Tíminn - 21.03.1984, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1984
Stutt-
klæddar
mæðgur
■ Söng- og leikkonan Cher fékk heiöursverölaunin
„Gullna knöttinn“ fyrir besta frammistöðu sem leikkona
í aukahlutverki í kvikmyndinni „Silkwood“. Þegar Cher
tók við verðlaununum kom Chastity, dóttir hennar með
henni. Þær mæðgur vöktu mikla eftirtekt, þær voru í
stuttum leðurpilsum, og ef nokuð var, - þá var pils
móðurinnar styttra. Dökkir netsokkarnir klæða þær
mæðgur líka prýðilega.
■ Cher og dóttírin við verðlaunaveitinguna
En hvaða leiðir hyggist þið
fara í baráttu ykkar fyrir
bættri veröld. Viðurkennið
þið ofbeldi í baráttu ykkar
gegn ofbeldi og ómennsku?
„Nei, Samhygð eru
andofbeldissinnuð samtök.
Við munum ná marki okkar
með því að tala við fólk og
ná raunverulega til fólks.
Okkar barátta miðast að
því að uppræta ofbeldi en
ekki að viðhalda því. Við
berjumst fyrir bættri samfé-
lagsgerð sem þrífst án of-
beldis. Það samfélag sem
við búum við í dag er úrelt
og að hruni kornið."
Þið viljið breyta samfé-
lagsgerðinni, teljið þið þá
að það efnahagskerfi sem
við búum við standi betra
mannlífi fyrir þrifum?
„Þjóðfélagið í heild sinni
er úrelt og við tökum eng-
an ' einn þátt þar út úr. Við
förum ekki til vinstri og
ekki til hægri heldur beint
áfram. Það eru því allir
velkomnir í samtök okkar
án tillits til stjórnmálaskoð-
ana.“
Hvað verður svo á
dagskrá hjá ykkur á fundin-
um í kvöld?
„Það verður fjallað um
vorið og þá vorkomu sem
við vonumst til að breiða
yfir íslenskt þjóðfélag. Við
gerum grein fyrir þeim
vanda sem steðjar að og
bendum á þær lausnir sem
við höfum.
Þarna verða fluttar ræður
og skemmtiatriði verða ein-
hver, en fyrst og fremst
verður þarna um að ræða
dúndurstuð og baráttuanda.
Ég vil því bara hvetja alla til
þess að mæta á Borginni,
klukkan hálfníu í kvöld“,
sagði Áshildur Jónsdóttir
ein félagsmanna Samhygð-
ar.
-b
■ VERULEGAR horfur eru
á, að til mikilla átaka geti komið
milli lögreglumanna annars veg-
ar og verkfallsmanna hins vegar
í nokkrum kolanámuhéruðum
Bretlands.
í mörgum öðrum kolanámu-
héruðum Bretlands er hafið
verkfall kolanámumanna.
Verkfall þetta stafar ekki af því,
að deilt sé um kaup og kjör,
heldur er verið að mótmæla
i fyrirætlunum stjórnarvalda um
að leggja niður vissar námur og
fækka námumönnum í samræmi
við það.
Á þessu ári er t.d. fyrirhugað
að lagðar verði niður 20 námur
og myndu um 20 þúsund námu-
menn missa atvinnu við það. Þá
er ráðgert að minnka kolafram-
leiðsluna um 4 milljónir smálesta
á árinu.
Það er fyrirætlun stjórnar-
valda, að þessi þróun haldist
áfram. Kolaframleiðslan verði
dregin saman og kolanámum
fækkað. í staðinn verði kjarn-
orkuverum fjölgað. Stefnt er að
því að fækka kolanámumönnum
um 84-100 þúsund á tilteknum
'tíma og verða þeir þá orðnir
næstum helmingi færri en nú.
■ ::
■ Arthur Scargill
Óf riðarástand ríkir víða í
brezkum kolanámum
Stjórnin hyggst fækka námu mönnum um nær helming
GEGN þessum fyrirætlunum
hafa samtök námuverkamanna,
National Union of Mineworkers,
snúizt mjög harkalega undir for-
ustu hins róttæka leiðtoga síns,
Arthurs Scargill.
Samtök námuverkamanna hafa
hvatt til þess, að ráðagerðum
þessum verði svarað með alls-
herjarverkfalli námumanna.
Víða hafa verkföll verið sam-
þykkt og eru komin til fram-
kvæmda. Á öðrum stöðum hafa
námumenn fellt að fara í
verkfall.
Til þessara staða streyma nú
námumenn frá þeim héruðum,
þar sem verkföll eru hafin. Þeir
reyna að fá námumenn til að
leggja niður vinnu. Sums staðar
hafa þeir gert sig líklega til að
hindra vinnu.
Ríkisstjórnin óttast að til
átaka geti komið og hefur því
sent margt lögreglumanna til við-
komandi héraða. Enn hefurekki
komið til meiriháttar árekstra en
hætta er talin á, að það geti gerzt
hvenær sem er.
