Tíminn - 21.03.1984, Síða 1
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAÐ!
Miðvikudagur 21. mars 1984
69. tölublað - 68. árgangur
Sidumúla 15—Pósthólf 370 Reykjavík —Ritstjorn 86300- Auglysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306
Fyrirtækid Hólanes á Skagaströnd:
BÓKHALDSATHUG-
UN VEGNA GRUNS
UM FJÁRDRÁTT
■ Bókhaldsathugun stendur
nú yfir hjá Hólanesi h.f. á
Skagaströnd vegna orðróms um
fjárdrátt fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra og eru nefndar
tölur upp á nokkrar milljónir
króna. Nýr framkvxmdastjóri
hefur verið ráðinn í stað hins,
Lárus Æ. Guðmundsson núver-
andi sveitarstjóri á Skagaströnd,
en hann vildi ekkert segja um
málið, þegar blaðið ræddi við
hann í gær. Ekki náðist heldur í
stjórnarformanninn cn hann var
staddur í Reykjavík vegna
málsins.
Hólanes h.f er fiskverkunar-
fyrirtæki og rekur hraðfrystihús
á staðnum. Hefur reksturinn
gengið vel að sögn staðarmanns
sem blaðið ræddi við í gær og
framkvæmdastjórinn sem nú
liggur undir grun um fjárdrátt
verið mjög vinsæll á staðnum.
Búist er við að bókhaldsathugun-
inni Ijúki á næstu dögum.
-JGK
Verslunarmenn í
Borgarnesi semja:
UNGLINGATAXT-
INN FELLUR ÚT
— auk flokkatilfærslna
■ Verslunarmannafclagið í
Borgarnesi og Kaupfélag Borg-
firðinga undirrituðu nýjan kjara-
samning síðdegis í gær, en Versl-
unarmannafélagið frestaði því
að halda félagsfund til að greiða
atkvæði um heildarsamkomulag
ASÍ og VSÍ og notaði tímann til
að knýja á um frekari kjarabæt-
ur.
Að sögn Jóns Finnssonar, for-
manns félagsins, náðust fram
nokkrar kjarabætur umfram það
sem heildarsamkomulagið felur
í sér. Til dæmis fellur ákvæðið
um sérstakan taxta fyrir 16 til 18
ára út auk þess em flokkatilfærsl-
ur færa hluta félagsmanna kaup-
hækkanir. Samkomulagið gildir
frá 21. febrúar.
BLAÐAMENN
SAMÞYKKTU
SAMNINGINN
■ Samningar blaðamanna og
útgefenda, sem undirritaðir voru
í fyrrinótt, voru samþykktir á
félagsfundi með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða. Samn-
ingarnir eru að flestu leyti á
sömu nótum og heildarsam-
komulag ASÍ og VSÍ hvað launa-
liði varðar. Hins vegar náðu
blaðamenn fram einhverjum
sérkröfum, til dæmis hvað við-
kemur hlut útgefenda í síma-
kostnaði o.fl.
-Sjó
Samkomulagið verður lagt fyr-
ir félagsfund í lok næstu viku.
-Sjó
■ Landburður af fiski hcfur
verið á Grundarfirði undanfar-
ið. Bátamir hafa fengið mjög
vænan þorsk á heimaslóðum
og togararnir hafa fengið full-
fermi í stuttum veiðiferðum.
Eins og sést á myndinni, sem
tekin er í frystihúsinu á Grund-
arfirði, biða starfsfólksins næg
verkefni.
Tímamynd Ari Lieberman
Borgarstjóri fær 5000 undirskriftir:
...... . ....... KOSNINGAMTtflK-
VIUA LEYFA HUNDA- an góð hjá bsrb
HALD í REYKJAVÍK!
■ „Við viljum leyfa hundahald
í Reykjavík með ströngum
reglum, m.a. þeim að því verði
stranglega fylgt eftir að hundar
verði skráðir og hreinsaðir og
það verði bannað að láta þá
ganga lausa,“ sagði Guðrún
Guðjohnsen formaður Hunda-
ræktarfélagsins í Reykjavík í
samtali við blaðið í gær, en
meðlimir félagsins hafa safnað
hátt í 5000 undirskriftum til
stuðnings því að hundahald verði
aftur leyft í borginni. Undir-
skriftirnar voru lagðar fram í
borgarráði í gær.
„Það ber ekki að líta á þetta
sem almenna undirskrifta-
söfnun, hún snertir aðeins félag-
ið. Það er þannig að henni staðið
að félagar söfnuðu nöfnum með-
al nánustu kunningja sinna, ætt-
ingja eða nágranna. Undir-
skriftalistinn gæfi því helst til
kynna hvað margir stæðu að
þeim hundum sem eru í eigu
hinna 400 félagsmanna. - JGK
Skákmótiö á Neskaupstað:
UMFERÐ JAFNTEFLANNA
skák Helga og Guðmundar
lauk með jafntefli
■ „Mér sýnist þátttakau í
kosningunni ætla að verða
nokkuð góð. Við erum þcgar
búnir að fá um 7.300 atkvæði
af rétt tæpum 12 þúsund. Þó
má búasl við að þetta verði að
tínast inn fram eftir kvöldi og
að talsvcrt berist með pósti á
morgun,“ sagði Hörður Zóph-
óníazson, formaður yfirkjör-
stjómar BSRB, þegar Tíminn
talaði við hann um kvöld-
matarleytið í gær, en í gær og
fyrradag fór fram atkvæða-
greiðsla allra félaga í BSRB
um nýgerðan kjaravtmning.
Hörður sagði að ef öll at-
kvæðin sem hafa verið póst-
lögö niyndu berast í dag væri
ekkert því til fyrirstöðu að
hefja talningu strax í kvöld.
„Ég gæti trúað að við byrjuð-
um að telja opp úr átta og að
það tæki um hálfan annan
tíma,“ sagði Hörður.
-Sjó.
■ „Þetta var umferð jafntefla
hérna hjá okkur í kvöld“, sagði
Logi Kristjánsson á Neskaup-
stað þegar Tíminn spurði hann
fregna af annarri umferð Al-
þjóðamóts Tímaritsins Skákar
sem tefld var fyrir austan í gær.
Fjórum skákum lauk með
jafntefli, skák Wedbergs og Ben-
ónýs Benediktssonar fór í bið og
Lombardy vann Dan Hansson.
Biðskákirnar voru skákir Ró-
berts Harðarsonarog Knesevics,
Margeirs og Schússlers. McCam-
bridge og Jóhanns Hjartarsonar
og skák Guðmundar Sigurjóns-
sonar og Helga Ólafssonar sem
var „tvímælalaust fallegasta skák
kvöldsins“ og Margeir Pétursson,
sem lauk sinni skák sncmma,
sagði þetta vera þá skemmtileg-
ustu skák sem hann hefði séð í •
langan tíma.
- b
Suðureyri:
Hass finnst
í sendibréfi
■ Fíkniefnalögreglan fann
fyrir skömntu 13 grömm af
hassi í sendibréfi til erlends'
verkamanns á Suðureyri. Lög-
reglan á ísafirði var látin vita
og síðan var bréfið sent áfram.
Maðurinn var síðan hand-
tekinn þegar hann tók Við bréf-
inu og játaði hann að eiga
sendinguna og einnig hver
hefði sent sér cfnið. '
-GSH