Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 Útgefandi:.Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síöumúli 15, 105 Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verö í lausasölu 20 kr. en 22 kr. um helgar (2 blöð). Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Svavar og Olafur fá hirtingu ■ Þjóðviljinn skýrir frá því í gær, að á fundi forustu- nefndar stjórnar Verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, sem haldinn var síðastliðið þriðjudagskvöld, hafi verið samþykkt eftirfarandi tillaga frá Ásmundi Stefánssyni, forseta Alþýðusambands Islands, með átta samhljóða atkvæðum, en Þröstur Ólafsson hafi setið hjá: „Verkalýðsbaráttan er í dag háð við erfiðar aðstæður. Því skiptir öllu að sterk samstaða sé innan hreyfingarinnar og með þeim hópum, sem styrkja vilja baráttu hennar. Framkvæmdanefnd stjórnar Verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins harmar að Þjóðviljinn skuli ekki háfa skilið þessar einföldu staðreyndir. Framkvæmdanefndin mót- mælir harðlega þeirri ritstjórnarstefnu blaðsins að undan- förnu að gera heildarsamtökin og einstaka forystumenn verkalýðshreyfingarinnar tortryggilega með rangfærslum og óbilgjörnum árásum. Þessi skrif blaðsins eiga ekkert skylt við frjálsa, óháða blaðamennsku og þau þjóna hvorki hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar né Alþýðubanda- lagsins. Framkvæmdanefndin treystir því að málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis skrifi í framtíðinni á annan hátt um verkalýðsmál.“ Þessi samhljóða ályktun forustunefndar stjórnar Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins þarf engum að koma á óvart. Meðan stóð á samningaviðræðum í vetur beitti Þjóðvilj- inn öllum ráðum til þess að vinna gegn þeirri stefnu, sem yfirgnæfandi meirihluti forustumanna Álþýðusambands- ins hafði mótað og naut stuðnings mikils meirihluta þeirra launþega, sem hafa fylgt Alþýðubandalaginu. Þessi stefna var fólgin í því að reyna að ná sem beztum árangri, miðað við hið erfiða efnahagsástand, án þess að láta koma til verkfalla, sem ekki myndu leiða til neinna kjarabóta, þar sem möguleiki atvinnuveganna til að veita þær, var ekki fyrir hendi. Meiri kauphækkanir hefðu aðeins leitt til aukinnar verðbólgu og atvinnuleysis. Það var strax ljóst, að formaður Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson, og hulduritstjóri Þjóðviljans, Olafur Ragnar Grímsson, voru andvígir þessari ábyrgu afstöðu verkalýðshreyfingarinnar. Þeir prédikuðu að nú ætti að láta reyna á kraftana og gengu jafnvel svo langt að fullyrða, að verkalýðshreyfingin myndi gera sig áhrifa- lausa, ef hún léti ekki reyna á kraftana. Með þessum fullyrðingum var beinlínis verið að hvetja til verkfalla, þótt augljóst væri að slíkt yrði launafólki til óhags undir þeim efnahagslegu kringumstæðum, sem ríkjandi voru í landinu. Um það voru þeir Svavar og Ólafur Ragnar ekki að hugsa, heldur vakti það eitt fyrir þeim að reyna að brjóta á bak aftur viðleitni ríkisstjórnarinnar til að ná taumhaldi á verðbólgunni og koma þannig á ástandi, sem kynni að geta fleytt þeim Svavari og Ólafi í ráðherrastóla. Það var sett ofar hagsmunum launafólksins og verkalýðssamtak- anna. Það er ekki fyrr en búast mátti við, að þessum vinnubrögðum þeirra Svavars og Ólafs Ragnars yrði mótmælt af hálfu verkalýðsleiðtoga í Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar og Svavar ætla hins vegar ekki að láta sér segjast. Forustugrein Þjóðviljans í gær benti ekki til annars en að þeir væru enn við sama heygarðshornið og ætli að vinna ötullega undir því herópi Péturs Tyrfingsson- ar að hreinsa verði til í forustu Alþýðusambandsins. Augljóst er að sú hreinsun á fyrst og fremst að ná til Ásmundar Stefánssonar. Þ.