Tíminn - 15.03.1984, Page 4
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1984
Rádstefna um verðlagsmál landbúnaðarafurða í Borgarnesi:
FARMGKHD SKIPAFELAGA HÆKK-
AD ÞREFALT 4 VID1AUN BÆNDA
■ „Ég tei það hættulegt fyrir hagsmuni
neytenda hvernig ýmsir aðilar hafa með
góðum árangri náð að varpa sviðsljósinu
að verðlagsbreytingum landbónaðaraf-
urða í þeim kollsteypum sem íslenskt
efnahagslíf hefur tekið undanfarin ár.
Það er mitt mat að í skjóli þessa hafi
miklu þýðingarmeiri liðir í útgjöldum
neytenda saxað sí og æ á kaupmátt
þeirra aura sem við höfum til ráðstöfun-
ar, þegjandi og hljóðalaust“, sagði
Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri
í landbúnaðarráðuneytinu m.a. á fundi
sem haldinn var um verðlagsmál land-
búnaðarafurða í Borgarnesi um síðustu
helgi, á vegum Neytendafélags Borgar-
fjarðar og Verkalýðsfélags Borgamess.
Guðmundur benti á í þessu sambandi
að útgjöld til búvörukaupa á útgjöldum
vísitölufjölskyldunnar hafi minnkað um
helming á s.l. hálfum öðrum áratug, þ.e.
úr um 20% þegar neyslukönnun fyrir
núgildandi vísitölugrundvöll var gerð og
niður í 10% í neyslukönnun fyrir nýjan
vísitölugrundvöll. Áhersla á verðþróun
landbúnaðarvara hafi því verið eðlilegri
á árum áður, þegar þær vógu mjög þungt
í heildarútgjöldum heimilanna.
Farmgjöld hækkað
þrefalt á við laun
Guðmundur gat m.a. um einn lið sem
honum hafi þótt hækka með ógnvekj-
andi hraða á árunum 1979 og þar til nú,
þ.e. farmgjöld skipafélaganna. Væru
hækkanirnar t.d. miðaðar við kauplið
bóndans gæti hann nú einungis keypt
þriðjunginn af þeim flutningskostnaði
sem hann gat keypt árið 1979. Þar sem
farmgjöldin hlaðast m.a. á þær innfluttu
vörur sem seldar eru í almennum mat-
vöruverslunum væri þarna um mikið
hagsmunamál neytenda að ræða.
í þessu sambandi má geta orða Skúla
Alexanderssonar alþingismanns á fund-
inum, en hann sagði málum nú þannig
háttað að fraktskip Eimskips og Sam-
bandsins sigli fullhlaðin til Ameríku en
komi oftast tóm til baka. Á sama tíma
sigli skip Hafskips tóm vestur en full-
hlaðin til baka. „Við þurfum að breyta
til þarna sem víða annarsstaðar", sagði
Skúli.
Er ekkert að
marka Hagvang?
Þá kom fram hjá Guðmundi Sigþórs-
syni að kaupmenn telji smásöluálagn-
ingu á mjólk nú orðna allt of lága og því
til sönnunar skilað merkum Hagvangs-
skýrslum til verðlagsnefndar, þar sem
haldið sé fram að þeir þurfi a.m.k.
16-18% álagningu til að standa undir
kostnaði. Hjá einum ræðumanna fund-
arins kom raunar fram að nauðsyn væri
á að gefa álagninguna á mjólk frjálsa svo
ekki þurli að nota álagningu á aðrar
vörur til að standa undir kostnaðinum
við mjólkursöluna.
Guðmundur minnti hins vegar á að
þegar Mjólkursamsalan rak eigin búðir
á sínum tíma hafi álagningin verið
9-13%, þ.e. því hærri prósenta sem
niðurgreiðslur voru meiri. Sú sama
álagning hafi verið látin ganga til kaup-
manna - sem mjög mikið höfðu sótst
eftir að fá mjólkursöluna í sínar hendur
- og töldu þeir sig þá nokkuð ásátta með
álagningarprósentuna. Um þessar
mundir sé álagningin um 10%.
„Spurningin er því sú: var Mjólkur-
samsalan að greiða með búðunum
sínum? - Kostaði ekki meira en þetta að
dreifa mjólkinni þegar MS rak sínar
búðir á eigin reikning? - Eða er ekkert
að marka Hagvang? Þessu finnst mér að
þið ættuð að velta fyrir ykkur, þar sem
Hagvangur virðist nú orðinn algjört
lausnarorð og stórisannleikur í flestum
málum," sagði Guðmundur Sigþórsson.
Kvótakerfið óbrúklegt
Björn Björnsson, hagfræðingur ASÍ
gagnrýndi mjög ýmis lög og stofnanir
landbúnaðarins. Björn sagði m.a. að
þótt kvótakcrfið hafi drcgið úr offram-
leiðslu á síðustu árum væri það þó
óbrúklegt til lengdar vegna þess að það
byggi á því að óbreyttur fjöldi framleið-
enda framleiði minna en áður. Það bindi
því hendur þeirra framleiðenda, sem
náð gætu meiri hagkvæmni í framleiðslu,
þ.e. minnki framleiðni. Eina varanlega
og vitræna lausnin væri að framleiðslan
lagi sig að kröfum markaðarins. Þeir
framleiðendur sem óhagkvæmastan
hefðu reksturinn yrðu að laga sig að
breyttum aðstæðum og hverfa að öðrum
búgreinum eða öðrum störfum, en til
þess þyrftu þeir aðstoðar við.
