Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 2

Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 2
ifl ;t iiii a »■ ii 2 FIMMTÚDAGUR 15! MARS 1984 fréttir HORPUMSKUR AO VERDA GUIL- KtSTA fBÚA VID HÚNAFLÓA ■ „Við horfuin nú fram til þcss að Húnaflóinn sé að koma upp sem gull- k isla hvað snertir hörpudisk, ekki ósvip- að og Breiðafjörðurinn. Þeir tveir bátar héðan sem stundað hafa þessar veiðar í allan vetur eru stöðugt að finna nv og ný mið og hafa að undanförnu komið með samtals um 6-7 tonn af skel á dag. Þetta hefur því verið alvcg vítamínsprauta fyrir atvinnulífið hér hjá okkur í vetur“, sagði Brynjólfur Sveinbergsson á Hvammstanga í samtali við Tímann í gær. I haust sagði Brynjólfur einungis hafa verið áformað að leyfa þessum tveim bátum frá Hvantmstanga skelveiðar til áramóta. Veiðarnar hafi þá verið stund- aðar í nágrenni Skagastrandar ásamt bátum þaðan og frá Blönduósi. Eftir að veður fór að versna hafi bátarnir síðan farið að prófa skelveiðar nær Hvamms- tanga með þeim árangri að stöðugt hafi verið að finnast ný og ný mið. „Veiðarn- ar hafa gengið svo vel að við munum nú halda þeim áfram fram á vor," sagði Brynjólfur. Þá sagði hann vinnslustöðvarnar á Hvammstanga og Skagaströnd hafa tek- ið þátt í kostnaði við leiðangur Drafnar- innar, sem undanfarna daga hafi leitað skelveiðimiða í Húnaflóa. Ingvar Hall- grímsson hafi verið leiðangursstjóri og útkoma leiðangursins mjög jákvæð. Brynjólfur sagði hörpudiskvinnsluna nú orðna jafn stöðuga og rækjuvinnsl- una. Þrír bátar séu á rækju og tveir á skel og tvær vinnslurásir stöðugt í gangi. En upphaflega var hugmyndin að nýta hörpudiskveiðarnar til að halda uppi vinnu í rækjuvinnslunni á milli þess sem rækjuveiðarnar væru stundaðar. -HEI NYI SKULPTURINN? Rætt við fjóra mynd- listarmenn sem opna sýningu á Kjarvals- stöðum á laugardag, og sagt frá einum enn ■ S . t tundui ijá tyitum sínum. ■ Myndlistarmennirnir fjórir, frá hægri, Ivar, Rúrí, Rúna og Þór. Tímamynd Árni Sæberg ■ Á Kjarvalsstöðum fer nú bráöum aö byrja ný myndlislarsyning. Hún veröur opnuð á laugardag kI. 2 og þaö eru fjorir myndlistarmenn, þau Rúna, Rúrí, ívar Valgarðsson og Þór Vigfússon sem sýna. Auk þess er Sæmundur Valdimarsson með tréskúlptúra á göngunum. Tímamenn fóru niður á Kjarvalsstaði og settust við borð með fyrstnefndu listamönnunum fjórum. - Af hverju sýnið þið saman? „Við þekkjumst mjög vel frá fornu fari. Annars er þetta bara tilviljun." - Hvers konar verk eru á sýningunni? „ívar er með 9 steinsteypta skúlptúra, abstrakt hluti, en yrkisefnið er í tengsl- um við náttúruna. Rúrí er með skúlptúr- verk líka, úr gleri og járni, hálfgildings umhverfisverk. Það eru þrjú verk. Rúna er með teikningar og þrykkmyndir, og kemur heim frá Hollandi sérstaklega fyrir þessa sýningu, og Þór er með dýramyndir." Dýramyndir Þórs eru mjög óvenjuleg- ar, t.d. eru þarna margar litlar myndir af dýrum, sem eru mjög svipaðar þeim sem börn fást við að gera í skólum, einfaldar dýramyndir úr krossviði sem svo eru málaðar og settar á pall. Einnig er Þór með stórar