Tíminn - 22.03.1984, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.03.1984, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 22. MARS 1984 f réttir Sinfóníuhljómsveit íslands Kammertónleikar í Gamla bíói í kvöld ■ Príöju kammertónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á starfsárinu verða í kvöld í Gamla bíói og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru Serenaða fyrir blás- ara eftir Mozart, Ljóð fyrir trompett og blásara eftir Hartmann, Saman eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Svíta úr Tú- skildingsóperunni eftir Kurt Weill. Stjórnandi verður Páll P. Pálsson. Einleikari á trompett verður Ásgeir Hermann Steingrímsson. ÁsgeirerHús- víkingur og hóf þar tónlistarnám sitt, en lauk einleikaraprófi á trompett frá Tón- listarskólanum í Reykjavík undir hand- leiðslu Jóns Sigurðssonar. Síðan stund- aði hann nám í New York og þar var aðalkennari hans John Ware, fyrsti trompettleikari New York Fílharmóníunnar. Hann hefur áður komið fram sem einleikari með íslensku hljómsveitinni. - JGK. Norræn leiklistarhátíð í Osló í vor: Skilnaður og Lokaæfing sýnd af íslands hálfu ■ Tvö íslensk leikrit verða sýnd á Norrænni leiklistarhátíð sem fram fer í Osló fýrstu vikuna í júní n.k., Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson og Lokaæfing ■ Rangt var haft eftir Jóni Finnssyni, formanni Verslunarmannafélags Borg- arness, í Tímanum í gær, að félagið hefði náð fram flokkatilfærslum, sem færðu einstaka félagsmönnum kjarabæt- ur. Hið rétta er að ákveðið var að skipa nefnd á samningstímabilinu sem ætti að fjalla um röðun í launaflokka og sitthvað fleira. eftir Svövu Jakobsdóttur. Hátíðin er haldin og kostuð af Norrænu leiklistar- nefndinni, en slík hátíð hefur ekki verið haldin áður. Hvort hún verður að föstum viðburði í framtíðinni ræðst sennilega af fjárhag nefndarinnar, en fullur áhugi er fyrir hendi að sögn Stefáns Baldurssonar leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Tvö verk frá hverju Norðurlandanna verða sýnd á hátíðinni og í tengslum við hana verða umræður með höfundum verkanna og ráðstcfnur af ýmsu tagi fyrir leikara, leikstjóra og höfunda. Skilnaður verður sýndur á L.itla sviði norska Þjóð- leikhússins, cn Lokaæfing í Norska leikhúsinu, Dct norske teater. -JGK Flytjendur dagskratinnar um Iomas, á myndina vatnar undirleikarann, Bjarna Jónatansson. Tómasarkvöld í Þjódleikhúsinu ■ Æfingarstanda núyfir íÞjóðleikhús- inu á dagskrá unt Tómas Guðmundsson skáld, þar sem lesin verða ljóð skáldsins og sungin lög við Ijóð hans, m.a. eftir Sigfús Halldórsson og Gylfa Þ. Gíslason. Flytjendur verða Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arnar Jónsson, Edda Þór- arinsdóttir, Guðrún Þ. Stephensen, Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir sem hefur umsjón með dagskránni. Undirleikari á píanó verður Bjarni Jónatansson. Frumsýning verður 1. apríl og fyrir sýningar gefst gestum kostur á léttri máltíð og veitingar verða bornar fram. - JGK. Ólafsfirðing- ar eru uggandi vegna kvótans ■ Atvinnumálanefnd Ólafsfjarðar heldur almennan borgarafund um atvinnumál bæjarins á föstudag klukkan 5 síðdegis. Fundurinn er haldinn að áskorun hpndrað sextíu og þriggja Ólafsfirðinga sem skiluðu bæjarstjórn undirskriftalista þessa efnis fyrr í mánuðinum. Ólafsfirðingar eru margir uggandi um a^vinnuástand í bænum í kjölfar kvótaskiptingarinnar. Fundur at- vinnumálanefndar Ólafsfjarðar fyrir skcmmstu lýsti þungum áhyggjum sínum vegna kvótakerfisins og orð- réít segir í fundargerð: „Bátaútgerð er nær vonlaus og'hlýtur að leggjast af ef aflamarki verður) ekki breytt. Nefndin skorar því á yfirvöld að endurskoða það aflamagn sem koma á í hlut Norðlendinga. Benda má á að-leyfa mætti aukna veiði á kola og opna ný svæði til dragnótaveiða."'