Tíminn - 21.03.1984, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984
/0!l\
Lestunar-
áætlun
1 Skip Sambandsins munu I
fermatil Islandsá næstunni
sem hér segir:
Hull/Goole:
Jan . .. 2/4
Jan . . . 16/4
Jan . . . 30/4
Rotterdam:
Jan . .. 3/4
Jan ... 17/4
Jan ... 1/5
Antwerpen:
Jan .. . 4/4
Jan ... 17/4
Jan . . . 2/5
Hamborg:
Jan . . . 23/3
Jan . . . 6/4
Jan . . . 19/4
Jan . . . 4/5
Helsinki/Turku:
Mælifell . . 22/3
Hvassafell . . 31/3
Hvassafell . . 26/4
Larvik:
Francop . . 26/3
Francop . . 9/4
Francop ■ ■ 23/4
Francop . . 7/5 .
Gautaborg:
Francop . . 27/3
Francop . . 10/4
Francop . . 24/4
Francop . . 8/5
Kaupmannahöfn:
Francop . . 28/3
Francop . . 11/4
Francop . . 25/4
Francop .. 9/5
Svendborg:
Francop . . 29/3
Francop . . 12/4
Francop . . 26/4
Francop . . 10/5
Árhus:
Francop .. 30/3
Francop .. 13/4
Francop . . 27/4
Francop . . 11/5
Falkenberg:
Helgafell . . 11/4
Ship . . 25/4
Gloucester Mass.:
Skaftafell . . 24/3
Jökulfell . . 13/4
Skaftafell . . 25/4
Halifax, Canada:
Skaftafell . . 26/3
Skaftafell . . 26/4
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
| Sími 28200 Telex 2101
(^Notum ljós í auknum mæli ^
— í ryki, regni,
■ Fimmtugasta ársþing Félags íslenskra iðnrekenda fór fram í gxr. Hér setur Víglundur Þorsteinsson, formaður félagsins, þingið. Tímamyndir GE
Arsþing Félags íslenskra iðnrekenda:
„IÐNi IÐUR [ J iL Dl Rl El J in
STÆI RRI1 m U1 r í HEI ILD-
ARÚ1 FLU1 'Nl N Gl 1 OKI IAR”
— sagði Víglundur Þorsteinsson í setningarræðu sinni
■ „Útflutningsverðmæti iðnaðarvöru var samtals 5,5 milljarðar króna eða um 30%
af heildarútflutningi okkar. Það er hæsta hlutfall iðnaðarvöruútflutnings frá upphafi.
Sambærilegt hlutfall fyrir árið 1982 var 23%. Það ár telst mér til að iðnaðarvöruút-
flutningurinn hafi numið 151 milljón dollara en hann varð 220 milljónir dollara í
fyrra," sagði Víglundur Þorsteinsson, formaður Félag íslenskra iðnrckenda, meðal
annars í setningarræðu á ársþingi félagsins á Hótel Loftlciðum í gær.
Hann sagði að á heildina litið hefði
árið 1983 verið iðnaðinum fremur hag-
stætt þrátt fyrir að bætt afkoma og
vöxtur hefði ekki átt sér stað í öllum
iðngreinum. „Góður vöxtur var í útflutn-
ingsframleiðslunni á árinu. Talið er að
hún hafi aukist um 5%. Þessi vöxtur
kemur fram í öllum þáttum útflutnings-
framleiðslunnar, nema hvað að sam-
dráttur varð hjá skinnaiðnaði og einnig
varð verulegur samdráttur í framleiðslu
á prjónabandi og lopa til útflutnings,
þannig að þrátt fyrir aukna framleiðslu
á tilbúnum fatnaði stóð ullarvöruútflutn-
ingurinn í heild sinni í stað," sagði
Víglundur.
Hann sagði, að framleiðsla áls og
kísiljárns hefði vaxið verulega á árinu og
einnig hafi orðið umtalsverð aukning í
niðursuðu- og niðurlagningariðnaði.
