Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1984 7 ■ Elvis og Priscilla Presley sýndu heiminum frumburð sinn full af stolti. Fjórum árum síðar var hjóna- bandið búið að vera, en Lisa Marie hafði alltaf gott og náið samband við föður sinn, þar til hann dó, en það var einmitt hún, sem kom að honum látnum. k ÁSTIN hennar, Priscillu Presley, sé ekki alveg rótt yfír þessum samdrætti, hefur hún fallist á að þau taki bæði þátt í kvikmynd, þar sem rauði þráðurinn verður ástar- ævintýri tveggja unglinga. Eldskírn sína fyrir framan kvik- myndavélarnar fékk Lisa Marie, þegar hún fékk að taka þátt í einum Dallasþætti undir vernd- árvæng móður sinnar, en hún hefur sem kunnugt er verið þátt- takandi í þeim þáttum að undan- förnu við talsverð læti, þar sem henni hefur tekist að ýfa skap Lindu Gray (Sue Ellen) svo, að upptökur, sem þær tvær eiga að taka þátt í, geta alls ekki farið fram á sama tíma. Annars fljúga þær hvor á aðra. háþrýstitæki og kassaþvottavél- ar. Einnig verða þarna ljósastýrð- ir vaskar. í þeim er skrúfað frá og lokað fyrir með ljósrofa, sem eykur hreinlætið, því þá þarf ekki alltaf að vera að káfa á krananum. Síðast má nefna tæki sem sjá um sjálfvirkan verðaflest- ur í verslunum. Margir hafa kannski tekið eftir reitum á ýmsum innfluttum vörum þar sem eru línur í mismunandi þykktum, kallað bar-code á er- lendu máli. Þetta eru verðmerk- ingar, og á sýningunni verða tækin sem lesa þetta af. Þróunin er sú að verslanir eru alltaf að stækka, einingarnar stækka og meiri hraði verður nauðsynlegur í flokkun, meðferð og sölu allri. Þetta kerfi auðveldar það.“ - Og hver er ástæðan fyrir sýningunni? „Ástæðan er sú að við vildum taka saman á einu bretti, kynna og koma umræðu af stað um þau vandamál sem eru í kring um matvælaiðnaðinn. Kröfurnareru að aukast bæði innanlands og utan. Þarna er upplagt tækifæri fyrir fólk að kynna sér það sem fyrirtæki á þessu sviði eru að fást við.“ Sýningin er haldin í Gerðu- bergi. Eg spurði Hákon hvort þetta væri framtíðarsýningar- staður. „Nei, það er nú ekki svo. Ástæðan fyrir því að hægt er að halda sýninguna þarna er sú að þarna er stór ónotaður salur sem á næsta ári verður tekinn undir bókasafn. Þetta eru því síðustu forvöð á að sjá stóra kaupstefnu í Gerðubergi." Hákon sagði að lokum að sýningin og ráðstefnan væri ölium opin. -ÁDJ erlent yfírlit ■ ÞAÐ HEFUR verið sagt, að tveir seinheppnir stjórnmála- menn hafi tryggt Margaret Thatcher sigur í þingkosningun- um á síðastliðnu sumri. Annar þeirra var Galtieri hershöfðingi, sem þá var forseti Argentínu. Hinn var Tony Benn, leiðtogi vinstri arms Verkamannaflokks- ins. Galtieri studdi að kosninga- sigri Thatchers með hinni van- hugsuðu hertöku Falklandseyja, sem veitti Thatcher tækifæri til að fullnægja brezkum metnaði með sigri í Falklandseyjastyrjöld- inni. Tony Benn studdi að sigri Thatchers með því að knýja Verkamannaflokkinn til þess að taka upp svo róttæka vinstri stefnu, að kjósendur sneru baki við flokknum í svo stórum stíl, að hann hefur ekki beðið meiri ósigur eftir síðari heimsstyrjöld- ina. Kosningasigurinn tryggði ■ Tony Benn og Caroline kona hans Verður Tony Benn hjálpsam ur Thatcher í annað sinn? Líklegra þykir að hann hafi lært af reynslunni íhaldsflokknum undir foru'tu Thatchers 397 þingsæti eða 144 þingsæti umfram aðra flokka samanlagt. Thatcher hefur því sterkari stöðu á þingi en flestir fyrirrennarar hennar í sæti forsæt- isráðherra. Sitthvað þykir nú benda til, að þessi mikli sigur geti reýnst henni bjarnargreiði. Reynslan er oft sú að það reynist erfitt að halda flokki saman sem hefur yfirgnæfandi þingmeirihluta. Sérlundaðir þingmenn taka sér þá meira sjálfstæði og láta stjórnast meira af vissum þrýstihópum. Þeir treysta á að nógu margir þing- menn verði samt til að styðja stjórnina og stefnu hennar. Þetta hefur farið þannig hjá Thatcher. í ýmsum málum hafa fleiri eða færri þingmenn stjórn- arflokksins tekið sér bessaleyfí til að vera á móti eða sitja hjá. Þeir láta varnaðarorð forsætis- ráðherrans eins og vind um eyru þjóta. I mörgum flokksfélögum virðist svipað uppi á teningnum. Skoðanakannanir