Þ. skrifað og skrafað Næstum öll gjaldþrot eru á Suðvesturhorninu: k|ordæmunum aó Reyk|avík undanskildu Sama viröist vera uppi a tengingum hvað varðar gjaldþrot einstaklinga. Utan Reykjavikur og Reykjanesk|or- dæmis er það nánast undan- tekning et eintaklingur er ur- skurðaður gialdþrota og i þeirn fáu tilvikum sem það hefur átt sér sað hefur oftast tekist að semia þanmg að þrotamanni hefur verið afhent búið aftur til frjálsra afnota Þannig hafa 94—98% allra gialdþrota em- staklinga á landinu átt log- heimili i Reykjavik eða Reykja- neskjordæmi, reyndar sker Reykjaneskjordæmi sig algjor- elga úr með hvorki fleiri né færri en 15 gjaldþrot einstakl- mg árið 1980 sem hlýtur að kallast með allra mesta móti og a sér eflaust ákveðnar skyrmg- ar Bendir til að byggðastefnan sjái um sína Þegar litið er á afskráð hlutafélog á landmu. felog sem ekki hafa hætt rekstri vegna gjaldþrots. litur 'dæmiö allt oðru visi út og þar virðist hlut- falliö vera mun nær þvi að kall- ast eðlilegt. þar sem rumur helmingur þeirra eru i Reykja- vik og i Reykjaneskjordæmi Hver er ástæðan fyrir þessari háu tiðm gjaldþrota á Suð- uvesturhornmu? Hvernig Niðurstoöur konnunar a gjaldþrotum fynrtækja og ein- staklmga leiðir i Ijós að miklu mali virðist skipja hvar fyrirtæki eru rekm á landmu 75—85% allra gjaldþrota hlutafélaga a landínu hafa verið Skráð i Reykjavik I Reykjavik og ' Reykjaneskjordæmi hafa venö ! skrað fra 87 5—97 3% þeirra j hlutafélaga sem orðið hafa ! gialdþrota á sióasliðnum I þremurárum Það vekuremmg I athygli að 1982 eru gialdþrot I tyrirtækja jafn morg i Reykja- | neskjordæmi og i ollum hinum REYKJAVIK 1980 1981 982 814'801 Auglýsmgastola — Ijolmiölun 1 1 5 804 Bilaleiga 1 805 Bilasala 4 2 4 806 Bokhald- og endurskoöunarþ|ónusta 4 5 5 807 Dansskóli 2 808 Fasteignarekstur 5 10 809 Fasteigna- og veröbretasala 4 3 9 811 Feröadiskotek 1 812 Ferðaskntstola 2 2 1 815 Flugrekstur 1 397.816 Flulningar. samgongur. flutn miölun 817 Gallerirekstur 2 1 819 Heilsuræktar-og sólbaösstota 4 3 5 825 Innheimtuþjónusta 1 1 827 Knattborósstola 1 828 Kritarkorta- og lánastartsemi 1 2 829 Kvikmyndahusrekstur 2 1 830 Kæhgeymslur 831 Leiga laxveióiar 1 832 Leiktækjarekstur 1 833 Ljósritunarþjónusla 1 1 834 Læknaþ|ónusta 1 835 Logtræöiþjonusla 1 126'836 Otilgreint. þjónusta ymis konar 5 838 Skemmtikraltar — hljómsveitarrekstur 1 1 840 Skoöanakannanir 1 841 Snjosleöaleiga 1 842 Tannlæknaþionusta 1 412/842 Tækmþ|ónusta. verktræöi. ráögjol 1 1 9 844 Tolvuþjónusta. kertisfræöi.torritun 4 8 12 845 Vélnturvarþjónusta 1 846 Videóleiga 4 11 11 847 Vmnumiölun 1 1 3 848/849 Vorudreiling — voruskoöun 1 850 Upplýsmgaþjónusta 1 523'854 Þróunarlélag 1 855 Þýómgar—textagerö 1 856 Okuskóli 1 857 Oryggisþ|ónusta — voktun — varsla 1 2 ’ Gjaldþrot og byggðastefna ■ Frjáls verslun birti nýver- ið niðurstöður könnunar um gjaldþrot fyrirtækja og ein- staklinga og komst að þeirri niðurstöðu að