Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 3
i i'. I l'iJ > Sí • • t í’, 1 F > J I FÖSTUDAGUR 6. AFRll. 1984 fréttir ■ Landsbankamenn kynna Landsbankaskírteinið sitt Nýjung hjá Landsbankanum: Tímamynd ÁDJ Spariskírteini til sex mánaða með hærri vöxtum Amnesty International: Pyntingar tíðkast í eitt hundrað löndum ■ Næstkomandi mánudag, 9. apríl, mun Landsbankinn hefja sölu á nýrri tegund spariskírteina, sem bera nafnið Landsbankaskírteini. Skírteinin bera 6% fasta vexti ofan á almenna spari- sjóðsvexti, sem eru nú 15%, þannig að alts bera þessi skírteini 21% vexti. Skírteinin eru innleysanleg að sex mán- uðum liðnum, og er þá hægt að endur- nýja skírteinið, eða taka féð út með vöxtunum. Skírteinin eru eigendum algerlega að kostnaðarlausu, bankinn innheimtir ekkert fé fyrir þessa þjónustu, og stimpil- gjald er ekki greitt. Þótt skírteinið sé ekki leyst út að sex mánuðum liðnum, né endurnýjað, leggur bankinn samt vextina við og síðan er skírteinið áfram á almennum sparisjóðsvöxtum. Nýjung varðandi þessi skírteini, en lágmarks- upphæð þeirra er 10.000 kr., er að þau geta gengið kaupum og sölum. Þarf ekki að tilkynna það bankanum. Landsbank- inn vonast eftir því að með þessu aukist sparnaður og innlánsfé aukist, sem aftur leiði til aukinna útlána og minni þarfar á erlendum lántökum. Ástæðan fyrir þessari nýjung í starf- semi Landsbankans er ákvörðun Seðla- bankans um að heimila sparisjóðum og bönkum að ákveða vexti af innlánum, sem bundin væru til sex mánaða eða lengur. 6% föstu vextirnir á skírteinun- um haldast óbreyttir, þótt almennir vextir breytist. Bankastjórn mun fyrir hver mánaðarmót tilkynna hve há upp- hæð verður til sölu í skírteinunum þann mánuð, en það verður þó ekki tilkynnt nú í upphafi. - ÁDJ ■ Pyntingar eða ómannúðleg meðferð fanga tíðkast nú í nær 100 löndum, segir í nýútkominni skýrslu frá Amnesty Int- ernational. Álitið er að fullar sönnur hafi fcngist fyrir pyntingum fanga í um 60 löndum, en misjafnlega rökstuddur grunur leikur á því að pyntingar séu stundaðar í alimörgum löndum til við- bótar. Að sögn Amnesty-manna hvílir mikil leynd yfir mannréttindabrotum af þessu tagi, þannig að í mörgum tilvikum er erfitt að færa sönnur á að pyntingar hafi átt sér stað. Þessi grimrridarverk eru oft íramin á skipulagðan hátt, segir í skýrslunni. Pyndingar eru í niörgum löndunt notað- ar sem liður í skipulegri viðleitni til að bæla niður mótþróa. Oítast eru pynting- ar notaðar til að hræða fólk til undir- gefni, refsa því eða knýja fram játningar hjá pólitískum föngum. Við pyntingarn- ar er beitt aragrúa aðferða, allt frá höggum og hýðingum til sérhæfðra pynt- ingartóla. Þannig eru Sýrleningar sagðir nota svokallaðan „svartan þræl", raftæki sem stingur hituðum málmteini inn í endaþarm fórnarlambsins, Sovétmenn gefa pólitískum föngum sársaukavald- andi lyf, börn hafa verið pyntuð í El Salvador og smábörn í íran neydd til að horfa á mæður sínar pyntaðar. Deildir Amnesty lnternational um allan heim eru nú að leggja út í herferð gegn pyntingum. Þessi herferð á að standa fram í desember og rnun öllum hinum hefðbundnu aðferðum Amoesty verða beitt, svo sem bréfaskriftum, skyndiaðferðum, sýningum, áskorunum o.s.frv. Amnesty segir nicira en 30.00(1 sjálfboðaliða í 47 löndum vera í við- bragðsstöðu til að geta sent skyndiá- skoranir í tilvikum þar sem grunur leikur á pyntingum. Amnesty International hefur nú deild- ir í 72 löndum, en alls niunu félagar í Amnesty starfa í um 130 löndum. 1 Reykjavík hefur Amnesty Internat- ional aðsetur í Hafnarstræti 15 og er þar opið alla virka daga kl. 16-18. - JO Feikilega afturhalds- samt plagg ■ Bandalag íslenskra sérskólanenta hefur sent frá sér ályktun um úttekt þá sem menntamálaráðherra hefur látið vinna uni Lánasjóð íslenskra náms- manna þar sem bandalagið fordæmir þær „miöaldahugmyndir" sem þar koma fram og mótmælir öllum niðurskurðará- formum ás núverandi námsaðstoðar- kerfi. Þá segir að „plagg" þetta sé mjög hroðvirknislega unnið og geti vart talist gilt sem fagleg úttekt. Orðrétt segir að þar sé „sallað saman annars vegar cin- hvers konar rekstrarfræðilegum hug- renningum og hins vegar feikilega aftur- haldssömum niðurstöðum og tillögum sem allar miðast við að sjóðurinn verði skorinn niður." FRUMSÝNING SA 2ja dyra Verð frá kr. 250 þús. rj Miöað við gengi 4/4 ví CORSA 3ja dyra Þetta er sá yngstl í Opel-fjölskyldunni — Corsa. Hann veröur frumsýndur á bílasýningunni Auto ’84. En hann veröur ekki einmana, því aö viö sýnum líka Opel Kadett og Opel Ascona, Isuzu Piazza, Isuzu Trooper, Izuzu KB Pickup, Chevrolet Pickup og Chevrolet Blazer. Þaö er sama hvers konar bíl þiö eruö aö hugsa um — fjölskyldubíl, feröa- eöa vinnubíl — þeir bíöa ykkar allir á sýningarsvæöi okkar á Auto ’84. Komiö og skoöiö. Viö bjóöum ykkur velkomin. H!3 3E3 HOFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.