Tíminn - 06.04.1984, Qupperneq 5
J5£V. .ö Jl'jí
FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984
immrn
fréttir
Krabbameinsfélag Reykjavíkur:
VILL HÆKKA RIKISFRAM-
LAGIÐ T1L TÓBAKSVARNA
— í dag nemur það tveimur aurum af hverjum sígarrettupakka
■ Aðalfundur Krabbameinsfélags
Reykjavíkur sem haldinn var fyrir
skemmstu skorar á Alþingi að sam-
þykkja hið fyrsta frumvarp það sem nú
liggur frammi um tóbaksvarnir jafnframt
því sem félagið bendir á nauðsyn þess að
hinar nýju reglur verði kynntar rækilega.
Þá telur aðalfundurinn að ríkisframlag
til tóbaksvarna þurfi að efla stórlega
enda nemi það nú sem samsvarar tveim-
ur aurum af hverjum pakka af sígarrett-
um. Þá var á aðalfundinum skýrt frá
starfssemi félagsins á árinu sem hefur
verið blómlegt.
Krabbameinsfélagið hefur haldið
fræðslufundi nú síðast 19. mars en sá
fundur var haldinn í tilefni af 35 ára
afmæli félagsins sem er um þessar
mundir. Reykingvarnarstarfsemi fé-
lagsins í grunnskólum hefur verið einn
veigamesti þátturinn í starfssemi félags-
ins en það tekur til nær allra nemenda í
5. til 9. bekk skólanna á höfuðborgar-
svæðinu auk þess sem félagið hefur
staðið fyrir heimsóknum út á land.
í vetur var tekið upp á þeirri nýjung í
starfssemi félagsins að bjóða kvenfé-
lögum fræðsluerindi og kvikmyndir um
orsakir krabbameins og forvarnir gegn
þeim. Var þessu boði vel tekið. Af öðru
starfi Krabbameinsfélagsins má nefna
útgáfustarfssemi en félagið gefur út blað-
ið Takmark sem nýlega kom út og auk
■ Það er einbeittur svipurinn á þeim Heiðgerðingum en hópurinn ætlar að efna til
hlutaveltu n.k. laugardag. Á myndina vantar Thorvald Brynjar, Vilhjálm og
Halldóru.
ALUR VELKOMNIR!
Á hlutaveltu í skóladag-
heimilinu í Heiðargerði
■ Það fer ekki mikið fyrir skóladag-
heimilinu í Heiðargerði 38 í Rvk. en þar
er þó líf og fjör alla daga á meðan á
skólaárinu stendur. Krakkarnir sem
þangað sækja, sautján að tölu, eru öll í
Hvassaleitisskólanum en dveljast á
skóladagheimilinu þann tíma dagsins
sem þau eru ekki í skólanum. Á stóru
heimili er auðvitað margt brallað og
börnin vasast í ýmsu bæði úti og inni.
Við heimsóttum þcnnan lífsglaða hóp og
stálumst til að smella af mynd í leiðinni.
„Við höfum verið að safna ýmsum
hlutum undanfarnar vikur sem börnin
ætla að hafa á tombólu sem haldin
verður hér á heimilinu n.k. laugardag
þann 7. apríl kl. 2," sagði Signý Óskars-
dóttir forstöðukona heimilisins þegar
við tókum á þeim hús. „Mikið af þeim
munum sem á tombólunni verða hafa
börnin búið til sjálf auk þess sem fjöl-
skyldur þeirra hafa hlaupið undir bagga
með ýmislegt. Við ætlum líka að bjóða
upp á veitingar og það er rétt að láta þess
getið að allir eru auðvitað hjartanlega
velkomnir hingað á laugardaginn til að
skoða það sem börnin eru að fást við og
að taka þátt í hlutaveltunni. Ágóðanum
ætla börnin að verja til þess að fara í
ferðalag í sumar en þessi ferð er eins
konar punktur aftan við vetrarstarfið.
Við höfum gert þetta undanfarin ár og
alltaf verið mjög gaman. Hér er um
alvöru ferðalag að ræða eins og það er
kallað, þar sem við gistum a.m.k. eina
nótt i- ferðinni og þá sjá bömin um
kvöldvöku sem þau hafa sjálf æft. Ferða-
lagið er líka eins konat.kveðjustund þar
sem stóru börnin okkar eru aðJiætta en
hér eru aðeins börn á aldrinum 6 til 10
ára. Þau sem hætta í sumar fyrir aldurs
sakir, ef svo má að orði komast, eru Villi
og Binni að ógleymdum dömunum okk-
ar þeim Ásdísi, Halldóru og Álfrúnu.
Við komum til með að sjá mikið eftir
þeim en svona er þetta nú og fyrr en varir
eru þau orðin fullorðið fólk.“
-JÁÞ
Látinn laus
úr varðhaldi
■ Maðurinn sem reyndi að smygla 126
grömmum af amfetamini innvortis á
sunnudag, hefur verið látinn laus úr
gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurð-
aður í 10 daga gæsluvarðhald sl. mánu-
dag en ekki þótti ástæða til að halda
honum lengur inni þar sem Ijóst þótti að
hann hafði verið einn að verki.
- GSH
þess Fræðslurit krabbameinsfélagsins en
tíundi bæklingurinn sem út kom í vetur
fjallar um krabbamein í eggjastokkum.
- b
■ Árshátíð
Menntaskólans í
Hamrahlíð var haldin
í gær. Stóð hún yfir
allan daginn og lauk
með dansleik í
Broadway í gær-
kvöldi. Nemendur
skólans sýndu m.a.
skemmtiatriði í
Miklagarði, sal M.H.
og var þessi mynd
tekin þar af eldhress-
um dansmeyjum.
Tímamynd Ari
SRIHUIHHH
SOLUBOÐ
SYKUR
2KG
Juvel
HVEITI
2 KG
LENI
SALERNIS
PAPPIR
SMJÖRLÍKI
• •
/6\sARUD
KARTOFLU
SKRÚFUR
PASKAEGG
vtóna NO. 8
...vöruverð í lágmarki
SEXT1U OG SEX NORÐUR
Hlífdorfatnaður
frá SJóklceðagerðinnl:
Proaður lil að mæta kröfum íslenskra
sjómanna við erfiðustu aðslæður.
POLY-VINYL GLÓRNN
brælsterkir vinyIhúðaðir vinnuvettlingar
sérstökum gripfieti scm
Skúlagötu 51 Sími 11520