Sexmannanef nd
nátttröll
Þá kvaðst Björn telja sexmannanefnd
orðna nátttröll, sem dagað hefði uppi
vegna rangrar stefnu. Margt hafi breyst
síðan nefndin var sett á laggirnar. Björn
taldi nýja stefnu í málefnum landbúnað-
arins forsendu þess að verðákvarðanir
geti orðið skynsamlegar. Hún ætti að
grundvallast á því að íslendingar væru
sjálfum sér nægir um brýnustu nauðsynj-
ar í mat, en ekki væri framleitt umfram
innanlandsþarfar.
Hefðum við nóg að éta
á stríðstímum?
í framhaldi af þessum orðum Björns,
taldi Bjarni Guðráðsson rétt að menn
spyrðu sjálfa sig þeirrar spurningar:
„Erum við sjálfbjarga nú? Dugar sú
matvara sem við framleiðum hér innan-
lands okkur til framfæris ef allt í einu
■ Verulega skiptar skoðanir komu fram meðal frummælenda á fundinum um núgildandi verðlagskerfi og landbúnaðarpúli tík.
yrði tekið fyrir alla aðflutninga, sem
hvenær sem er gæti gerst af völdum
ófriðar eða annarra ástæðna?
Ríkið borgar mun meira
en útlendingarnir
fyrir kjötið
Jón Magnússon, form. Neytendasam-
takanna ræddi m.a. um útflutningsupp-
bæturnar og niðurgreiðslurnar. Benti
m.a. á að árið 1982 hafi ríkissjóður greitt
172 millj. króna í uppbætur á afurðir
sem aðeins fengust greiddar 107 millj.
króna fyrir í útlöndum, þannig að ríkis-
sjóður hafi greitt mun meira en helming
verðsins. „Ef sleppt væri bæði útflutn-
ingsuppbótum og niðurgreiðslum mætti
t.d. lækka söluskatt í landinu um 6,5
prósentustig", sagði Jón. Hann taldi
hluta af lausninni fólginn í því að fækka
búum í landinu. Þó yrði að standa
þannig að því að þeir sem hætti geti selt
jarðir sínar á matsverði.
Ein sveit í eyði árlega
Guðmundur Þorsteinsson á Skálpa-
stöðum benti á að bændur hafi þurft að
bíða í 10 ár eftir tækjum til að ná
stjómun á framleiðslunni. Allan þann
tíma hafi þar strandað á löggjafanum.
„Hvað væri búið að spara mikið hefðu
stjórnunaraðgerðirnar verið samþykktar
fyrr?“ spurði Guðmundur sem benti á að
sauðfé hafi fækkað u.þ.b. 25% frá því
það var flest orðið.
Þá benti Kristján Sigurðsson á, að
fækkun jarða sem búskapur er rekinn á
jafngildi því að ein sveit fari í eyði á ári,
þ.c. um 20-30 bújarðir árlega.
■ Um hundrað manns sóttu fund um verðlagsmál landbúnaðarvara sem haldinn var í Borgarnesi síðasta sunnudag, sem
mönnum þótti góð fundarsókn ekki síst þegar tekið var tillit til blíðuveðurs og góðs skíðafæris.
Samkór verkalýðsfélaganna í Borgarnesi kom í fyrsta skipti fram opinberlega í upphafi fundarins. Myndir Ragnheiður.
Er frelsið ekki plat
„Er valið alltaf jafn frjálst og menn
vilja vera láta?“ sagði Ingi Tryggvason
m.a. vegna umræðna um frelsi neytenda
til að velja sér neysluvörur. „Byggist
valið ekki m.a. á því hverjir hafa mesta
peningana til auglýsinga og öðru slíku?“,
spurði Ingi. Hann kvaðst líka efast um
að jöfnun ætti alltaf rétt á sér, eins og
t.d. þegar nú sé komið á dagskrá að
leggja sölugjald á mjólk vegna þess að
samkeppni milli mjólkur ög gosdrykkja
sé nú ósanngjörn.
Búvörur í samkeppni í
hverjum matartíma
„Bændur þurfa að átta sig á því að
þeirra framleiðsla er í samkeppni við
aðrar vörur á hverjum matmálstíma",
sagði Einar Ólafsson, kaupmaður á
Akranesi, sem kvaðst búinn að versla í
meira en 20 ár. Kvaðst hann alltaf hafa
undrast að dilkakjötinu - sem bændur
séu í vandræðum með að selja - hafi
aldrei verið komið á markaðinn virkilega
vel frá gengnu og í girnilegum umbúð-
um.
„Eins og málin horfa við fyrir okkur
þá verðum við allir að kaupa dilkakjötið
í heilum skrokkum. og þá jafnframt að
vinna úr þessari vöru í hverri einustu
verslun í landinu. Til þess hafa smærri
verslanirnar hins vegar hvorki aðstöðu
né tækjakost". Einar benti á að þegar
heilbrigðiseftirlit hefur verið að taka
sýni af hakki t.d. þá hafi mikið af þeim
verið talin ósöluhæf vara. Ástæðan sé
einfaldlega sú, að verið sé að berjast við
að vinna úr þeim hráefnum sem til staðar
eru í fjölda verslana sem ekki hafi
möguleika á að gera það á sómasamleg-
an hátt. „Það sem hér vantar eru góðar
vinnslustöðvar sem vinna að því að
gera hvern kjötskrokk sem verðmætast-
an og koma síðan vinnsluvörunum á
markað í góðum og fallegum umbúðum.
Mér dettur t.d. í hug sláturhúsið hér í
Borgarnesi, sem stendur meira og minna
ónotað 10 mánuði ársins. Því ekki að
nota þctta myndarlega hús og þá aðstöðu
sem hér er til staðar”, sagði Einar.-HEI