Tíminn - 21.03.1984, Page 2
2______
fréttir
Kleppspftalinn:
ELDUR í
RUSLAFÖTU
■ Eldur kom upp í ruslafötu í Víðihlíð,
einu húsanna á Kleppspítalalóðinni um
kl. 14.00 í gær. Slökkviliðið í Reykjavík
var kallað út og lögðu þrír bílar af stað.
Tveim þeirra var síðan snúið við þar sem
starfsfólk náði fljótlega að slökkva
eldinn, en einn bíll fór á staðinn til
eftirlits. Engarskemmdirurðu íhúsinu.
- GSH
SÖKN ÓSKAR
VIÐRÆÐNA
FYRIR HELGI
■ „Við höfum verið að móta kröf-
urnar og ég býst við að þær verði
tilbúnar á fimmtudag eða föstudag og
þá munum við biðja um viðræður,“
sagði Guðlaug Pétursdóttir, sem á
sæti í hinni nýju viðræðunefnd Starfs-
mannafélagsins Sóknar, en hún var
kosin í kjölfar þess að samningar ASI
og VSÍ voru felldir á félagsfundi.
Viðsemjendur Sóknar eru stjórn
Ríkisspítalanna, vinnumálanefnd
ríkisins, sjálfseignastofnanir og
Reykjavíkurborg. Guðlaug var spurð
hvort til stæði að fara fram á miklu
meiri kjarabætur en fólust í samkomu-
lagi ASÍ og VSÍ. Hún sagði að svo
væri ekki en hins vegar yrði leitað
leiðréttinga á vissum atriðum sem hún
vildi ekki tíunda nánar.
-Sjó
„DAGSBRUN STÓRT
SKIP EN VSf VfS-
AR A SMABRVGGJU”
— segir Guðmundur J. Guðmundsson.
■ „Pað cr ekki gott fyrir stórt skip
eins og Dagsbrún að leggjast að þeirri
smábryggju sem Vinnuveitendasam-
bandið vísar á. Þeir verða að sýna
meiri rausn en hingað til annars verður
ekki lagst upp að,“ sagði Guðmundur
i. Guðmundsson, formaður Dags-
brúnar, þegar hann var spurður um
ganginn ■ viðræðum félagsins við
Vinnuveitendasamhandið.
Guðmundur sagði að þótt engin
lausn væri í sjónmáli hefðu um helgina
átt sér stað alvöru viðræður, scm
náttúrulega væru grundvöllur þcss að
samkomulag næðist í deilunni. Þó
sagði hann að VSf hefði ekki enn sem
komið væri gcngið að neinum kröfum
Dagsbrúnar.
Hann sagði að síðan á mánudag
hefði aðallega verið rætt um hina ýmsu
sérsamninga verkamanna innan Dags-
brúnar. Það hefði gengið ákaflega
tregiega.
-Sjó.
Húsnæðismálastofnun:
4884 hafa feng
ið viðbótarlán
■ Um miðjan þennan mánuð höfðu
4884 viðbótarlán verið afgreidd frá
lánadeild Húsnæðismálastofnunar til
vcðdeildar Landsbankans samtals að
upphæð 303 millj. kr. Á sama tima hafði
veðdeildin greitt út 4.714 lán. Hér er um
að ræða sérstök viðhótarlán sem ríkis-
stjórnin beitti sér fyrir að veitt yrðu til
að létta vanda húsbyggjenda og hús-
kaupenda á árunum 1981-83, með því
að hækka afgreidd lán um 50%.
Þessar upplýsingar komu tram í svari
Alexanders Stefánssonar félagsmálaráð-
herra um fjármögnun húsnæðismála.
Skipting lánanna er þannig að 2.634
fengu F-lán að upphæð samtals 210.618
þús. kr., 2.031 fengu G-lán að upphæð
79.433 þús. kr.,190fengu lán til viðbygg-
inga eða viðgerða að upphæð 11.68C
þús. kr. Sérþarfalán voru 10 talsins að
upphæð 393 þús. kr og 19 orkusparnað-
arlán að upphæð 769 þús. kr.
NOT A LOVE
STORY
sýnd aftur
■ Ákveðið hefur verið að endursýna
kanadísku heimildarmyndina NOT A
LOVE STORY - kvikmynd um klám í
Norræna húsinu miðvikudaginn 21. mars
kl. 18:00. Myndin varsýnd sl. sunnudag
á vegum kvikmyndaklúbbsins Norður-
Ijóss og urðu þá margir frá að hverfa
vegna mikillar aðsóknar.
Aðgöngumiðar verða seldir við inn-
ganginn. Myndin er stranglega bönnuð
börnum.
ÁDJ
SHÍ MÓTMÆLIR
SKÝRSLUNNIUM
LÁNASIÓÐINN
■ Stúdentaráð Háskóla íslands hefur
sent frá sér mótmæli vegna úttektar sem
menntamálaráðherra hcfur látið vinna
um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá
segir í ályktun ráðsins að það muni láta
vinna fræðilega úttekt á þessari skýrslu
ráðherra og senda hana til réttra aðila
innan skamms.
Stúdentaráð telur óeðlilegt að úttekt
sem þessi skuli unnin án samráðs við
Lánasjóðinn og námsmannasamtökin.