gifsmyndir af krókódílum og sebrahestum. Af hverju gerir hann þess- ar myndir? „Þetta lá bara vel við höggi". Þegar þau eru spurð að því hvort einhver sameiginleg stefna sé í verkum þeirra verður fátt um svör. Rúrí minnist þó á að þetta sé kannski nýi skúlptúrinn, sbr. nýja málverkið. „Annars er erfitt að tala um neina sameiginlega stefnu. Við erum hvert um sig með mjög persónuleg verk." Rúrí varð einu sinni fræg fyrir að brjóta niður Bens með hamri. Hún er ekki í neinum slíkum pælingum núna? „Nei, ég var að hugsa um Daihatsu, en hætti við. Kannski fer ég út í að brjóta flugvélar." - Holland, þið haflð öll verið í Hol- landi. Af hverju er landið svona vinsælt meðal myndlistarmanna? „Amsterdam hefur verið mikill mið- punktur fyrir myndlist. Þangað koma myndlistarmenn alls staðar að til að sýna og læra, svo að ef maður vill brjótast út úr einangruninni hér heima þá er best að fara til Hollands. Það er mjög vel búið að myndlist í Hollandi." ■ Alþjóðaráð Rauða krossins í Genf hefur sent út hjálparbeiðni þar sem óskað er eftir stuðningi fjölmargra landa við hjálparstarf Rauða krossins í Líban- on. Eins og kunnugt er af fréttum mögn- uðust átökin í Beirút mjög í byrjun febrúar og veitir Rauði krossinn yfir 60.000 manns aðstoð og fjöldi heimilis- lausra eykst stöðugt. Auk þess eru á - En nú eru þrjú ykkar komin heim. Er gott að vinna að myndlist hér? „Það er góð aðstaða fyrir myndhöggv- ara á Korpúlfsstöðum góð tæki og slíkt. En annars er það að mörgu leyti erfitt að vinna hér, bæði vegna fjárhagsörðug- leika og fordóma. Það eru náttúrlega allsstaðar fordómar gagnvart lista- mönnum, en maður finnur kannski meira fyrir þeim hér í fámenninu." Þau eru öll um og yfir þrítugt og voru stofnendur að nýlistasafninu. Rúrí er núna formaður þess. Eru þau ennþá nýlistamenn? „Orðið nýlist þýðir nákvæmlega það sama og t.d. nýtt brauð eða eitthvað slíkt. Fólk leitar eftir nýjungum í listinni í upphafi og síðan þroskast það.“ - Hafið þið þroskast? (Hlátur) „Nei." þriðja þúsund manns særðir í sjúkrahús- um sem Rauði krossinn rekur. Viðurkennt hlutleysi veitir Rauða krossinum þá sérstöðu að geta starfað á vettvangi átakanna og er Rauði krossinn nú eina líknarfélagið sem getur starfað á mörgum þeim svæðum sem verst hafa orðið úti. Hið umfangsmikla starf Rauða krossins í Líbanon kostar mikið fé og var kostnaður vegna hjálparstarfsins þar Rekatimbur Auk þessara fjögurra er einn myndlist- armaður enn með verk sín á Kjarvals- stöðum. Það er Sæmundur Valdimars- son sem er öllu eldri en þau hin, fæddur 1918. Hann sýnirverk úr rekadrumbum, styttur sem minna á listaverk frumstæðra þjóða. Verk Sæmundar fjalla um ýmis- konar stemmningar, þarna eru margar rnyndir af konum, m.a. óþekktri alþýðu- konu sem er enn einu sinni ólétt og annarri konu sem einnig er ólétt og nefnist það verk Verðandi einstæð. Sæmundur heggur einungis út hluta rekaviðarins, sem að öðru leyti er látifin halda sér eins og hann kemur úr fjör- unni. Sæmundur var með fyrstu einkasýn- ingu sína í matsal Áburðarverksmiðj- unnar í Gufunesi, en