Tíminn - 22.03.1984, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 22. MARS 1984
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason.
Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson.
Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V.
Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson.
Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir,
Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv .
Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson,
Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson.
Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson.
Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir.
Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir
Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi
18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 250.00.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.
Endurskoðuð stefna
á gömlum grunni
■ Sú stefna í landbúnaðarmálum, sem Framsóknarflokkur-
inn mótaði fyrir 60 árum, reyndist landbúnaðinum mikil
lyftistöng á næstu áratugum.
Kjarni hennar var að styrkja bændur til að taka aukna
þekkingu og tækni í þjónustu sína, án þess að það leiddi til
of mikils rekstrarkostnaðar við búreksturinn. Þetta var m.a.
gert með því að tryggja landbúnaðinum hagstæð lánskjör.
Landbúnaðurinn hefur þá sérstöðu að skila yfirleitt ekki
skyndiarði en jöfnum og öruggum á lengri tíma. Þess vegna
er það viðurkennd regla um allan heim, að landbúnaðurinn
eigi að njóta iengri lána og lægri vaxta en flestar atvinnugrein-
ar aðrar.
Á stjórnarárum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins á
árunum 1960-1971 var landbúnaðarstefnunni gerbreytt.
Lánskjör voru gerð óhagstæðari og ýtti þetta og annað mjög
undir stóraukinn rekstrarkostnað búanna, sem leiddi til
hærra útsöluverðs á landbúnaðarvörum. Til þess að vega
gegn þessu voru teknar upp útflutningsbætur og niður-
greiðslur. Utflutningsbætur höfðu ekki verið að ráði áður.
Það var því orðið ljóst, þegar dró að lokum viðreisnartíma
bilsins, að þörf var orðin fyrir breytta stefnu í landbúnað-
armálum. í grein, sem birtist í Tímanum 24. ágúst 1969, voru
dregin saman nokkur meginatriði hinnar endurskoðuðu
stefnu, sem þyrftu að koma til sögunnar. Þar sagði á þessa
leið:
„1. Dregið verði úr rekstrarkostnaði búanna með lengingu
stofnlána og lækkun vaxta. Rekstrarlán verði aukin. Greiddir
verði niður ýmsir kostnaðarliðir, t.d. áburður.
2. Löggjöf um ýms framlög til landbúnaðarins verði
endurskoðuð og þetta fé gert hreyfanlegra samkvæmt
tillögum bændasamtakanna þannig að það renni þangað
hverju sinni, sem þörfin er mest.
3. Samtök bænda hafi forustu um að skipuleggjaframleiðsl-
una þannig, að markaðsmöguleikar nýtist sem bezt á hverjum
tíma, reynt verði að komast hjá langvarandi offramleiðslu í
einstökum greinum og kappsamlega verði unnið að markaðs-
leit.
4. Efld verði hvers konar rannsókna- og tilraunastarfsemi
í þágu landbúnaðarins, búnaðarfræðsla aukin á öllum stigum
og auknar kröfur gerðar til þekkingar bænda í samræmi við
tækniþróun nútímans.
5. Hafizt verði skipulega handa um félagsræktun og ýmsan
félagsbúskap, þar sem því verður við komið, jafnhliða því,
sem treyst sé og efld sú samvinna bænda, sem þegar er fyrir
hendi.“
Þótt Framsóknarflokkurinn ætti aðild að ríkisstjórnum á
áttunda áratugnum, var ekki pólitísk aðstaða til að koma
þessum sjónarmiðum fram. í meginatriðum hefur verið fylgt
þeirri landbúnaðarstefnu, sem mótaðist á „viðreisnar árun-
um“ 1959-1971.
Afleiðingin hefur orðið vaxandi niðurgreiðslur og útflutn-
ingsbætur.
Nokkur breyting varð þó á þessu, þegar Steingrímur
Hermannsson var landbúnaðarráðhera á árunum 1978-1979.
Þá var hafizt handa um að draga úr offramleiðslu og verður
ekki annað sagt en að bændastéttin hafi brugðizt vel við og
þegar náðst verulegur árangur. Jafnhliða var hafizt handa um
nýjar atvinnugreinar í sveitum og þannig unnið gegn
fólksflótta.
Stefnan í atvinnumálum þarf jafnan að vera í endurskoðun.
Því valda breyttir tímar og breyttar aðstæður. Þetta gildir
ekki síður um landbúnaðinn en aðrar atvinnugreinar.
Landbúnaðarstefnan þarfnast nú endurskoðunar, en hægt er
að byggja þá endurskoðun að verulegu leyti á þeim grunni,
sem lagður var fyrir sextíu árum.