ganga orðið á móti Thatcher. í aukakosningu sem fór fram í Chesterfield um mánaðamótin, beið frambjóðandi íhaldsflokks- ins stórfelldan ósigur. Kjósendur flokksins fóru í stórum stíl yfir á frambjóðanda Frjálslynda flokksins, enda þótt sýnt væri, að hann hefði enga möguleika til að fella frambjóðanda Verka- mannaflokksins. SAMT bindur Thatcher vonir sínar um endurheimt fylgi ekki sízt við úrslitin í þessu kjördæmi. Ástæðan er sú, að frambjóðandi Verkamannaflokksins, sem bar sigur úr býtum, var enginn annar en Tony Benn. Benn féll í þingkosningunum í fyrra vegna þess, að kjördæmi hans hafði verið skipt. Sá hluti þess, þar sem fylgi hans var mest, hafði verið sameinað öðru kjördæmi. Til viðbótar kom svo vaxandi andstaða gegn stefnu hans. Benn vildi samt ekki gefazt upp. Þegar einn af hægrisinnuð- um þingmönnum Verkamanna- flokksins, Eric Varley, lét af þingmennsku í Chesterfield- kjördæminu, ákvað Tony Benn að freista stríðsgæfunnar. Vegna klofnings flokkssystkina hans í kjördæminu, var hann valinn til framboðs. Fyrst eftir að Tony Benn var valinn til framboðs, þótti kosn- ■ Neil Kinnock og Tony Benn ing hans engan vegin viss. Þetta breyttist hins vegar, þegar hinn nýi Ieiðtogi Verkamannaflokks- ins, Neil Kinnock, kom til liðs við hann og síðan til viðbótar aðalleiðtogar hægri arms flokksins, Healey og Hattersley. Allir þessir menn mættu á kosn- ingafundum með Tony Benn og mæltu eindregið með kosningu hans. Eftir þennan skilning þótti kosning Benns nokkuð örugg, enda urðu úrslitin á þá leið. Hann vann þó ekki sigur með neinum glæsibrag. Hann fékk 46.5% greiddra atkvæða, en Varley hafði fengið 52% í kosn- ingunum á síðastliðnu sumri. í þeim tólf þingkosningum, sem hafa farið fram í Chesterfield síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, er þetta lélegasta útkoma, sem frambjóðandi Verkamanna- flokksins hefur fengið í Chester- field. í kosningabaráttunni hampaði Benn ekki sérsjónarmiðum sínum, heldur lagði megin- áherzlu á að deila á ríkisstjórnina og stefnu hennar og nefndi at- vinnuleysið einkum sem dæmi þess, að henni hefði mistekizt. Þetta sama gerði Benn, þegar hann mætti í þinginu og hélt jómfrúræðu sína í annað sinn. Fyrstu jómfrúræðuna hélt hann, þegar hann var fyrst kosinn á þing. ÞAÐ ER nú von Thatchers og raunar annarra leiðtoga íhalds- flokksins, að Tony Benn muni taka til fyrri iðju sinnar, þegar hann er kominn á þing aftur, og reyni að vinna hinum róttæku sjónarmiðum sínum fyigi, bæði innan og utan flokksins. Þetta gæti veikt þá einingu, sem Kinnock hefur tekizt að skapa innan flokksins og bersýni- lega á mikinn þátt í því, að fylgi hans er tekið að aukast að nýju. Reynslan ein getur átt eftir að skera úr því, hvort þessar vonir eiga eftir að rætast. Ýmsirfrétta- skýrendur telja, að Thatcher eigi eftir að verða hér fyrir vonbrigð- um. Tony Benn hafi lært af óför- um á síðasta ári og nú sé það helzta markmið hans að fella stjórn Thatchers og tryggja Verkamannaflokknum völd að nýju, því að það sé vænlegasta leiðin til að koma fram einhverj- um af stefnumálum hans. Það verður því vafalaust hyggilegast fyrir Thatcher að! reyna að vinna upp glatað traust með því að haga stjórnarstefnu sinni á þann veg, að fylgi íhalds- flokksins eflist án stuðnings Benns. Fjárlagafrumvarpið, sem stjórnin leggur fram í þessari viku, getur reynzt henni stuðn- ingur, ef það verður þannig úr garði gert. Fréttaskýrendur vilja þó ekki spá því. Þeir spá því frekar að eftir fimm ára valdasetu fari vegur Thatchers frekar minnk- andi en vaxandi. Þesssjáist orðið ýmis merki að hún sé orðin þreytf og að hún þoli ekki nema jábræður kringum sig. í flokkn- um eru menn farnir að stinga saman nefjum um það hver eigi að taka við af henni og hafa leiðsöguna í næstu kosningum. Thatcher ætlar það hins vegar engum öðrum, en sjálfri sér. Hún ætlar að sigra í kosningun- um eftir 3-4 ár, þótt hún hafi þá engan Galtieri eða Tony Benn til að styðjast við. Margt getur hins vegar gerst á þessum tíma, sem breytir slíkri áætlun. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mSu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.