Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.03.1984, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 14. MARS1984 f spegli tímans LAW AÐISINN BRAÐNADI svo var mikil róman tíkin í skautadansi breska gullparsins ■ Verðlaunahufarnir í skauta- dansi, þau Jayne Torville og Christopher Dean, dönsuðu sig í hug og hjörtu áhorfenda á Olym- píuleikunum i Sarajevo, eins og við sáum í sjónvarpsfréttum frá leikunum. Þegar allir dómararn- ir gáfu hæstu einkunn í stfl og listfengi sást best að list breska skautafólksins var hafín yfír metnað og ríg milli þjóðanna, sem oft vill verða í slíkri keppni. Sjaldan eða aldrei hafði annar eins tilfínningahiti og rómantík sést á ísnum, eins og þegar þau dönsuðu „Bolcro". Ástarsögu þeirra hefur mikið verið haldið á lofti. Sjálf scgja þau, að samband ■ Eftir Olympíuleikana ætla þau að gerast atvinnumenn í skautadansi, Jayne Torville og Christopher Dean. þeirra sé orðið eins og innilegt hjónaband að trausti og vinskap, en ástarsamband þeirra sé ekki lengur eins og þegar það var heitast. Dean segir. „Fyrir nokkrum árum vorum við mjög ástfangin, en það erum við ekki lengur. Við eigum þó svo margt sameigin- legt, sem tilheyrir listgrein okkar, og við gleymum ekki því sem einu sinni var á milli okkar. -Við vorum þá svo ung, sagði Jayne. Kannski vissum við ekki hvað ást var... Við getum hvor- ugt okkar, held ég, gert okkur í hugarlund hvernig væri að lifa hvort í sínu lagi, þegar listferli okkar lýkur,- við hugsum ekki svo langt nú. Við erum hamingjusöm að dansa saman. Jayne og Dean eru heiðurs- borgarar í Nottingham, heima borg sinni í Bretlandi. Þar vilja yfírvöld allt gera fyrir þau svo þau geti æft og tekið þátt í mótum. Næst á dagskrá hjá skautaparinu er heimsmeistara- keppni í Kanada, en svo ætla þau að gerast atvinnuskautafólk og ferðast með ís-cirkus um heiminn. Þau hafa unnið þrjá Evrópu- meistaratitla, Olympisk gull- verðlaun og fjóra heimsmeist- aratitla. Hvað er hægt að hugsa sér meira?. ■ Lisa Marie og Scott Rollings horfa djúpt í augu hvors annars, rétt eins og aðrir ástfangnir jafnaldrar þeirra um víða veröld eiga til að gera. ■ Þegar Lisa Marie fær tækifæri til að fara í gönguferð með Scott sínum vfll hún helst, að lífverðirnir, sem fylgja henni hvert sem hún fer, séu hvergi nærri. Lífverðirnir eru tilkomnir vegna stöðugra vinsælda föður hennar og þeirrar fullvissu margra að hún sé ein ríkasta persóna veraldar. Það mun þó hafa saxast mikið á eigur föður hennar. Lisa Marie Presley: FYRST/ ■ Elvis Presley á sína aðdáend- ur enn þann dag í dag, ekki síður en þegar hann var upp á sitt besta, þó að nokkuð sé um liðið síðan það var. Það kemur því kannski þessum tryggu fylgjend- um hans á óvart að komast að raun um það, að dóttir hans, Lisa Marie Presley, er orðin heilla 16 ára. Hún náði þeim merka áfanga 1. febrúar sl. Svo sem jafnöldrum hennar er títt, er Lísa Marie farin að gefa hinu kyninu hýrt auga. Og reyndar er hún um þessar mundir að upplifa fyrstu ástina sína. Sá útvaldi er Scott Pollings, læknis- sonur í Los Angeles, sem stundar nám í listaskóla. Scott og Lísa eru nú óað- skiljanleg. Og þó að mömmu viðtal dagsins I „KROFURNAR ERU ALLTAF AÐ AUKAST” — Rætt við Hákon Jóhannesson vegna matvælaiðnaðarsýningar í Gerðubergi ■ Um helgina verður opnuð í Gerðubergi í Breiðholti sýning í matvælaiðnaði. Þar munu inn- lendir framleiðendur sýna, og jafnframt verður ráðstefna í sambandi við sýninguna á sama stað. Einn forgöngumanna sýning- arinnar er Hákon Jóhannesson matvælaráðgjafi. Hann hafði eftirfarandi um málið að segja: „Það verða 35 fyrirtæki með á sýningunni og þetta verður ein stærsta ráðstefna og sýning sem haldin hefur verið í þessari grein hér á landi. Á ráðstefnunni verða haldin þrjú erindi. Eitt fjallar um tæki og efni í sambandi við vinnslu í matvælaiðnaði, annað um gæðaeftirlitog það þriðja um hreinlætismál, hreinsi- og þvotta- efni, notkun og eðli þeirra.“ - Geturðu nefnt einhverjar nýjungar sem verða á sýning- unni? „Það má nefna tölvuvogakerfi fyrir frystihús og kjötiðnað, alls kyns mælitæki fyrir gæðaeftirlit, ■ Hákon Jóhanncsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.