Þ.Þ.
skrifað og skrafað
Loforð og efndir
■ Eitt af höfuðmálum ríkis-
stjórnarinnar er að koma
skaplegu lagi á húsnæðismál-
in og var markið sett hátt í
því efni. Mjög hefur verið á
því klifað af stjórnarand-
stæðingum að ekki hafi verið
staðið við gefin loforð og
margvíslegar umræður hafa
spunnist hvernig gangi að
efna loforðin og í sambandi
við afgreiðslu fjárlaga og síð-
ar lánsfjárlaga hafa stjórnar-
andstæðingar dregið í efa að
eins miklu fjármagni verði
veitt til húsnæðismálakerfis-
ins og til hafi staðið.
Félagsmálaráðherra hefur
aftur og aftur verið krafinn
sagna um hvernig hann hafi
staðið við heit sín og hvort
hann muni gera það. S.l.
þriðjudag svaraði Alexander
Stefánsson fyrirspurn um
húsnæðismálin og er eftirfar-
andi byggt á svörum hans:
• Húsnæðismálin fengu
sérstaka meðferð í byrjun
valdaferils ríkisstjórnarinnar
á s.i. ári og fljótlega var farið
að rétta hlut húsbyggjenda
sem orðið höfðu illa úti í
verðbólgunni.
• Fyrstu aðgerðir voru
bráðabirgðalög urrt frestun
hluta greiðslu afborgana
vaxta og verðbóta, sem þýddi
í raun lengingu lána. Rúm-
lega 3000 aðilar notfærðu sér
þetta á s.l. ári.
• Ríkisstjórnin gerði sam-
komulag við viðskiptabanka
og sparisjóði um sérstök
skuldbreytingalán til hús-
byggjenda, þar sem skamm-
tímalánum var breytt í allt að
8 ára lán. Pessi skuldbreyting
nam 150-160 millj. kr.
• Ríkisstjórnin ákvað að
veita sérstök viðbótarlán til
að létta vanda húsbyggjenda
og húskaupenda á árunum
1981-82-83 með því að hækka
afgreidd lán um 50%. 4800
lántakendur hafa fengið út-
borguð þessi viðbótarlán sem
greidd voru í desember og
janúar s.l., samtals að fjár-
hæð 290 millj. kr.
• Ríkisstjórnin ákvað að
frá og með 1. jan. s.l. skyldu
öll lán frá Húsnæðismála-
stofnun ríkisins hækka um
50%. Jafnframt yrðu nýbygg-
ingalán til þeirra sem byggja
eða kaupa í fyrsta sinn greidd
í tveim hlutum, fyrri hluti
mánuði eftir fokheldisstig,
seinni hluti sex mánuðum frá
útborgun fyrri hluta.
• Ríkisstjórnin lagði fram
frumvarp að nýrri húsnæðis-
löggjöf, sem nú er til með-
ferðar á Alþingi og vonast er
til að verði að lögum fyrir
þinglok. Par eru mjög þýð-
ingarmikil nýmæli, meðal
annars stefnubreyting í fjár-
öflun til húsnæðismála, sem
kemur til með að draga úr
óvissu um fjármögnun kerfis-
ins.
Brotist úr
sjálfheldunni
í fjárlögum var samþykkt
að öll lán hjá Byggingasjóði
ríkisins hækkuðu um 50%,
lánstími yrði lengdur og lánin
afborgunarlaus fyrstu tvö
árin. Þetta eykur fjárþörf
Húsnæðismálastofnunar
ríkisins verulega, en hér er
um að ræða málaílokk, sem
verið hefur í algerri sjálf-
heldu, sem mikils er um vert
að brjótast úr, sérstaklega
fyrir ungt fólk sem er að
hefja lífsstarfið. Með þessu
er einnig að því stefnt, að
jafna aðstoð ríkisins við þá
sem byggja eigið húsnæði og
þá sem fá svonefnt félagslegt
húsnæði í verkamannabú-
stöðum.
í nýafgreiddum lánsfjár-
lögum segir að fjárþörf íbúð-
arlánasjóðanna sé mjög
mikil á þessu ári vegna á-
kvörðunar ríkisstjórnarinnar
um hækkun lána til íbúða-
byggjenda. Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi er framlag
ríkissjóðs 400 millj. kr. Láns-
fjáröflun til sjóðsins er fyrir-
huguð þannig að 690 millj.
kr. verði aflað hjá lífeyris-
sjóðum og 200 millj. kr. verði
aflað með sérstakri útgáfu
skuldabréfa. Að auki er gert
ráð fyrir lánsfjáröflun eins og
undanfarin ár, það er 45
millj. kr. af skyldusparnaðar-
fé ungmenna og 115 millj. kr.
lántöku hjá Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Alls nemur
því lántaka byggingarsjóð-
anna 1.050 millj. kr. Ríkis-
stjórnin stefnir að því að ná
samningum um að banka-
"kerfið fjármagni svonefnd
framkvæmdalán
húsbyggingakerfisins að fjár-
hæð alls 115 millj. kr. án
beinnar milligöngu húsnæðis-
lánasjóðanna.