Þá harmar ráðið að skýrslan skuli unnin
á „jafn hlutdrægan hátt eins og raun ber
vitni“ eins og segir orðrétt í ályktun
ráðsins. Stúdentaráð mótmælir þeim
hugmyndum að námslán verði með sömu
kjörum og fjárfestingalán, afnámi víxil-
lána, skerðingu á félagslegri aðstoð og
kröfum um aukin námsafköst. Þá hafnar
ráðið þeim hugmyndum að eftirspurn
eftir lánum skuli byggjast á mati náms-
manns á peningalegu gildi síns náms.
Stjórnarfrumvarp:
BARNABÆTUR OG
TEKIUTRYGGING
HÆKKA VERULEGA
■ Stjórnarfrumvarp um
hækkanir á ýmsum liðum
almannatrygginga hefur ver-
ið lagt fram á Alþingi. Er
„Helmingur
mánaöarlaun-
anna fer í
orkukostnað"
■ „Húshitunarkostnaður og annar
orkukostnaður almennings er orðinn
svo stór hluti af tekjum fólks, að nær
ekkert stendur útaf til annarrar fram-
færslu. Láta mun nærri að tvenn viku-
laun verkamanns fyrir dagvinnu fari í
þennan eina þátt heimilishaldsins", segir
í ályktun kjaramálaráðstefnu Alþýðu-
sambands Vestfjarða sem haldin var á
Isafirði 26. febrúar. Þá skorar Alþýöu-
sambandið á stjórnvöld að skila nú
þegar öllu því verðjölnunargjaldi sem
lagt er á orkusölu og ætlað var til
jöfnunar á orkukostnaö landsmanna.
Fundur haldinn 4. mars í Verkalýðs
og sjómannafélagi Bolungarvíkur mót-
mælir harðlega þeim háa orkukostnaði
sem lagður er á Vestfirðinga og skorar á
stjórnvöld að standa við gefin fyrirheit
um stórlega lækkun. Verði það ekki gert
nú þegar.segir í ályktuninni.skoðast það
sem bein ögrun við launafólk á svæðinu.
Þá er skorað á alla Vestfirðinga að skera
upp herör til framgangs þessu réttlætis-
máli.
frumvarpið samið í fram-
haldi af yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar um að hún
beiti sér fyrir úrbótum til
handa þeim sem verst eru
settir til að liöka fyrir nýgerð-
um kjarasamningum.
Helstu hækkanir samkvæmt frum-
varpinu eru aðóendurkræfurbarnalíf-
eyrir verður hækkaður úr 1.615 kr..á
mánuði í 2.015 kr. og verður barnalíf-
eyrir nú 24.180 kr. á ári. Gert er njið
fyrir að meðlagsgreiðslur fyigi þessum
greiðslum.
Árleg mæðralaun verða nú 15.156
kr. á ári með einu barni. Með tveimur
börnum 39.708 kr. og með þremur
börnurn cða fleiri 70.428 kr.
Tekjutryggingin hækkarum22.5%.
Elli-og örorkulífeyrisþegar sem ekki
ná 29 þús. kr. tekjum á ári fyrir utan
lífeyri almannatrygginga á greidda.
uppbót á lífeyri 56.736 á ári. Hækkar
tékjutryggingin úr 3.861 kr. á mánuði
í 4.728 kr. á mánuði. Grunnlífeyrir
hækkar um 7% þannig að heildar-
hækkun grunnlífeyris og tekjutrygg-
ingar verður 15.5%.
Hjónalífeyrir verður hlutfallslega
óbreyttur en heimilisuppbót hækkar
um 10% verður 1.422 á mánuði.
Arlegur kostnaður vegna þessara
hækkana verður 343 millj. kr.,en í ár
er talið að kostnaðaraukinn verði á
milli 280 og 290 millj. kr.
-OÓ
■ „Við höfum tekið eftir því að mikil
aukning hefur orðið í viðkomufarþegum
til landsins, sérstaklega frá Bandarikjun-
um, og til að auka enn meira áhugann á
þessu, ákváðum við að prenta bækling í
200.000 eintökum til að kynna þcnnan
möguleika betur og láta hann liggja
frammi sem víðast,“ sagði Hans Indriða-
son hjá Flugleiðum um nýjan kynningar-
bækiing sem Flugleiðir eru að láta prenta
í prentsmiöjunni Odda.
Hans sagði að bæklingurinn væri í
léttum dúr: Lundi er látinn tala til
farþegans sem les og segir honum frá
mcrkisstöðum og atburðum. Að lokurn
þakkar lundinn fyrir sig og kvittar fyrir
með klófari.
„Þetta verður til þess að beina hingað
túristum sem ekki eru tilbúnir til að cyða
öllu sumarfríinu hér og vekja athygli
þeirra að þeim möguleika að eyða hér
nokkrum dögum á leið þeirra heim, t.d.
ferðamönnum frá Ameríku á leið frá
Evrópu," sagði Hans.
Eins og áður sagði er bæklingurinn
prentaður í Odda og hannaður af Gunn-
ari Gunnarssyni. Hann er prentaður á
fjórum tungumálum. -GSH
■ Fyrstu síður kynningabæklingsins runnu í gegnum prentvélarnar í Odda í gær. Frá vinstri eru Gunnar Gunnarsson
hönnuður, Þorgeir Baldursson hjá Odda, Símon Pálsson og Hans Indriðason. Tímamynd Róbert.
Nýr kynningarbæklingur Flugleiöa:
PRENTAÐUR f 200 ÞtiS-
UND EINTÖKUM f ODDA