gjaldþrotin væru langflest í Reykjavík og á Reykjanesi. Blaðið spyr hver sé ástæðan fyrir þessari háu tíðni gjaldþrota á Suð- vesturhorninu og svarar sér sjálft. Ástæðan er sú að eitthvað í pólitíska kerfinu haldi verndarhendi yfir at- vinnurekstri úti á lands- byggðinni, ef til vill í krafti byggðastefnunnar, en fyrir- tæki í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi gjaldi þess að þar vegur hvert atkvæði að- eins Vi-Vs á við landsbyggðar- atkvæðin. Blaðið telur að fyrirtæki úti á landsbyggðinni séu ekki betur rekín en fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, þvert á móti séu flest meiriháttar olnbogabörn atvinnulífisins einmitt úti á landsbyggðinni og séu landsfræg vandræða- fyrirtæki. Niðurstaða: „Ef til vill er hér komin vísbending um það hvaða verði meiri- hluti þjóðarinnar þarf að greiða þá byggðastefnu sem í því felst að halda uppi at- vinnu, hvað sem tautar og raular, á stöðum þar sem það borgar sig ekki en stuðlar jafnframt að aukinni rán- yrkju fiskimiða". Þessi skoðun er byggð á á þeim gögnum sem könnunin leiðir í Ijós, en þrjár merkar töflur fylgja með. Það eru upptalning á hvers konar starfsemi þau fyrirtæki, sem orðið hafa gjaldþrota, ráku og nær til áranna 1980-82. Undantekningalaust er um að ræða þjónustufyrirtæki. Það á jafnt við gjaldþrotin i Reykjavík, á Reykjanesi og annars staðar á landinu. Það þarf hvorki skarpskyggni né íþyngjandi þekkingu á at- vinnulífinu til að vita að þjón- ustufyrirtækin hrannast upp í þéttbýlinu á suðvesturhorn- inu en framleiðslufyrirtækin eru úti á landi, en þjónustu- fyrirtæki þar mun færri. Af þessari orsök einni er ekki óeðlilegt að fleiri þjón- ustufyrirtæki á höfuðborgar- svæðinu fari yfirum en sams konar fyrirtæki úti á landi, þar eru þau einfaldlega svo miklum mun færri. Ef litið er á þær töflur sem sanna eiga þennan ljóta blett á byggðastefnu, kemur í ljós að þjónustufyrirtækjum í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi er síst hættara við gjaldþrotum en svipuðum fyrirtækjum annars staðar á landinu. Þjónustu- fyrirtæki á brauðfótum í ljós kemur að á fyrr- greindu tímabili hafa fyrir- tæki, sem flokkuð eru undir auglýsingastofa- fjölmiðlun, orðið gjaldþrota í því hlut- falli að 9 slík fyrirtæki í Reykjavík og í Reykjanes- kjördæmi hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta, en 1 úti á landi. Þrjár bílaleigur á höfuðborgarsvæðinu urðu gjaldþrota en 7 annarstaðar á landinu. Annað hvort gengur bíla- sala miklu betur úti á landi, ef marka má tölur Frjálsrar verslunar, eða að hún fer að mestu leyti fram á höfuð- borgarsvæðinu því þar fóru 11 slík fyrirtæki á hausinn en ekkert úti á landi. Jafnræði er meðal gjald- þrota fyrirtækja sem annast bókhalds- og endurskoðun- arþjónustu. Á höfuðborgar- svæðinu urðu 15 slík fyrirtæki gjaldþrota og merkilegt nokk jafnmörg annars staðar á landinu. Það er svo umhugsunarefni út af fyrir sig hvernig stendur á að jafn fróðir menn um rekstur og þeir sem annast bókhald og endurskoðun skuli verða gjaldþróta í stór- um stíl. , Það ér ekki nema þeir sem annast tækniþjónustu, verk- fræði, ráðgjöf, tölvufræði, kerfisþjónustu og forritun, sem virðast Vera eins hrapa- lega að sér í hvernig reka á fyrirtæki og er jafnvel hætt- ara við gjaldþroti en endur- skoðendum. Fyrirtæki sem flókkast undir tækniþjónustu, og verkfræði-ráðgjöf virðast ekki byggð á traustum grunni, því 40 slík hafa orðið gjaldþrota í þéttbýlinu á upp- gefnu tímabili, en aðeins tvö úti á landi. 