Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 1984
fréttir
Birna Gunnlaugsdóttir
efsti maður B-listans:
„LÁNASJÓÐURINN í BRENNI-
DEPLI, - BARÁTTA OKKAR
HLIÐSTÆÐ VIÐ KJARABAR-
ÁnU LÁGLAUNAFÓLKS“
■ „Lánasjóðurinn er í brennidepli í
þessum kosningum og þar munum við
berjast af alefli gegn nýjustu hugmynd-
um úr menntamálaráðuneytinu sem
miða að því að eyðileggja allt starf
námsmannahreyfingarinnar undanfarin
ár,“ segir Birna Gunnlaugsdóttir efsti
maður Félags vinstri manna til stúdenta-
ráðs. „Þá leggjumst við gegn fyrirhug-
aðri framfærsluskerðingu í frumvarpi til
lánsfjárlaga þar sem gert er ráð fyrir að
fresta fullri greiðslu umframfjárþarfar
um eitt ár.
Varðandi Félagsstofnun stúdenta þá
eru byggingarmálin þarefst á lista. Félag
vinstri manna er eina fylkingin sem er á
móti því að fjármagnskostnaður lendi
alfarið á herðum stúdenta. Fyrir því
sjónarmiði munum við berjast af alefli.
Stúdentar hafa ekki nægjanlega breið
bök til þess að standa undir slíku.
Við leggjum áherslu á að barátta
stúdenta er algjörlega hliðstæð við kjara-
baráttu láglaunafólks og þegar við berj-
umst á okkar vígstöðvum verður það
ekki slitið úr samhengi við annað sem er
að gerast í þjóðfélaginu. Hér er við sama
andstæðing; sömu ríkisstjórn að etja.“
Varðandi úrslit kosninganna kvaðst
Birna þess fullviss að fylgi hreyfingarinn-
ar myndi aukast að nýju í þessum
kosningum. Staða stúdenta og alls al-
mennings í landinu stuðlaði að því að
svo yrði.
-b.
G. Pétur Matthíasson,
fulltrúi SHÍ í stjórn LÍN:
„Tillögurnar eru
stórhættulegar’ ’
■ „Við lítum á flestar þessar tillögur
sem stórhættulegar og erum á móti þeim
öllum nema þá því að efla Háskólann,"
sagði G. Pétur Matthíasson fulltrúi stú-
denta við Háskóla íslands í stjórn Lána-
sjóðsins þegar Tíminn bar undir hann
úttektina sem menntamálaráðherra hef-
ur látið gera á sjóðnum. „Annars teljum
við að efling Háskólans eigi að snúast
um flest annað en að bjarga við fjárhag
Lánasjóðsins. Lánamálapólitík okkar
undanfarin 20 ár hefur miðað að því að
koma námslánakerfinu í núverandi horf.
Og þó við teljum að þar megi margt
betur fara munum við bregðast hart við
ef kasta á þessu kerfi fyrir róða. Fyrsta
skrefið verður að kynna þessar tillögur
fyrir okkar fólki“.
Eru deilurnar um afrennsli í Apavatn á enda?
UIXELDISSTÖD LAUGARLAX
HEFUR HAFID STARFSEMINA
■ „Við höfum fengið starfsleyfi frá
heilbrigðisnefndinni fyrir austan og
hreppsnefndinni, og höfum því tekið
formlega til starfa", sagði Eyjólfur Frið-
geirsson, stjórnarformaður Laugarlax
hf. sem nú hefur hafið starfrækslu á
laxeldisstöð við Apavatn í landi Úteyj-
ar, en mikill styrr hefur staðið um það í
vetur hvort eigendur laxeldisstöðvarinn-
ar hefðu rétt til þess að láta afrennsli frá
laxeldisstöðinni renna í Apavatn. Eyjólf-
ur sagði að starfsleyfið hefði fengist í
kjölfar rannsóknar sem Jón Ólafsson
haffræðingur gerði á súrefnismagni
Apavatns.
í niðurstöðum Jóns segir að vatninu
stafi ekki hætta af frárennsli fyrirhugaðrar
laxeldisstöðvar Laugarlax hf., og á þeim
forsendum hefur Náttúruverndarráð nú
lýst því yfir að það leggist ekki gegn
áformum um byggingu fiskeldisstöðvar
við Apavatn, og tilgreinir einnig að það
telji mengunarvarnir stöðvarinnar full-
nægjandi.
Eyjólfur sagði í samtali viðTímann að
þeir Laugarlaxmenn litu nú þannig á
máliö að deilur við bændur og landeig-
endur væru úr sögunni. Hann sagði að
starfsemin væri rétt hafin, og þegar búið
að flytja hluta þeirra seiða í stöðina sem
þangað á að flytja. Eyjólfur sagði að 3
til 4 menn myndu starfa við stöðina,
þegar reksturinn væri kominn í fullan
gang. - AB.
Megas krefst
813 þúsunda
f skadabætur
■ Við krefjumst í fyrsta lagi staðfest-
ingar á lögbanninu og síðan gerum við
kröfu til hagnaðar af sölu, sem við
höfum áætlað 613 þúsund krónur. Þar
að auki krefyumst við 200 þúsund króna
miskabóta, einnig krefjumst við þess að
fá þau eintök af plötunni sem enn eru í
eigu Steina hf ella verði þau eyðilögð",
sagði Skúli Thoroddsen, lögmaður
Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, tón-
listarmanns, þegar hann var spurður um
kröfur umbjóðanda síns í lögbannsmál-
inu gegn Steinum hf vegna meintrar
ólögmætrar útgáfu á laginu Fatlafól, en
mál til staðfestingar lögbanninu verið
þingfest i Borgardómi i dag.
„Við tökum það einnig fram í okkar
greinargerð, að við teljum, að plötunni
hafi verið dreift á ólögmætan hátt eftir
að búið var að leggja fram lögbanns-
kröfu, það er að segja meðan málið var
til meðferðar í fógetarétti. Við ætlum að
búið hafi verið að dreifa milli 500 og
1000 eintökum þegar lögbannskrafan
kom fram og síðan teljum við að selst
hafi um 6000 eintök. Við byggjum það
meðal annars á því, að í blöðum hefur
komið fram að þetta hefur verið sölu-
hæsta platan nú um skeið“, sagði Skúli.
- Sjó.
Sjómenn
ÓSÁTTIR VIÐ BREYT-
INGAR Á LÖGUM UM
AFLATRYGGINGASJÓÐ
■ Sjómennerumjögósáttirviðfrum-
varp tU laga uni breytingu á lögum um
Aflatryggingasjóð, sem nú liggur fyrir
Alþingi. Á formannafundi Sjómanna-
sambandsins, sem haldinn var í vikunni
sem leið, var samþykkt ályktun, þar
sero minnt var á, að upphaflegt
markmið sjóðsins hafi eingöngu verið
að tryggja sjómönnum laun sín, ef um
aflabrest væri að ræða eða ef útgerð
brygðist fjárhagslegum skuldbinding-
um sínum gagnvart sjómönnum.
„Með frumvarpinu sem nú Kggur
fyrir Alþingi er ætlunin að bóta-
greiðslur Aflatryggingasjóðs gangi inn
tU Stofnfjársjóðs fiskiskipa, en hann
hefur allt öðru hlutverki að gegna en
því, að tryggja sjómönnum laun sín,
„segir í ályktun fundarins meðal
annars. - _ Sjó.
Opel er vestur-þýskur
fram í felgur. Þér nægir
ekkert minna, þegar þú
velur fjölskyldubílinn.
HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM