Tíminn - 06.04.1984, Qupperneq 18

Tíminn - 06.04.1984, Qupperneq 18
V*\ %a fréttir , . K.QS.TLIDAqiJR h. APRÍL 19X4 Kvikmyndir ■ Af námskeiði Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð sem haldið var í vetur en þau sömu samtök standa að frumsýningu 10 nýrra kvikmynda sinna félagsmanna á Hótel Loftleiðum um helgina. GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna á hagstœóu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. JOKER skrifborðin eftirsóttu eru komin aftur Tilvalin fermingargjöf Verð með yfirhillu kr. 3.850.- Eigum einnig vandaða skrifborðsstóla á hjolum Verð kr. 1.590.- Húsgögn og . , . Suðurlandsbraut 18 innrettmgar simise goo Kvikmyndahátíð SÁK '84: FRUMSYNING A10IS- LENSKUM KVIKMYNDUM ■ „Þarna verða um 10 nýjar íslenskar kvikmyndir, bæði af 8 millimetra spólum og myndböndum. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Við reiknum með að sýningin á laugardaginn taki svona um tvo klukkutíma en svo verða verðlauna- myndirnar sýndar aftur á sunnudag," sagði Sveinn Andri Svemsson um 6. kvikmyndahátíð Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerð sem haldin verður aö Hótel Loftleiðum um helgina. Hátíð- in hefst klukkan tvö á laugardag og verða þá sýndar allar þær myndir sem hafa borist og verður þeim skipt í tvo flokka, myndir þeirra sem komnir eru yfir tvítugt og þeirra sem eru undir tvítugu. Veitt verða verðlaun fyrir bestu myndirnar í hvorum flokki en auk þess verða þær sendar á Norræna kvikmynda- hátíð áhugamanna sem haldin verður í Osló í sumar. Verðlaunaafhendingin fer fram á sunnudag og hefst klukkan tvö eftir hádegi en strax að lokinni hátíóinni hefst aðalfundur samtakanna. -b. „Konur í nýju landnámi“ — tveggja daga Vorvaka Kven- félagasambandsins í Gerðubergi ■ „Konur í nýju landnámi" er tema tveggja daga Vorvöku sem Kvenfélaga- samband íslands gengst fyrir í Gerðu- bergi í Breiðholti um helgina. Á dagskrá verður erindaflutningur um þetta tema, heimsókn á Kjarvalsstaði, menningardagskrá og leikhúsferð. For- menn hinna 250 aðildarfélaga Kvenfé- lagasambandsins eða fulltrúar þeirra eru þátttakendur í vökunni og er fullbókað á hana. Tilgangur hennar er að kynna starfsemi K.f. og efla innbyrðis tengsl milli félaganna, samhliða því að fjalla um daglegan starfsvettvang kvenna og þátt þeirra i listum. Vorvakan hefst með erindaflutningi þar sem 20 konur eru starfandi í; stjórn- sýslu, vísindum, menntun, atvinnuveg- unum og listum munu segja frá störfum sínum. Síðdegis verður farið á Bessa- staði í boði forseta Islands. Á sunnudag- inn verður heimsókn á Kjarvalsstaði, og síðdegis sama dag sérstök menningar- dagskrá í Gerðubergi. -HEl Ragnhildur Stefánsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum: Hugleiðingar um lífið og dauðann ■ Ragnhildur Stefánsdóttir mynd- höggvari opnar sýningu á verkum sínum að Kjarvalsstöðum laugardaginn 7. apríl, kl. 15.00. Ragnhildur hefur unnið vQrk sín, lágmyndir og höggmyndir í Listasmiðju Glits, sem hún hefur haft til afnota í vetur. Ragnhildur hefur einnig notið heiðurslauna frá Brunabótafélagi Islands. Að sögn Ragnhildar eru verk hennar hugleiðingar um líf og dauða, hvernig maðurinn lifir lífinu og hvað verður um hann þegar hann deyr. Ragnhildur fjall- ar um frelsisleit mannsins, fer inn í líkamann og skoðar sálina. Líkaminn er búr, en sálin er oft táknuð sem fuglar eða slöngur sem bundnar eru í líkamanum. Ragnhildur stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands, og