Tíminn - 21.03.1984, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 19tM
arer náttúrulegt
baksturinn f
ullinnblæ.
ti. Hei
jan,gumnn Diæ.
er danskt hveiti sem q
sku mjöli. Hátt hlutfall a
yggirfrábæra
Biðjið um hveiti með blí
Afmæliskrinc
Uppskriftiri er
Gluten Blueí
umbúðunum.
Mjólkurbændur á Nordurlandi:
STEFNIR NÖ IYFIR
10% VERÐSKERDINGU
■ „Það fengu margir bændur á Norðurlandi, sérstaklega í Eyjafirði, 10%
verðskerðingu á mjólk í fyrra og stcfnir í ennþá meiri verðskerðingu á þessu ári ef
þeir halda enn áfram að auka mjólkurframleiðsluna.
Það getur allt eins þurft miklu meiri
skerðingu á þessu ári ef flytja þarf út
miklu meira af mjólkurafurðum í ár. Nú
í vetur er þegar orðinn meiri ostaútflutn-
ingur en var á öllu árinu í fyrra, þegar
hann var um 591 tonn“, sagði Gunnar
Guðbjörnsson hjá Framleiðsluráði land-
búnaðarins m.a. spurður hvernig
mönnum þar lítist á að mjólkurfram-
leiðsla á 2. verðlagssvæði (sem mest fer
til vinnslu) skuli hafa aukist um 4%, eða
rúmar 2 milljónir lítra á árinu 1983
miðað við 1982 og jafnframt aukist
töluvert frá árinu 1980.
Gunnar sagði þetta ekki stefna í rétta
átt, en brýnt hafi verið fyrir þeim að
varast að auka framleiðsluna. En bænd-
ur á Norðurlandi væru líklega ekki sömu
skoðunar. Úr því þeir haldi áfram að
auka framleiðsluna ár frá ári virðist sem
þeim þyki það allt í lagi að fá þessa 10%
verðskerðingu. Og ef vinnuaflið sé það
sama og fjárfestingin sú sama þá geti það
jafnvel verið rétt reiknað hjá þeim.
Hjá þrem stærstu mjólkurbúunum
sem hafa um 71% af mjólkurframleiðslu
2. sölusvæðis varð aukningin þessi á sl.
ári: Sauðárkrókur 8%, Akureyri 3% og
Húsavík 4%, eða samtals 1.476.18 lítrum
meiri en árið 1982. Framleiðsla 2. sölu-
svæðis var 49% af heildarframleiðslunni
í landinu á síðasta ári, en var rúm 47%
árið 1980.
Mjólkurframleiðsla á 1. sölusvæði -
Suður- og Vesturlandi - var 1% minni á
síðasta ári en 1982 og um 3,7% minni en
árið 1980. Þar sem mikið var rætt um á
síðasta hausti að neyslumjólk kynni að
skorta á markaðinn á höfuðborgarsvæð-
inu yfir vetrarmánuðina þannig að flytja
yrði hana að norðan með ærnum til-
kostnaði var Gunnar spurður hver niður-
staðan hafi orðið. Hann sagði þetta hafa
verið óþarfa umræðu, þar sem veruleg
aukning hafi orðið á mjólkurframleiðslu
á Suðurlandi síðustu mánuðina þannig
að umframframleiðsla hafi orðið og
mikið safnast upp af mjólkurmjöli á
Selfossi í vetur.
Heildarmjólkurframleiðslan á landinu
var tæplega 106,5 milljónir lítra á árinu
1983. Af síðustu 4 árum var framleiðslan
minnst árið 1981,tæplega 103 milljónir
lítra.
- HEI
Kvennahljóm-
lelkar í Safarí
■ Á fimmtudagskvöldið veröpr
kvennakvöld í Safarí. Ekki í þeim
skilningi að þá megi eingöngu mæta
kvenfólk á staðinn, heldur að þá spila
þar aðallega kvennahljómsveitir. Það
er SATT sem gengst fyrir tónleikun-
um, og hljómsveitirnar sem spila eru:
Dúkkulísurnar frá Egiisstöðum, sem
nú eru á leiðinni með að gefa út plötu
hjá Skífunni, Djellý-systur úr Kópa-
vogi, og hljómsveitin Dá, sem er
skipuð Hönnu Steinu systur hennar
Diddú og ýmsum gömlum poppköpp-
um. Miðaverð er 200 kr. -ADJ
Björgunarsveit Slysavarnardeildarinnar Ingólfs:
Kölluð út 40 sinn-
um á síðasta ári
Þrefaldur munur á meðalraforku-
■ Björgunarsveit Slysavarnardeildar-
innar Ingólfs í Reykjavík var kölluð út
40 sinnum á síðasta ári, þar af voru 14
leitir vegna Sandeyjarslyssins á Viðeyj-
. arsundi. Alls var sjóflokkur björgunar-
sveitarinnar kallaður 30 sinnum út á
starfsárinu.
Aðalfundur Ingólfs var haldinn
1. mars sl. í frétt frá deildinni segir að
félagar séu nú á öðru þúsundi, en í
björgunarsveitinni eru 90 manns fyrir
utan varamenn og nýliða. Á síðasta ári
fóru þrír sjóflokksmenn til þjálfunar í
Skotlandi ásamt björgunarsveitar-
mönnum frá öðrum deildum SVFl, undir
st jórn Hannesar Hafstein, framkvæmda-
stjóra SVFÍ. Þrír landflokksmenn fóru
einnig til Skotlands til þjálfunar í fjalla-
mennsku og snjóflóðaleit og hafa þeir
síðan farið víðsvegar um land á vegum
SVFÍ og þjálfað aðrar björgunarsveitir.