Útlán íbúðarlánasjóðanna
1984 eru áætluð 1.572 millj.
kr, sem skiptist þannig að
Byggingarsjóður ríkisins lán-
ar 1.166 millj. kr og Bygging-
arsjóður verkamanna 406
millj. kr.
Ljóst að meira
f jármagn þarf til
húsnæðismála
Húsnæðismálastjórn mun
að sjálfsögðu byggja sína út-
lánaáætlun á samþykktum
fjárlögum og lánsfjárlögum,
en ljóst er að meira fjármagn
þarf til húsnæðismála, ekki
síst til Byggingasjóðs
verkamanna. En með tilliti
til efnahagsvandans í þjóð-
félaginu var ekki hægt að
ganga lengra á þessu ári,
jafnhliða þeim stórtæku að-
gerðum sem ríkisstjórnin
framkvæmdi til að bæta stöðu
húsbyggjenda, sem hvað
verst urðu úti í óðaverðbólgu
undanfarinna ára.
Með samþykkt nýja hús-
næðisfrumvarpsins skapast
nýr grundvöllur, ný stefna,
til að fjármagna húsnæðis-
kerfið í samvinnu við banka
og lífeyrissjóði. Jafnframt er
unnið að undirbúningi nýrrar
tveggja til þriggja ára áætlun-
ar á byggingum félagslegra
íbúða, það er verkamanna-
bústaða og leiguíbúða.
Hér kemur glöggt fram að
mikið hefur verið gert til að
létta undir með húsbyggjend-
um og að staðið vexður við
þau fyrirheit sem gefin hafa
verið. En það tekur sinn tíma
og mikið fjármagn að rétta
við lánakerfi húsnæðismála
eftir langvarandi sleifarlag á
þessum sviðum undanfarin
ár.
fréttir •
Sullir í fólki mun algengari en talið var:
Kalkaðir sullir voru
algengir í gömlu fólki
■ „Vissulega hafa sést kalkaðir sullir í
fólki, aðallega gömlu fólki undanfarna
tugi ára, en auðvitað miklu sjaldnar upp
á síðkastið, og það er mjög óvenjulegt
að sjá kalkaða sulli í ungu fólki, en um
það höfum við engar tölur," sagði Sig-
urður Ólason yfirlæknir röntgendeildar
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í
samtali við blaðið í gær, er undir hann
var borin fregn í blaðinu íslendingi á
Akureyri, þess efnis að sullur sé mun
algengari en áður var talið og jafnframt
segir í fréttinni að greinst hafi kalkaður
sullur í rösklega fertugri konu á Akur-
eyri í fyrra.
„Vissulega getur fólk tekið sulli, sem
kalkast og einangrast í líkamanum og
drepist þar," sagði Sigurður, „hvort það
gerist fer sjálfsagt eftirýmsu, m.a. hvaða
líffæri sullurinn tekur sér bólfestu og
hvar í viðkomandi líffæri. Ef maður les
ritgerðir gömlu læknanna sem höfðu
með þetta að gera í gamla daga að það
voru ekki allir sullir sem ullu vand-
ræðum, en hitt er annað mál að finnist
kalkaður sullur í ungu fólki, þá er
ómögulegt að útiloka að viðkomandi
gangi með ókalkaða sulli líka. Það gefur
bara merki um það að hann hafi smitast
af sullaveiki. Það réttlætir ekki að sé
■ „Samningarnir voru samþykktir í
félaginu, með tilliti til stöðu þjóðarbús-
ins og í þeirri von að bjartari tíð kynni
að skapast, ef hart væri að sér lagt, enn
um stundarsakir", segir í samþykkt fé-
lagsfundar Verslunarntanna félags Aust-
urlands, en þar voru samningarnir sam-
þykktir með 144 atkvæðum gegn 19.
Nokkrir tóku ekki afstöðu. Þá kom fram
á fundinum að félagsmenn voru almennt
óánægðir með kjör sín en samþykktu
samningana í von um betri tíð eins og
fyrr segir.
A fundi stjórnar Verslunar-
verið að ræða um einstök tilfelli, en sýnir
að það verður að koma þessum hunda-
hreinsunarmálum í viðunandi horf."
-JGK.
mannafélagsins nýverið var rædd launa-
könnun sem skrifstofa félagsins vann en
í henni kemur fram að staða kvenna í
félaginu er mjög slæm. Með örfáum
undantekningum er þeim raðað í neðstu
launaflokkana.
Þá kom fram að lægstu launaflokkarn-
ir sem eru mjögfátíðir á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu eru þeir langfjölmennustu á
landsbyggðinni. Verslunarmannafélag
Austurlands harmar þessa stöðu lands-
byggðarinnar og skorar á Landssamband
íslenskra Verslunarmanna að vinna að
lagfæringum á þessu misræmi. -b
Verslunarmannafélag Austurlands:
Samningarnir samþykkt-
ir með 144 á móti 19