Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 6

Tíminn - 15.03.1984, Qupperneq 6
Sænska konan, sem sló öll met í megrun ■ Það var erfítt lífið hjá sænsku konunni Rut Lindberg, sem var 190 kíló á þyngd, eða 380 pund! Það mátti segja að hún i væri fangi í sínu eigin ! spiki, því að aumingja konan komst varla út eða inn um dyr, hún gat ekki setið í venju- legum sætum í bíó eða leikhúsi. Hún gat varla klætt sig hjálp- arlaust, og alls ekki reimað skóna sína. A tveimur árum hafðihún svo lést um 128 kg. (256 pund) í 62 kg. (124 pund) og það er víst áreiðanlega heimsmet í megrun. Rut er 45 ára húsmóðir í Obbola í Svíþjóð. Hún segir svo frá: „Ég byrjaði að fitna þegar ég var ófrísk að syni mínuni Leifi fyrir 26 árum. Ég borðaði- og borðaði mér til óbóta. A stuttum tíma olli ofátiö því að ég varð hálfgerð ófreskja. Ég glataði æsku minni. Ég átti erfitt um hreyfingar, átti fullt í fangi með að hugsa uni hússtörfin og barnið. Ég hætti að geta reimaö skóna mína. Þetta varð algjör martröð. Ég hélt mig mest heima við og horfði á sjónvarpið og át! Ef ég lét sjá mig úti, þá fann ég að allir horfðu á mig. Ég hcyrði hvíslað: „Sjáðu, þarna er feita konan úr húsinu á horninu", en ég var kölluö það. Ég þráði að léttast, guð hvað ég þráði það, en ég gat engan veginn haldið mig við neinn megrunarkúr, en sem síðasta úrræði för ég í félagsskapinn „Línan" í Svíþjóö, og þá fór þetta að ganga," sagði Rut á blaðamannafundi í l.ínunni í sínum heimabæ. Þegar Rut kom fyrst í megrun- arklúbbinn var ekki hægt að vigta hana á neina vigt sem þar ■ Rut I.indbcrg áður en hún byrjaði í megrunarkúrnum ■ „Það er munur að geta keypt sér föt eins og venjulegt fólk", sagði Rut þegar hún vigtaði sig og var komin niður í 62 kíló - úr 190! var til. Starfsmaður félagsins fór með henni á jarnbrautarstöðina, og þar var hún vigtuð á farangursvigt! Það var útbúinn handa henni sérstakur matseðill, þar sem hennar vandamál var enn erfiðara en flestra annarra, sem komu í klúbbinn til að losa sig við nokkur kíló. Henni tókst að komast upp á lagið að halda sig við matseðilinn og árangurinn lét ekki á sér standa. A tveimur árum hefur Rut náð kjörþyngd sinni 62 kg. og er mjög hamingju- söm með það. - Þetta er eins og nýtt líf, segir hún. Mannfall á Kjötkveðju- hátíðinni í Ríó ■ Samba - fyrst og fremst sam- badans - drykkjulæti - slys og morð hafa fylgt í kjölfar kjöt- kveðjuhátíðarinnar í Ríó de Jan- erdo í Brasilíu. Það ætla allir að skemmta sér og mikið er lagt í dansæfingar, búninga og annan undirbúning. En það er ekki allt grín og gaman. Það sést af skýrslu. sem lögreglan í Ríó gaf út þegar hátíðin hafði staðið í 5 daga. A þessum fyrstu 5 dögum „karnivalsins" hafði mannfallið orðið 144 dánir. í flestum tilvik- um var ofneyslu víns um að kenna, annað hvort blátt áfram áfengiseitranir, sjálfsmorð, morð, slys eða drukknanir. Sjúkrahús borgarinnar höfðu þessa daga tekið á móti 11.000 manns vegna einhvers konar slysa, sem rekja mátti til hátíða- haldanna. Yfirvöldin virðast taka þessum upplýsingum með mikilli rósemd, og segja að þessar tölur séu alveg eðliiegar fvrir borg með 9 milljón íbúa, sem séu allir á fullu að „skemmta sér“. ■ Þær hafa kannski æft samba- dansinn lengi til að taka þátt í danskeppninni á kjötkveðju- hátíðinni í Ríó, en varla hefur mikið efni farið í búninga þessara ungu stúlkna. viðtal dagsins SKEMMlllfGAR ANDSWEB- IIR Mllil ÞESSARA VERKA — rætt vid Einar Jóhannesson, sem leikur tvo klarinettukonserta með Sinfóníunni í kvöld ■ Einar Jóhannesson klari- nettuleikari ber hitann og þung- ann af tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í kvöld, en þá leikur hann tvo konserta fyrir klarinett og hljómsveit, A-dúr konsertinn eftir Mozart, og Klari- nettukonsert eftir John Speight. Sá síðarnefndi er saminn fyrir Einar og tileinkaður honum og flutningur kvöldsins er fruin- flutningur. John Speight er raun- ar kunnur söngvari eins og flestir vita, en upp á síðkastiö hefur hann einnig verið að hasla sér völl sem tónskáld. „Þetta er svona einn samfelld- ur konsert, það er að segja, það eru ekki kaflaskipti í honum og því ekki hægt að segja að hann sé í hefðbundnu formi, enda eiginlega ekki til neitt hefðbund- ið í dag," sagði Einar aðspurður um konsert Speight. „Þetta er dálítið áköf músík, jafnvel ofsa- fengin á köflum, en síðan blíðar melódíur inn á milli. En það er yfirskrift yfir konsertinum, það er tilvitnun í Shakespeare úr einu leikrita hans. Hún hljóðar svo: „Nelodious birds sing madri- gals," sem gæti útlagst „söng- glaðir fuglar syngja madrigala," og þetta minnir á að John Speight er barýtónsöngvari og þótt hann noti mikið af því sem við köllum nútíma effekta og noti möguleika hljóðfærisins þar til hinsýtrasta, þá er aldrei langt yfir í melódíuna, eða lagið." En Mozart konsertinn, er hann ekki á prógrammi hjá öllum einleiksklarinettistum? Jú, hann er líklega uppáhalds- konsert flestra klarinettuleikara. Ég hef raunar aðeins einu sinni spilað hann áður, það var á Biennal í Kaupmannahöfn, ég hef ekki spilað hann hér heima fyrr. Þessir konsertar tveir mynda á sinn hátt skemmtilegar and- stæður. Þeir sem semja fyrir klarinett í dag notfæra sér þá þróun sem orðið hefur í gerð hljóðfærisins sjálfs, það ræður í ■ Einar Jóhannesson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.