Víglundur nefndi, að mikill vöxtur
hefði orðið í útflutningi á ýmiss konar
iðnaðarvöru sem verið hefði á nokkru
tilraunarstigi undanfarin ár. Til dæmis
iðnaðarvörum fyrir sjávarútveg, svo sem
umbúðir, veiðarfæri, vélar og plast-
vörur. Þá sagði hann að útflutningur
málningar, þangmjöls og viku'rs hefði
aukist verulega.
Þegar litið væri á hinar hefðbundnu
heimamarkaðsgreinar, sagði Víglundur,
að skipst hefðu á skin og skúrir. Góður
vöxtur hefði verið í ýmsum greinum,
óbreytt framleiðsla í öðrum og loks
samdráttur í einstaka.
-Sjó.
■ Víglundur Þorsteinsson ■ Sverrir Hermannsson
„Geri ráð fyrir samning-
um um 50% stækkun"
— sagði Sverrir Hermannsson á ársþingi
Félags iðnrekenda í gær
■ „Ég geri ráð fyrir að samningar stækkun álversins í Straumsvík,
muni fljótlega takast um 50% sem tæki til starfa 1988,“ sagði
Fundur um stöðu
öldungadeilda
— í MH í kvöld
■ 1 kvöld heldur Öldungaráð MH
opinn fund um stöðu öldungadeilda
innan skólakerfisins og hvernig þær
munu tengjast lögum um framhaldsskóla
og fullorðinsfræðslu. Fundurinn, sem er
öllum opinn verður í samkomusal
Menntaskólans við Hamrahlíð og hefst
klukkan hálf níu. Meðal gesta fundarins
verða menntamálaráðherra, hásköla-
rektor og rektor MH.
1 fréttatilkynningu um málið segir að
á síðastliðnum 10 árum hafi komið fyrir
Alþingi fjögur frumvörp til laga um
follorðinsfræðslu og sex um framhalds-
skólakerfið í heild, en ekkert þeirra
hlotið afgreiðslu. Nemendur í öldunga-
deildinni og aðrir sem láta sig fullorðins-
fræðslu varða eru hvattir til að mæta.
Sverrir Hermannsson, idnaðarráð-
herra, meðal annars í ræðu sinni á
ársþingi Félags íslenskra iðnrek-
enda á Hótel Loftleiðum í gær.
„Þetta segi ég að sjálfsögðu með
fyrirvara um orkuverð, en menn
eru teknir að tæpa á tölum sem
stefna í álitlega niðurstöðu í þeim
efnum,“ sagði ráðherrann.
Hann sagði, að ef samningar um
stækkun álversins tækjust fyrir eða um
mitt þetta ár, væri líklegt að nauðsynlegt
reyndist að auka framkvæmdahraða við
Blönduvirkjun.
Þá nefndi Sverrir, að Stóriðjunefnd
starfaði stöðugt að athugun á byggingu
álvers við Eyjafjörð. Viðbrögð erlendra
aðila í því sambandi væru mun betri en
búast hcfði mátt við, þótt samningar um
slík mál yrðu ekki hristir fram úr erm-
inni. Hann sagði að í þessu sambandi
væri mest talað um 175 þúsund tonng
álbræðslu. _
Samtök
sykursjúkra:
Umræðu-
og f ræðslu-
fundurá
laugardag
■ Næstkomandi laugardag gangast-
Samtök sykursjúkra í Reykjavík fyrir
fræðslu-og umræðufundi um sykursýki
og daglega meðferð hennar. Fundur-
inn sem hefst klukkan 14:30 er haldinn
í fundarsal Sambands íslenskra sam-
linnuvélaga og er öllum opinn. Sér-
fræðingar í málefnum sykursjúkra,
læknir, næringarráðgjafi og hjúkrun-
arfræðingur taka þátt í ráðstefnu þess-
ari og sitja fyrir svörum að umræðum
loknunt.
Þá er fyrsta tölublað J^fnvægis 1984,'
málgagns samtakanna, komið út. í því
eru fræðslu-og upplýsingagreinar af
ýmsu tagi. Ritstjóri blaðsinserGuðrún
Þóra Hjaltadóttity næringarráðgjafi.
íjamtök sykursjúkfa hafa nýlega opnað
skrifstofu að Gnoðarvogi 88 og er hún
opin á mánudögum frá klukkan 17-19.
Síminn er 687530.