Rök ríkisstjórnarinnar eru
þau, að rekstur margra kola-
náma sé mjög óhagstæður. Frá
fjárhagslegu sjónarmiði sé
skynsamlegast að leggja þær
niður. Það sé líka í heild arðvæn-
legra að draga úr kolaframleiðsl-
unni og auka orkuframleiðslu
kjarnorkuvera. Þetta takiaðvísu
sinn tíma, en beina eigi þróun-
inni í þá átt.
Til þess að fá kolanámumenn
til að hætta námuvinnu friðsam-
lega, hafa þeim verið boðnar
þrefalt til fimmfalt hærri bætur
en áður. Kolanámumaður, sem
unnið hafði í 10 ár, fékk áður
2000 sterlingspund í bætur, en
fær nú rúm 10.000. Maður, sem
hafði unnið í 30 ár, fékk áður
11.000 sterlingspund í bætur, en
fær nú rúm 33.000. Bæturnar eru
miðaðar við það, að maður fái
um lOOOsterlingspundfyrirhvert
ár, sem hann hafi unnið í
námum.
Inn í þessa deilu ríkisstjórnar-
innar og kolanámumanna hefur
mjög dregizt ágreiningurinn um
það, hvort það sé rétt stefna
að fjölga kjarnorkuverum
vegna þeirrar mengunarhættu,
sem stafi frá þeim. Kolanámu-
menn nota þá röksemd að víða í
Bandaríkjunum hafi verið hætt
■ Ian MacGregor
við byggingu kjarnorkuvera af
þessum ástæðum. Þetta sé mál,
sem alls ekki hafi verið kannað
til fullnustu, enda taki það sinn
tíma að fá fulla reynslu í þessum
efnum.
Þá halda forustumenn kola-
námumanna því fram, að hægt
sé að gera kolavinnslu ódýrari
með endurnýjun á námum og
aukinni tækni. Því sé ekki alveg
rétt að miða við ástandið í dag.
Ríkisstjórnin heldur því fram,
að styrkur ríkisins til kolanám-
anna sé óhæfilega hár. Hann hafi
á árinu 1982 numið 1100 milljón-
um sterlingspunda, en á sama
tíma hafi Vestur-Þýzkaland ekki
varið nema 62 milljónum sterl-
ingspunda í þessu skyni, Frakk-
land 347 milljónum og Belgía
138 milljónum.
Þessu svara námumenn á þann
veg, að sé styrknum deilt niður á
smálest af kolum, hafi hann
numið 41 sterlingspundi á hverja
smálest í Bretlandi, en 45 sterl-
ingspundum í Frakklandi, 47
sterlingspundum í Vestur-
Þýzkalandi og 61 sterlingspundi
í Belgíu.
MIKIL athygli fjölmiðla hefur
beinzt að þeim tveimur
mönnum, sem hér standa mest í
eldlínunni. Annar þeirra er Ian
MacGregor framkvæmdastjóri
kolanámufyrirtækis ríkisins,
National Coal Board, en kola-
námur í Bretlandi eru þjóðnýttar.
Hinn er Arthur Scargill, formað-
ur námumannasambandsins.
MacGregor er af skozkum
ættum, fæddur í Skotlandi 12.
september 1912. Hann nam
verkfræði og vann síðan hjá
stálverksmiðju, þar sem hann
gat sér gott orð. Hann var sendur
til Bandaríkjanna í erindum
stjórnarinnar 1941 vegna þess,
að hann var sérfróður um gerð
vissra hergagna.
Sendiför MacGregors til
Bandaríkjanna varð til þess að
hann ílcntist þar. Hann fékk þar
hvert starfið öðru veigameira og
var orðinn forstjóri mikils stór-
fyrirtækis, AMAX, ári 1967.
MacGregor hafði, þrátt fyrir
velgengnina vestanhafs, alltaf
kosið að hverfa heim aftur. Árið
1977 munaði minnstu að hann
tæki við stjórn British Leyland-
fyrirtækisins. Af því varð þó
ekki, en hins vegar gerðist hann
ráðunautur. Sagt er það hafi
verið að ráðum hans, sem rekst-
ur fyrirtækisins var dreginn
saman.
Árið 1980 skipaði ríkisstjórnin
hann forstjóra British Steel, sem
er ríkisfyrirtæki og hefur með
höndum mestalla stálvinnslu í
Bretlandi. Þarvarð það hlutverk
hans að draga verulega úr vinnsl-
unni, sökum markaðserfiðleika.
Kolanámumenn töldu það því
ekki spá góðu, þegar hann var á
síðastliðnu hausti skipaður fram-
kvæmdastjóri National Coal
Board og þykir það nú komið
fram.
Þótt MacGregor sé meira en.
sjötugur, ber hann aldurinn vel
og virðist ekkert líklegur til að
draga sig í hlé að sinni.
Arthur Scargill hefur síðari
árin verið umdeildasti verkalýðs-
leiðtogi Bretlands. Hann er 44
ára. Hann byrjaði ungur að
vinna í námum og varð brátt
leiðtogi félaga sinna, unz hann
náði því eftir harða baráttu að
verða formaður námumanna-
sambandsins, þrátt fyrir harða
pólitíska mótspyrnu. Hann var
flokksbundinn kommúnisti á
unglingsárunum, en gekk úr
flokknum 1961 vegna andstöðu
við stjórnarhætti í Sovétríkjun-
um.
Þórarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar