Tíminn - 06.04.1984, Síða 7
B.St. o|K.L.
■ Það var stutt leðurpilsið á dragtinni hennar Lindu Gray (Sue
EUen) og svörtu silkisokkamir hennar vöktu hrifningu áhorfendanna.
SUEELLEN
(UNDA GRAY)
— með „smá
einkasýningu“
■ Tiskusýning hjá DIOR í
París, sem haldin var nú síðast í
marsmánuði, þótti lítið spenn-
andi. Þó var þarna komið saman
mikið af frægu fólki og tísku-
fólki, og hafði það beðið spennt
eftir að sjá hvað nýi tísku-
hönnuður DIOR-fvrirtækisins,
Gerard Penneroux kæmi með
nýtt á sýningunni. Þama vom
sýndir dömukjólar, en Penner-
oux hefur árum saman staðið
fyrir herratískunni hjá Dior. Það
mátti líka sjá herrasvip á hinum
stóm og víðu kápum og jökkum,
sem sýningarstúlkumar nærri
hurfu í.
En það besta við þessa tísku-
sýningu kom mönnum saman
um að hefði verið leikkonan
Linda Gray (Sue Ellen). Hón sat
þarna í fremstu röð við sýning-
arpallinn og brosti og vinkaði til
Ijósmyndaranna, sem hópuðust
að henni. Þar fengu þeir vera-
lega skemmtilegt myndaefni.
Linda Gray var í svartri dragt ór
mjóku leðri. Pilsið var mini-pils
og við það var leikkonan í
næfurþunnum svörtum sokkum
og háhæluðum skóm, og var hón
óspar á að sýna herlegheitin.
„Ég keypti dragtina heima í
Kaliforníu“, sagði Linda Gray
við blaðamennina“, en auðvit-
að er hón innflutt frá París“,
bætti hón við og brosti ánægð.
Hón mátti líka vera ánægð með
sig, því ór öllum áttum gat hón
heyrt aðdáendaraddir, og fleiri
en einn hafði orð á því, að Linda
hefði borið af, ef hón hefði farið
upp á sýningarpailinn. Hón hefði
verið miklu glæsilegri en sýning-
arstólkurnar sem sýndu Dior-
tískuna.
5'íiTTij
L
'W
erlent yfirlit
■ FYRR í vetur bárust þær
fréttir frá Vestur-Þýzkalandi. að
margt benti til, að Græni flokk-
urinn svonefndi. sem náði fót-
festu á sambandsþinginu í Bonn
í þingkosningunum í marz 1983,
væri að leysast upp. Ósamkomu-
lag væri að aukast innan
flokksins, enda hefur hann mjög
lauslega stefnu, þegar baráttu
fyrir umhverfisvernd og and-
stöðu við kjarnavopn sleppir.
Barátta flokksins gegn stað-
setningu meðaldrægra kjarna-
flauga beið visst skipbrot á síð-
astliðnu hausti, þegar mistókst
að koma í veg fyrir uppsetningu
þeirra. Þetta virtist í fyrstu hafa
þau áhrif að baráttukjarkurinn
hefði minnkað.
Við það bættist svo, að ágrein-
ingur fór vaxandi innan flokksins
um önnur mál og þá ekki sízt um
það, að þingmenn flokksins ættu
að víkja af þingi eftir tvö ár og
láta varamenn sína taka við.
Þetta átti sinn þátt í að einn af
þingmönnum flokksins, Gert
Bastian hershöfðingi, sagði sig
úr flokknum og bar við klofningi
í flokknum og vaxandi undir-
róðri kommúnista innan hans.
Hann mun halda áfram setu á
■ Þama bregður þekktur blaðafulltrói upp mynd af því, hvernig gömlu flokkunum hugnast ekki vöxtup
græna flokksins.
Græni flokkurinn eflist
enn í Vestur-Þýzkalandi
Það virðist vera mest á kostnað frjálslyndra
þingi sem utanflokkamaður í
vissu samstarfi við sósíaldemó-
krata.
Petra Kelly, sem ereinn helzti
stofnandi flokksins og borið hef-
ur einna mest á, lét svipaða
gagnrýni í Ijós um líkt leyti, en
hún og Bastian höfðu unnið
saman. Það var á sínum tíma viss
styrkur fyrir flokkinn, þegar
hershöfðingi gekk til liðs við
hann.
SPÁR þeirra, sem hafa haldið
því fram, að Græni flokkurinn
myndi leysast upp, urðu fyrir
miklu áfalli í fylkiskosningunum,
sem fóru fram í fylkinu Baden-
Wiirttemberg 25. marz síðastlið-
inn.
Fyrir kosningarnar hafði ekki
borið verulega á Græna flokkn-
um og honum veitt lítil athygli.
Baráttan stóð fyrst og fremst
milli kristilegra demókrata og
sósíaldemókrata.
Kristilegir demókratar hafa
farið með meirihlutastjórn í
Baden-Wiirttemberg. Kohl
kanslari taldi það miklu skipta
fyrir stjórn sína, að þeir héldu
þar velli. Forsætisráðherrann í
Baden-Wiirttemberg, Lothar
Spáth, vildi hins vegar verða sem
minnst bendlaður við stjórnina í
Bonn. Hann hefur unnið sér
miklar vinsældir í Baden-Wiirtt-
emberg, og þótti því vænlegur til
að halda velli, ef honum tækist
að halda stjórninni í Bonn utan
við kosningabaráttuna.