þar hefur hann unnið síðustu 30 árin. fyrstu tvo mánuði ársins um tvær milljón- ir svissneskra franka. Stjórn Rauða kross íslands hefur ákveðið að verja fé úr hjálparsjóði félagsins til styrktar hjálparstarfinu í Líbanon. Jafnframt er minnt á að gíró- númer sjóðsins er 90000-1 ef einhver vill leggja sjóðnum lið. (Úr fréttatilkynningu) -ADJ Rauði krossinn til aðstoðar í Líbanon Lögreglufélag Reykjavíkur: Ánægt með starf neyðarbifreiðar slökkviliðsins ■ „Aðalfundur 'lögreglufélags Reykjavíkur lýsir yfir ánægju með það fyrirkomulag sem verið hefur á starf - semi neyðarbifreiðar Slökkviliðs Reykjavíkur, þar sem læknir og hjúkr- unarfræðingur hafa Verið með í förum,“ segir í ályktun fundarins sem haldinn var á hlaupársdag. Þá segir að með þessu fyrirkomulagi hafi verið stigið skref frani á við í öryggismálum auk þess sem störf löggæslumanna á slysstað eru létt til muna. Landssamband Reykjavíkur: Hið opin- bera tryggi hlutdeild íslenskra iðnfyrir- tækja við opinberar framkvæmdir i ■ Landssamband iðnaðarmanna beinir þeim tilmælum til opinberra aðila að þeir tryggi æskilcga hlutdeild íslenskra iðnfyrírtækja við opinberar framkvæmdir og önnur innkaup hins opinbera. Þetta kemur fram í ályktun Landssambandsins unt þcssi mál sem samþykkt var á sambandsstjórnarfundi síðastliðinn mánudag. í ályktuninni er m.a. bent á nauðsyn þess að upplýsing- um um innkaup sé kontið á framfæri við innlend iðnfyrirtæki í tíma og að útboðsskibnálum sé hagað á þann veg að þeir henti íslenskum aðstæðum. Þá er minnt á hlut hönnuða sem ekki taka alltaf nægilegt tillit til íslenskra að- stæðna í efnis og vöruvali og mælt með að hið opinbera setji hönnuðum sínum ákveðnari fyrirmæli. Að lokum er í ályktuninni mælt með að skipuð verði að nýju samstarfsnefnd um opinber innkaup sem ekki hefur starfað nú um nokkurt skeið. Hlutverk þeirrar nefndar var ckki hvað síst að gæta hagsmuna íslenskra iðnfyrirtækja og er þeim tilmælum bcint til iðnaðar- ráðherra að hann skipi hana að nýju. I -b. Leikfélag Selfoss á leiklistarhátíð á írlandi: Sýnir „Jörund“ Jónasar Árnasonar ■ Leikfélagi Selfoss hefur verið boð- ið á leikhúshátíð áhugaleikfélaga á Norður írlandi í maí í vor með leikrit Jónasar Árnasonar, „Þið munið hann Jörund,“ sem félagið sýndi fyrr í vetur við góðar undirtektir. Leikritið verður flutt á ensku í þýðingu Molly Kennedy, og eru æflngar þegar hafnar á leikritinu á nýju máli. Leikstjóri sýningarínnar cr Viðar Eggertsson leikari. Sýningarnar verða í 700 manna leik- húsi og þar koma fram leikhópar frá Bandaríkjunum, Englandi, Norður- og Suður írlandi, ísrael og Mexíkó. Hópurinn sem fer utan er stór, cða allt að 40 manns og fyrirtækið því kostnað- arsamt, en til fjáröflunar hefur leikfé- lagið m.a. staðið fyrir samkomum undir yfirskriftinni „Þið munið hann Jónas," þar sem verk Jónasar Árna- sonar hafa verið kynnt og höfundurinn sjálfur komið fram. Skjaldhamrar Jónasar Árnasonar hafa áður verið sýndir á sömu hátíð og er hann því orðinn þekktur gestur þar. JGK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.