-' -b Málflutningur í Hæstarétti í manndrápsmálinu á Skeiðarársandi: SAKSÓKNARI KREFST 17 ARA fangelsisvistar ■ Þórður Björnsson ríkissaksóknari krafðist þess við málflutning fyrir Hæstarctti í gær að Grétar Sigurður Árnason yrði dæmdur í a.m.k. 17 ára fangelsi fyrir að hafa orðið frönsku stúlkunni Yvette Bahuaud að bana á Skeiðarársandi í ágúst 1982, og einnig fyrir að hafa veitt systur Yvette, Marie Luce, stórfellda líkamsáverka og skilið hana síðan eftir ósjálfbjarga. Grétar Sigurður var dæmdur í 16 ára fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur fyrir tæpu ári. Skipaður verjandi Grétars Sigurðar, Jón Oddsson hrl. krafðist vægustu refsingar sem lög heimila fyrir áðurnefnt athæfí en að ósk ákærða setti ekki frani sýknukröfur. I ýtarlegri ræðu rakti ríkissaksóknari málsatvik, allt frá því að Grétar Sigurður tók systurnar upp í bíl sinn nálægtHöfn í Hornafirði, um kl. 17.00 16. ágúst 1982. Hann ók systrunum að sæluhúsi á Skeiðarársandi kl. 20.00 að kvöldi 16. ágúst, og kom síðan aftur að sæluhúsinu sama kvöld kl. 23.00 þar sem hann lenti í átökum við systurnar, eftir að hafa krafist þess að þær kæmu með sér til lögreglu vegna þess að hann taldi sig finna hasslykt í húsinu. í átökunum barði hann Marie Luce þrjú högg í höfuðið með haglabyssuskepti þannig þannig að hún höfuðkúpubrotnaði og elti síðan Yvette út á bíl sínum og fann hana á veginum, skammt frá sæluhúsinu. Þar sagðist ákærði hafa skotið af hagla- byssunni upp í loftið til að stöðva hana. í sama mund bar að tjöruflutningabíl sem stöðvaði við bíl ákærða. Ökumaður hans sá Yvette alblóðuga á veginum skríða frá bíl ákærða að tjöruflutninga- bílnum. Hún náði taki á spegilfestingu og hífði sig upp með hurðinni og sagði að ákærði hefði reynt að drepa sig og bað um hjálp. Ökumaðurinn ber að ákærði hefði sagst hafa ekið á stúlkuna, hún væri viti sínu fjær og geðveik, og bað ökumanninn að fara að Skaftafelli til að ná í hjálp. Ökumaðurinn trúði ákærða þar sem bíll hans var búinn merkingum frá vegaþjónustu FÍB, og hélt því áfram að Skaftafelli. Á meðan kom ákærði Yvette fyrir í farangursgeymslu bíls síns, og hefur borið að hún var þá enn á lífi. Ákærði ók síðan af stað en við Skeiðar- árbrú stöðvaði hann bílinn til að huga að Yvette og þá var hún látin. Ákærði ók þá að malarnámu við Hafrafell og skildi bílinn þar eftir en faldi sig sjálfur upp í hlíð, þar sem hann fannst einum og hálfum sólarhring síðar. Ríkissaksóknari lagði áherslu á að Grétar Sigurður hefði gert sig sekan um ásetningsverk þegar hann varó Yvette að bana. Samkvæmt krufningarskýrslu fannst í líki hennar 51 hagl, sem miðað við skotdreiíingu og drægni byssu ákærða hefði verið skotið af 36,6-40 metra færi. Ákærði hefði því skotið á Yvette á veginum en ekki upp í loftið eins og hann bar. Nokkuð misræmi er á milli framburða Marie Luce og ákærða um atburðina í sæluhúsinu en saksóknari sagði að ýmis atriði í framburði ákærða gætu ekki staðist miðað við rannsóknir sem gerðar hafa verið. Þá lýsti saksóknari yfir