Tíminn - 21.03.1984, Page 6

Tíminn - 21.03.1984, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984 6 T spegli tímans Sophie von Habsburg þykir fögur kona og hinn besti kvenkostur ■ Philippe Junot getur ekki boðið unnustu sinni kirkjulegt brúðkaup Philippe Junot lítur ekki við öðrum en prinsessum — nú hef ur hann eina þýska í takinu ■ Zita, fyrrum keisaraynja í Austurríki, fékk áheyrn hjá páfa. Bað hún hann þá að hlutast til um að hjónaband Philippe Junots og Karólínu Mónakóprinsessu yrði ógilt? ■ Hið stutta og misheppnaða hjónaband Karólínu Mónakó- prinsessu og franska glaumgos- ans Philippe Junot hefur svo sannarlega dregið dilk á eftirsér, sein ekki er séð fyrir endann á. Páfinn þijóskast enn við að ógfida hjónabandið og þegar að því kom, að Karólínu þótti óumflýj- anlegt að giftast á ný, varð hún að láta sér nægja borgaralega vígsiu. Nú benda allar líkur til, að Philippe verði að láta sér nægja slíkt hið sama. Philippe Junot hefur nú um langt skeið átt vingott við unga stúlku af þýska háaðlinum, Sop- hie von Habsburg. Hún er kaþó- likki, eins og Philippe og Karól- ína, og því skiptir hana miklu máli, hvaða afgreiðslu hjónavíg- sla Karólínu og Philippes fær hjá páfa. Sophie hefur alla tíð dreymt um að ganga upp að altarinu sem hvít brúður, þegar sá tími rynni upp, að hún ætti leið þangað. En nú er sem sagt talsvert stórt Ijón í veginum. En Sophie á sér góðan bandamann þar sem Zita, fyrrum keisaraynja í Austurríki er. Hún er í fjölskyldu við Sophie og kaþólsk eins og hún. Fyrir1 skemmstu gekk hún á fund páfa í fylgd með sonum sínum, Otto, Rudolph og Karli von Habsburg, og átti með honum góða stund í einrúmi. Agiskun góðra manna er sú, að hún hafi farið að honum bónarveg vegna Sophie, sem henni er mjög annt um. Um málalyktir hefur þó ekkert frést Sophie von Habsburg vinnur sem innanhússarkitekt í Madrid, en hefur nú brugðið sér í frí til Tcxas ásamt sínum heittelskaða Philippe Junot. í farangri sínum hefur hann vandlega innpakkaða gjöf, sem hann vonast til að geti orðið brúðkaupsgjöf tif hennar. Er það forláta málverk af Sop- hie, sem hún hefur enn ekki augum litið sjálf. ■ Sophie sat sjálf fyrir hjá málaranum Luis Pin to-Coelho, en hefur ekki fengið að sjá málverkið í endanlegri mynd. viðtal dagsins j „Munum sprengja af okkur f jötra órétt- lætis og ómennsku” — rætt við Áshildi Jónsdóttur, um vorhátið Samhygðar á Borginni í kvöld ■ „f>að verður dúndurstuð og baráttuandi“, segir Ás- hildur Jónsdóttir um sam- komu þeirra Samhygðar- manna á Borginni í kvöld. „Þetta er vorhátíð, en á þessu vori munum við sprengja af okkur fjötra óréttlætisins og ómennsk- unnar. Með samkomu sem þess- ari viljum við benda á hvað er að í samfélagi okkar í dag, benda á okkar leiðir til lausnar og berjast fyrir því að þær nái fram að ganga. Það hefur verið dimmt yfir mannheimum og samskipti manna gerast æ ópersónu- legri og fjarlægari sjálfum okkur. Við erum ekki við sjálf heldur það sem við gerum. Kennari, læknir, af- greiðslumaður og svo fram- vegis. Þannig felum við okk- ur sjálf bakvið einhver stöðuheiti, samskipti okkar við annað fólk verða köld, ópersónuleg og við erum hrædd. Þessi tegund sam- skipta skapar meðal okkar stöðuga streytu og álag“. Ashildur Jónsdóttir Tímamynd Árni Sæberg

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.