Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.04.1984, Blaðsíða 12
Itnmnt FÖSTUDAGUR 6. APRÍI. 19X4 ÍÍ Keímilistlminn S ■» -j- „Vid eigum ríka QS gjöfuia fóstru — en við skulum einnig kref jast nokkurs af okkur sjálfum” ■ Amheiður Böðvarsdóttir man tímana tvenna, enda verður hún áttræð á þessu ári. En hún er enn ung í anda, eins og þessi pistill hennar ber með sér. (Tímamynd Róbert) ■ Arnheiður Böðvarsdóttir, sem segir okkur nú frá degi í lífi sínu, er fædd árið 1904 á Laugarvatni, dóttir hjónanna Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnús- sonar. Hún giftist Guðmundi Guðmundssyni, bróður Tómasar Guðmundssonar skálds. Þau hófu búskap á Efri-Brú í Grímsnesi árið 1930 og bjuggu þar allan sinn búskap. Guðmundur lést árið 1982. Arnheiður á enn heima á I fri-Brú, en sonur hennar Böðvar er tekinn við búskapnum. - Trúi að alltaf geti eitthvað óvænt komið fyrir Dagar í lífi fólks geta verið fjölbreyti- legir eins og atvinna hvers einstaklings í þjóðfélaginu. En hverju getur þá gamalt fólk, sem sest er í helgan stcin, ef svo má til orða taka, sagt frá? Jú, ég vil trúa að alltaf gcti eitthvað óvænt komið fyrir sem lífgar upp á tilveruna, hróflar við lygnunni. Öll til- breyting hefur sitt gildi fyrir sálina svo lcngi sem maður lifir við sæmilega heilsu. „Líf hvers manns er ævintýri, skráð af fingri guðs", segir ævintýraskáldið H.C. Andcrsen. Mér detur í hug að rifja upp ferð sem ég fór til Reykjavíkur þann 23. febr. s.l. Nú í öllum umhleypingum veðurguð- anna þegar fullfrískt fólk kemst aðeins við illan leik milli húsa hringir dóttir mín í Reykjavík til mín að kvöldi miðviku- dags 22. febr. og segir mér að nú reyni ég að koma í bæinn með Landsvirkjunar- bílnum í fyrramálið. „Þú notar aðgöngu- miðana þína á íslcnsku hljómsveitina annað kvöld í Bústaðakirkju, ég veit að þú skemmtir þér þar", segir hún. Og þótt ég hafi alveg verið búin að slá þessum hljómleikum frá mér vegna veðurs og ófærðar undanfarnar vikur þá linaðist ég í ákvörðun minni og sagði dóttur minnni að hún gæti átt von á mér ef ekki yrði blindhríð eins og verið hafði þennan daginn. Morguninn eftir vaknaði ég kl. 5 sem var nú óþarflega snemmt en ferðahugur- inn var víst farinn að segja til sín í undirmeðvitundinni. Eg dreif mig á fætur og leit út um gluggana og spáöi í veðurútlitið. Mælirinn sýndi 2° hita en morguninn áður hafði verið 12 stiga frost. Ég gerðist því bjartsýn þótt ég sæi hvorki til tungls né stjarna í lofti, þá sá ég rafljósaþyrpinguna í Flóanum, Grafn- ingi og við Sogsvirkjanirnar. Virtist ákjósanlegt ferðaveður, logn og þíðviðri að minnsta kosti þennan daginn. Nú heyrast ekki lengur veðurhljóð Sogsfossanna. Ef hátt drundi í þeim vissi það á votviðri, en hið gagnstæða, þurr- viðri. Nú streymir Sogið hægt og hljótt framhjá til ósa. Um langa framtíð mun það gefa af gnægð sinni Ijós og hita í híbýli okkar og enn vakir lax og silungur í hyljum, fegurð í skuggum og björtum lygnum sem alsjáandi augu. Tómas Guðmundsson gekk um bakka Sogsins og ávarpaði sumargesti Skáldið Tómas Guðm. gekk hér sem oftar um bakka og ávarpaði sumargest- ina: Hvað er að frétta heillavinur minn? Hér hef ég komið forðum mörgu sinni, og öll mín fyrstu óðinshanakynni áttu sér stað við græna bakkann þinn. Og þar sem ég hafði vaknað þetta fyrir dag gaf ég mér góðan tíma til að setja það allra nauðsynlegasta í töskuna mína. Ég hef rekið mig á það að þótt ég ætli mér ekki að staldra við í borginni lengur en eina eða tvær nætur getur fljótt breyst veður í lofti í mínum hugarheimi eins og hjá veðurguðunum. Ég hitaði mér mjólk setti eina tsk. af neskaffi út í bollann eins og konan sagðist gera sem spjallað var við í útvarpinu fyrir skömmu. Þessi drykkur reyndist mér einnig Ijúffengur að morgni dags með brauðsneið. . Því næst kvaddi ég blómin mín með votum kossi. Var nú kominn tími til að hringja til Böðvars sonar míns sem býr hér við hliðina í sínu húsi, því svo var um talað að ef ég færi mundi hann keyra mig í veg fyrir bílinn. Við stöðvarhúsið við Ýrufoss var bíl- stjórinn í þann veginn að leggja af