furðu sinni á að ákærði hefði stundað vega- þjónustu fyrir FÍB þar sem hann missti ökuleyfi sitt ævilangt með dómi bæði árið 1973 og 1978. I bæði skiptin hefði hann neitað sakargiftum, þrátt fyrir að í seinna sinnið hefði hann velt bíl og verið hirtur úr bílflakinu. Síðan hefði komið í ljós við blóðrannsókn að áfengismagn í blóði hans var 2,47%. Þetta segði sína sögu um trúverðugleik framburðar ákærða. Ríkissaksóknari benti m.a. á að ef slysaskot hefði orðið Yvette að bana hefði ákærði brugðist öðruvísi við. Hann hefði þá hrópað til ökumanns tjöruflutn- ingabílsins og sagt honum að slys hefði orðið. Ákærði hefði hinsvegar sagt hon- um ósatt um bifreiðaslys og þegar hel- særð stúlkan kallaði á hjálp sagði ákærði að hún hefði vankast og væri geðveik. Ríkissaksóknari taldi brot Grétars Sigurðar varða við 21 Lgrein 2. m.gr. 218 grein,sbr. 1. mgr. 220 greinar almennra hegningarlaga. Hann taldi brotið einnig varða við 2. mgr. 77 greinar almennra hegningarlaga um refsiþyngingu enda væri brot ákærða meira en einfalt mann- dráp sem oft hefur sætt 16 ára fangelsis- refsingu. Verjandi ákærða, Jón Oddsson hafði nýhafið varnarræðu sína þegar hlé var gert á málflutningi til kl. 10.00 í dag. Hann benti m.a. á að framburður ákærða um ráðningu hans til FIB hefði verið réttur og benti það til trúverðug- leika framburðar hans í heild. Einnig benti hann á að ákærði hefði verið undir miklu andlegu álagi á þessum tíma vegna erfiðleika atvinnureksturs hans og heimilisástæðna. -GSH ■ Ingólfur Jóhannsson í hlutverki Dude Lester í Tobacco road. Leikfélag Önguls- stadahrepps Sýnir Tobacco road á Sel- tjarnarnesi ■ Leikfélag Öngulsstaðahrepps í Eyja- firði sýnir Tobacco road eftir Erskine Caldwell í Félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi annað kvöld kl. 21.00 og á sunnu- daginn kl. 16.00. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið fer í leikferð suður fyrir fjöll, en sýningar fyrir norðan eru orðnar á annan tug og hafa dómar verið afar jákvæðir. Leikstjóri Tobacco road er Hjalti Rögnvaldsson leikari, en leikarar og starfsmenn sýningarinnar cru 17. Leik- félag Öngulsstaðahrepps hefur að undanförnu vakið athygli fyrir metnað- arfullt verkefnaval og góðar sýningar, nægir þar að minna á Hitabylgju eftir Ted Willis, sem félagið sýndi í fyrra við góðan orðstír. - JGK. ■ Halldór Vilhelmsson og Ólöf Kol brún Harðardóttir í uppfærslu íslensku óperunnar á La traviata. Islenska óperan 20. þúsundasti gestur vetrarins annað kvöld ■ Annað -kvöld verður 25. sýning á óperu Verdis, La Traviata hjá Islensku óperunni og jafnframt býst íslenska óperan við 20. þúsundasta gesti sínum á vetrinum á þessari sýningu. Og verður tekið á móti honum með viðeigandi hætti. Þessi ópera Verdis eftir sögu Dumas um Kamelíufrúna er annars ein hin vinsælasta sem þessi mikli jöfur óperunnar samdi og jafnframt ein vinsælasta ópera allra tíma. Sýning Is- lensku óperunnar hefur fengið einróma lof gagnrýnenda og óperugesta. Leik- stjóri er Briet Héðinsdóttir. Rakarinn frá Sevilla verður svo á dagskrá hjá óperunni á laugardagskvöld, en vegna mikillar aðsóknar hefur samn- ingur við Sigríði Ellu Magnúsdóttur, sem syngur aðalkvenhlutverkið, verið framlengdur fram á vor. Á sunnudag kl. 15.00 verður svo sýning á barnaóperunni Nóaflóðinu eftir Benjamin Britten, sem fengið hefur ágæta aðsókn. - JGK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.