Tíminn - 22.03.1984, Page 5

Tíminn - 22.03.1984, Page 5
FIMMTÍIDAGUR 22.' MÁkS 19&4 gömul tákn. SS-táknið var þrumutákn. Ég nota þau ekki í nasískri merkingu, heldur til að tákna nýjar tilfinningar". - Þú bæði málar og teiknar, en það eru eingöngu teikningar á sýningunni. „Safnið er fátækt og hefur ekki efni á að flytja málverk mín hingað" - Teikningar þínar virðast mjög grófar. „Þær eru táknrænar, tákn sem tengjast tilfinningum. Þetta er ekki fagurfræðileg framleiðsla. Hjá mér er trúarlegi þátturinn mikilvægur. Ég tengist helst listamönnum eins og Klee, og skyldleika í listum rek ég helst til rússneskra konstrúktívista". - Selurðu mikið? „Já, ég lifi af verkum mínum“. - Þekkirðu til íslenskrar mál- aralistar? „Já, ég þekki Helga Friðjón- son, sem varð til þess að ég kom hingað. Ég hef einnig séð verk ýmissa annarra. Það sem hafði mest áhrif á mig í íslenskri list er krafturinn. Aðstaðan hér er frumstæð, eins og í þessu safni, en krafturinn er mikill. Þetta er ekki eins yfirborðslegt og í Ev- rópu. Það var líka ýmislegt gott að gerast í Myndlista- og handíðaskólanum. Annars er ís- land langt í burtu, nokkuð utan við hinn hraða straum evrópskr- ar listar, en þó kom mér á óvart hvað listamennimir eru vel upp- lýstir, aðallega á fræðilega svið- inu“. - Hvað er að gerast í listum í Sviss? “Það er mjög margt að gerast þar. Svisslendingar eru íhalds- samir, en nú er að brjótast í gegn mjög róttæk og kröftug list. Menn eru róttækari og frumlegri í Sviss heldur en í New York, t.d.“ - Þú vinnur abstrakt myndir. Heldurðu að þegar nýja mál- verkið hefur runnið sitt skeið að abstraktið muni koma upp aftur? „Já, það má vera, en þá á annan hátt, en áður. Ég vinn myndir mínar táknrænt, og ég held að abstrakt-listin muni fara meira út í þá sálma, muni fyllast nýrri merkingu, og verði meira expressíonísk. Það eru t.d. nokkrir ungir menn í Sviss sem hafa fetað í fótspor mín“. - ÁDJ. erlent yfirlit ■ ÞAÐ VAR mikið pólitískt áfall fyrir Bandaríkin, þegar þau þurftu að flytja friðargæzlusveit- irnar frá Beirút og Gemayel forseti neyddist til að segja upp samningi Líbanons og Israels frá 17. maí til þess að geta leitað á náðir Assads Sýrlandsforseta og fengið hann til að reyna að miðla málum í Líbanon. Skömmu síðar urðu Bandarík- in fyrir engu minna áfalli í þessum heimshluta, eða þegar Hussein Jórdaníukonungur lýsti yfir því í viðtali við New York Times, að hann treysti ekki lengur á milligöngu Bandaríkj- anna í deilunni um framtíð vest- urbakkans svonefnda. Banda- ríkjastjórn væri búin að taka svo ákveðna afstöðu með ísrael, að útilokað væri að líta á hana sem hlutlausan aðila. ■ Hussein og Reagan Hussein konungur hafnar milligöngu Bandaríkjanna Bandaríkin bera ábyrgð á hernámi vesturbakkans Fram til þessa höfðu Banda- ríkjamenn treyst á, að Hussein væri sá leiðtogi Araba, sem væri líklegastur til að leysa þessa deilu í viðræðum við stjórn ísra- els. Við það voru tillögur þær, sem Reagan varpaði fram í september 1982, miðaðar, en aðalefni þeirra var að vestur- bakkinn fengi eins konar heima- stjóm og tengdist síðan Jórdaníu. Bæði Arafat og Mubarak for- seti Egyptalands höfðu færzt nærri þessari lausn, og viðræður voru hafnar að nýju milli Huss- eins og Arafats um það, hvernig þátttöku Frelsishreyfingar Pales- tínumanna í þeim yrði háttað. Óhjákvæmilegt er, að PLO eigi einhverja aðild að þeim, því að íbúar vesturbakkans líta á hana sem fulltrúa sinn og hafa enn á ný vottað Arafat traust sitt. Það var veik von Bandaríkja- manna, að þeir gætu bætt sér ósigurinn í Líbanon með því að koma á viðræðum miíli Husseins og ísraelsstjórnar um vestur- bakkann, þótt ekki mætti vænta árangurs strax. Reagan fékk þá Hussein og Mubarak til að heimsækja sig og ræða við sig um þetta