27 fyrirtæki sem störfuðu að tölvuþjónustu, kerfisfræði og forritun á þétt- býlissvæðinu fóru á hausinn, en ekkert úti á landi, en því er ósvarað hvort slík fyrirtæki séu yfirleitt til í dreifbýlinu. 6 þéttbýlisferðaskrifstofur urðu gjaldþrota og 2 úti á landi. Flutningar og sam- göngumiðlun virðist vafa- samur atvinnurekstur. 15 slík fyrirtæki urðu gjaldþrota í þéttbýliskjördæmum og 6 í öðrum. 15 heilsuræktar- og sólbaðsstofur urðu gjald- þrota í fjölmenninu en 7 annars staðar. 29 mynd- bandaleigur urðu gjaldþrota í margmenni og 12 úti á landi. 3 fyrirtæki sem önnuðust krítarkorta- og lánastarfsemi urðu gjaldþrota í Reykjavík en annars staðar virðast svo- Jeiðis fyrirtæki standa sig bærilega, séu þau á annað borð til. Margskyns fyrirtæki sem orðið hafa gjaldþrota í Reykjavík eru ekki á gjald- þrotaskránni í Reykjanes- kjördæmi né annars staðar og er ekki óvarlegt að áætla að margs konar gjaldþrota- fyrirtæki í Reykjavik eigi sér ekki hliðstæður annars staðar á landinu. Einn fyrirtækjaflokkur á sér sérstöðu. í gjaldþrota- skránni er hann nefndur þró- unarfélag. Eitt þrónunarfé- lag í Reykjavík fór á höfuðið, ekkert í Reykjaneskjördæmi en fjögur úti á landi. Merkar upp- lýsingar og vit- lausar ályktanir Margt má að byggðar- stefnu finna að færa sitthvað þar til betri vegar og flestir eða allir viðurkenna að kjör- dæmaskipan er ranglát og þarfnast breytinga. En samanburðurinn á gjald- þrotum, sem Frjáls verslun gerði, og ályktanirnar sem af eru dregnar éru út í hött og kemur hvorki byggðastefnu eða kjördæmaskipan við. En það er margt athyglis- vert við þær gjaldþrotatöflur sem blaðið tók saman. Ef þær eru tæmandi er at- hyglisvert að það skulu ein- vörðungu vera þjónustufyrir- tæki sem orðið hafa gjald- þrota á þriggja ára tímabili, en ekki eitt einasta fram- leiðslufyrirtæki, hvorki í þéttbýli né úti á landi. Gjaldþrotum einstaklinga eru lítil skil gerð en blaðið segir að 94-98% allra einstak- linga sem úrskurðaðir hafa verið gjaldþrota séu búsettir í Reykjavík eða í Reykjanes- kjördæmi, og að árið 1980 hafi 15 einstaklingar orðið gjaldþrota. Það er ekki mikið miðað við það gjaldþrota- hrun fyrirtækja sem talin eru upp. Frjáls verslun hefur dregið þarna saman hinar merkustu upplýsinar en dregur af þeim snar vitlausar ályktanir. O.Ó. Tónleikar Nýju strengja- sveitarinnar í Hamrahlíð ■ Sunnudaginn 8. apríl heldur Nýja strengjasveitin tónleika á sal Mennta- skólans í Hamrahlíð. Á efnisskránni eru þrjú verk sem öll hafa verið samin á þessari öld: Five variants of „Dives and Lazarus" eftir Vaughan Williams, Kammersinfónía eftir Shostakovich og Fantasía Consertante (um stef eftir Cor- elli) eftir M. Tippett. Nýja strengjasveit- in hefur starfað sl. fjögur ár og er nú skipuð 20 hljóðfæraleikurum, sem flestir hafa verið með frá upphafi. Stjórnandi á hljómleikunum er Mark Reedman, en hann byggði upp og stjórnaði Strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykjavík með ágætum árangri. Tónleikar Nýju strengjasveitarinnar á sunnudaginn kemur hefjast kl. 17. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. ■ Nýja strengjasveitin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.