í fréttinni segir að með auknum um-
svifum björgunarsveitarinnar á síðustu
árum hefur að vonum þrengst að henni
í húsnæði því sem hún hefur yfir að ráða:
Gróubúð á Grandagarði og 1. hæð SVFÍ
hússins. Stjórn Ingólfs og Slysavarnar-
félagið leita því leiða til að bæta úr
þessum málum og hefur verið sótt um
leyfi til hafnarstjórnar og Reykjavíkur-
borgar að fá að byggja við Gróubúð dg
breyta SVFÍ húsinu og fá bryggju fyrir
framan þar sem björgunarbáturinn Gísli
J. Johnsen yrði hafður.
Allt starf í Ingólfi er sjálfboðastarf og
hefur deildin aðallega fjármagnað starf
sitt með sölu merkja, happdrættismiða
og jólatrjáa.
Formaður Björgunarsveitarinnar Ing-
ólfs er Örlygur Hálfdánarson.
- GSH
verði til bakara í landiriu:
B0RGAR SIG AÐ HENDA
RAFMAGNSOFNUNUM 0G
KAUPA 0UU í STAÐINN?
■ „Málum cr nú svo komið, að í mjög mörgum tilfellum getur borgar sig fyrir bakara
hér á landi að fá sér nýja olíuofna í bakarí sin og hreinlega henda rafmagnsofnum
þeim sem þeir nota nú. E.t.v. gætu bakarar hér skipt við starfsfélaga sína i
nágrannalöndunum sem nota ennþá mikið olíuofna þrátt fyrir lægra raforkuverð en
við búum við og eru smám saman að skipta úr olíuofnum yfir í rafmagnsofna“, sagði
Hlöðver Örn Ólason hjá Landssambandi bakarameistara.
Miðað við olíuverð hér á landi um
þessar mundir annars vegar og reynslu
annarra þjóða af notkun olíuofna sagði:
Hlöðver hvert kWs. í olíu kosta hér um I
1,20 kr. til ofnhitunar. Meðalverð á
raforku til ofnhitunar hér sé hins vegar j
1,82 kr./kWs og allt upp í 3,33
kr./kWs á Selfossi. Aðeins 2 af 12
bakaríum sem könnun LABAK náði til
gátu státað af lægra verði en 1,20
kr./kWs.
Nær þrefaldur munur getur verið á
meðal raforkuverði til bakaríanna í
landinu eftir því af hvaða rafveitum þeir
þurfa að kaupa sína orku. Þannig hafa
bakarar á Selfossi og Húsavík þurft að
borga um 3,75 kr. fyrir kílóvattið af
rafmagni í des. sl. meðan bakarar á
Akranesi sluppu með um 1,40 kr. meðal-
verð fyrir kílóvattið af sínu rafmagni.
Þetta var meðalniðurstaða könnunar'
sem LABAK gekkst fyrir skömmu fyrir
síðustu jól. Reiknað er með í könnun-
inni að tæp 77% orkunnar séu notuð á
ofnana en um 23% á vélarnar, en þetta
getur þó verið eitthvað misjafnt.
Meðalorkuverð til bakaríanna reynd-
ist 2,37./kWs. Auk Selfoss og Húsa-
víkur var Keflavík einnig langt yfir því
marki. Um eða undir 2 kr. á kWs. var
verðið hjá bökurum á Sauðárkróki,
Patreksfirði, Ólafsvík og Blönduósi.
Þess má geta að meðalverð á orku hjá
bökurum á Norðurlöndunum var um
1,40 kr/kWs., eða meira en þriðjungi
lægra en hér á landi.
Að sögn Hlöðvers Arnar Ólasonar
hjá Landssambandi bakarameistara var
orkukostnaðurinn lengi vel um það bil
3% af heildarveltu fyrirtækjanna. Nú
kvaðst hann hafa heyrt tölur upp í 7-8%
hjá þeim sem við hæst verð búa, þannig
að verulega munar um hvar menn reka
sitt bakarí. - HEI
Bókasafn Kópavogs:
Góð reynsla af
útlánum á plötum
■ Bókavörður Bókasafns Kópavogs
telur safnið hafa góða reynslu af útlánum
á plötum en síður af lánum á snældum.
En alls námu slík útlán nær hálfu níunda
hundraði á safninu á s.l. ári, að því er
fram kemur í ársskýrslu BK fyrir 1983.
Bókaútlán voru samtals 167.461 hjá
safninu á síðasta ári og var það aukning
um 7%. Safnið keypti um 3.100 bækurá
síðasta ári, sem er um 1.000 bókum
færra en árið áður. Hin mikla fækkun er
sögð stafa af því að verð á bókum hafi
hækkað meira en ráð var fyrir gert. Þá
bárust safninu um 900 bækur að gjöf, að
mestu leyti erlendar vasabrotsbækur.
Aðsókn jókst verulega að sögustund-
um sem haldnar voru 50 sinnum á
safninu á síðasta ári. Alls komu þangað
760 börn, flest á aldrinum 4-5 ára.
-HEI