Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 6
6______________ í spegli tímans Wimmn FÓSTUDAGUR 6. APRIL 1984 ■ „Vtðurslúlkurnar" kalla þær sig, Izora og Martha. Þarna eru þær ad æfa sig, en yfirleitt eru þær miklu léttklæddari á sýningum. „VEÐURSTÚLKURN- AR“ SEGIAST VERA r STORAROG FALIEGAR ■ Hér sjáum við „Veðurstúlk- urnar“ í allri sinni dýrð. Þær koma fram og syngja og dansa og eru vinsælar á skemmti- stöðum í Bandaríkjunum. - Við erum sönnum þess, að stórar og feitar konur eru fallegar og „sexí“. Kjörorð okkareru: „Big is beautiful!" segja þær Izora Armstead og Martha Wash, en þær vega hvor fyrir sig töiuvert yfir 100 kíló. Izora og Martha syngja um það sem þcim finnst mikilsverð- ast í lífinu: að borða vel og mikið, elska og hafa nóga pen- inga til að eyða. Sýningar þeirra ganga stundum fram af siðprúðu fólki, og er þá mikið hringt til sjónvarpsstöðvarinnar CBS, þar sem þær eru með þátt. Izora og Martha segjast ekkert vera ósið- legar. Þær séu bara léttklæddar eins og söng- og danspíur séu yfirleitt, og skreyti sig með fjöðrum og giltrandi pallíettum á viðeigandi stöðum. Áhorfandi, sem hringdi og kærði, var beðinn að útskýra betur kæruna, á hverju hún byggðist. „Eg veit það ekki almennilega, ég veit það bara, að þetta er of mikið af beru holdi til að sýna fyrir al- menning. Það er ekki hægt að horfa á þetta!“ sagði aumingja maðurinn. Vídcó-þáttur þeirra: Það rign- ir karlmönnum (It’s Raining Men) vakti mikla hneykslun í Amcríku, en í þcirri sýningu rigndi fáklæddum karlmönnum yfir sviðið, og Izora og Martha tóku vel á móti þeim. Hvernig gat þetta orðið, að siðprúð fyrrv. óperusöngkona og píanókennari tóku sig til og fóru að halda slíkar sýningar? Þær hittust fyrst í kirkjukór, sem sérstaklega söng negrasálma og komust þar „í stuð saman“ og fóru að syngja og dansa aö gamni sínu, til að sýna söngfólk- inu, að þær gætu dansaö þótt þær væri stórar og feitar. Nú eru þær hættar í kórnum og eru stórt númer á skcmmtistööunum og þeim er óspart klappað lof í lófa. UFflNDI EFflRMYND- R FOHURA SNIA ■ Eins og tvíburasystur! - Lifandi eftirmynd föður síns! - Vasaútgáfa af mömmu sinni! Þetta voru umsagnirnar um verðlaunamyndir, sem birtust í bandarísku blaði nýlega. Þar hafði verið auglýst eftir myndum af feðgum eða mæðgum, þar sem barnið líktist sem mest foreldri sínu. Veita átti verðlaun fyrir bestu myndina, og gekk það fljótt og vel fyrir sig að ákveða verðlaunamynd af föður og syni, en svo varð það seinlegra með kvenlegginn, því að svo margar myndir komu af líkum mæðgum, að ómögulegt var að gera upp á milli þeirra. Taka varð þrjár myndir út úr, sem allar fengu fyrstu verðlaun! ■ „Tvífari föður síns“ kalla vinir Chris Conner hann.Chris cr t.v. á myndinni, en Tom, faðir hans, gæti verið eldri bróðir. ■ Hazel Williams (t.v.) er móðirin, en dóttir heitir Debbie Johnson. Debbic sagði að sér þætti gaman hvað þær mæðgur væru líkar. - En það fór í taugarnar á mér hér áður, þegar vinurinn kom að sækja mig til að fara í bíó eða annaö, og mamma kom til dyra, en þá sagði hann kannski: Hæ, Debbie, ertu tilbúin? - en þá var hann að tala við mömmu! ■ Jennifer Miller, 6 ára, segist vera glöð þegar fólk kallar hana „vasaútgáfu af inömmu“,Helen Miller. „Mér finnst gott að vera lík henni, hún er fallegust í öllum heiminum!" sagði Jennifer litla við blaða- manninn. ■ Mamman 42 ára, Joan Buckley (t.v.) og dóttirin Lori Walder 23 ára gætu verið tvíburasystur. Þær rugla sífellt við- mælendur sína, þegar þeir spyrja: Er þetta systir þín? Nei, þetta er móðir mín, eða þá... dóttir mín. Stundum segjast þær sjálfar ruglast í ríminu og þá vita þær varla hvor er hvað...!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.