Tíminn - 06.04.1984, Síða 4
■ Nokkrir nýir ieikkraftar bætast í
raðir Þjóðleikhússins í sýningunni á
Gæjar og Píur, sem verður í kvöld.
Tíminn náði tali af þeim eftir langa og
stranga æfingu einn daginn. Þetta eru
þau Ragnheiður Steindórsdóttir, Sigur-
jóna Sverrisdóttir, Kristján Franklín
Magnús, og Edda H. Bachman. Ragn-
heiður eru þeirra elst, og kunn úr ýmsum
verkefnum, en hin eru öll úr sama bekk
í Lciklistarskólanum og útskrifuðust sl.
vor.
Fyrsta spurningin vár hvar þau hefðu
starfað áður. Ragnheiður: „Ég starfaði
hjá Leikfélagi Reykjavíkur lengi vel,
kom út úr skóla 1975. Nú í vetur hef ég
starfað með Leikfélagi Ákureyrar“.
- Hvernig var það?
„Þaðvargaman.mérlíkaði mjög vel“.
Sigurjóna, Kristján og Edda hafa ekki
starfaö mikið. enda nýskriöin úr leik-
skóla. Sigurjóna hcfur þó leikið í Undir
teppinu hennar ömmu með Vorkonum
Alþýðulcikhússins, Kristján í Hart íbak
í Iðnó og Edda reyndar einnig í sama
stykki. ÖII hafa þau svo leikið eitthvað í
útvarpi og sjónvarpi. Þau þrjú leika
ýmsa gæja og píur í Gæjar og Píur, en
Ragnheiður fer með stórt hlutverk,
leikur Söru á móti Skæ Egils Ólafssonar.
Hvernig cr aö leika á móti Agli?
„Hvernig spyrðu maður? Það er fínt“,
er svarið.
- En hvernig er að lcika Söru? Hvers
konar karakter er hún?
„Hún cr kannski ckki flókinn karakt-
er. En þar sem ég er fyrst og frcmst
leikari, þá er þetta svolítð erfitt að þurfa
að gera allt í einu, syngja, dansa og
„MJÖG SKEMMHLEGT EN ÞRÆL-
ERFTTT AD VERA LBKART
Rætt vid f jóra nýja leikara Þjóðleikhússins, sem taka
þátt í sýningum á Gæjum og píum
Icika. Þetta er mjög skemmtilegt, og það
er falleg músík. Sara er indæl hjálpræð-
isherspía sem lendir í því að verða
ástfangin í gamblcr gæja, en endalok
þessa sambands verða mjög óvænt. Við
skulum ekki gefa of mikið upp fyrir-
fram".
- Þú ert komin á fastan saming við
Þjóðleikhúsið er það ekki?
„Jú, ég var ráðin á árssamning en var
í launalausu leyfi þangað til ég kláraði á
Akureyri".
- Ilvernig líkar ykkur hér í Þjóð-
lcikhúsinu?
„Bara vel. Þetta er að vísu mjög mikið
öðru vísi en annars staðar. Stærðin á
húsinu er mikil og fjöldinn mikill. Þetta
er búið að vera alveg svakalegt törn, og
við crum kanski ekki vön að taka þátt í
svona sýningum. Mesta vinnan erá milli
atriða, þá erum við í panik að skipta unt
búninga og slfkt, því að við leikum öil
ntörg hlutverk nema Ragnheiður. Við
erum í söngleik, og erum minnst notuð
■ Héma sést Edda H. Bachman ásamt nokkrum meðleikurum.
Tímamyndir Árni Sæberg.
í leikinn, en meira til að syngja og - Sjáið þið þrjú ófastráðnu mikil
dansa". verkefni framundan?
„Það er nóg að gera stundum, en svo
eru lægðir á milli“
- En hvernig er stykkið, Gæjar og
píur?
„Þetta er mjög skemtilegt stykki,
týpískt Broadway stykki. Það er mjög
flott sviðsmynd og gaman að leika í
henni. Að vísu erum við varla búin að
sjá sviðsmyndina, það væri reyndar gam-
an að veraút í sal ogsjásýningunsjálfur.
Við erum með tækninýjungar, þeir
sem fara með sólóparta syngja í gegn um
hljómkerfi. Þeir hafa á sér hljóðnema,
sem senda sönginn og talið út í hljóm-
kerfið. Þetta er vegna þess að það er stór
hljómsveit. 15 manna hljómsveit, sem
annars mundi yfirgnæfa leikarana".
- Hvernig komust þið inn í sýninguna?
„Við þrjú, Sigurjóna, Kristján og
Edda vorunt valin eftir eða prófun, þar
sem fullt af fólki kom og söng og
dansaði. Margt af því hefði alveg eins
getað gert þetta og við, en við vorum
valin."
■ Leikstjórinn, Kenn Oldfield.
- Að lokum, hvernig er að vera
leikari?
Kristján: „Mjög skemmtilegt en þræl-
erfitt".
Ragnheiður: „Ég hugsa að þetta
tvennt jafni sig upp. Þessu má kannski
líkja við það þegar barn kemur í
heiminn, fæðingin er kannski erfið og
sársaukafull, en ánægjan fær mann til að
gleyma efiðleikunum".
Aðalfundur Framsóknarfélags
Reykjavíkur:
Valdimar var
endurkjörinn
formaður
Alliance Francaise:
Einnar aldar
afmælisfagn-
adur haldinn
■ Aðalfundur Framsóknarfélags
Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu.
Gestur fundarins var Ólafur Jóhannes-
son, alþingismaður, sem tjallaði um
stjórnmálaviðhorffð um þessar mundir
og stöðu Framsóknarflokksins, sérstak-
lega í Reykjavík.
Valdimar K. Jónsson, var endurkjör-
inn formaður félagsins. Aðrir í stjórn
eru: Leifur Karlsson, varaformaður, Al-
freð Þorsteinsson ritari, Valur Sigur-
bergsson ritari og meðstjórnendur Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, Jónína
Jónsdóttir og Pétur Sturluson. Vara-
menn í stjórn eru: Haraldur Ólafsson,
Jónas Guðmundsson, Örn Erlendsson
og Steinþór Þorsteinsson.
■ Annie Jeanne
■ Föstudaginn 6. apríl kl. 18.00
hefst á Hótel Sögu árshátíð og
eitthundrað ára afmælisfagnaður
Alliance Francaise. Þar verður
borðað og dansað við undirleik
hljómsveitar til kl. 2 e.m., en
gestur hátíðarinnar er franska
söngkonan Annie Jeanne. Hún
flytur þar lög allra helstu söngvara
Frakklands á þessari öld (Edith
Piaf, Gilbert Becaud, Charles
Aznavour, Guy Beart, Charles
Trenet, Jacques Brel o.s.frv.) auk
eigin laga, við undirleik píanó-
leikara síns. Miðar verða seldir
hjá Alliance Francaise, Laufásvegi
12, kl. 17.00-19.00, alla virka daga
til 4. apríl.