efni. Eftir þennan fund þeirra með Reagan, létu þeir Hussein og Mubarak svartsýni í ljós. Huss- ein hefur svo kveðið upp úr með það í viðtalinu við New York Times, sem birtist 15. þ.m., að traust hans á Bandaríkjastjórn væri brostið, a.m.k. eins og mál- in standa nú. í stað þess að treysta á milli- göngu Bandaríkjanna, lét Hussein þá skoðun í ljós, að viðræður um vesturbakkann gætu hafizt, ef fleiri aðilar ættu þátt í þeim, t.d. ríkin, sem ættu fasta fulltrúa í öryggisráðinu, þ.e. Sovétríkin, Kína, Bretland og Frakkland, auk Bandaríkj- anna. Þá taldi hann aðild PLO sjálfsagða. ÍSRAELSMENN hernámu vesturbakkann 1967, en hann hafði áður tilheyrt Jórdaníu. Fyrstu árin eftir að ísraels- menn hernámu vesturbakkann var ástandið þar nokkurn veginn friðsamlegt, Arabar eru í yfir- gnæfandi meirihluta á vestur- bakkanum og ísraelsmenn gerðu ekki neitt í fyrstu til að breyta því. Þeir létu Aröbum eftir að fara með sveitarstjórnir og blönduðu sér lítið í málefni þeirra. Arabar undu þessu furðan- lega, enda lifði hjá þeim sú von, að ísraelsmenn myndu innan tíðar láta vesturbakkann af hendi í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna. Meðan svo fór fram átti Frelsishreyfing palestínsku flóttamannanna, PLO, ekki veruleg ítök meðal Araba á vesturbakkanum. Þetta breyttist mjög eftir að Samtímis því að landnáms- byggðunum hefur fjölgað, hafa árekstrar farið vaxandi milli Ar- aba og Gyðinga. ísraelsstjórn hefur brugðizt við á þann hátt, að hún hefur gripið til nær algerr- ar harðstjórnar og er ekki fjarri lagi sú fullyrðing Araba, að íbúar vesturbakkans njóti ekki meira hefði strax hafnað þeim. Þannig væri alltaf tekin afstaða með ísrael. Hussein sagðist hafa treyst á að Bandaríkin gætu hjálpað við lausn deilunnar um vesturbakk- ann. Hann hefði því haft nánari samvinnu við Bandaríkin en nokkur annar leiðtogi Araba. ■ Shamir og Reagan stjórn Begins kom til valda og þó einkum síðustu misserin, eftir að Gyðingar hófu að reisa svo- kallaðar landnámsbyggðir á vest- urbakkanum. Þær eru nú komnar á annað hundrað og fjölgar stöðugt. Þessar landnámsbyggðir Gyð- inga hafa styrkt það álit á vestur- bakkanum, að ísraelsmenn ætli alls ekki að láta hann af hendi, heldur innlima hann í Ísraelsríki, eins og þeir eru þegar búnir að innlima hinn arabiska hluta Jerúsalem, sem áður tilheyrði vesturbakkanum. frelsis og mannréttinda en íbúar Afganistans. í VIÐTALINU, sem New York Times birti við Hussein, lét hann skína í það, að ekki væri ísraelsmenn eina um það að saka, hvernig komið væri á vesturbakkanum. ísrael nyti hernaðarlegs, efnahagslegs og siðferðilegs stuðnings Banda- ríkjanna. Bandaríkjastjórn léti líta þannig út, eins og viðræður um Reaganstillögurnar strönd- uðu á Jórdaníu, enda þótt ísrael Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Allar vonir hans um stuðning Bandaríkjanna hefðu brugðizt. Því teldi hann allar viðræður við ísrael tilgangslausar á þessu stigi. Fleiri aðilar yrðu að koma til. Fyrir Bandaríkin er þessi breytta afstaða Husseins ekki aðeins áfall af þeirri ástæðu, að Jórdanía snýr við þeim baki. Það er ekki þýðingarminna, að þessi afstaða Husseins mun hafa áhrif í öðrum ríkjum Araba, sem næst hafa staðið Bandaríkjunum. Bil- ið milli Bandaríkjanna og hinna hófsamari Arabaríkja hefur auk- izt. Vonir Bandaríkjamanna um breytingar á þessu ástandi byggj- ast nú helzt á því, að stjórnar- skipti verði fljótlega í ísrael og Verkamannaflokkurinn nái for- ustunni í kosningum, sem geta orðið þá og þegar. Stjórn hans myndi þó sennilega verða veik, því að þingmeirihluti hennar yrði ótraustur. Hún kynni því að hafa takmarkaða möguleika til sam- komulags við Araba, en þó meiri en núverandi stjórn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.