stað ásamt tveimur öðrum farþegum. Annar bíllinn fylgdi niður að Asgarði því krap var mikið á köflum en íshella undir og kom það sér vel því sumstaðar urðu bílarnir að vinna saman til að komast áfram. Að austanverðu við Sogsbrúna er brött brekka niður að brúnni sem að vetri til er oft einn svellbunki og því hættuleg en ekki hafa orðið þarna slys þótt stundum hafi legið nærri. Mér létti því í sinni og losnaði við kvíðann er ég sá að sandbíll var þarna staddur. Nú er þarna sfór og sterkleg brú í byggingu, 5ú þriðja á þessum stað og þar með þessi hættulega brekka úr sögunni. Gamla brúin við hliðina virðist nú vera eins og barnaleikfang þótt fullkomin hafi hún verið talin er hún var bvggð árið 1936. Nú á síðustu árum hefur vegurinn frá Reykjavík að Sogi verið lagður bundnu slitlagi Eru það ánægjulegar vegabætur því mikil er umferðin á þessari leið allan ársins hring. Hellisheiðin hafði verið opnuð um morguninn, við vorum því rétt um klst. frá Sogsbrú í bæinn. Á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar fór ég úr bilnum. Ein systir mín, Sigríður býr þarna í næstu blokk, ásamt manni sínum, nýlega hætt að vinna utan heimilis, komin á 8. tuginn. Hún var heima og bjóst viðmér. „Skriplað á skötunni“ á nýjum gúmmíbomsum Og þar sem ég kjaga gönguslóða beint að blokkinni í krapi og hálku, stundum nærri dottin, þá hugsa ég að svona væri það náttúrlega „að skripla á skötunni". En ég var í nýjum gúmmíbomsum og því fæi í flestan sjó eins og mér fannst á mínum unglingsárum þegar ég var kom- in í skinnsokkana sem foreldrar mínir gáfu mér og okkur fimm systrum sem gengu þá að slætti, því utan túns voru engjar allar votlendar svo óvíða var staðið þurrum fótum. Já, það var annað hvort 1920 eða 1921 að faðir okkar sat við að sauma skinnsokka á kvöldvökum, fimm pör, það var þó nokkuð. Móðir okkar lagði þar einnig hönd að verki. Ég held að faðir okkar hafi lesið úr svip dætra sinna sem áttu að fá þessar „gersemar" sem þeim fannst, hrifningu og tilhlökkun, því hann virtist vinna þetta vandasama verk með svo mikilli natni og ánægju. Þessirskinnsokkarentust okkur vel allt þar til gúmmístígvélin komu til sögunnar. En þetta var nú útúrdúr, huganum er gjarnt á að hlaupa útundan sér eins og illa tömdu hrossi, enda var ég nú komin að dyrum systur minnar þar sem rjúk- andi kaffi beið mín á könnunni. Eftir að hafa borðað saltkjöt og baunir með þeim hjónum í hádeginu. því mágur minn' kom heim úr vinnunni, og eftir góða hvíld og aftur kaffi kom dótturdóttir mín og nafna eins og kölluð og keyrði mig til dóttur minnar Ingunnar þar sem ég ætlaði að gista. Ársmiðar hjá íslensku hljómsveitinni í jólagjöf Margar góðar gjafir voru mér gefnar um jólin, s.s. Ólafsbók, Samtalsbók Eysteins, Kvöldgestir Jónasar og Björtu hliðarnar hennar Sigurjónu ofl. fallegt og gott gæti ég nefnt en síðast en ekki síst vil ég geta ársmiða fyrir tvo á tónleika / ísl. hljómsveitarinnar frá hljómsveitarstjóranum Guðmundi Em- ilssyni og konu hans. Sem fyrr er sagt var aðalerindið í bæinn í þetta sinn að fara á tónleika. Ég hlakkaði til og þar sem dóttir mín og maðurinn hennar gátu ekki farið stóð ekki á nöfnu minni að koma með mér. Bústaðakirkjan virtist þétt setin. Ungt og fallegt upprennandi listafólk lék fögur verk undir öruggri stjórn hljómsveitarstjórans. Fiðlan, þetta yndislega hljóðfæri sem mér finnst bæði geta hlegið og grátið, virtist leiða hin hljóðfærin. Þessi fallegi samhljómur fyilti kirkj- una. Hugur minn fylltist aðdáun, mér datt í hug „þetta er eins og dans á rósum". Einnig söng listakonan Sigríður Ella Magnúsdóttir falleg lög við undirleik ungrar konu á píanó. Björnstjerne Björnsson segir um sönginn í þýðingu M. Jochumssonar: Söngurinn göfgar, hann lyftir í Ijóma lýðanna kvíðandi þraut, söngurinn vermir og vorhug og blóma vekur á köldustu braut, söngurinn vngir ódáins hljóma aldir hann bindur og stund, hisminu breytir í heilaga dóma hrjóstrinu í skínandi lund. Dagur í líf i Arnheidar Böðvarsdóttur, húsfreyju á Efri Brú f Grímsnesi:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.