einnig í Ameríku. Hún hefur áður sýnt verk á tveimur samsýningum. ■ Ragnhildur við eitt verka sinna í Listasmiðju Glits. Borealis — norræn samsýning opnuð á Kjarvals stöðum ■ Á laugardaginn kemur, 7. apríl, verða opnaðar þrjár listsýningar á Kjar- valsstöðum. Baltasar sýnir málverk í vestursal, Ragnhildur Stefánsdóttir sýnir skúlptúr í vestur-forsal og Borealis, norræn list- sýning, verður sett upp í austursal og austurforsölum. Sýningin Borealis, norrænar myndir 1983, er sett upp á vegum Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í sam- vinnu við stjórn Kjarvalsstaða. Sextán listamenn eiga þar verk, þrír frá hverju Norðurlandanna og einn frá Færeyjum. fslensku listamennirnir eru Ásgerður Búadóttir, Gunnar Örn og Magnús Tómasson. Á sýningunni eru málverk, teikningar, vefnaður, skúlptúr og mynd- verk af ýmsu tagi. Þetta er fyrsta stóra farandsýningin á norrænni nútímalist sem efnt er til síðan sýning norræna myndlistarbandalagsins, „Augliti til aug- litis" var sýnd á Norðurlöndunum 1976- 1977. Sænski myndlistarmaðurinn Tage Martin Hö/iing valdi verkin á sýninguna í samvinnu við þjóðardeildir norræna myndlistarbandalagsins. Sýningin hefur verið sýnd í Finnlandi, Danmörku og Noregi og vakið mikla athygli, ekki síst verk íslensku listamannanna. Sýningin verður opnuð kl. 14.00 á laugardag, og verður síðan opin daglega kl. 14.00-22.00 til 23. apríl. SALUR 1 The comedy adventure of two amateur spies who weren t cut out for intelligence. ALAN ARKIN CAROL BURNETT JACKWARDEN *,\mWMJFOW1 .4h •;*1 G _____V *> . _ [<») Frumsýnir grínmyndina Palii leiftur (ChuChu and Philly Flash) Philly Flash og ChuChu sem eru hinir mestu furðufuglar fara á kostum I þessari mynd. Þau reyna að ganga upp stiga velgengni en' ganga óvart í staðinn undir hann. Margl er brallað, og þau eru hund- elt af lögreglu og þjófum. Aðalhlutverk: Alan Arkin, Carol Burnett, Jack Warden, Danny Ai- ello. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 SALUR2 Stórmyndin Maraþon maðurinn (Marathon Man) Þegar svo margir frábærir kvik- myndagerðarmenn og leikarar leiða saman hesta sína í einni mynd getur útkoman ekkí orðið önnur en sfðrkostleg. Marathon man hefur farið sigurför um allan heim, enda með betri myndum sem gerðar hafa verið. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffman, Laurence Olivier, Roy Scheider, Marthe Keller. Framleiðandi: Robert Ev- ans (Godfather) Leikstjóri: John Schlesinger (Midnight Cowboy) Bönnuð börnum innan 14 ára Sýnd kl. 5,7.30 og 10. SALUR 3 1 sem allstaðar sló aðsóknarmet, og var talin grinmynd ársins 1982. Nú er það framhaldið Porkys II daginn eftir sem ekki er síður smellin, og kítlar hláturtaugarnar. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wy- att Mark Herrier. Leikstjórí: Bob Clark. Hækkað verð Bönnuð börnum innan 12 ára Sýnd kl. 5,7,9og 11 SALUR4 Goldfinger Enginn jafnast á við James Bond 007, sem er kominn aftur i heim- sókn. Hér á hann i höggi við hinn' kolbrjálaða Goldfinger, sem sér ekkert nema gull. Myndin er fram- leidd af Broccoli og Saltzman. JAMES BOND ER HÉR í TOPP FORMI.Aðalhlutverk: Sean Conn- ery, Gert Frobe, Honor Blackman, Shirley Eaton, Bern- ard Lee. Sýnd kl. 5,7 og 9 Óþokkamir New York búar fá aldeilis að kenna á þvi þegar rafmagnið fer af. Aðalhlutv: Jim Mitchum, Robert Carradine Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 11

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.