og velja rétt,“ sagði Jóhann Baldursson efsti maður A-listans að lokum. „1EL EKKITÍMABÆRT AÐ BREYTA NEINU í LÖGUM UM LÁNASIÓÐINN” — segir Ingvar Gíslason, fyrrverandi menntamálaráð- herra um úttektina á Lánasjóði íslenskra námsmanna ■ „Þetta eru tiltölulega nýsett lög og það er áreiðanlega ekki kominn neinn tími til að hreyta neinu í þessum lögum“, sagði Ingvar Gíslason þegar Timinn bar undir hann þær hugmyndir sem fram koma í nýútkominni skýrslu um Lána- sjóð íslenskra námsmanna þar sem með- al annars er gert ráð fyrir viðamiklum breytingum á lögum um námslán og námsstyrki frá árinu 1982. Ingvar kvaðst ekki mjög vel kunnugur þessari skýrslu en þó hafa séð þar viss atriði sem hann væri ósammála enda liti hann á námslán sem félagslegt réttlætismál sem snerti miklu fleira en bara skólakerfíð í land- „Það verður að reyna meira á þessi lög áður en þeim verður breytt", sagði Ingvar. „Þegar þessi lög voru samin var um þau mjög víðtæk pólitísk, félagsleg og fagleg samstaða og ég get ekki séð að á þeim tveimur árum sem síðan eru liðin hafi nokkuð það breyst sem raski neinu því sem lög þessi gera ráð fyrir. Lögin Ragnar Árnason, ríkisfulltrúi í stjórn LIN: „Hef áhyggjur af vinnubrögd- um ráðherra” ■ „Menntamálaráðherra hefur enn ekki afhent stjórn Lánasjóðsins þessa skýrslu," sagði Ragnar Arnason einn ríkisfulltrúanna í stjórn sjóðsins, um leið og hann lýsti áhyggjum sínum yfir þess- um vinnubrögðum ráðherra. Þá sagði Ragnar að hér virtust á ferðinni tillögur sem fælu í sér aftuærhvarf að minnsta kosti 15 ár aftur i tímann. „Ég hef áhyggjur af þessum vinnu- brögðum ráðherra og tel að þau séu lítt til þess fallin að leysa vanda sjóðsins. Það að láta vinna þessa úttekt á Lána- sjóðnum án þess að láta stjórn sjóðsins vita og síðan að kynna hana fjölmiðlum áður en stjórn sjóðsins hefur fengið hana í hendur eru afar sérstæð vinnubrögð", sagði Ragnar. Ef marka má blaðaum- fjöllun um þessa skýrslu og það sem ráð- herrann sjálfur hefur sagt um hana, þá heyrist mér að í henni felist afturhvarf að minnsta kosti 15 ár aftur í tímann. í opinberum stuðningi við námsfólk yrði þá horfið aftur til þess kerfis sem hér gilti á 7. áratugnum.“ „Það virðist líka vera margt missagt í þessari skýrslu og að gerð hennar hafi tekið mið af fyrirfram ákveðinni niður-» stöðu fremur en hlutlægri skoðun málsins." Þá sagði Ragnar að þó núgildandi lög væru ef til vill viðunandi, enda árangur stöðugrar endurskoðunar í meir en ára- tug, þá vantaði enn töluvert á að náms- aðstoð hér sé jafngóð og víðá í nágranna- löndum okkar. -b. mmm urðu til fyrir nefndarstarf sem ég beitti mér fyrir í minni ráðherratíð og í þeirri nefnd voru fulltrúar allra stjórnmála- flokka auk fulltrúa námsmanna. Það er því mikilvægt að það verði látið reyna meira á þau áður en nokkru í þeim verður breytt." „Eg er ekki vel kunnugur þessari skýrslu, henni hefur ekki verið formlega dreift til okkar hér á þinginu, en ég hef séð þar viss atriði sem ég er algjörlega á móti. Ég lít á Lánasjóð íslenskra ná-ms- manna sem félagslegt réttlætismál en ekki einungis sem einn þátt skólamála. Við værum því að stíga mörg skref afturábak í okkar velferðarþjóðfélagi ef við förum að rýra rétt manna til náms- lána og námsaðstoðar,“ sagði Ingvar Gíslason að lokum. -b. Tímaritið Farfuglinn Rit Bandalags íslenskra farfugla Nýkomið er út ritið Farfuglinn. Á forstðu er mynd af bás Farfugla á „Rútudeginum", Ijósm. Þorsteinn Magnússon. Þuríður Bald- ursdóttir segir frá aðalfundi Bandalags ís- lenskra farfugla, sem haldinn var 19. febr. 1983. Þá kemur ritstjórnarrabb. Þriðja varða- mót BÍF heitir grein eftir Helgu Þórarinsdótt- ur, þar sem sagt er frá „farfuglaheimilum". . Formaður Farfugladeildar Reykjavíkur skýrir frá byggingaframkvæmdum við nýja farfuglaheimilið við( Sundlaugaveg. „Jóns- messunæturdraumur" nefnist grein eftir Elís- abetu Finsen, en hún segir frá gönguferð á Esju í júní 1962. Þá segir frá „Rútudegi" í Reykjavík og fylgja myndir. Kynning er á Reiðhjólaleigu Farfugla og Hulda Jónsdóttir skrifar um Farfuglasamböndin á Norðurlönd- unum 5, sem höfðu saman sýningarbás í sýningunni Rejs '83, sem haldin var í Bellacenter í Kaupmannahöfn. Ýmislegur annar fróðleikur er í blaðinu, en það kemur út tvisvar á ári. Útgefandi er Bandalag íslenskra Farfugla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.