Það skipti hinn stjórnarflokk-
inn íBonn, Frjálslyndaflokkinn,
enn meira máli, að hann héldi
velli í Baden-Wiirttemberg, sem
verið hefur frá upphafi eitt aðal-
vígi hans. Flokksforustan lagði
því megináherzlu á kosningabar-
áttuna í Baden-Wiirttemberg.
Fyrir sósíaldemókrata skiptir
það vitanlega miklu máli að
halda vel velli í Baden-Wurtt-
emberg og leiða þannig í ljós, að
það hefði ekki orðið hnekkir
fyrir flokkinn, að honum mis-
tókst að fá staðsetningu banda-
rísku meðaldrægu eldflauganna
frestað.
Úrslit fylkiskosninganna í
Baden-Wiirttemberg urðu þau,
að allir flokkar töpuðu nema
Græni flokkurinn.
Kristilegi flokkurinn hélt
■ Bastian hershöfðbigi
nokkurn veginn velli. Hann fékk
51.9% greiddra atkvæða í stað
53.4% í fylkiskosningunum
1980.
Sósíaldemókratar rétt stóðu í
stað. Þeir fengu 32.5% nó í stað
32.4% 1980.
Frjálslyndi flokkurinn varð
hins vegar fyrir nokkru áfalli.
Hann fékk 7.2% í stað 8.3% árið
1980.
Græni flokkurinn var sá eini,
sem bætti stöðu sína. Hann fékk
8% í stað 5.3% í kosningunum
1980.
Hann hafði þannig unnið allt
það fylgi, sem stjórnarflokkarnir
í Bonn höfðu tapað samanlagt
eða rómlega 2.6%.
Fyrir Frjálslynda flokkinn cr
það talið verulegt áfall, að hann
er ekki lengur þriðji stærsti
flokkurinn í Baden-Wiirttem-
berg, en þaö hafði hann verið
síðan stríðinu lauk. Flokk-
urinn hefur aidrei fengið eins
lítið fylgi í Baden-Wurttemberg
og nó.
Græni flokkurinn vann eink-
um á í borgunum. Hann fékk
10.5% greiddra atkvæða í Stutt-
gart og nær tvöfaldaði fylgi sitt
þar. í háskólabænum Tubingen
fékk hann 20.6% atkvæðanna.
Margt bendir til, að fylgisaukn-
ingu sína hafi hann einkum feng-
ið frá ungu fólki.
Það er víðar en í Baden-
Þorarinn
Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Wurttemberg, sem Frjálslyndi
flokkurinn hefur lotið í lægra
haldi fyrir Græna flokknum. t
borgarstjórnarkosningum, sem
fóru fram í Munchen fyrir
skömmu, varð Græni flokkurinn
þriðji stærsti flokkurinn. Úrslitin
þar urðu þau, að Kristilegi flokk-
urinn og sósíaldemókratar fengu
sína 35 borgarfulltrúa hvor,
Græni flokkurinn fékk 6 borgar-
fulltrúa og Frjálslyndi flokkurinn
4.
Jafnhliða þessu fóru fram
borgarstjórnarkosningar í
Munchen og varð að fara fram
endurkosning, því að enginn
frambjóðandi fékk meirihluta at-
kvæða. Síðastliðinn sunnudag
var kosið að nýju og fékk Georg
Kronawitter, frambjóðandi sós-
íaldemókrata 58.3%, en Erich
Kiesl borgarstjóri og frambjóð-
andi kristilegra 41.7%. Þetta er
talinn mikill ósigur fyrir Franz
Josef Strauss, en hann kennir
óvinsældum stjórnarinnar í
Bonn unt. Getur þetta orðið
verulegt deilumál milli Strauss
og Kohls.
Sósíaldemókratar hafa yfir-
leitt haft borgarstjórann í
Munchen. Kronawittervarborg-
arstjóri 1972-1978, en féll þá
vegna klofnings hjá sósíaldemó-
krötum, en vinstri armur þeirra
var andvígur honum. Kristilegir
hugga sig við það, að Kronawitt-
er sé til hægri í flokki sínum.
Kronawitter bíður nú það
verkefni að reyna að ná samstarfi
við græningja, en það er eitt af
deiluefnum í flokki þeirra, hvort
haft skuli samstarf við sósíal-
demókrata eða hafna samstarfi
við alla.
NÆSTA vetur verða tvö ár
liðin frá þingkosningunum 1983.
Þá verða þingmenn Græna
flokksins að gera það upp við
sig, hvort þeir fara eftir flokks-
reglum og víkja af þingi og láta
varamönnum eftir sæti sitt. Þetta
hefur verið mikið deiluefni og
virðist hafa verið sætzt á þá
lausn, að vilji 70% flokksfélaga
í umdæmi viðkomandi þing-
manna að þeir gegni þing-
mennsku áfram, séu þeir undan-
þegnir tveggja ára reglunni. Ekki
er þó algert samkomulag í flokkn-
um um þetta.